Alþýðublaðið - 30.08.1920, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3. sambandsfring
Alþýðusambands íslanðs
yerður sett í Reykjavík, föstudaginn 12. nóvember
næstk. kl. 5 síðdegis, í húsi Alþýðufélaganna við
Hverfisgötu.
Félög þau, sem í sambandinu eru, kjósi til sam-
bandsþings einn fulltrúa fyrir hvert hundrað skráðra
félaga, eða brot úr hundraði, og einn fyrir félagið
(samkv. 11. gr. sambandslaganna).
Reykjavík, 12. ágúst 1920.
Alþýðusamband íslands
Jón Baldvinsson
p. t. forseti.
Halldór&Július
klæðskerar.
Nýkomið:
Yfifffrakka
Fata
Buxna
efni.
Gerið svo vel og lítið inn á
Laugaveg 21.
Xoii konsngur.
Eít'r Upton Sinclair.
Fjórða bók:
Erfðaskrá Kola konungs.
(Frh.).
,En þeim, sem tekið hafa þátt
í hreifingunni,' verður öllum kastað
á dyr".
„Nei, ekki öllum — þeir ná þeim
sjaldan öllum. Og takist þeim það,
þá er ekki annað að gera en að
byrja af nýju".
Nú tók hinn aldraði og rólegi
Þjóðverji til máls. Síðastliðið ár
hafði félagið rekið sex þúsund
manns burtu, vegna þátttöku þeirra
í verklýðshreifingunni eða vegna
gruns.
„Sex þúsundl" át Hallur eftir.
Héðan úr héraðinuf"
Já".
„En verkamennirnir eru ekki
fleiri samanlagt en tólf til flmtán
þúsund".
„Nei, þeir hafa skift því nær
um helminginn*.
Haliur varð steinhissa. „En
hvernig getið þið þá haldið fé-
lagsskapnum saman?"
„Þú gleymir þvf, að þeir fara
eins með nýju verkamennina og
þá gömlu", mælti hinn rólegur.
Jú, auðvitað var þetta útskýr-
ingin. Og Hallur sá aftur maurana
hans Johns Edströms við vinnu —
byrjandi á brúargerðinni aftur og
aftur, er straumurinn hafði eyði-
lagt hana. Þeir urðu ekki eins
fljótt óþolinmóðir og ungur auð-
maður, sem var vanur að fá óskir
sfnar uppfyltar, sem var vanur að
hugsa um frelsi og réttlæti eins og
sjálfsagðan hlut. Hallur lærði mik-
ið af samræðum sínum við þessa
menn, en hann lærði þó meira af
þögn þeirra — af rómi og því,
hve eðlilega þeir tóku á hlutunum,
sem höfðu gert hann hamstola af
bræði. Hann spurði um nefndina.
Þeir gátu ekki annað gert en mót-
mælt í blöðum sínum og á fund-
um. Auðvitað yrði þessu skotið
til yfirvaldanna, en það mundi til
einskis gagns. Ekki vissu þeir,
hvar hún var. En einhversstaðar
yrði hún látin úr vögnunum, svo
þá væri hægt að ná tali af henni.
Verklýðssambandið mundi veita
þeim nokkurra dala styrk til þess
að koma sér fyrir af nýju, eða
árnbrautarfarseðil til annars lands-
hluta. í þessu héraði voru þau
auðvitað á svarta listanum og
fengu þar ekki vinnu framar.
XVIII.
Það var ekki annað að gera en
taka ósigrinum. Nú urðu þeir að
koma orðum til verkalýðsins í
Norðurdalnum um það, hvernig
komið væri, og segja svo frá því,
að hann yrði ekki verklýðssam-
bandinu alt of reiður.
„Við búum til ávarp á ýmsum
tungum", sagði Hartmann, „og
dreifum því út í héraðinu*.
„Það verður ekki auðvelt“,mælti
Hallur. „Verkstjórarnir munu verða
á verði".
Nú mælti Jerry Minetti: „Jack
David fer þangað aftur fyrri hlut-
ann f dag. Hann getur hjálpað
okkur".
„En hvernig fer fyrir þér?"
spurði Hallur. „Þú hefir víst brent
bát þinn?“
Jerry hafði aldrei áður heyrt
tekið svona til orða, en skildi
strax meininguna. „Já, upp tii
agna“, sagði hann.
„Sástu ekki snuðrarana niðri f
fordyri gistihússins?" spurði Hart-
mann.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafar Friðriksson.
Frentsmiöian Gutenberg.