Morgunblaðið - 27.06.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979
17
í ræðustól er Gunnar G. Schram fundarstjóri, en þaöan að telja koma svo Geir
Vilhjálmsson, Þórður Ásgeirsson, Erlendur Jónsson og Árni Waage.
alastofnana rétt eins
ím ekki stefnt í hættu”
Stjórnin samþykk-
ir framkyæmdir til
að draga úr olíu-
notkun og aðgerðir
til orkusparnaðar
Stjórnun veiöanna hrósað
Þegar hér var komið sögu hófu
fundarmenn fyrirspurnir utan úr sal, en
ýmsir stigu þó í ræðustól og fluttu mál
sitt þar. Bírgir Jónsson jarðfræöingur
spurðist fyrir um hvert væri álit
vísindanefndar Alþjóöahvalveiöiráðs-
ins á veiðum íslendinga. Svaraöi Þórö-
ur Ásgeirsson því til, að nefndin teldi
þær ekki til vansæmdar og
Bandaríkjamenn, sem væru miklir
hvalverndunarmenn, hefðu hrósað
stjórnun íslendinga á hvalveiöunum við
íslandsstrendur. Erlendur Jónsson
kom hér inn á aö í skýrslu hvalveiði-
ráösins frá 1977 væri ýjað að því að
skortur væri á upplýsingum um hvala-
stofnana og mætti því álykta aö
hugsanlega væri meira að þeim sorfiö
en menn vildu vera láta.
Þórður sagði hér, að Erlendur hefði
í máli sínu aöeins fjallað um eina
stofnstærðarákvörðun af mörgum.
Sagði Þórður ekki telja stofnana hér
við land í hættu, vegna þelrrar reynslu
sem fengin væri af veiöum íslendinga.
í 30 ár heföi sóknin veriö nánast
óbreytt, frekar minnkaö en hitt, og
aflinn verið nánast óbreyttur frá upp-
hafi. Þá sagði Þórður að engar aðrar
þjóðir er aðild ættu aö Alþjóðahval-
veiðiráðinu veiddu langreyöar á
Atlantshafi og tæpast væri aö þjóöir
utan ráösins veiddu af okkar stofni. í
þessu sambandi ræddi Þórður um
sjóræningjaskipiö Sierra og veiöar
Spánverja og sagöist undrandi á því
að Greenpeace-samtökin beittu sór
ekki gegn veiðum Sierra sem væru
illræmdar og illa þokkaðar af þeim
sem þætti vænt um hvali.
í máli Eypórs Einarssonar for-
manns Náttúruverndarráðs kom fram
að íslendingar einir þjóöa hefðu lagt til
að bannaöar yrðu veiðar fjögurra
hvalategunda, sem nefndar væru í
uppkasti að sáttmála Evrópuráðsins
að náttúruvernd í Evrópu, og að
nokkrar aörar hvalategundir yröu sett-
ar undir vernd. Hvalategundirnar fjórar
væru íslenzki og grænlenzki sléttbak-
urinn, hnúfubakur og steypireyöur.
Þá sagöist Eyþór ekki vera mótfall-
inn hvalaveiöum hér viö land. Ef hægt
væri að nýta hvalastofnana án þess að
stofna þeim í hættu væri sjálfsagt aö
nýta þá, rétt eins og sauökindina. Kvaö
Eyþór þau gögn sem fyrir hendi væru
ekki gefa til kynna að tilefni væri til
þess aö rjúka upp til handa og fóta og
heimta að ýmsar hvalategundir yrðu
alfriöaðar. Rétt væri aö sleppa allri
tilfinningasemi í þessu sambandi. Ey-
þór undirstrikaði þó þá skoðun sína,
að þörf væri fyrir frekari rannsóknir á
hvalastofnunum við fsland og hlaut sú
skoöun almennar undirtektir á fundin-
um.
Lítill fræöslufundur
Guðmundur Sigvaldason jarðfræð-
ingur sagöist hafa lítinn áhuga á
hvölum, engan áhuga á hvalveiöum og
léti hann sig litlu skipta framferöi
Greenpeace-manna á íslandsmiðum.
Sagöist Guðmundur hafa komið á
fundinn til að fræöast um hvali, þar
sem lofað heföi verið í fundarboði að
gestir fundarins yrðu fræddir um það.
Sagðist Guðmundur engu nær um
hvali, á framsöguerindum væri ekkert
að byggja og umræöur hefðu verið á
slíku plani að lítið hefði út úr þeim
komið. Góöur rómur var gerður að
máli Guömundar.
Birgir Guðjónsson læknir fjallaöi
um málatilbúnaö Greenpeace-hreyf-
ingarinnar og framgöngu þeirra er-
lendis, sem hann hafði sjálfur kynnst.
Sagöi Birgir að hreyfing grænfriöunga
væri gífurlega sterk t.d. í Bandaríkjun-
um og hafa yrði slíkt í huga þegar rætt
væri um það tilfinninga- og áróðurs-
stríð sem nú stæði yfir. Taldi Birgir að
íslendingar yröu aö velja á milli
þorskmarkaðarins í Bandaríkjunum og
hvalveiöanna.
Nokkrir fyrrverandi sjómenn á
hvalveiðibátum og starfsmenn í hval-
stööinni í Hvalfiröi tóku til máls og gáfu
mynd af veiöunum, hvernig áhafnir
veiðiskipanna væru sér meövitandi um
hversu mikiö væri af hval á miðunum
hverju sinni, hvernig hvalirnir höguöu
sér, og þar fram eftir götunum. Meöal
þessarra manna voru þeir Eggert
ísaksson og Björn Friöfinnsson.
Bentu þeir m.a. á að veiöisvæöi
hvalbátanna væri mjög takmarkaö, en
spurnir væru af miklum hval á öörum
svæðum viö íslandsstrendur. Skotiö
var hér inn af kunnugum manni, aö
nóg væri, eins og hann oröaöi það, af
andarnefju, steypireyð og hnúfubak í
sjónum viö strendur landsins. Ástand
stofnanna hefði ekkert veriö kannaö
frá því aö veiði þessara tegunda var
bönnuð.
Hvalveiöar í
nýju Ijósi
Halldór Blöndal blaðamaóur sagöi
aö hvalveiðar íslendinga heföu tekiö á
sig nýja mynd þegar grænfriðungar
heföu látið í veöri vaka í blaöaviötali aö
þeir hygðust beita áhrifum sínum til
þess að markaöur íslenzkrar fiskfram-
leiðslu í Bandaríkjunum yrði eyöilagð-
ur. Sagöi Halldór aö íslendingar kynnu
ekki aö meta hótanir af þessu tagi,
hverjar svo sem skoðanir manna væru
á hvalveiöum. Halldór sagði m.a. að
hvalveiöar íslendinga miðuðust ekki
við þaö að færa sem flest dýr að landi,
heldur að hver hvalur yrði fullnýttur.
Allt hvalkjötið færi til manneldis. Auð-
velt væri fyrir Grennpeace-menn að
koma hér og halda því fram aö
hvalveiðar okkar væru til vansæmdar,
þeir ættu aö líta sér nær og kanna
dýravernd í heimahögunum, en þar
væru farfuglategundir, sem friðaðar
væru hér, skotnar til ánægju og
yndisauka.
Alan Thornton flutti tölu á fundinum
í nafni Greenpeace-samtakanna. Upp-
lýsti Thornton að samtökin hefðu í 1V4
ár unnið að því að gera veiöar
sjóræningjaskipsins Sierra ókleifar og
miðaði nú þegar í þá att. Sagöi hann
Alþjóðahvalveiðiráðið hafa viöurkennt
opinberlega ósigur sinn í baráttunni
við Sierra, og jafnframt lagt blessun
sína yfir veiðar skipsins þar sem
Japanir keyptu allt kjöt af skipinu.
Thornton gagnrýndi að ekki hefði
verið farið að tilmælum vísindamanna
varöandi merkingar langreyöa við ís-
landsstrendur. Skv. tilmælunum ætti
að vera búið að merkja 1.000 lang-
reyður við ísland frá árinu 1973, en
aöeins 47 heföu veriö merktar. Þá
sagði Thornton að Greenpeace hefði
skorað á íslensk yfirvöld að láta athuga
nákvæmlega hvali við strendur lands-
ins og að endurskoöa hvalveiðistefnu
sína í Ijósi niðurstaðnanna. Ástralíu-
menn hefðu orðið við slíkri beiðni fyrir
nokkrum árum og hætt hvalveiöum við
strendur landsins er niðurstöður rann-
sóknanna lágu fyrir. íslendingar heföu
enn ekki svaraö þessari málaleitan.
Bannaði áróöurs-
stríð gegn fiski
Að lokum sagði Thornton aö
Greenpeace-menn beröust af alefli
fyrir málstaö sínum og hygöust þeir
reyna áfram aö koma í veg fyrir
hvalveiöar íslendinga. Að máli Thorn-
tons loknu stóö David McTaggart
leiöangursstjóri á skipi Greenpeacé
Rainbow Warrior upp, og sagði að
ónákvæmlega hefði verið eftir honum
haft í blaöafrétt varöandí stuöningsaö-
gerðir grænfriöunga í Bandaríkjunum.
„Ég hringdi ekki til Bandaríkjanna og
baö um aöstoð. Það var hringt í mig
frá Bandaríkjunum og vinir okkar þar
sögðust vilja hjálpa okkur og nefndu
leiöir í því sambandi. Ég bað þá um,
fyrir alla muni, að hefja ekki áróð-
ursstríö gegn íslenzkum varningi á
Bandaríkjamarkaöi. Ekki væri ástæða
til þess. Aftur á móti get ég upplýst hér
að viö erum að vinna að því á bak viö
tjöldin að samtökin vestra hjálpi frekar
íslendingum við að selja þar ýmsar
vörur, sem þeir hafa umframbirgðir af,
svo sem osta,“ sagði McTaggart.
Kristján Loftsson framkvæmda-
stjóri Hvals hf. ræddi nokkuð um
hvalveiöar hér viö land og ýmsar
fullyrðingar sem settar hefðu verið
fram í umræðum um hvalveiöar íslend-
inga. M.a. sagði Kristján að það væru
hagsmunir Hvals hf. að ekki yröi
gengiö um of á stofnana við ísland og
sagöi hann reynsluna af veiöunum ekki
benda til þess að um ofveiði væri að
ræða. Einnig geröi Kristján grein fyrir
hvert afurðir hvalvinnslunnar færu,
hvernig þær væru nýttar, o.þ.h. Aö
lokum sagði Kristján, að með þeim
staölausa áróðri sem haldið hefði verið
uppi af umhverfisverndunarsinnum,
væri veriö að gera tilraun til að koma
höggi á þá aðila sem hagaö hefðu sér
af skynsemi viö hvalveiöar.
Á fundi ríkisstjórnarinnar á
mánudag, voru að tillögu iðnaðar-
ráðherra samþykktar víðtækar
aðgerðir til orkusparnaðar og hag-
kvæmari orkunýtingar, sem ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að beita sér
fyrir og varða eftirtalið:
Hröðun á nýtingu
innlendra orkugjafa
Tryggt verður á næstunni viðbót-
arfjármagn að upphæð 2600 milljón-
ir króna til framkvæmda í orkumál-
um á árinu 1979, er sérstaklega eru
til þess fallnar að draga úr olíunotk-
un, og hefur iðnaðarráðuneytið mót-
að tillögur þar að lútandi.
Húshitun
Gerð verði samræmd húshitunar-
áætlun, með það að markmiði að
80% af því húsnæði sem nú er hitað
upp með olíu verði á næstu fjórum
árum tengd jarðhita, fjarvarmaveit-
um eða beinni rafhitun.
Opinberar framkvæmdir í orku-
málum verði á næstu árum ekki síst
miðaðar við að þessu markmiði verði
náð.
Áfram verði dregið úr kostnaði við
olíukyndingu húsa með skipulegum
sparnaðaraðgerðum, svo sem still-
ingu kynditækja og stýringu hita-
kerfa. Hluti af olíustyrk verði bund-
inn skilyrði um slíkar ráðstafanir.
Sérstakt átak verði gert til að draga
úr orkunotkun í opinberum bygging-
um í samvinnu við umsjónaraðila.
Reglur um greiðslu á olíustyrk
verði endurskoðaðar fyrir 1. október
n.k. og upphæð hans miðuð við að
misræmi í tilkostnaði við húshitun
aukist ekki frá því sem nú er.
Sérstaklega verði ýtt undir við-
hald eldra húsnæðis til að tryggja
orkusparnað, m.a. með auknum lán-
um. Reglur um hönnun og frágang
húsa verði endurskoðaðar m.t.t.
orkusparnaðar.
Atvinnuvegirnir
Stuðningur verði aukinn við orku-
sparnað og skipti yfir á hagkvæmari
orkugjafa í fiskiskipum. Samstarfs-
hópur ráðuneyta, Landsambands
íslenskra útvegsmanna og Fiski-
félags íslands leggi fram tillögur
varðandi frekari stuðning við skipti
frá gasolíu yfir á svartolíu og um
aðrar aðgerðir til orkusparnaðar,
m.a. varðandi ganghraða skipa, nýt-
ingu á kælivatni, rafmagn til skipa í
höfnun og botnhreinsun.
Endurmetnir verði möguleikar á
að taka upp innlenda orkugjafa í
iðnaði í stað olíu og draga úr
olíunotkun, m.a. við fiskimjöls- og
graskögglaframleiðslu, svo og varð-
andi nýtingu á afgangsvarma í
tengslum við úrbætur á loftmengun
frá fiskimjölsverksmiðjum.
Hraðað verði undirbúningi að
stækkun áburðarverksmiðjunnar
þannig að fullnægt verði innan-
landsþörfum m.t.t. gjaldeyrissparn-
aðar.
Hraðað verði hagkvæmniathugun-
um varðandi hugsanlega framleiðslu
á innlendu eldsneyti í stað olíu og
mótuð stefna um nauðsynlegar
rannsóknir í þessu skyni.
Gerð verði úttekt á orkunotkun í
landbúnaði og mótaðar tillögur um
sparnað, m.a. varðandi vélbúnað og
tæki, og nýtingu áburðar og fóðurs.
Samgöngur
Innflutningsgjöld af fólksbifreið-
um verða tekin til endurskoðunar og
stefnt að því að frá og með 1. janúar
1980 verði innflutningsgjöldin stig-
hækkandi m.t.t. eyðslu eldsneytis.
Athugað verður með hvaða hætti sé
best að ná fram sparnaði í bensín- og
olíunotkun einkabifreiða.
Frá og með 1. janúar 1980 verður
þungaskattur felldur niður af bif-
reiðum, sem stunda reglulega
áætlunarakstur í þéttbýli.
Tollur á reiðhjólum verður felldur
niður með öllu frá og með 1. júlí n.k.
Gerð verður athugun á með hvaða
hætti hið opinbera getur stuðlað að
orkusparnaði á sviði vöruflutninga,
m.a. með aukinni hleðslunýtingu,
flutningar á vörum innanlands bein-
ist í auknum mæli að strandferða-
skipum, og skipulag aðflutninga til
landsins verði endurskoðað.
Hraðað verði athugun á hag-
kvæmari orkunýtingu á skipum í
eigu ríkisins.
Háskóla Islands verður veitt und-
anþága frá greiðslu á aðflutnings-
gjöldum og þungaskatti af rafbif-
reið, sem notuð yrði til rannsókna á
hagkvæmni slíkra bifreiða hérlend-
is.
Rannsóknir
Rannsóknir varðandi orkubúskap
landsmanna verði efldar til muna,
ekki síst með tilliti til orkusparnað-
ar og hagkvæmari orkunýtingu.
Fræðsla
Auknar verða upplýsingar og
fræðsla til almennings um orku-
sparnað og leitað samstarfs við
fjölmiðla og áhugaaðila í því sam-
bandi.
Island verður aðili að sérstöku
átaki Alþjóða orkumálastofnunar-
innar varðandi kynningu á orkumál-
um og orkusparnaði í október næst-
komandi.
Olíuverslunin
Lagt verður kapp á að nefnd
ríkisstjórnarinnar, er fjallar um
olíuverslun, skili áliti í áföngum í
sumar, m.a. varðandi öryggi og
hagkvæmni í olíukaupum og aukn-
ingu birgðarýmis, þannig að unnt
verði að taka ákvarðanir um ein-
staka þætti.
Iðnaðarráðuneytinu er falin for-
ganga um þessi mál í samvinnu við
önnur ráðuneyti og ýmsa aðila eftir
eðli aðgerða í hverju tilviki, segir í
fréttatilkynningu ríkisstjórnarinn-
ar.
idinga í hyalyeiðimálum
Norrænir úrsmiðir héldu sitt árlega þing í Reykjavík í
vikunni en samtökin voru stofnuð árið 1913 og gekk
Úrsmiðafélag íslands í þau árið 1957. Á þingunum eru
rædd ýmis hagsmunamál úrsmiða svo sem tollamál,
námshættir og tækni, en með tilkomu elektrónískrar
tækni hafa úr af þeirri gerð verið mjög ofarlega á baugi
hjá úrsmiðum, og hafa félög úrsmiða víða staðið fyrir
námskeiðum fyrir félagsmenn sína vegna hinnar nýju
tækni.