Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 Norræn ráðstefna um kvennasögurannsóknir: Ákvæði um kvennasögurannsóknir verði settar í kennsluskrár háskólanna NORRÆN ráðsteína er nefnd- ist „Kvennarannsóknir í hug- vísindum" var haldin dagana 7,—10. maí í Noregi. Þátttakendur voru 70—80, flestir fræðimenn í einhverri (írein kvennasögu. Auk þess Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar og einnig voru starf- andi umræðuhópar þar sem þátttakendur voru fulltrúar fyr- ir hinar ýmsu fræðigreinar og stofnanir. I lok ráðstefnunnar voru lagðar fram tillögur um samnorræn verkefni í kvenna- Sigríður Erlendsdóttir, sagnfræðingur, Anna Björnsdóttir, stofnandi Kvennasögusafns íslands, Bergþóra Sigmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur og Svanlaug Baldursdóttir starfsmaður Kvennasögusafnsins á fundi með blaðamönnum. Ljósm. Kristinn mættu á ráðstefnuna fulitrúar frá kvennasögusöfnum á Norðurlöndum, jafnstöðuráðum, fjölvísinda og frá rannsóknar- deildum ráðuneytanna. Fjórir fulltrúar mættu frá íslandi: Bergþóra Sigmundsdóttir þjóð- félagsfræðingur, Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Bald- ursdóttir frá Kvennasögusafni íslands og Sigríður Erlendsdótt- ir sagnfræðingur. Var íslending- unum boðið á ráðstefnuna. sögurannsóknum og í tengslum við þær. Umræðuhóparnir lögðu fram niðurstöður sínar og meðal þess sem þar kom fram var að: Ákvæði um kvennasögurann- sóknir verði sett í kennsluskrár háskólanna, þáttur kvenna verði dreginn fram í dagsljósið og settur í tengsl við hugvísinda- verkefni sem unnið er að, efnt verði til samnorrænna nám- skeiða í kvennasögu, stefnt verði að tilurð norrænnar menninga- deildar er starfi að því að styðja kvennasögurannsóknir í hugvís- indum og þeim tilmælum verði beint til norrænu rannsóknar- ráðanna að þau styðji kvenna- sögurannsóknir. Þá kom fram að styrkveitingar til kvennasögu- rannsókna hafi fyrst á allra síðustu árum verið umtalsverð- ar. Sem dæmi voru nefndar styrkveitingar norska ríkisins til kvennasögurannsókna tii fimm ára frá árinu 1977, sænska ríkis- ins til kvennasögukennslu og kvennasögurannsókna við há- skólann í Gautaborg og Uppsöl- um og þriggja ára styrkveitingar danska ríkisins til kvennasögu- rannsókna sem byrjað verður að úthluta í ár. Á blaðamannafundi sem fulltrúar Islands á ráðstefn- unni héldu kom það fram að Þjóðhátíðarsjóður hefur alls veitt þremur milljónum til kvennasögurannsókna sem unn- ar eru í Kvennasögusafni Is- lands. • Einnig um konur Orðið kvennarannsóknir er sambærilegt orðinu kvennasögu- rannsóknir sem meira hefur verið notað hér á iandi. Yfir- burðir kvennarannsókna um- fram aðrar fræðilegar rannsókn- ir eru í því fólgnar að þær fjalla einnig um konur. Þannig var hugtakinu kvennarannsóknir m.a. lýst á ráðstefnunni. Kvennasaga er að verða viður- kennd vísindagrein á Norður- löndum. Þó kom það fram á ráðstefnunni að hlutfallslega fáir stunduðu kvennasögurann- sóknir, enn sem komið er. Fræði- menn eru flestir ungir og hafa fé af skornum skammti til þess að iðka þessa fræðigrein. Flestir þátttakendanna á ráð- stefnunni eru starfsmenn há- skóla og háskólamenntað fólk sem hefur gefið út fræðslurit í kvennasögu eða stundað fræði- mennsku og ritstörf á þessu sviði. Rannsóknir þátttakend- anna spanna breitt svið en þeir hafa lagt stund á rannsóknir í málvísindum, bókmenntum, listasögu, kvikmyndalist, guð- fræði, lögfræði, heimspeki, forn- leifafræði, sálfræði og fleiri greinum. Á blaðamannafundinum sögðu íslensku þátttakendurnir aö eitt af því sem þeim hefði þótt athyglisvert hefði verið erindi sem flutt var um norska kven- listmálara á árunum 1850—90. í skrá um listmálara á þessum árum voru aðeins 3 konur, en er farið var að rannsaka hversu margir hefðu iðkað málaralist á þeim tíma kom í ljós að þær voru um 50. Flestar þessara kvenna þurftu að hætta iðju sinni er þær giftu sig. Einnig sögðu þær það merkilegt að í ljós hefði komið að ófríðar dætur vildu feðurnir heldur kosta til náms en fríðar. 25% aflaaukning á vetrarvertídinni vid ísafjarðard júp AFLINN á vetrarvertíðinni í Vestfirðingafjórðungi varð 37.785 lestir. sem er 5.185 lestum meiri afli en í fyrra. Svipaður og meiri afli barst á land í öllum verstiiðvunum, en mest er aukn- ingin við Djúp, en þar hefir borizt á land 25% meiri afli í vetur en á vertíðinni í fyrra. Tíðarfar var mjög óhagstætt til sjósóknar fyrrihluta vertíðarinn- ar, en síðari hlutann voru gæftir góðar. Aflaaukningin er langmest hjá togurunum og netabátunum, Jónsmessumót í Þ jórsárverum Árnesingafélagið í Reýkjavík heldur hið árlega Jónsmcssumót í Þjórsárverum laugardaginn 23. júní nk. Jónsmessumótin eru haldin til skiptis í félagsheimilinu í Árnes- sýslu í samvinnu við heimafólk í viðkomandi sveit og hafa þau notið sívaxandi vinsælda. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19 en að því loknu verður almennur dans- leikur. Heiðursgestir mótsins að þessu sinni hjónin Sigurborg Sveinsdóttir og Matthías Sigfússon listmálari, og Þuríður Árnadóttir fyrrum húsfreyja á Hurðabaki í Flóa. Páll Jóhannesson tenórsöngvari syngur einsöng undir borðum, en hann söng einnig á Árnesingamóti í vetur. Hljómsveitin Frostrósir ásamt söngkonunni Elínu Reynisdóttur leik- ur fyrir dansi. Árnesingakórinn lauk starfsári sínu 5. mái með söngskemmtun á Flúðum og dansleik á eftir. Kórinn hélt aðalfund 7. júní sl. Kom þaixfram áhugi fyrir að taka upp þráðinn að nýju með haustinu. Formaður kórsins var kosin Hjördís Geirsdóttir (Fréttatilkynning) en línubátarnir eru flestir með minni afla en í fyrra. Veldur þar mestu óhagstætt tíðarfar framan af vertíðinni og að steinbítsaflinn brást að verulegu leyti. Á þessari vertíð stunduðu 45 (44) bátar bolfiskveiðar frá Vest- fjörðum lengst af vertíðar (öfluðu yfir 100 lestir). Reru 27 (29) með línu alla vertíðina, 7 (5) reru með línu og net og 11 (10) með botn- vörpu. Heildaraflinn varð nú 37.785 lestir, en var 32.627 lestir í fyrra. Línuaflinn varð nú 11.617 lestir eða 31% vertíðaraflans, en var 14.693 lestir eða 45% í fyrra. Afli togaranna varð nú 21.542 lestir eða 57%, en var 15.985 lestir eða 49% í fyrra og í net öfluðust 4.626 lestir eða 12%, en í fyrra var netaaflinn 1.949 lestir eða 6% vertíðaraflans. Aflahæst af togurunum var Guðbjörg frá ísafirði með 2.264,4 lestir í 16 löndunum. Guðbjörg var einnig aflahæst á vetrarvertíðinni í fyrra með 1.651,3 lestir í 18 löndunum. Af netabátum var Garðar frá Patreksfirði aflahæst- ur í ár með 1.099.5 lestir í 63 róðrum, en hann var einnig afla- hæstur á vertíðinni í fyrra með 729,0 lestir í 84 róðrum. Af línu- bátunum var Steinanes frá Bíldu- dal aflahæst með 634,8 lestir í 85 róðrum, en í fyrra var Heiðrún frá Bolungarvík aflahæst línubáta með 806,3 lestir í 16 róðrum, en hún var á útilegu. Aflahæstu bátarnir á vetrarvertíðinni 1979: Línubátar: 1. Steinanes, Bíldudal 2. Jón Þórðarson, Patreksfirði 3. Þrymur, Patreksfirði 4. Ólafur Friðbertsson, Suðureyri 5. Orri, Isafirði Netabátar: 1. Garðar, Patreksfirði 2. Sigurbjörg,' Patreksfirði 3. Vestri, Patreksfirði Togarar: Hafnarfjörður: Bæjarstjóra og bæ jarráði f alið að f inna lausnáhúshitr unarkostnaði Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag var samþykkt tillaga frá bæjarráði þar sem bæjarstjóra og bæjar- ráði er falið að fjalla áfram um þann vanda sem íbúar húsa á Setbergslandi eiga við að glíma varðandi húshitunarkostnað með olíu. Hafa bæjarstjóri og bæjarráð kynnt sér þessi mál og með tillögunni var þeim falið að finna lausn á þessum málum. Ferðafélag íslands: Fimm Horn- strandaferð- ir í sumar UNDANFARIN ár hefur Ferða- félag íslands efnt á hverju sumri til ferða á Hornstrandir. Aðal- erfiðleikarnir við framkvæmd þeirra ferða hafa verið að útvega farkost frá ísafirði og norður á Hornstrandir. En í sumar verður breyting á. Útgerð m/s Fagraness hefur ákveðið að láta skipið sigla eftir fastri áætlun til Aðalvíkur, Hornvíkur og inn í Furufjörð í júlí og fram i ágúst. Við þessar breyttu aðstæður hefur áætlun Ferðafélagsins fyrir Hornstrandaferðir á þessu sumri verið breytt þannig: 1) 6. júlí kl. 14.00 verður farið til Hornvíkur frá Isafirði og dvalið þar til 13. júlí. 2) 6. júlí kl. 14.00 verður farið frá ísáfirði, siglt fyrir Horn og inn í Furufjörð. Þeir, _sem fara í þessa ferð, ganga þaðan til Hornvíkur og koma til baka með hópnum, sem þar dvelst. 3) 13. júlí kl. 14.00 verður farið frá ísafirði til Aðalvíkur og til baka föstudaginn 20. júlí. 4) 13. júlí kl. 14.00 verður farið til Hornvíkur og dvalið þar í viku, eða til 20. júlí. Þá kemur Fagra- nesið og tekur þá, sem dvelja í Aðalvík og Hornvík. 5) 20. —27. júlí: Hornvík eða Aðalvík eða Fljótavíkur. Þeir, sem taka þátt í þessum ferðum, verða að hafa með sér allan viðleguútbúnað og dvelja í tjöldum allan tímann. Þeir sem fara til Hornvíkur og Aðalvíkur, tjalda einu sinni og fara í allar skoðunarferðir að morgni, en koma aftur í tjaldstað að kvöldi. Þátttakendur geta hagað ferð- um sínum að vild til ísafjarðar, tekið þátt í hópferð flugleiðis, frá Reykjavík, eða komið á eigin bílum þangað og slegist í hópinn á bryggjunni á ísafirði. 634,8 1 í 85 róðrum 575,4 1 í 54 róðrum 569.7 1 í 83 róðrum 560,0 1 í 64 róðrum 551,3 1 í 87 róðrum 1.099,5 1 í 63 róðrum 1.015,3 1 í 44 róðrum 840.8 1 í 60 róðrum Hafnarfjörður: Kirk jubygging rísi í landi V íðistaða 1. Guðbjörg, ísafirði 2. Páll Pálsson, Hnífsdal 3. Júlíus Geirmundssón, Isafirði 4. Bessi, Súðavík 5. Dagrún, Bolungarvík Ileildaraflinn í hverri verstöð: Maí: Vertíðin 1979: 2.264.4 1 í 16 róðrum 2.174.5 1 í 16 róðrum 1.978,2 1 í 16 róðrum 1.940,7 1 í 15 róðrum 1.858,9 1 í 16 róðrum Vertíðin 1978: Lestir Lestir lestir Patreksfjörður 10 6.990 6.438 Tálknafjörður 1.269 1.334 Bíldudalur 60 955 862 Þingeyri 300 2.902 2.628 Flateyri 463 3.287 2.893 Suðureyri 295 3.320 3.336 Bolungarvík 888 5.658 4.637 Isafjörður 1.579 11.072 8.687 Súðavík 333 2.261 1.812 Hólmavík 71 0 3.928 37.785 32.627 AÐ UNDANFÖRNU hefur verið deilt um staðsetningu nýrrar kirkjubyggingar hjá bæjaryfir- völdum í Hafnarfirði og á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sl. þriðjudag var samþykkt að verða við ósk sóknarnefndar um að ætia kirkjunni stað í landi Víði- staða. norðaustan við túnið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, óháðra borgara og Framsóknarflokks greiddu at- kvæði með tillögunni, en fulltrúar Alþýðuflokksins gegn henni og vildu að efnt yrði til samkeppni um skipulag svæðisins-. Töluverðar umræður urðu um málið og höfðu þeir sem andvígir voru staðarval- inu talið staðsetningu kirkjunnar skemma þetta svæði, en þeir sem samþykkir voru staðnum töldu hann heppilegan. Sagði Árni Grét- ar Finnsson m.a. í umræðum að enginn staður væri svo dýrmætur að ekki mætti byggja þar kirkju til að þjóna þeim Guði er skóp landið. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.