Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 Slysið varð með þeim hætti, að steypusíló rakst í höfuð mannsins þar sem hann stóð uppi á bygging- unni til að taka á móti steypunni, og missti hann við það jafnvægið og féll niður. Hlífðarhjálmur á höfði gerði það að verkum að hann hlaut ekki höfuðhögg eða heila- hristing. Húsið sem verið var að steypa upp, er iðnaðarhúsnæði, við Austurmörk, austast í Hveragerði. Að leikslokum. Þór Magnússon þjóðminjavörður tekur við kefli því úr hendi Arnars Eiðssonar formanns FRÍ, sem á fimmta þúsund hlauparar báru hringinn í kringum landið í Landshlaupi FRÍ. Hlaupinu lauk í gærmorgun í Reykjavík í blíðskaparveðri. Nánar segir frá Landshlaupi FRI á íþróttasíðu Mbls. í dag. Ljósm. Mbls. Emilía. Hans Blix kemur til íslands í dag Vinnuslys í Hveragerði VINNUSLYS varð í Hvera- gerði laust fyrir klukkan tvö í gærdag, er ungur maður féll niður af ný- byggingu sem verið var að steypa upp. Féll hann um Bílvelta íNáma- skarði MývmtnHHveit 26. júní. FÓLKSBIFREIÐ fór út af veginum austan í Náma- skarði um klukkan ellefu í morgun. Stórskemmdist bifreiðin, en lítil meiðsli urðu á fólki. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík er ekki vitað um tildrög slyssins, en bifreiðin fór út af veginum, endastakkst um fjörutíu metra niður og valt síðan. Er bifreiðin sem fyrr segir mjög mikið skemmd, en hún var úr Reykjavík, bflaleigubíll. í bifreiðinni voru ung, frönsk hjón. Konan marðist nokkuð, en slasaðist þó ekki illa, og maðurinn meiddist mjög lítið. Sjúkrabifreið og lögregla komu frá Húsavík, auk þess sem hjúkrunarkona úr sveitinni kom á vettvang og voru hjónin flutt í sjúkrahúsið á Húsavík. — Kristján. HANS Blix, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag. í för með honum verða eiginkona hans, Eva Blix, Gunnar Lonaeus sendiherra, Lars-Áke Nilsson kansellíráð, Lage Olsson ráðu- neytisstjóri og Ulla Krantz ritari. Á meðan ráðherrann dvelur hér á landi mun hann meðal annars renna fyrir lax í Elliðaánum, heimsækja handritastofnunina og fara til Þingvalla. Opinber heim- sókn Hans Blix stendur í þrjá daga, en að henni lokinni mun hann dveljast hér til fjórða júlí á eigin vegum. Hans Blix, utanrfkisráðherra Svíþjóðar. fimm metra niður í hraun- urð, og marðist og hruflað- ist talsvert á baki. Læknir frá Hveragerði og sjúkrabíll frá Selfossi komu á vettvang, og var hinn slasaði fluttur á Slysadeild Borgarspítal- ans í Reykjavík. Við rannsókn kom í ljós að hann var óbrotinn, en talsvert marinn, og verður hann frá vinnu um tíma, en fékk að fara heim er gert hafði verið að sárum hans. Ljósm: Kristján. Sjö kassar af sjö upp f óru niður! Það óhapp varð & Sundlaugaveginum í Reykjavík í gær, að dyr á flutningabíl opnuðust með þeim afleiðingum að sjö kassar af Seven-up fóru í götuna og mölbrotnuðu flöskurnar eins og myndin sýnir. Tafðist umferð um götuna lítillega á meðan unnið var að því að hreinsa upp glerbrotin. INNLENT Stef naokkarad vera jákvæðir í garð olíusölu til í slands — segir HaUvard Bakke viðskiptaráðherra N oregs KOMI beiðni frá íslenzkum stjórnvöldum um viðræður við okkur um oli'ukaup, munum við taka slíkri beiðni mjög vel og það er stefna norsku ríkis- stjórnarinnar að vera jákvæð í garð olíusölu til íslands, ef Islendingar vilja kaupa af okk- ur olíu“, sagði Iiallvard Bakke viðskiptaráðherra Noregs, er Mbl. ræddi við hann nýkominn til íslands 1 gær. Spurningu Mbl. um verð með tilvísun til Rotterdammarkaðsins, svaraði Bakke á þá leið, að hann gæti ekki að svo komnu máli nefnt neinar tölur. _En ég reikna með því, að ef til slíkra viðskipta kemur, þá verði um samning til lengri tíma að ræða og í slíkum samningi yrði verðið ekki mið- að við skyndimarkað, eins og Rotterdammarkaðinn, heldur yrði viðmiðunin önnur með hliðsjón af eðli samningsins sjálfs“. Mbl. spurði Bakke næst, hvort Norðmenn gætu selt okkur olíu strax, ef við vildum kaupa og samningar tækjust, en hann svaraði því neitandi. „Við getum ekki, eins og sakir standa, bætt við okkur", sagði hann.„ Og ég er ekki viss um, hvenær við gætum byrjað að selja ykkur olíu. En þessi mál ættu öll að skýrast fljótt, ef til viðræðna um þau kemur". Þessu næst spurði Mbl. Hallvard Bakke um Jan Mayenmálið og þá ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar að lýsa aðeins yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu við Jan Mayen, en ekki 200 mílna efnahagslögsögu. „Norska ríkisstjórnin lítur svo á að hún hafi fullan rétt til 200 mílna efnahagslögsögu við Jan Mayen", sagði Bakke. „En það er rétt að við höfum ekki að svo komnu máli stigið það skref. Það er einlæg. von okkar að samkomulag takist milli okkar og Islendinga um Jan Mayen- málið í þeim viðræðum, sem afnar eru“. annig að ekki komi til loðnu- stríðs milli okkar? „Hvorki þess né ánnars. * Vínir eins og við hljóta að vera menn til að leysá svona mál við samningaborðið". Nú hafa stóryrtar yfirlýsingar í garð íslendinga birzt í norskum blöðum vegna Jan Mayen. Er mikill þrýstingur á norsku ríkis- stjórninni vegna þessa máls? „Það liggur í augum uppi, að norskir sjómenn hafa sínar áhyggjur vegna þessa máls, eins og reyndar mér skilst að íslenzk- ir sjómenn hafi líka. Sú staða sem fiskveiðar almennt eru í vegna takmarkaðra fiskistofna er erfið og það er engan veginn auðvelt verk að ráða fram úr erfiðleikunum. Norska ríkis- stjórnin verður auðvitað fyrir þrýstingi, eins og aðrar ríkis- stjórnir, þegar erfið mál eru á döfinni, en eins og ég sagði áðan er það stefna okkar að semja við ykkur Islendinga". Nú hafa íslenzkir skreiðar- og saltfiskframleiðendur haft á Hallvard Bakke orði, að samkeppni við Norð- menn á erlendum mörkuðum, til dæmis í Nígeríu og Portúgal, væri erfið vegna styrkja og ýmiss konar stuðningsaðgerða norskra stjórnvalda. „Ég hef nú heyrt hið gagn- stæða", svarar Bakke og brosir við. „Ég hef ekki þá trú, að enda þótt við keppum að einhverju leyti á takmörkuðum mörkuðum, þá sé ástæða til árekstra milli okkar, þegar á heildina er litið. Eins og ástandið er varðandi matvöru í heiminum, þá held ég að sala á fiski eigi ekki að vera neitt vandamál hvorki fyrir okk- ur né ykkur". Hvaða viðskiptamál ætlar þú að ræða við íslenzka ráðamenn? „Á þessu sviði er ekki um nein vandamál að ræða, þannig að ég reikna með að viðræður niínar við íslenzka ráðamenn, þar á meðal viðskiptaráðherrann, verði fyrst og fremst almennar viðræður um viðskipti okkar og samstarf á því sviði, til dæmis í Fríverzlunarbandalaginu. Varðandi viðskipti okkar er það að segja, að við höfum á undanförnum árum selt ykkur mun meira en þið okkur. Á síðasta ári seldum við ykkur vörur fyrir um 18 milljarða íslenzkra króna, en þið seld- uð vörur okkar fyrir um 3,9 milljarða og eru þá skipakaup undanskilin. Við viljum gjarnan að þessi munur minnki og á fyrsta fjórðungi þessa árs hefur útflutningur okkar til íslands aukizt um 3% miðað við síðasta ár meðan innflutningur okkar á íslenzkum vörum jókst um 24%. Ég skal ekki segja, hvort þessi þróun heldur áfram út árið, en frá okkar bæjardyrum séð stefn- ir hún í rétta átt“. Hallvard Bakke er 36 ára og hefur verið viðskiptamálaráð- herra Noregs hálft fjórða ár. Þetta er hans fyrsta heimsókn til Islands sem ráðherra, en áður hefur hann setið fund norrænna leikhússtjóra á íslandi, en hann var fjármálalegur framkvæmda- stjóri National Scenen í Bergen áður en stjórnmálin urðu hans aðalstarfsvettvangur. Eiginkona hans, Rhine Skaanes, sem er með honum í þessari íslands- ferð, starfar sem leikkona við National Scenen i Bergen. Mbl. spurði Bakke að lokum, hvort á þjóðmálasviðinu læddist ein- hvern tíman að honum söknuður eftir starfinu í leikhúsinu. „Nei“, svaraði hann strax. En hann bætti við. „ Hins vegar er ég því miður ekki jafn tíður leikhús- gestur og ég var“. Hallvard Bakke mun í dag ræða við forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og viðskiptaráð- herra. Á morgun fara þau hjón til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og á föstudaginn heimsækja þau járnblendiverksmiðjuna og Hval hf. í Hvalfirði. Þá- munu þau skoða Reykjavík og meðal ann- ars heimsækja Snorrasýninguna í Þjóðminjasafninu. Heimleiðis halda þau aftur á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.