Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.06.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 15 Járnbleriiverksmiðjan formlega tekin í notkun: Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga var í gær form- lega tekin í notkun að viðstödd- um forráðamönnum verksmiðj- unnar og starfsmönnum henn- ar, fulltrúum Elkem Spieger- verket og ýmsum gestum. Hófst tilraunavinnsla í byrjun maí- mánaðar eftir að straumur hafði verið á ofninum í nokkra daga, en í næsta mánuði er ráðgert að fyrsti farmur af kísiljárninu verði fluttur út. Hjörtur Torfason stjórnar- formaður íslenzka járnblendifél- agsins sagði m.a. í ávarpi er hann flutti við opnunarathöfn- ina að nú mætti fagna nýju og merku mannvirki á nýjum meiði íslenzks atvinnulífs þar sem nú væri að verða að raunveruleika útgerð á orku íslenzku fallvatn- anna. Sagði Hjörtur vera fagnaðarefni hversu vel hefði tekizt samvinna íslenzkra og norskra sérfræðinga í þessu máli og væri það báðum aðilum til vegsauka. Þá gerði Hjörtur Torfason grein fyrir bókfelli er lagt var í hornstein verksmiðj- unnar, en þar er að finna upplýsingar um verksmiðjuna og forráðamenn lands og sveitar, en annað eintak af bókfelli þessu sagði Hjörtur að varðveita ætti í byggðasafni héraðsins. Þessu næst lagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hornstein verksmiðjunnar og múraði hann í vegg í ofnhúsinu og naut hann við það aðstoðar Eggerts G. Þorsteinssonar stjórnarmanns í íslenzka járn- blendifélaginu. Síðan flutti Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra ræðu og ræddi m.a. í upphafi hennar um járnvinnslu s fyrri öldum, t.d. rauðablástur ^kalla—Gríms og sagði að þráð- urinn hefði nokkuð rofnað frá hans dögum. Sagði ráðherra það ekki óeðlilegt að um nýstárlegt fyrirtæki sem þetta hefði staðið nokkur styrr, en mætti rekja þau viðbrögð m.a. til kunnáttuleysis á sviði rafbræðsluiðnaðar og risavaxin stærð fyrirtækja af þessum toga. Bar ráðherra síðan saman nokkra þætti í uppbyggingu Álversins í Straumsvík og Járnblendiverksmiðjunnar. Sagði hann Álverið reist alfarið fyrir erlent fjármagn, vera í útlendri eign og í veigamiklum atriðum undanþegið lögum er giltu um innlend fyrirtæki, með- an að Járnblendiverksmiðjan Verksmiðjusvæði lslenzku járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga Mannvirki á nýjiun meiði íslenzks atvinmilífs — sagði H jörtur Torf ason væri íslenzkt fyrirtæki að meiri- Sluta og háð íslenzkum lögum og ómsvaldi. Sagði hann Alverið byggt án kvaða um mengunar- varnir, þótt úrbætur væru nú í sjónmáli, en Járnblendiverk- smiðjuna vera háða ströngum skilyrðum um mengunarvarnir gagnvart innra sem ytra um- hverfi. Síðan ræddi ráðherra um orkuverðið og sagði m.a.: „Samn- ingar um orkuverð til langs tíma hljóta að úreldast á skömmum tíma við slíka þróun orkuverðs sem nú hefur orðið, þrátt fyrir vissa varnagla, en fyrirtæki er náð hafa kostakjörum og að slíkum samningum búa, hljóta að uppskera nokkuð, svo fremi að aðrar reksttarforsendur bresti ekki. Ætti það m.a. að gilda um þessa verksmiðju, sem Járnblendið rennur úr ofninum í sérstök ker til kælingar, áður en það er sett í kvörnina. hér hefur verið reist, vegna samninga um orku, er taldir voru hagkvæmir fyrir tveimur árum, svo ekki sé minnst á eldri orkusölusamninga, sem bundnir eru án endurskoðunar um langa framtíð. Að lokum ræddi Hjör- leifur Guttormsson um samstarf íslendinga og Norðmanna á þessu sviði, sem hann taldi mjög gott og sagði hann bíða fjölþætt verkefni á sviði nýtingar inn- lendrar orku, sem við hlytum að leggja metnað í að leysa sjálfir í eðlilegri samvinnu við viðskipta- aðila og granna varðandi tækni- þróun og markaðsmál. Kristian Sommerfeldt stjórnarformaður Elkem Spieg- erverket flutti síðan ávarp og færði Járnblendiverksmiðjunni gjafir og að lokum talaði Sigurð- ur Sigurðsson oddviti Skilmannahrepps. Fagnaði hann tilkomu verksmiðjunnar og sagði að staðið hefði verið við allt, sem lofað hefði verið í Stjórnarformaður Elkem Spieg- erverket, Kristian Sommer- feldt, afhenti Ilirti Torfasyni, stjórnarformanni íslenzka járnblendifélagsins, gjafir við athöfnina í gær. sambandi við mengunarvarnir og kvaðst hann vona að starfs- menn verksmiðjunnar myndu smám saman taka sér búsetu í nágrenni Grundartanga. Gestir þágu síðan hádegisverð í boði verksmiðjunnar og skoðuðu hana. Frá aðalfundiíslenzka járnblendifélagsins: Stofnkostnaðurinn yerulega lægri en ætlað hafði yerið AÐALFUNDUR íslenska járnblendifélagsins var haldinn að Grundartanga í gær og sátu hann fulltrúar eigenda, fs- lenzka ríkisins og Elkem Spieg- erverket AS í Noregi. Fóru á fundinum fram venjuleg aðal- fundarstörf, lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Stofnkostnaður fyrri bygging- aráfanga verksmiðjunnar var í upphafi áætlaður 320 milljónir norskra króna, en heildarstofn- kostnaður félagsins ásamt vöxt- um og rekstrarfé á byggingar- tíma 500 m.n.kr. sem svarar nær 32 milljörðum íslenzkra króna miðað við gengi í árslok 1978. í skýrslu Hjartar Torfasonar for- manns stjórnar Járnblendi- verksmiðjunnar kemur fram að stofnkostnaður hefur reynst verulega lægri, eða samkvæmt mati við gerð ársreiknings 285 milljónir norskra króna, en jafnvel er talið að hann verði enn lægri eða kringum 280 m.n.kr. Fjármögnun byggingarframkvæmda hefur farið eftir gerðum áætlunum að því frátöldu að lægri kostnaður og seinni greiðslur en ráðgert var hafa verulega minnkað fjárþörfina á hverjum tíma. í skýrslu stjórnarinnar segir að meginhluti byggingarfram- kvæmdanna við fyrri áfanga hafi verið unninn á síðasta ári, nema hvað lokið hafði verið í ársbyrjun steypu undirstaða og ofnhúss. Var því á árinu lokið að mestu við aðrar byggingar, verk- stæðishús, reykkæli, síuhús, kögglunarhús, hráefnageymslu, sigtunarhús, kísiljárngeymslu_og baðhús auk hafnarkrana og færibandaganga frá höfn og milli framangreindra bygginga. Samhliða byggingar- framkvæmdum var unnið að hafnargerð og lagningu háspennulínu að Grundartanga. Tókst að halda áætlun nokkurn veginn hvað varðar byggingar- hraða nema hvað dróst um 4 vikur að straumi var hleypt á bræðsluofninn. Á árinu var einnig unnið að áætlun síðari byggingaráfanga, en gert er ráð fyrir að síðari ofninn fari í gang í september á næsta ári. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins og er hún nú þannig skipuð: Hjörtur Torfason var endurkjörinn formaður, Páll Bergþórsson var kjörinn vara- formaður og eru aðrir í aðal- stjórn dr. Guðmundur Guðm- undsson, Eggert G. Þorsteins- son, dr. Rolf Nordheim, Leif Kopperstad og Gunnar Viken. Varamenn eru: Jósef H. Þor- geirsson, Skúli Þórðarson, Húnbogi Þorsteinsson, Þor- steinn Vilhjálmsson, Jan Petter Romsaas, J.K.L. Andersen og Knut Nygaard. Lokaorð Hjartar Torfasonar í skýrslunni eru: Félagið ræður nú yfir vel búinni verksmiðju með hæfu starfsliði, sem byrjar göngu sína við hagstæð skilyrði á kísiljárnsmarkaði og stendur vel að vígi um orkuöflun. Þessi atriði og gengi framkvæmdanna að Grundartanga, ásamt þeirri þróun, er líklega má telja innan járnblendiiðnaðarins, styrkja þá trú, að félagið eigi sér öruggan starfsgrundvöll, og þá einnig nógu traustan til að standast samdráttarsveiflu á markaðn- um, ef til hennar kæmi. Frá aðalfundi íslenzka járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Myndirnar tók Ólafur K. Magrnúsaon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.