Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979
Frá borgarstjórn:
ALL miklar umræður urðu
á borgarstjórnarfundi 21.
júní um Bernhöftstorfuna.
Tilefnið var tillaga sem Elín
Pálmadóttir (S) lagði fram
á fundinum 7. júní um, „að
borgarstjón lýsi því að
gefnu tilefni yfir, að hún er
hlynnt friðun þeirri sem
húsafriðunarnefnd hefur
lagt til við menntamála-
ráðuneytið á húsunum, er
standa í svonefndri Bern-
höftstörfu ... og mun ekki
standa í vegi fyrir, að ríkis-
sjóður friði þessa eign
sína.“
síðan bókun frá honum og Davíð
Oddssyni þar sem gerð var grein
fyrir afstöðu þeirra. Þar kemur
efnislega fram, að þar sem ekki sé
um neina lausn í raun að ræða
með samþykktinni sjái þeir sér
ekki fært að greiða atkvæði og
sitji því hjá.
Olafur B. Thors (S) sagði, að
húsin væru hluti af borg sem sér
þætti vænt um og ef menn vildu
friða þau myndi ekki standa á sér
að styðja það.
Albert Guðmundsson lagði til,
að almenn atkvæðagreiðsla færi
fram meðal borgarbúa um Torf-
una. Kristján Benediktsson (F)
sagði að vernda bæri húsalínuna
við Lækjargötu, brekkan væri
falleg. Hann sagði, að sér þætti
vænt um húsin og vera sannfærð-
Bernhöftstorfan:
Miklar umræður
um f riðun hennar
Tillögu Elínar var vísað til
borgarráðs, en það lýsti síðan í
tillögu yfir stuðningi við tillögu
húsfriðunarnefndar. Elín Pálma-
dóttir kvaddi sér hljóðs á borgar-
stjórnarfundinum og kvaðst fagna
því, að borgarráð hefði tekið undir
tillögu hennar. Mál þetta þyrfti að
leysa nú, frá borgarinnar hálfu
væri það gert með yfirlýsingunni,
sem menntamálaráðherra hefði
verið að leita eftir og kenna um a
vantaði, auk þess sem svæðið væri
samþykkt verndunarsvæði af
borgarstjórn. Elín varpaði fram
þeirri spurningu hvers vegna ríkið
ætti ekki alveg eins að leggja fram
fé til verndunar í Reykjavík þar
sem hálf þjóðin byggi og utanbæj-
armenn kæmu, eins og lagt væri
fram fé til verndunar úti á landi.
Mætti þar minna á Laufás,
Glaumbæ og Keldur. Elín sagði,
að ríkið hefðu engu minni skyldur
við sögulegar minjar í Reykjavík
en úti á landi. Nú væri verið að
gera því skóna að krefja borgina
Áhyggjur af
húsbygging-
um á útivist-
arsvæðum
Á síðasta fundi borgarstjórnar
lýstu Birgir Isleifur Gunnarsson
og Markús örn Antonsson yfir
áhyggjum sínum ef borgarstjórn-
armeirihlutinn hefði uppi hug-
myndir um húsabyggingar á
svæðum sem frá hefðu verið tekin
til útivistar borgarbúa svo sem í
Laugardal og á Miklatúni.
um 635 milljónir fyrir merkilegar
minjar úr sögu landsins. Þetta
væri hótun, sem sér dytti ekki í
hug, að væri raunhæf né yrði það í
framtíðinni. Frá 1970 hefðu verið
greidd fasteignagjöld af þessari
635 milljóna eign án þess að hafa
eitthvað upp í þau með nýtingu á
eigninni. Rafmagn og hiti hefði
meira að segja verið tekið af
húsunum svo þau grotnuðu ekki.
Það væri eitthvað annað en um-
hyggja fyrir fjármunum skatt-
greiðenda sem þar væri á ferð.
Málið væri í eins miklum hnút nú
og það gæti verið, en með þessari
yfirlýsingu ætti menntamálaráð-
herra að fá enn frekara tækifæri
til að friða húsin. Fyrsta ákvörðun
sagði Elín, er að ákveða hvort
húsin skuli gerð alveg upp eða
aðeins til bráðabirgða og frekari
viðgerð látin bíða betri tíma. En
líka væri hægt að ráðast í frekari
viðgerðir. Fleiri möguleikar væru
einnig fyrir hendi. Það að halda
því fram, að ekki sé hægt að gera
við húsin væri fjarstæða því ann-
að eins hefði nú verið gert, og væri
þar skemmst að minnast Næpunn-
ar.
Albert Guðmundsson (S) sagði,
að Torfan væri brunarústir, eng-
um til gagns og viðgerð myndi
vart kosta undir 200 milljónum.
Þessar rústir ætti að vera búið að
hreinsa fyrir löngu. Húsin væru í
eign þjóðarinnar og sagði Albert:
„Eg vil láta rífa minn part.“ Þá
var kallað utan úr sal: „Er hann
enn óbrunninn?" Albert sagðist
ekki vilja, að Reykjavík yrði kofa-
borg, en svo liti út sem við værum
á þeirri leið að verða aðhlátursefni
framtíðarinnar. Albert sagði það
myndi verða til skaða fyrir borg-
ina ef þessir kofar fengju að
standa.
Sigurður Guðmundsson (A)
sagði fráleitt að kalla Torfuna
brunarústir. Afstaða AG jafnaðist
á við, að óskað væri eftir, að
handritin yrðu eyðilögð. Islend-
ingar ættu ekki mikið af gömlum
húsum og þeir hefðu ekki efni á að
kasta fyrir róða gömlum húsum,
heldur ætti að gera þau upp.
Guðrún Helgadóttir (Abl.) sagði
Elínu eiga hrós skilið fyrir bar-
áttu sína. Hún sagðist gera ráð
fyrir, að talsvert margir vildu
leggja fram sjálfboðavinnu til að
gera við húsin. Sigurður G. Tóm-
asson (Abl) sagðist vænta þess, að
málið yrði senn í höfn.
Birgir ísieifur Gunnarsson (S)
sagði, að þrátt fyrir þessa sam-
þykkt væri mörgum spurningum
ósvarað, t.d. hver ætti að kosta
viðhald. Hann kvaðst ekki hafa
viljað láta rífa húsin, en hafa
mætti samkeppni um svæðið. Til-
laga meirihlutans væri ódýr lausn
og ekki væri stórmannlega að
henni staðið. Nú gæti málið hlaup-
ið í enn frekari baklás, en það
þyrfti að leysa með samningum
milli ríkis og borgar. Hann flutti
ur um, að borgarbúar yrðu glaðir
ef gert yrði við húsin.
Sigurjón Pétursson (Abl),
sagði, að tillagan væri ótvíræð
stuðningsyfirlýsing við friðun.
Hann sagði tillögu AG ekki eiga
rétt á sér. Markús örn Antonsson
(S) sagði málið lengi hafa verið í
biðstöðu og hann hefði ekki verið
tilbúinn að styðja friðun hvað sem
hún kostaði. Markús Örn sagðist
hlynntur friðun en tók fram að
hann virti vel mat það sem aðrir
legðu á friðun Torfunnar. Á síð-
ustu árum hefði orðið vart hugar-
farsbreytinga hjá fólki um vernd-
un gamalla minja sem ekki væri
hægt að horfa fram hjá. Þetta
væri partur af umhverfinu sem
öllum þætti vænt um. Magnús L.
Sveinsson (S) sagðist hlynntur
friðun. Hann kvaðst þess fullviss,
að komandi kynslóðir myndu
þakka fyrri kynslóðum ef Torfan
yrði friðuð. Albert Guðmundsson
sagði málið dæmigert fyrir það
litla sem yrði stórt. Nafnakall fór
fram um tillögu Alberts og var
hún felld með öllum atkvæðum
gegn BÍG, DO og AG. Tillagan í
heild var samþykkt með 12 at-
kvæðum.
Rekstrarreikn. borgarinnar 1978:
Tekjur námu 16,2
milljörðum króna
Ársreikningur borgar-
sjóðs og stofnana hans var
lagður fram til fyrri um-
ræðu á fundi borgarstjórn-
ar 21. júní. Tekjur námu
16.2 milljörðum króna,
þar af voru tekjuskattar
8.2 milljarðar, fasteigna-
gjöld 1,8, framlag úr jöfn-
unarsjóði 2 og aðstöðu-
gjöld 2,2 milljarðar. Aðrir
liðir voru innan við
milljarð.
Gjöld námu 12,8 milljörðum,
þar af fræðslumál 2,5 milljarðar,
listir, íþróttir og útivera 1,4 og
félagsmál 3,5 milljarðar. Gatna-
og holræsamál námu 2,2 milljörð-
um króna. Annað var innan við
milljarð. A eignabreytingareikn-
ing voru færðir tæpir 3,5 milljarð-
ar króna. Eignir borgarinnar eru
metnar á 129 milljarða. Reikning-
unum var vísað til annarrar um-
ræðu.
Markús Órn:
Æskulýðsráð fjalli um vandamál
unglinga vegna leiktækjasalanna
TALSVERÐAR umræður
voru um leiktækjasali á
borgarstjórnarfundi 21.
júní sl. Tilefnið er, að
íbúar í nágrenni leik-
tækjasalarins að Lauga-
vegi 92 hafa sent borgar-
ráði kvörtunarbréf.
Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl)
kvaddi sér hljóðs og sagði hálfgert
tómahljóð vera í umfjöllun borg-
arráðs um málið því aðeins hefði
umrætt bréf verið lagt fram.
Borgarfulltrúinn sagði það ekki
vera í fyrsta sinn sem kvartanir
kæmu út af svipaðri starfsemi.
Áður hefði verið mótmælt vegna
svipaðs staðar neðar við Lauga-
veg. Þá hefði iðnfyrirtæki kvartað
yfir leiktækjasalnum við Grensás-
veg. Lýsingin þar frá væri dapur-
leg því börn allt niður í 7—8 ára
aldur hefðu dvalið þar, skemmd-
aræði hefði gripið um sig, blóm
verið rifin upp í nágrenninu. Þá
hefði verið kvartað til lögreglunn-
ar, en án árangurs. Atvinnurek-
endur í Fellagörðum í Breiðholti
hefðu mótmælt uppsetningu leik-
tækjasalar þar. Framfarafélag
Breiðholts hefði einnig mótmælt
leiktækjasal. í mótmælum þeirra
hefði ekki einungis verið talað um
efnahagslegt tjón heldur minnt á
tjón það sem ungmennin yllu
sjálfum sér með þessari iðju. Það
væri því ljóst sagði Adda Bára, að
mótmælin kæmu ekki einungis frá
einum hóp, heldur mörgum. Þeir
sem mótmælt hefðu áður en staðir
hefðu opnað, hefðu haft erindi
sem erfiði, en verra væri við hina
að eiga. Adda Bára Sigfúsdóttir
lagði áherzlu á, að tekið yrði nú
þegar á málinu með festu.
Sigurður Guðmundsson (A)
lýsti yfir stuðningi sínum við mál
Öddu Báru og sagði, að borgarráð
tæki á málinu væskilslega. Hann
kvaðst gera ráð fyrir, að enginn
borgarráðsmanna hefði búið í
nágrenni við leiktækjasal, en hann
kvaðst hafa reynt það. Starfsemi
leiktækjasala væri andstyggileg.
Salur hefði verið við Leirubakka,
sem hefði komið illu til leiðar þar.
Skjótt hefði tekið þar fyrir starf-
semina. Leiktækjasalir værú
gróðrarstía siðspillandi áhrifa og
hann óttaðist, að þeir væru grund-
völlur afbrota. Sigurður Guð-
mundsson sagði, að það yrði að
taka mannlega á þessum málum,
ef salirnir yrðu ekki bannaðir þá
ætti a.m.k. að setja mjög strangar
reglur.
Markús örn Antonsson (S)
sagðist álíta, að varlega bæri að
fara í sakirnar, ekki væri alvar-
legast að upp væru settir svona
salir, heldur þau teikn sem virtust
vera á lofti um slæm áhrif á yngri
börn. Markús Örn sagði að athuga
þyrfti vel hvaða reglur skuli gilda,
minna mætti á, að félagasamtök
rækju spilakassa til að safna
peningum til góðgerðarstarfsemi.
Lýsingar af ástandinu væru slæm-
ar og hann áliti, að æskulýðsráð
gæti komið til hjálpar í málinu.
Mjög erfitt væri að hlaupa á eina
lausn, en hann kvaðst vilja beina
því til borgarráðs, að æskulýðsráð
fengi rnálið til umfjöllunar.