Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Athugasemd f rá Landssamtökunum í>roskahjálp vegna greinar um Kópavogshæli í Mbl. 27. maí sl. Hinn 27. maí s.l. birtist í Morgunblaðinu firnalöng grein, sem ber yfirskriftina „Neyðar- ástand á Kópavogshæli". Grein þessi, sem prýdd er mörgum myndum frá hælinu er skrifuð af tveimur sérfræðingum, þeim Jóni S. Karlssyni sálfræðingi og Sæv- ari Halldórssyni lækni, en báðir hafa þeir starfað við hælið um langt árabil. í inngangi greinar- innar kemur fram að kynning á hælinu hafi ekki verið sem #kyldi fram til þessa og tímabært sé nú orðið að bæta úr því. Skal tekið imdir þá skoðun heilshugar. Þessa vanrækslu á kynningarstarfi út á við telja sérfræðingarnir stafa af annríki við innra starf á stofnun- inni og bendir það til þess að sérstök alúð og samviskusemi sé lögð í það, a.m.k. gæti svo virst við fyrstu sýn. Greinin er í senn bæði athyglis- verð en jafnframt óhugnanleg. Hún er eftirtektarverð m.a. vegna þess að ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings jafn ýtar- leg lýsing á starfsemi hælisins frá starfsmönnum þess. Hælið hefur eins og kunnugt er starfað í 26 ár. I greininni er lýst því óhugnan- lega ástandi, sem ríkir á stofnun- inni, þar sem nú dvelja um 179 manns, fólk á öllum aldri, smá- börn, fullorðið fólk og gamal- menni. Eftirfarandi klausa úr grein þeirra sérfræðinganna lýsir ástandinu. „Nokkur hluti vist- manna hefur fundið sér til „dund- urs“ að rugga sér fram og aftur, eigra um, berja höfðinu utan í vegg, sumir jórtra jafnvel eða æla líklega vegna þess að það er það skásta, sem þeir geta fundið upp á.“ Öllu hugsandi fólki hlýtur að bregða í brún við að slíkar lýsing- ar skuli eiga við ástandið á stofnun, sem samkvæmt lögum hefur gegnt því mikilvæga hlut- verki að vera aðalhæli ríkisins í málefnum vangefinna og hefur haft með höndum miðstýringu þessara mála. Þetta er þeim mun óskiljanlegra ef haft er í huga að hælið hefur haft hálærðum sér- fræðingum á að skipa lengst af, auk þess sem það fellur undir stjórnkerfi ríkisspítalanna og stjórnarnefnd þeirra og hefur hún borið hag hælisins fyrir brjósti sem og annarra stofnana. Þess má einnig geta að stjórnendur Kópavogshælis hafa um mörg undanfarin ár átt sæti á öllum fundum stjórnarnefndar ríkisspítalanna og þannig haft alla möguleika á að koma áhuga- málum sínum á framfæri viö rétta aðila. Það skyldi engan undra þó menn spyrji nú í fullri alvöru hvar skýringanna sé að leita á því ófremdarástandi, sem ríkir á Kópavogshæli og sérfræðingarnir hafa afhjúpað á jafn vægðariaus- an hátt og fram kemur í grein þeirra. Það er ekki tilgangur þessara skrifa að setja fram neinar tilgát- ur um orsakir þeirrar þróunar, sem virðist hafa átt sér stað á Kópavogshæli, svo ömurleg sem hún er. En við hljótum að setja fram þá kröfu að yfirvöld, sem lögum samkvæmt eru ábyrg fyrir rekstri hælisins láti fara fram úttekt og alhliða rannsókn á starfsemi stofnunarinnar og því sem þar er að gerast, þegar upplýsingar af þessu tagi koma fram. En það kennir margra grasa í grein þeirra Jóns S. Karlssonar sálfræðings og Sævars Halldórs- sonar læknis. Eftir að hafa útlist- að ástandið á áhrifaríkan hátt og vikið m.a. að iðjuleysi vistmanna og skorti á aðstæðum til iðjuþjálf- unar svo og skorti á kennurum ásamt fleiru, þá virðast þeir una því illa að finna ekki einhvern sökudólg, sem hægt er að skella skuldinni á og kenna þá öfug- þróun, sem lýst er. Meðal annars er veist að Landssamtökunum Þroskahjálp og þau talin hafa staðið í vegi fyrir eðlilegri upp- byggingu á ríkishælinu. Landssamtökin Þroskahjálp eru samtök foreldra og áhugafólks um málefni þroskaheftra með aðeins 2 'Æ árs starfstímabil að baki. Samtökin eru m.a. sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína sem umsagnaraðili varðandi fjárveit- ingar úr styrktarsjóði vangefinna á þann hátt að mæla ekki með úthlutun til Kópavogshælis, án samráðs við þá sérfræðingana, þannig séu Landssamtökin að sparka í þá sem þau eigi að styðja af því þeir séu ekki nógu fínir, að samtökin séu að klekkja á ríkis- hælinu, að þeir sem dvelja á Kópavogshælinu hafi lent til hlið- ar í málflutningi samtakanna, að samtökin hafi ekki sett fram stuöningsyfirlýsingar við hælið, að þeim sé ekki treystandi til að mæla með fjárveitingum til upp- byggingar þjónustu fyrir van- gefna og þar fram eftir götunum. í raun og veru eru þetta svo ómaklegar og fyrirlitlegar ásak- anir að þær eru varla svara verðar, en með tilliti til þeirra, sem ekki þekkja til málanna, gæti slíkur aur orðið til að skapa tortryggni og grafa undan því trausti, sem Landssamtökin hafa hvarvetna mætt til þessa. Landssamtökin Þroskahjálp hafa aldrei látið frá sér fara eitt eða neitt, sem gæti talist neikvætt fyrir Kópavogshælið. Til þess hafa aðrir orðið. Foreldra- og vinafélag hælisins hefur nákvæmlega sömu stöðu innan Þroskahjálpar og önnur aðildarfélög og geta má þess að fyrrverandi formaður foreldra- og vinafélags Kópavogshælis á sæti í varastjórn Þroskahjálpar. Þess vegna er sá óhróður, sem þeir félagar reyna að nota til að tortryggja Þroskahjálp og kemur m.a. fram í því að þeir foreldrar sem hafa börn sín á dagvistun- arstofnunum séu mest áberandi í samtökunum, staðlausir stafir sem og aðrar ásakanir og ekki sæmandi mönnum í þeirra stöðu að láta slíkt frá sér fara. Eða geta þeir eftir slíkar kveðjur búist við að þessir sömu foreldrar leiti til þeirra með vandkvæði sín, eins og starfsráðning þeirra félaga mun þó hljóða upp á að þeir eigi að sinna. Varðandi fjárveitingu úr styrkt- arsjóði vangefinna og tillögur Þroskahjálpar þar að lútandi þyk- ir stjórn Þroskahjálpar rétt að birta kafla úr bréfi til félagsmála- ráðuneytisins ásamt upplýsingum um hvernig úthlutunarfé sjóðsins, kr. 150 milljónum, var deilt niður. „Erfitt er að gera tillögur um skiptingu þess fjár sem Styrkt- arsjóði vangefinna er ætlað eða kr. 150 millj., þegar fyrir liggja umsóknir um kr. 400 millj. til verkefna sem allflest hefðu þurft að koma til framkvæmda á þessu ári. Það sjónarmið var því allsráð- andi við tillögugerðina að það fjármagn sem í hlut hvers og eins kæmi yrði til þess að koma í notkun einhverjum áfanga eða til greiðslu byggingaskulda sem hvíldu á húsnæði sem þegar væri komið upp. I öllum tilfellum verður um verulegan samdrátt framkvæmda að ræða og viðhald og endurbætur eldra húsnæðis verður að sitja á hakanum þetta árið nema þar sem neyðarástand er fyrir hendi. Er þetta verulegt áhyggjuefni þar sem uppbyggingar- og endurbóta- þörf í þessum málaflokki er gífur- leg og að því er virðist almennt viðurkennd. Eftir ýtarlega umfjöllun varð stjórnin sammála um að gera eftirfarandi tillögur um úthlutun fjár úr styrktarsjóði vangefinna 1979. Til Sólborgar, Akureyri, kr. 40 millj. Til Vonarlands, Egilstöðum kr. 55 millj. Til Skálatúns, Mos- fellssveit kr. 10 millj. Til Styrktar- fél. vangefinna í Reykjavík v/afþreyingarheimilis kr. 40 millj. Til Tjaldanesheimilisins í Mos- fellssveit kr. 4 millj. Til Foreldra- fél. Þroskaheftra á Suðurl. kr. 1 millj. Alls kr. 150 millj. Varðandi Kópavogshæli vill stjórn Þroskahjálpar taka fram eftirfarandi. 1) Engin formleg umsókn lá fyrir frá Kópavogi, heldur ekki skýring á því að 30 millj. kr. fjárveiting á árinu 1978 var ekki notuð. 2) Aðhæfing núverandi húsnæð- is að breyttum starfsháttum, en hvoru tveggja er nauðsynlegt, er ekki tímabær fyrr en endurskipu- lagning þessara mála, sem vænt- anlega er í sjónmáli, er bundin í lögum.“ Sú fullyrðing þeirra félaga að 30 milljónir af úthlutunarfé Kópa- vogs frá síðasta ári hafi verið lánaðar til að ljúka byggingu á Sólborg, er ekki rétt, vegna þess að einungis 10 milljónir voru lánaðar í þessum tilgangi seint á árinu 1978, enda lá þá ljóst fyrir að Kópavogshælið myndi ekki nýta það fjármagn, sem því hafði verið úthlutað á því ári. Rétt er að taka fram til enn frekari skýringa að Þroskahjálp er einungis umsagnaraðili, sem ráðuneytið er ekki lagalega bundið af við endanlega ákvörðun. í sambandi við ástandið á Kópa- vogshæli er ekki úr vegi að benda á að úthlutun á fé til nýbygginga breytir að sjálfsögðu ekki rekstr- inum á þeim deildum, sem fyrir eru, eitthvað hlýtur annað að þurfa að koma til. Landssamtökin Þroskahjálp líta svo á að stuðningur við Kópa- vogshæli eða réttara sagt við þá vistmenn, sem þar dvelja geti ef til vill falist í öðru en að bæta við fleiri byggingum, ekki síst þegar sú stefna er yfirlýst að á næstu tíu árum skuli vistmönnum fækkað niður í 120 frá því sem nú er. Slík áætlun, sem er skynsamleg, er þó tæplega framkvæmanleg nema til komi önnur úrræði. Öllum ber saman um að stórar sólarhringsstofnanir séu óheppi- legar og stuðla beri að núfímalegri þjónustu fyrir þroskahefta, sem hjálpi þeim til að lifa við eðlilegri aðstæður. Með þetta að leiðarljósi hafa Landssamtökin Þroskahjálp beitt sér örullega fyrir nýrri löggjöf, sem tryggði þeim þessi sjálfsögðu réttindi. I grein þeirra félaga segir um þessi lög: „Astæða er til að fagna þessum nýju lögum, en við verðum að hafa hugfast að lögin ein sér leysa ekki vandann sjálfan, þau eru einungis rammi, sem við getum fyllt með glansmyndum eða stuðst við til að móta mannsæm- andi aðstæður fyrir alla, líka „þyngsta hlutann“.“ Fróðlegt væri að vita hvað þeir félagar eiga við þegar þeir tala um glansmyndir í þessu samhengi. Því fleiri dagvistunarstofnanir, skólar, vinnustaðir, afþreyingar- og fjölskylduheimili og aðrar smærri þjónustueiningar sem taka til starfa, því minna ætti álagið að verða á Kópavogshælið og þar með ættu fyrrnefnd áform að geta orðið að veruleika. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt því láni að fagna hingað til að geta sameinast og staðið saman sem ein órofa heild. í því felst styrkur þeirra og máttur til að koma málum heilum í höfn, eins og fram kom í sambandi við nýju löggjöfina um aðstoð við þroskahefta. Starf Þroskahjálpar er borið upp af hugsjónum og áhuga fólks, sem leitast við að bæta kjör þeirra og hag, sem ekki geta það af eigin rammleik. Ef Jón S. Karlsson og Sævar Halldórsson á annað borð vilja hafa samstarf við Landssamtökin Þroskahjálp við að leysa vanda Kópavogshælis má spyrja hvort ekki væri önnur leið heppilegri en að setja fram á opinberum vett- vangi órökstuddan rógburð um samtök foreldra þroskaheftra. Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar. Sjö listamenn hlutu starfslaun í FJÁRLÖGUM 1979 eru veittar 10,6 milljónir króna til starfs- launa listamanna. Starfslaun listamanna miðast við byrjunarlaun menntaskóla- kennara og eru veitt eftir umsókn- um til þriggja mánaöa hið skemmsta, en tólf mánaða hið lengsta. Umsóknir að þessu sinni voru 53 að tölu. Starfslaun hlutu: 12 mánaða laun: Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistar- og leikmyndagerðar- maður. 10 mánaða laun: Jóhannes Jóhannesson, mynd- listarmaður. 6 mánaða laun: Ragnhildur Óskarsdóttir (Róska), kvikmyndagerðarmaður. 3 mánaða laun: Kristín G. Magnús, leikkona, og rithöfundarnir Jón Helgason, Jón Óskar og Örn Bjarnason. Úthlutunarnefnd skipuðu: Atli Heimir Sveinsson, Helgi Sæ- mundsson og Knútur Hallsson formaður. Sýnir í Mokkakaffi OLGA de Beauharnais von Leu- chtenberg hefur opnað mál- verkasýningu í Mokkakaffi í Reykjavík og sýnir hún þar 32 myndir. sem allar cru til sölu nema ein. Olga von Leuchtenberg er fædd í París og hóf listnám í Frakklandi en fluttist til Banda- ríkjanna og lauk þar námi við The Museum School of Fine Arts í Boston. Olga hefur tekið þátt í sýningum í Boston og nágrenni og einnig kennt börnum. Hún á stórar abstrakt olíu og akrylic myndir í einkasöfnum. Hún hefur unnið i samvinnu með þekktum arkitekt að innan- hússkreytingum í byggingum, sem hann hefur hannað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.