Alþýðublaðið - 30.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1920, Blaðsíða 2
2 blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 08®. Auglýsiagurn sé skilað þangað eða i Gutenberg í síðasta lagi kl. XO, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. vitað nru skeytin, sem frá Pólverj- um koma, meira og minna ýkt, en þannig verður útkoman, ef gengið er út frá skeyti Raaes fréttastofu.] Khöfn, 28. ágúst. Snúa bandamenn bakinn rið PólTerjnm! Reuter tilkynnir, að ensku og frönsku sendinefndirnar hafi yfir- gefið Warsjá. Er nú friðurinn ein- göngu kominn undir nefndum Pól- verja og bolsivíka í Minsk. [Skeytið er fremur óskýrt, en helzt er að þýða það þannig.] Bolaiyíkar veita viðnám. Símað er frá Warsjá, að sókn Pólverja sýnist stöðvuð í bili. Khöfn, 29. ágúst. Bolsivíkar vinna á. Símað er frá Berlín, að bolsi- víkar dragi saman her fyrir aust- an Besuitowsk og gagnárásir þeirra i Galiziu gangi þeim í vil. Hingað og ekki lengra! Símað er frá London, að Eng- land, Frakkland og Ameríka semji við Pólland um það, hve langt Pólverjar skuli sækja fram. fisuiisleysi og brunamál bæjarms. Eftir Magnús V. Jóhannesson. ----- (Frh.) VI. Viðhald áhalda. Það sem mikið ber á við bruna er óhirða áhalda. Flestar slöngur leka með samskeytum, og margar þeirra eru götóttar, og svo mikið ber á þessu, að bunustj. eiga stundum full erfitt með að verja < ALÞYÐUBLAÐIÐ sig gegn útrás vatnsins. Þetta er því að kenna að ekki er lagfært þegar óiag er á komið, heldur látið drasla. Á þann hátt gengur alt fyr úr sér og þessar slöngur gera ekki hálft gagn. Bærinn hefir launaða starfsmenn sem brunaverð- ir eru nefndir, og það á að vera og er þeirra verk að viðhalda öll- um áhöldum liðsins, en þeir eiga ef tii vill þá afsökun að launin séu lág, og geta þess vegna ekki gefið sig alla við starfinu, og ef það er satt að þeir hafi smátekj- ur af öðru óviðkomandi til að geta lifað, þá má það ekki svo til ganga. Hver maður óskiftur við það sem hann tekur að sér, hvort sem það er í þágu einstakl- ings eða þess opinbera. Verka- menn, krefjist lífvæniegra launa og sýnið skyldurækni' í starfi. Björgnnar- og rifrildisliðs- foringjar. Björgunarliðsforingi er skipaður af bæjarstjórn, ja það er nógu gott ef það kæmi að gagni. Em- bættismaður þessi tilheyrir vara- liðinu, svo ef maður á að dæma nftir reynslunni, sem er ólygnust að sagt er, mundi sá maður aldrei kvaddur, og vel gæti komið fyrir sá stórbruni sem hann væri ekki viðstaddur. Nei, foringi þessi á að tilheyra ýastaliðinu, en þó má sú veiting eða skipun ekki byggj- ast á þunga holdsins, heldur á dugnaði og hœjileikum. Hér þarf mann sem hefir sinn vagn með nauðsynlegustu áhöldum til bjorg- unar. Liðsmenn aðstoða við að draga vagninn á ákvörðunarstað- inn og þegar þangað er komið foringi þeim hæfileikum gæddur að geta valið sér aðstoðarmenn úr hóp þeirra er umhverfis standa. Það sem mælir með því að sér- stakur áhaldavagn fyigi liðinu, er m. a. það, að við síðasta feruna var fyrst framan af enginn snæris- spotti til að láta húsgögn síga I. Það var kátlegt að sjá menn þeyta „konsólspeglum" af efri hæð tii jarðar!!! Stjórnleysi var um að kenna að ekki var bjargað af lofti íbúðarhússins við síðasta bruna, og sýndi það meðal annars óhrekj- anlega það, að því var aðeins bjargað sem einhver var hlutað- eigandans önnur hönd, en hér var enginn fyrir íbúana á loftinu, og því fór sem fór, þangað síðast farið sem fyrst akyldi, og þá var það of seint. Engin áhöid til að láta húsmuni síga í, aðeins þeytt litiu niður, sem varð eins lítils virði við björgun sem brunnið hefði inni. Eins og það er nauðsyn að björgunarforingi tilheyri fastalið- inu, þá grldir það snma um for- ingja rifrildisliðsins,* og sama nauð- synin að hann hafi áhaldavagni yfir að ráða, og það sé maður sem starfanum sé vaxinn. Bæjar- stjórnin hefir á yfirborðinu gengið svo frá brunamáiunum sem þau væru ekki neitt máiamynda kák, þá eiga þau ekki að vera það & framkvæmdinni. (Frh.) lítlenðar jréttir. Álþjóða sjómannafnnd átti að halda í Bryssel (Belgíu; 9. ágúst. Fárviðri í €anada. Nýlega gerði afskaplegt fárviðri í Suður-Saskatschewan í Canada,. Stóð það í nær 20 mínútur og olli geysilegum skaða á eignum og drap 2 menn en meiddi 15. Tnndurdnfl í norðnrhöínm. Það er tilkynt að þýzkir dufla- veiðarar hafi nú gersamlega hreins- að Kattegat af tundurduflum, og þar sé því engin hætta lengur fyr- ir skip. En aftur á móti er eigí búist við að Norðursjórinn verði orðinn að fullu hreinn fyr en næsta sumar. Times Weekly. Parísarhúar fara hyggilega að ráði sínn. Borgarráðið í París hefir nýlega samþykt að kaupa alla strætisvagna í borginni, bæði sporvagna og bifvagna (motor omnibus), og reka flutning um göturnar fyrir borgar- innar reikning. Sér grefnr gröf — ------ Á fundi einum er haidinn var í Rómaborg fyrir skömmu, sprakk sprengikúla í höndunum á stjórn- ieysingja einum, og drap hann þegar í stað. Hann hefir sjálfsagt ætlað henni að bana einhverjurn öðrum en sjálfum sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.