Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 19 Rætt viö fulltrúa á 31. Þingi BSRB þeirra á milli, svo sem í sambandi við upplýsingaöflun í samninga- gerð og fleira. Væntanlega myndi það einnig verða til þess að styrkja mjög félagslega samheldni félaganna og málefnalega stöðu. Einnig sagði Hersir að nokkuð hefði verið rætt um launakröfur, en þó ekki mikið enn sem komið er. Fyrir þinginu sagði hann liggja drög að kröfugerð, en þingið kæmi þó ekki til með að fjalla beinlínis um kröfugerðina, heldur yrði vænt.anlega samþykkt að halda áfram á svipaðri leið og gert hefur verið í þeim efnum. Jafnréttismál sagði Hersir einnig vera ofarlega á baugi á þinginu, einnig tillögur um vinnu- vernd, um aðbúnað og hollustu- hætti á vinnustöðum og fleira, svo sem kröfur um mjög aukin rétt- indi eftirlaunaþega, í þá átt að stofnaðar verði sérdeildir lífeyr- isþega sem látið hafa af störfum. Einnig vildi Hersir nefna að fyrir þinginu lægi tillaga um stofnun verkfallssjóðs, og er lagt til að 15% af árgjöldum félaganna renni til B.S.R.B. í þessum tilgangi. „Þetta mál er auðvitan í beinu framhaldi af áunnum verkfalls- rétti nú á síðustu árum,“ sagði Hersir. Af hugsanlegum ágreiningsefn- um sagði Hersir að helst mætti hugsa sér fyrrnefnda stofnun bæjarmálaráðs, og einnig væru skiptar skoðanir um forgangsröð verkefna í Munaðarnesi og hugsanlega byggingu ráðstefnu- hallar eða orlofshótels þar. Hersir Oddsson fyrsti varafor- maður B.S.R.B. Ágreiningsefni sagði hann hins vegar ekki hafa sett svip sinn á þingið, til dæmis hefði skýrsla stjórnarinnar verið lítið rædd, og talsmenn Andófs ’79 hefðu ekki látið til sín heyra. Að lokum sagðist Hersir Oddsson fyrsti varaformaður B.S.R.B. ekki eiga von á átökum við stjórnarkjörið sem verður í dag, en Hersir hefur sjálfur ákveðið að vera ekki aftur í framboði. „Ólíklegt að til kosninga komi um skipan forystunnar44 „Eins og komið er hefur mest verið rætt um lífeyrismálin og stofnun verkfallssjóðs. Um líf- eyrissjóðinn voru mjög skiptar skoðanir, en búið er að afgreiða það mál, talsvert breytt frá því sem upphaflega var lagt fram,“ sagði Skúli Möller, Reykjavík, um helstu ágreiningsmál þingsins að hans mati. „Varðandi verkfalls- sjóðinn eru menn nokkuð sammála um að stofna slíkan sjóð, en greinir aftur á um hvernig afla skuli tekna til hans. Þar eru aðallega skiptar skoðanir milli þeirra sem koma til með að vinna í verkföllum og svo aftur hinnar," sagði Skúli. Hann taldi að vel hefði verið Skúli Möller unnið á þinginu, ekki þá síst ef mælt væri í því mikla pappírsflóði sem flæddi yfir þingfulltrúa. „Það er aftur á móti vonlaust að setja sig inn í öll þau mál sem liggja fyrir,“ sagði Skúli. Hann sagði að enn hefði enginn alvarlegur ágreiningur komið upp, það væri þá einkum í sambandi við lagabreytingar að menn væru ekki sammála, þá sérstaklega varðandi stofnun sérstaks bæjar- málaráðs. Það mál væri þó ekki komið upp á yfirborðið ennþá, en búast mætti við því að ríkisstarfs- mönnum þætti sem bæjarstarfs- mönnum væri gert of hátt undir höfði með stofnun slíks ráðs. Um forystumál sambandsins sagði Skúli: „Ég tel það óeðlilegt að sami maður, án tillits til hæfni viðkomandi, gegni bæði stöðu framkvæmdastjóra og embætti varaformanns sambandsins. Hins vegar tel ég það ekki líklegt að til kosninga komi í þessu sambandi né um aðrar breytingar á forystu- liðinu." „Endurskoðun lífeyrissjóðsmála eitt meginmál þingsins44 „HELSTU mál þessa þings eru vitaskuld viðhorfin til launamála almennt og undirbúningur undir Sigfús J. Johnsen. kröfugerð sambandsins í hönd farandi samningum," sagði Sigfús J. Johnsen, Reykjavík. Hann sagði að inn í þau mál fléttaðist mjög endurskoðun lífeyrissjóðsmála opinberra starfsmanna sem einnig hlyti að vera eitt af stærri málum þessa þings. „En til þess að þau mál nái fram að ganga," sagði Sigfús, „þurfa þau að ganga gegn- um Alþingi með breytingu á gild- andi lögum um lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna." Af öðrum málum nefndi Sigfús, að í tillögum um skattamál væri lagður meginþungi á, að persónu- frádráttur yrði miðaður við raun- hæfa framfærslu einstaklingsins þannig að tekjuskattur félli algjörlega niður af almennum launatekjum og um leið yrði stað- ið við núgildandi lög um stað- greiðslukerfi skatta. Varðandi lífeyrismálin væri höfuðatriðið heildarendurskoðun lífeyrissjóðslaganna með vísun til þess, að allir starfsmenn, sem taka laun samkvæmt launakjörum BSRB, fái aðild að lífeyrissjóðn- um, jafnframt því sem biðreikn- ingur yrði lagður niður. Annað meginatriðið í þessu sambandi væri að 95 ára reglan yrði að nýju tekin í lög og að réttur til eftir- launa yrði framvegis miðaður við 60 ára aldursmark. „Með þessu er síðan stefnt að því að sameina alla lífeyrissjóði starfsmanna innan BSRB í einn sjóð,“ sagði Sigfús. „Það er mín meining varðandi starf þessara samtaka," sagði Sigfús að lokum, „að menn hefji sig upp úr lágkúrulegri flokkspóli- tiskri umræðu um forystu sam- takanna sem hlýtur hverju sinni að vera skipuð mönnum sem vilja taka stéttarlega og málefnalega á málurn." „Persónufrá- dráttur verði miðaður við raun- hæfa framfærslu einstaklingsins“ „FLEST mál þessa þings eru mjög mikilvæg,“ sagði Þorgeir Ibsen í Hafnarfirði, „svo sem margvísleg réttindamál opinberra starfs- manna, orlofsheimilamál, jafn- réttismál, skattamál og margt fleira." I skattamálum sagði Þorgeir að uppi væru hugmyndir um að gera tekjuskattinn að brúttóskatti, að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum og að koma á stað- greiðslukerfi skatta. Þessar hug- myndir væru enn í mótun, og væri ekki gott að segja hvað yrði að lokum ofan á í þeim efnum. Þá sagði hann einnig að vilji væri fyrir hendi í þá átt aö álykta um að afturvirkni skatta yrði ekki látin eiga sér stað framvegis, og Þorgeir Ibscn einnig um að persónufrádráttur yrði miðaður við raunhæfa fram- færslu einstaklingsins, en það þýðir í raun að tekjuskattur verði felldur niður af almennum launa- tekjum. Þorgeir kvaðst ekki eiga von á miklum átökum við stjórnarkjör í dag, þó vissulega væri óhugsandi að segja fyrir um það. „En við- kvæm mál eins og þetta með þrjú prósentin hafa ekki komið upp á yfirborðið enn sem komið er, og talsmenn Andófs ’79 hafa verið fáir og lítt áberandi á þinginu, þó að þeir hafi að vísu sent inn greinargerð. í heild hefur þingið því verið mjög friðsamlegt, en hvort það verður svo til enda skýrist ekki fyrr en í kvöld eða á morgun við stjórnarkjör," sagói Þorgeir að lokum. „Raungildi launa nú 10% lægra en árið 1977“ „KJARAMÁLIN eru eðlilega aðal- mál þessa þings, það er númer eitt að marka stefnuna í kjaramálum, auk þess sem fjallað er um fleiri mikilvæg mál, jafnréttismál, skattamál og fleiri mál,“ sagði Örlygur Geirsson, Reykjavík, er Morgunblaðið spurði hann hver væru að hans mati helstu mál þingsins. Örlygur ítrekaði þá skoðun sína, að kjaramálin ,væru langmikil- vægust, og það sem fyrst og fremst myndi standa eftir af störfum þingsins yrði stefnumörk- un í kjaramálum, vegna þess að 1. júlí næst komandi verða samning- ar lausir, og því væri undirbúning- ur þegar hafinn að gerð nýrra kjarasamninga. Örlygur sagði að ekki væri um verulega stefnubreytingu að ræða í kjaramálum, en tók fram að enn ætti eftir að fjalla um þá liði sem viðkvæmastir eru, það er kauplið- irnir sjálfir, en mikið af þeim malum sem nú væru í undirbún- ingi væru kröfur sem settar hafa verið fram við gerð undangeng- inna kjarasamninga en ekki hafa náðst fram. Ekki sagði Örlygur vera búið að setja niður neina krónutölu, en ljóst væri að margra dómi, að um 10% munur væri á raungildi þeirra launa er opinber- ir starfsmenn hafa nú og þeim launum sem samið var um árið 1977. Markmiðið væri því ef til vill fyrst og fremst það að ná þeim samningum aftur, enda spurning um hvort eitthvað sé unnt að bæta við. Örlygur sagði, að of snemmt væri að segja til um hvort stór ágreiningur yrði um einhver sér- stök mál á þinginu, það yrði ekki ljóst fyrr en síðar í kvöld eöa á morgun. Ekki sagðist Örlygur hafa trú á neinum átökum við stjórnarkjör í dag. Örlygur Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.