Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979
19
LANDBÚNAÐARMÁL í BRENNIDEPLI
Ingi Tryggvason:
Að leysavandann —
eða leysa hann ekki
Landbúnað-
arráðherra
sagði
frá samkomulagi
stjórnar-
flokkanna:
Enga frekari
verðábyrgð
til bænda.
skyndivanda vegna ills árferðis,
sem eru erfiðleikar, sem bænd-
um verður að sjálfsögðu veitt
aðstoð til að yfirstíga. En Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki reiðu-
búinn til að veita núverandi
ríkisstjórn neitt umboð, vegna
þess, að hann treystir henni ekki
til eins né neins. Enda hefir
ríkisstjórn ekkert samstarf né
samráð viljað við Sjálfstæðis-
flokkinn hafa um lausn á vanda
landbúnaðarins. Þvert á móti
slegið á útrétta hönd hans.
Sjálfstæðisflokkurinn ber
enga ábyrgð á þeim fjárlögum,
sem nú gilda í landinu. Flokkur-
inn ber heldur enga ábyrgð á
lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinn-
ar, sem samþykkt var, þegar
aðeins vika lifði þings. Þar var
heldur ekki að finna neina lausn
á fjárhagsvanda landbúnaðar-
ins, að sjálfsögðu í samræmi við
það samkomulag í ríkisstjórn-
inni, sem fyrr var á minnzt, að
um frekari fjárskuldbindingar
ríkissjóðs vegna landbúnaðarins
yrði ekki að tefla.
Og svo reyndu tveir stjórnar-
flokkanna, Framsókn og komm-
ar, að koma fram á síðustu
klukkustundum þingsins ákvæði
um fjárhagsskuldbindingu ríkis-
sjóðs, sem nam þrjúþúsund og
fimmhundruðmilljónum króna.
Látum vera þótt þeir væru með
því að rifta samkomulagi, sem
þeir höfðu gert við Alþýðuflokk-
inn í ríkisstjórn. Það liggur
okkur sjálfstæðismönnum í léttu
rúmi. En koma átti málinu fram
með atfylgi Sjálfstæðisflokksins
þótt fyrir lægi, að ríkisstjórnin
vildi ekkert samráð og enga
samvinnu hafa við flokkinn um
málið. Ég minni á orð land-
búnaðarráðherra í sjónvarpinu
s.l. föstudagskvöld, eftir að við-
mælandi hans, Sighvatur Björg-
vinsson, hafði fullyrt að
Framsókn og kommar hljóti að
hafa leitað eftir samvinnu við
Sjálfstæðisflokkinn um fram-
gang málsins. Orðrétt sagði ráð-
herrann: „Og svo ert þú að tala
um samstöðu og samninga við
stjórnarandstöðu. Ég kannast
ekki nokkurn skapaðan hlut við
slíkt."
Það voru orð og að sönnu. Svo
ærast þessir ráðalausu menn
yfir því að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins skuli ekki óðfús-
ir að veita málum þeirra
brautargengi.
Það er því miður fleiri en
bændur sem eiga eftir að bíta úr
nálinni vegna þeirrar óstjórnar
sem ríkir á Islandi.
Hvernig skal því
f jármagni varið?
Að endingu skal ítrekuð fyrir-
spurn, sem margsinnis hefir
verið varpað fram, þegar rætt
hefir verið um fjárhagsstuðning
hins opinbera vegna örðugleika
landbúnaðarins:
Hvernig skal því fjármagni
varið?
Við þessari spurningu hafa
ekki gefizt greið svör. Fram-
sóknarmenn hefir rekið mjög í
vörðurnar og vafið tungum um
höfuð sér, þegar beðið hefir verið
um nákvæma greinargerð um
áætlaða vegferð fjárins. Svo
mjög að samstarfsflokkur
þeirra, Alþýðuflokkurinn, hefir
fyllzt grunsemdum um að ekki
væri síður hugsað fyrir sölusam-
tökum bænda en bændum sjálf-
um, sér í lagi Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga. Þess
vegna lagði Alþýðuflokkurinn
höfuð áherzlu á það í tillögugerð
sinni, að sá þáttur mála yrði
rannsakaður sérstaklega, og eins
aðild sölusamtakanna að lausn
vandans. Þar var nú heldur
betur komið við kviku á sálarkút
Framsóknar.
Á þessi atriði skal enginn
dómur lagður hér, en þeir sem
gerst til þekkja telja að víða sé
pottur brotinn, svo sem eins og
sá, að söluumboðslaun skuli vera
lögð á útflutningsuppbætur.
Á hinn bóginn liggur það í
hlutarins eðli, að öll kurl verða
að hafa komið til grafar, áður en
Framsóknarsamtök fá rúmt um
hendur að ráðstafa fé rikisins.
Það er trúa mín, að vinnu-
brögð þessi í þingi eigi eftir að
draga langan slóða í samskipt-
um stjórnmálaflokka.
Fimmtudaginn 24. maí birtir
Morgunblaðið á tveim stöðum
sama viðtalið við formann Sjálf-
stæðisflokksins. Fjallar viðtalið
um útgöngu sjálfstæðismanna og
krata af fundi Neðri deildar
alþingis á þriðjudaginn, en með
þeirri útgöngu var komið í veg fyrir
að heimiluð yrði þriggja milljarða
króna lántaka til að greiða hluta af
fyrirsjáanlegum halla á útflutningi
landbúnaðarvara á þessu ári.
Vegna ummæla flokksformanns-
ins um óvissuþætti þessa máls
þykir mér rétt að eftirfarandi komi
fram:
Útflutningsbætur samkvæmt
fjárlögum þessa árs eru nú þrotn-
ar. Samkvæmt áætlun um fram-
leiðslumagn þessa verðlagsárs
vantar rúma 5 milljarða á að
útflutningsbótaréttur samkvæmt
lögum dugi til að greiða bændum
fullt verð fyrir framleiðsluna. Ef
reiknað er með 4400 bændum eru
þetta um 1,2 milljarður á bónda
eða yfir 20% af áætluðum fjöl-
skyldutekjum í verðlagsgrundvelli.
Breytingin
á Framleiðslu-
ráðslögum
í vetur var á Alþingi samþykkt
breyting á Framleiðsluráðslögun-
um sem á að auðvelda stjórn á
landbúnaðarframleiðslu svo að
framleiðslan geti betur lagað sig að
markaði hverju sinni og þörf fyrir
útflutningsbætur minnki. Það er
rangt hjá formanni Sjálfstæðis-
flokksins, að ekki hafi verið fjallað
um offramleiðsluvandamálið í
vetur. Eftir langa baráttu bænda-
samtakanna og síendurteknar
kröfur aðalfunda Stéttarsambands
bænda allt frá árinu 1966 hefur
Alþingi nú loks samþykkt
heimildir til Framleiðsluráðs til að
gera ráðstafanir til að draga úr
óhagkvæmri framleiðslu land-
búnaðarvara. Þetta ætti ekki að
hafa farið fram hjá neinum, sem
fylgjast með málefnum bænda-
stéttarinnar.
Skerðing á
tekjum bænda
Mönnum má vera ljóst að til þess
að bændastéttin geti lagað sig að
breyttri framleiðslustefnu þarf
aðstoð ríkisvalds. Þótt árferði væri
eðlilegt, er ekki hægt að ætla
neinni stétt að taka á sig 20%
kjaraskerðingu án nokkurra bóta
frá samfélaginu. Ósk landbúnaðar-
ráðherra um heimild til að
ábyrgjast 3,5 milljarða króna lán-
töku til greiðslu útflutningsbóta
miðaðist við að sárasti broddurinn
væri tekinn af tekjuskerðingunni.
Þótt þessi lánsheimild hefði feng-
ist, hefði enn staðið eftir óbættar
um kr. 300 þúsund á bónda, sem
hefði komið sem bein kjaraskerð-
ing og þætti víst mörgum slík
launaskerðing ærið tilfinnanleg.
Landbúnaðarráðherra lagði til að
Ingvi Tryggvason
lánið yrði endurgreitt af spöruðum
útflutningsbótum á næstu 5 árum
vegna samdráttar í búvörufram-
leiðslunni og með framlögum á
fjárlögum. Það var því fullkomlega
ljóst að lán það sem Fram-
leiðsluráði yrði heimilað að taka
yrði notað svo langt sem það næði
til að greiða bændum lögákveðið
verð samkvæmt verðlagningu
sexmannanefndar á búvörum.
Hvert fara
peningarnir?
Fyrirsögn annars tveggja áður
nefndra viðtala hljóðaði svo:
„Hvert fara peningarnir? Til
bænda eða SÍS?“
Mér finnst einkennilegt, að
flokksformaðurinn skuli ekki hafa
kynnt sér betur starfshætti
Samvinnufélaganna en þessi orð
bera með sér. Samvinnufélögin
selja framleiðsluvörur bænda í
umboðssölu. Kostnaður við þessa
sölu er sem nær jafn hvort sem
söluverð varanna er lægra eða
hærra. Auðvitað tekur það þó
breytingum eins og annar kostn-
aður við almennar verðlagsbreyt-
ingar. Verð það sem bændur fá
endanlega er því breytilegt eftir
áföllum vinnslu- og dreifingar-
kostnaði varanna. Yfirleitt hafa
Samvinnufélögin sett sér það mark
að greiða bændum svokallað
„meðalgrundvallarverð". Þetta
hefur oft tekist, einstakir aðilar
hafa stundum greitt smávegis
umfram meðalverð, hitt hefur þó
verið algengara, að meðalverð
hefur ekki náðst. Flest eða öll
samvinnufélögin hafa sérreikninga
yfir afurðasöluna, en sameigin-
legum kostnaði er skipt eftir
ákveðnum reglum.
Ég fæ ekki séð að umrætt lán
hefði breytt öðru fyrir samvinnu-
félögin en því, að fjárhagsleg staða
bændanna hefði batnað og þeir
þess vegna átt auðveldara með að
standa í skilum við sína viðskipta-
aðila, þar á meðal samvinnufélög-
in. Dylgjur um að Framleiðsluráð
vilji taka stór lán með ríkisábyrgð
undir fölskum forsendum eru
óheppilegar og ótímabærar.
Söluvandi og
harðindi
Flokksformaðurinn segir, að
sjálfstæðismenn geri greinarmun á
vanda bænda vegna harðæris
annars vegar og offramleiðslu hins
vegar. Það gera vafalaust allir.
Hinu má þó ekki gleyma að stór-
felld kjaraskerðing er jafnsár af
hverju svo sem hún stafar. Eins og
fyrr segir eru nú horfur á tekju-
skerðingu vegna lágs verðs á út-
fluttum landbúnaðarvörum sem
nemur á aðra milljón á meðalbúi.
Að öllu óbreyttu verður að leggja á
stórfelld verðjöfnunargjöld til að
jafna þessum halla niður á bænda-
stéttina. Framleiðsluráð hefur vart
önnur ráð til að taka á þeim
vandamálum, sem þegar eru fyrir
hendi. Hitt er svo eftir að leysa
þann vanda sem harðærið skapar.
Þessi vandamál fléttast saman,
þótt aðgerðir verði tæpast þær
sömu. Bændur landsins búa nú við
meiri óvissu um kjör sín en oftast
áður. Það andlega og líkamlega
erfiði, sem þeir leggja á sig þessa
dagana verður ekki mælt í neinum
þeim einingum, sem ókunnugum
eru skiljanlegar. Þess vegna er
heldur engin furða þótt mörgum
bóndanum hafi þótt sú kveðja köld,
sem þeim barst úr sölum Alþingis,
þriðjudaginn 22. maí sl. Þá kveðju
ætti ekki að árétta, heldur ber nú
vandamönnum í þjóðfélaginu
skylda til að sameinast nú þegar
um úrræði, sem koma í veg fyrir
fjárhagslegt hrun landbúnaðarins í
hjólfar núverandi harðinda og
sölutregðu.
Geir Hallgrímsson:
Hvert f ara peningarn
ir? Til bænda eða SÍS?
Formaður Stéttarsambandsins sýndi ekki u*.
lit á ad leysa vandann í tíð fyrri stjórnar ,'-í
Á hlaðamannafundinum í garr
var formaður SjálfNtrðÍNflokka-
in« spurður um afstöðu Sjálfstæfr
isflokksins til landhúnaðarmála
vegna andstöðu flestra þing-
manna hans við heimild til 3.5
milljarða lántöku vegna hænda.
og svaraði hann á þesaa lelð:
Ég vil gjarnan itreka þá grein-
argerð. sem ég haffti vift atkvæfti
minu í þessu máli. Ég lagfti
áherzlu á, aft vift yrftum að taka
framleiftsluvanda landbúnaðarins
föstum tðkum, sem ekki hefur
verift gert, því aft ríkisstjórnin og
núverandi landbúnaðarráðherra
hafa brugftizt Vift erum tilbúnir
til þess að veita liftsinni okkar til
þess aft leysa vandamál baenda. en
vift teljum, aft rækileg kðnnun
verfti aft fara fram áftur en frekari
ábyrgftir verfta lagftar á ríkissjóft.
Ég legg áherzlu á. aft í |
könnun komi fram sérstaklega,
áhrif vorharðinda á stöftu og kjör
baenda Vift verðum að gera okkur
grein fyrir því, í hverju vandamál
landbúnaftarins eru fólgin. í gildi
er verfttryggft ábyrgft ríkissjóðs
allt að 10% af heildarverftmieti
landbúnaftarafurfta. Þegar talaft er
um heildarverðmæti landbúnaftar
afurfta i þessu sambandi er átt vift
margvisleg hlunnindi og einnig
önnur framleiftsluverðmaeti en
nautgripa- og sauðfjárafurftir.
Hér er um aft ræfta 50 efta jafnvel
60 milljarfta framleiftsluverðmæta
á þessu ári. í fjárlögum er gert ráft
fyrir um 5 milljarfta framlagi til
útflutningsuppbóta, en jafnval et
talift, aft þessi ábyrgð muni kosu
einn milljarð til viftbóUr frá því
sem gert er ráft fyrir í fjárlögum,
ef miftaft er vift 10% verftábyrgð.
farift fram á aft auka
þessa ábyrgð i a.m.k. um 16%.
Áftur en þaft er gert og þetu fé f
innheimt með almennri skatt-
heimtu á landsmenn, verftum vift á
aft gera okkur grein fyrir því, f
hvernig á aft ráfta við offramleiftsl-
una, þannig að þetu verfti ekki [
varanlegt vandamál og varanleg
skattheimU. Þetta hefur ríkis-J
stjómin ekki gert. í vetur var ekk J
fjallað um þetU vaadamál bændaj
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ^
landbúnaftarnefnd neftri deildaj
flutta tillögu, sem gat verift heinj
ild aft lausn þessara mála. Þá
allt stjórnarliðift upp hendinæ
móti þeirri tillögugerft. ÞáJ
ekki talaft um ofstæki í
bændastéttarinnar og form
Stéttasambands bænda lét s
vel lika, aft þessi tillaga varl
Þá var tími til aft fella slíka
inn i lánsfjáráætlunina,
okkar um breytingar laganna, sem
áður höfðu verið samþykktar af
samtökum okkar, þar á meðal
voru tillögur um framleiðslu-
stjórn. Við lýstum jafnframt eftir
tillögum frá hinum nefndarmönn-
unum, sem létu mjög á sér standa,
eins og nú verður rakið.
Fulltrúar vinnumarkaðarins í
nefndinni kröfðust hinsvegar ítar-
legrar gagnasöfnunar utanlands
og innan, gagnasöfnunar sem tók
nokkra mánuði. Og þegar þau
gögn voru komin þótti þeim enn
vanta miklar upplýsingar. Þá var
unnið að því að nefndarmenn aðila
vinnumarkaðarins, ásamt for-
manni og ritara, færu til Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur til að
fræðast um þessi mál þar. Sú ferð
var farin snemma árs 1978 og
skýrsla um þá ferð hefur verið
afhent fulltrúum allra þingflokka
á Alþingi.
Það voru þessir menn í nefnd-
inni sem töfðu störf hennar. Það
var einfaldlega af því að þeir
höfðu, svo sem þeir viðurkenndu
nánast sjálfir, enga þekkingu á
verkefni sínu. Og þrátt fyrir mikla
leiðbeiningu af hálfu annarra
nefndarmanna og stórfellda gagna
söfnun auk áðurgreindrar ferðar
til Norðurlanda, töldu þeir sig
ekki geta skilað tillögum um
lagabreytingu fyrr en í lok febrúar
á þessu ári.
Þessi fuliyrðing Geirs Hall-
grímssonar er því líka alröng og
byggist á furðulegri vanþekkingu.
3. Þá fullyrðir Geir Hallgríms-
son að hann hafi ekki vitað hvað
átti að gera við þann 3,5 milljarð
króna, sem umrædd ríkisábyrgð
fjallaði um, en felld var á Alþingi
s.l. mánudag.
Það hefur verið upplýst síðan á
áramótum á prenti og í öðrum
fjölmiðlum, að vanta myndi rösk-
lega 5 milljarða króna til að
bændur gætu fengið lögákveðið
verð fyrir framleiðslu sína á þessu
ári. Þá er sexmannanefndin búin
að taka tillit til alls framleiðslu-
auka búvöru sem orðið hefur að
undanförnu og meta hann bænd-
um til tekna á fullu verði. Þá er
einnig búið að ákveða hlut milli-
liðanna í vöruverðinu, og varðandi
sauðfjárafurðirnar var sú ákvörð-
un miðuð við kaupgjald og verðlag
í september 1978.
Sú ákvörðun gildir jafnt fyrir
alla sem verzla með búvörur,
hvort sem það eru samvinnufélög,
einstaklingar eða hlutafélög. Upp-
lýsingar um þetta efni hafa allar
legið fyrir síðan í janúarmánuði í
vetur og hver sem óskað hefur
skýringa um þessi mál hjá Stétt-
arsambandi bænda, hefur fengið
þær. Þar á meðal voru sumir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Tveir þeirra, Friðjón Þórðarson og
Eggert Haukdal, greiddu líka
atkvæði á Alþingi að athuguðu
máli og ber þeim heiður og þökk
fyrir það.
Ég hélt að allir þingmenn vissu
þetta og alveg sérstaklega að
formenn stjórnmálaflokkanna
allra vissu þetta.
Fylgist Geir Hallgrímsson þá
ekkert með þessum málum? Jú,
auðvitað fylgist hann með, en
hann er að réttlæta óverjandi
ábyrgðarlausa framkomu meiri-
hluta flokks síns fyrir fólki, sem
hann heldur að viti lítið um þessi
mál og er að reyna að sætta það
við aðgerðir sinna manna, með því
að blekkja það með tvíræðum og
röngum fullyrðingum. Sá sem
hagar sér þannig ber ekki mikla
virðingu fyrir þeim sem hann er
að blekkja og raunar ber hann enn
minni virðingu fyrir sjálfum sér
með því að bera svona blekkingar
fram.
Trúir einhver því að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði stór flokk-
ur og vaxi að virðingu með þjóð-
inni af svona vinnubrögðum.