Morgunblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð:
Hans Blix er íyrsti starfsmaður sænsku utanríkisþjónustunnar
sem verður utanríkisráðherra. Hann tók við því embætti s.l. október
þegar Frjálslyndi flokkurinn myndaði ríkisstjórn. Áður var hann
deiidarstjóri og ráðuneytisstjóri yfir alþjóðasamstarfi um aðstoð við
þróunarlöndin frá 1976.
Hans Blix hefur próf í lögfræði frá Uppsalaháskóla og
doktorspróf frá Cambridge (1958) og lagadeild Stokkhólmsháskóla
(1959). Hann var dósent í aiþjóðarétti í Stokkhólmi frá 1960 til 1963
er hann réðst til utanríkisráðuneytisins.
Hans BIix er 51 árs. Opinber heimsókn hans til íslands verður
dagana 27.—30. júní. Hann mun dveljast á íslandi með konu sinni
og tveimur sonum á eigin vegum til 4. júlí.
Von er á Hans Blix, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í opinbera
heimsókn til íslands hinn 27. júní n.k. Af því tilefni lagði
Morgunblaðið nokkrar spurningar um samskipti landanna og
utanríkismál fyrir hann.
auka eftirspurnina eftir íslenzk-
um afurðum í Svíþjóð."
„Ég sé enga ástæðu
til að tjá mig um
öryggismál Islands“
— í umræðum um varnarmál er
hugtakið „nordisk balans“ oft
notað yfir þá heild sem ólíkar
aðferðir Norðurlandanna til að
tryggja eigið öryggi mynda.
Fallist þér á að hugtakið sé
ekki lengur aðeins fræðileg
hugmynd heldur hafi það áhrif
á pólitískar ákvarðanir?
„Ég tel að hugtakið „nordisk
balans" sé sannarlega raunveru-
leiki í alheimsstjórnmálum. Það
er mikilvægt að halda því jafn-
vægi og þeim stöðugleika sem
það felur í sér vegna þess að
breyting þar á getur haft áhrif á
öryggismál Norðurlanda og þar
með á pólitískt ástand Evrópu."
— Hvaða áhrif hefði það á
öryggi Svíþjóðar og sænska
utanríkisstefnu ef íslendingar
segðu upp varnarsamningnum
við Bandaríkin eða segðu sig úr
NATO?
„Ég sé enga ástæðu til j)ess að
tjá mig um öryggismál Islands.
Það er nokkuð sem hvert ein-
stakt land verður sjálft að taka
ákvarðanir um.“
— Spenna milli landanna á
Nordkalottensvæðinu, sérstak-
lega þó Noregs og Sovétríkj-
anna, hefur aukizt á síðast
liðnum árum. Hvað viljið þér
segja um þróun mála þar?
„Nordkalotten og hafsvæðin
þar í kring hafa á undanförnum
höfum viljað leika hlutverk sam-
vizku heimsins."
— Hvaða atriði sænskrar utan-
ríkisstefnu teljið þér mikilvæg-
ust?
„Hin fastmótaða hlutleysis-
pólitík er grundvöllur stefnu
okkar í utanríkismálum. Ósk
okkar um að verða ekki þátttak-
endur í hernaðarlegum ófriði er
orsök hennar. Með henni reynum
við að viðhalda stöðugleikanum
sem ríkt hefur í norrænum
varnarmálum síðan eftir stríð.
Hlutleysi okkar hefur í för með
sér ábyrgð sem við erum skyld-
ugir að bera. Það er ekki hægt að
kalla okkur málpipu nokkurs
stórveldis og ekki sízt þess vegna
getum við fengið umheiminn til
að hlusta á okkur.
Svíþjóð er virkur þátttakandi í
alþjóðlegri samvinnu. Á þeim
vettvangi reynum við að hafa
áhrif á langvarandi þróun. Við
vinnum að því að árekstrar í
heiminum verði leystir á frið-
samlegan hátt, að því að raun-
veruleg afvopnun eigi sér stað,
að því að betur verði farið með
náttúruauðlindir og betur gengið
um umhverfið og að réttlátari
skiptingu auðs milli ríkra og
fátækra landa. Auk þessa leggj-
um við ríka áherzlu á mikilvægi
mannréttinda."
— Munu utanríkismál verða
mikilvæg í kosningabarátt-
unni?
„Um sænska utanríkisstefnu
ríkir almenn eining svo að það er
ólíklegt að hún verði mikilvæg í
þingkosningunum í haust."
— Er áhugi á því að auka
„Norræn samvinna
er okkur mikilvæg, ’
— Norðurlöndin hafa reynt, og
þeim hefur að mörgu leyti
tekizt, að starfa saman á þýð-
ingarmikinn hátt. Teljið þér að
einhverjir sérstakir hagsmunir
tengi ísland og Svíþjóð á sviði
menningarmála. viðskipta eða
varnarmála?
„Þeir hlekkir sem tengja
menningararf Islands og hinna
Norðurlandanna eru mikilvægar
stoðir norræns menningarsam-
starfs. Mikilvægasti hlekkurinn
er að sjálfsögðu sameiginlegur
uppruni tungumálanna sem hef-
ur orðið uppspretta sameigin-
legrar menningarvitundar. Und-
irstaða norrænnar menningar-
samvinnu í dag er menningar-
málasamningurinn frá 1971 um
samvinnu á sviði menntamála,
rannsókna og menningarmála
almennt. Af hálfu Svíþjóðar
lögðum við áherzlu á mikilvægi
aukinnar norrænnar menning-
arsamvinnu í tillögu sem við
fluttum i vetur um upplýsinga-
og menningarsamskipti Svíþjóð-
ar við útlönd.
Við höfum ávallt átt mikil
viðskipti við Norðurlöndin.
Norræn samvinna er okkur mik-
ilvæg og við erum þess vegna
hlynntir áframhaldandi aukn-
ingu á norrænum viðskiptum."
j- íslenzk stjórnvöld hafa
áhyggjur af viðskiptahallanum
við Svíþjóð sem hefur vaxið
mjög síðan sfldarútflutningur
dróst saman. ísland flytur nú
inn fjórum sinnum meira frá
Svíþjóð en það selur þangað.
Hvað er við þessu að gera?
„Við fríverzlun næst sjaldan
viðskiptajöfnuður við hvert
einstakt land. Það er mikill halli
á viðskiptum Svíþjóðar við Vest-
ur Þýzkaland t.d. en afgangur á
viðskiptunum við Island. Við
erum að sjálfsögðu reiðubúnir að
athuga hvað hægt er að gera til
þess að minnka muninn á við-
skiptunum milli Svíþjóðar og
ísiands."
— Það er öllum ljóst að Svíþjóð
svarar ekki orkuþörf sinni.
Haldið þér að það yrði spor f átt
að viðskiptajafnvægi ef sænsk
orkufrek fyrirtæki fengju að-
stöðu á íslandi?
„Með hækkandi orkuverði
hlýtur áhugi sænskra fyrir-
tækja, sem nota mikla orku við
framleiðslu sína, að aukast á að
fá aðstöðu í löndum sem geta
boðið upp á ódýra orku, eins og
Island. Áð hversu miklu leyti
þetta gæti jafnað viðskiptin færi
eftir því hvaðan hráefnin kæmu
og hvert framleiðslan yrði seld.“
— Þegar ísland gekk í EFTA
var gerður samningur um inn-
flutning á vissu magni toll-
frjáls lambakjöts á ári til Sví-
þjóðar. Er hugsanlegt að auka
það magn og auka einnig inn-
flutning á öðrum íslenzkum
landbúnaðarafurðum?
„Landbúnaðarráðuneytið
athugar þessa dagana tillögu
íslenzkra yfirvalda um aukningu
innflutningskvótans af toll-
frjálsu lambakjöti. Kvótinn, sem
var í byrjun 500 tonn, jókst fyrir
þremur árum í 650 tonn á ári.
Hvað viðkemur auknum inn-
flutningi á öðrum landbúnaðar-
afurðum frá íslandi þá er það
fyrst og fremst íslenzkra fram-
leiðenda og sölumiðstöðva að
Samtal við
Hans Blix
utanríkis-
ráðherra
Svíþjóðar
árum af ýmsum ástæðum orðið
æ mikilvægari hernaðarlega. Ég
nefni bara sem dæmi aukið
hernaðarlegt mikilvægi Mur-
manskherstöðvarinnar og sam-
komulag landanna um land-
grunns- og veiðitakmörk í kring-
um Svalbarða. Ég tel það þó
mikilvægt að mála þróunina á
norðursvæðunum ekki of dökk-
um litum þar sem það er mjög
áríðandi að kyrrð haldist í þeim
hluta Evrópu."
— Kekkonen, forseti Finn-
lands, hefur sett fram þá hug-
mynd að Norðurlönd verði upp-
haf stærra kjarnorkuvopna-
lauss svæðis. Haldið þér að
hugmynd hans geti orðið að
veruleika?
„Það verður að hafa það hug-
fast, að Norðurlöndin eru í raun
og veru nú þegar kjarnorku-
vopnalaust svæði. Hugmynd
Kekkonens forseta er mikilvægt
innlegg í yfirgripsmiklar og
ákveðnar umræður um norræn
varnarmál og hvernig má
styrkja þau. En af ýmsum
ástæðum, meðal annars vegna
hugsanlegrar útbreiðslu svæðis-
ins, er líklega ekki hægt að búast
við því að hugmyndin verði að
veruleika eins og málin standa í
dag.“
Vilja ekki leika
hlutverk samvizku
heimsins
— í upphafi stefnuyfirlýsingar
Frjálslynda flokksins um utan-
ríkismál, sem þér fluttuð f marz
8.1., segir: „Við óskum ekki eftir
því að leika hlutverk samvizku
heimsins.“ Teljið þér að einhver
sænsk ríkisstjórn hafi óskað
eftir því hlutverki á undanförn-
um árum?
„Sænsk hlutleysisstefna hefur
aldrei falið í sér að Svíþjóð ætti
ekki að segja skoðun sína. Það er
þó ekki þar með sagt að við
samvinnu Svíþjóðar við Efna-
hagsbandalagið?
„Já. Við reynum að skapa og
halda góðri samvinnu við Efna-
hagsbandalagið. Fríverzlunar-
samningur Svíþjóðar við EB er
umgjörð samvinnunnar og við
reynum á grundvelli hans að
auka samvinnuna á þeim sviðum
sem hægt er og þar sem það er
hagur beggja."
„ísland heillar mig“
— Ilafið þér einhverjar kenn-
ingar um kosningaúrslitin í
haust eða hvaða stjórn tekur
við að þeim loknum?
„Ég vil ekki geta mér til um
úrslit kosninganna nú né um
hvaða stjórn getur tekið við eftir
kosningar."
— Hvað munuð þér sjálfir gera
ef þér ekki sitjið í næstu stjórn?
— Hafið þér áhuga á að starfa
sem stjórnmálamaður?
„Ég verð að ákveða það eftir
kosningarnar. Ég hef unnið að
utanríkismálum í meira en 17 ár,
fyrst sem embættismaður og nú
sem fulltrúi stjórnmálaflokks.
Ég er ekki í framboði til þings."
— Hafið þér áður farið til
íslands?
„Já, ég var þar í fyrra."
— Hvaða skoðun hafið þér á
landinu og menningu þess?
„Island á menningararf sem
svarar á einstæðan hátt til
stórkostlega hreinnar og opinn-
ar náttúru. ísland hefur gefið í
arf — ekki einungis norrænni
menningu heldur heimsmenn-
ingunni allri — einstæða menn-
ingarríkidóma með fornnorrænu
sögunum og íslenzku skáldverk-
unum. Áframhald og þróun
bókmenntahefðarinnar hefur
styrkt stöðu íslands í hugum
Norðurlandabúa — og heimsins
alls. ísland heillar mig og ég er
mjög ánægður yfir að vera á
förum þangað." ab
Leikhópur Alþýðuleikhússins.
Talið frá vinstri: Kjartan Ragn-
arsson, Ólafur örn Thoroddsen,
Sigfús Már Pétursson, Hanna
María Karlsdóttir, Sigurður Sig-
urjónsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Messíana Tómasdótt-
ir, David Walters og Stefán Bald-
ursson.
Alþýðuleik-
húsiðíleik-
för með „Við
borgum ekki”
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ er nú að
leggja upp í leikferð með sýningu
sína á leikritinu „Við borgum
ekki, við borgum ekki“ eftir
Dario Fo. Sýningar á leikritinu
eru nú orðnar yfir 50 en verkið
hefur verið sýnt í Lindarbæ í
vetur. Ráðgert er að fara með
sýninguna um Austur- og Norð-
urland næsta mánuðinn og verð-
ur sýnt á einum 20 stöðum.
Með hlutverkin í sýningunni
fara Kjartan Ragnarsson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Hanna
María Karlsdóttir, Sigfús Már
Pétursson, Ólafur Örn Thoroddsen
og Sigurður Sigurjónsson sem nú
hefur tekið við hlutverki Gísla
Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er
Stefán Baldursson, leikmynd og
búningar eftir Messíönu Tómas-
dóttur en lýsingin er í höndum
David Walters.
Fyrsta sýningin í leikförinni var
í Vík í Mýrdal í gær en í dag
verður sýnt í Kirkjubæjarklaustri
og á fimmtudagskvöld á Höfn í
Hornafirði. Síðan verður haldið
áfram austur og norður með land-
inu.
Ferðinni lýkur að öllum líkind-
um á Akureyri í þessum áfanga en
ráðgert er að sýna síðar annars
staðar á landsbyggðinni.
Námskeið á
vegum Leik-
mannaskóla
kirkjunnar
TVÖ undanfarin sumur hefur
leikmannaskóli kirkjunnar í
Hólastifti starfað að Hólum í
Hjaltadal. Starfsfólk kirkjunnar
í Húnavatns,- Skagafjarðar-,
Eyjafjarðar- og Þingeyjarpró-
fastsdæmum á þar kost á að fá
fræðslu um störf sín og þjónustu
f kirkjunni.
í sumar starfar skólinn dagana
6.-8. júlí. Umræðuefnið að þessu
sinni verður guðsþjónustan. Pró-
fastar flytja erindi, þátttakendur
starfa í umræðuhópum. Tilkynna
þarf þátttöku til Jóns A. Jónsson-
ar, Hafnarstræti 107, Akureyri.
Þessi nýbreytni í starfi kirkjunnar
hefur notið mikilla vinsælda.