Morgunblaðið - 27.06.1979, Page 18

Morgunblaðið - 27.06.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979 Samningur í fiskveiði- deilu Breta og EBE? Luxemborg, 26. júní. Reuter. PETER Walker landbún- aðarráðherra Bretlands Japan: sagði í dag á fundi með landbúnaðarnefnd Efna- hagsbandalags Evrópu, að hann ætti von á því að samkomulag tækist með Bretum og bandalaginu í fiskveiðideilu þeirra í september eða október n.k. Talsmaður bandalagsins sagði, að þessi yfirlýsing Walkers kæmi að öllum líkindum í veg fyrir frekari skærur Breta og landbúnað- arsérfræðings bandalags- ins, Finns Olavs Gunde- lachs, en hann hefur verið mjög gagnrýninn á afstöðu Breta. Hins vegar var haft eftir Gundelach í dag, að hann teldi þá afstöðu Breta að neita að veita bandalags- ríkjunum auknar veiði- heimildir innan lögsögu sinnar vera lagabrot sem ekki væri hægt að líta fram- hjá. Töldu margir sérfræðing- ar að með þessu væri Gundelach að hóta Bretum málsókn þrátt fyrir orð Walkers og er Walker var að þessu spurður, svaraði hann: „I sporum Gunde- lachs sparaði ég mér óþarfa lögfræðikostnað." Þetta gerðist 27. jiíni 1978 — Fyrsta pólska geimfaran- um skotið á braut. 1976 — Eanes hershöfðingi kos- inn forseti í fyrstu forsetakosn- ingum í Portúgal í hálfa öld. 1960 — Brezka Somaliland sam- einað Sómalíu. 1958 — Rússar skjóta niður bandaríska herflutningaflugvél sem villtist á leið frá Tyrklandi til írans. 1946 — Grikkir fá Tylftareyjar af Itölum. 1944 — Bandamenn taka Cher- bourg, Frakklandi. 1940 — Rússar gera innrás í Rúmeníu. 1877 — Rússar sækja yfir Dóná í stríðinu gegn Tyrkjum. 1806 — Buenos Aires gefst upp fyrir fámennu brezku liði (Frakkar taka borgina aftur í ágúst.) 1801 — Kaíró gefst upp fyrir brezku liði. 1795 — Landganga brezks liðs í Quiberon til stuðnings uppreisn á Bretagne. 1743 — Orrustan um Dettingen. 1697 — Ágúst kjörfursti af Sax- landi tilnefndur konungur Pól- lands. Afmæli. Karl XII Svíakonungur (1682—1718) — Charles Stewart Parnell, írskur þjóðernisleiðtogi (1846-1891) - Helen Keller, bandarískur mannvinur (1880— 1968). Andlát. James Smithson, vís- indamaður, 1829. Innlent. Fyrsta gufuskipið, „Thor“, kemur til íslands 1855 — d. Arngrímur Jónsson lærði 1648 — Fyrsti ríkisráðsfundur hér á landi 1921 — Gerðardómssamn- ingur íslands og Norðurlanda undirritaður á Þingvöllum 1930 — Þingvallafundur 1861 — 1885 („Öxar við ána“ fyrst spilað) — Tónlistarfélag Reykjavíkur stofn- að 1932 — Viðskiptasamningur við Bandaríkin 1942 — Geir Hall- grímsson biðst lausnar 1978 — d. Arnljótur Ólafsson 1873 — síra Þorsteinn Pálsson 1873 — Pétur Magnússon ráðherra 1948 — f. Þórarinn Björnsson skipherra 1903 — Jörundur tæmir tukthúsið og kemur á fót lífverði 1809. Orð dagsins. Trúarbrögð mín eru einvörðungu mitt mál og skapara míns — Mohandas Gandhi, indverskur þjóðernissinni (1869-1948). Veður víða um heim Akureyri 12 léttskýjað Amsterdam 19 skýjaó AÞena 30 heiðskírt Barcelona 26 skýjað Berlín 24 skýjaö BrSsel 20 rigning Chicago 24 heiðskírt Frankfurt 23 skýjað Genf 25 léttskýjað Helsinki 21 skýjað Jerúsalem 28 léttskýjað Jóhannesarborg 17 heiöskírt Kaupmannahðfn 20 skýjað Lissabon 27 léltskýjað London 18 rigning Los Angeles 26 skýjað Madríd 31 heiöskírt Malaga 26 léttskýjað Mallorca 29 skýjað Miami 29 skýjaö Moskva 25 heiðskírt New York 24 heiðskírt Ósló 16 skýjaö París 25 skýjað Reykjavík 10 léttskýjaö Rio De Janeiro 31 skýjað Rómaborg 30 léttskýjað Stokkhólmur 22 skýjað Tel Avív 29 léttskýjað Tókýó 32 skýjaö Vancouver 26 léttskýjað Vín 28 skýjað Innflutningur hval- afurða takmarkaður Tokyo, 26. júní. AP. JAPANSKA viðskiptaráðuneytið tilkynnti í dag, að Japanir hcfðu ákveðið að banna allan innflutning á hvalaafurðum frá löndum, sem ekki cru f Alþjóða hvalveiðiráðinu, frá og með 5. júlí n.k. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að þetta bann væri í fullu samræmi við tilmæli ársfunda Alþjóða hvalveiðiráðsins 1977 og 1978. Japanir fluttu á síðasta ári inn 6030 tonn af hvalaafurðum frá löndum, sem ekki eru í Alþjóða hvalveiðiráðinu, en árið áður fluttu þeir inn alls 7323 tonn frá sömu löndum. . Moi. Knstján. W. Graham Claytor Jr. flotamálaráðherra Bandaríkjanna flytur ræðu sína við yfirmannaskiptin í kafbátaleitardeild Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli i gær. Honum til hægri handar er hinn nýji yfirmaður Donald W. Avery Jr. en William L. Vincent sem verið hefur yfirmaður deildarinnar undanfarið ár situr honum á vinstri hönd. Flotamálaráðherra Bandaríkjanna: „Varnarstöðin í Keflavík er í framlínu hins frjálsa heims” „VARNARLIÐIÐ í Keflavík gegnir lykilhlutverki fyrir varn- ir Atlantshafsbandalagsins og starfsmenn þess sinna þvf allir mjög mikilvægum störfum. Varnarliðið er í framlfnu hins frjálsa heims“, sagði bandarfski flotamálaráðherrann W. Graham Claytor Jr. meðal ann- ars f ræðu sem hann flutti við yfirmannaskipti f kafbátaleit- ardeild Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli í gær. „Það er gott til þess að vita“, sagði Claytor, „að hér á fslandi skuli vera svo gott lið úrvals manna og flugvéla. Það er enda mjög mikilvægt þar sem þetta eru ekki neinar æfingabúðir; þið eruð staddir hér í framvarðar- Iínunni“. Claytor kom hingað gagngert til þess að vera viðstaddur yfir- mannaskiptin, en yfirmaður sá sem lét af störfum, William L. Vincent að nafni, mun fara til Brunswick í Maine fylki í Banda- ríkjunum en í hans stað hefur verið skipaður Donal W. Avery Jr. Varnarmálaráðherrann sagði í ræðu sinni að Varnarliðið væri hér vegna þess að þjóðir Banda- ríkjanna og íslands mætu frelsi og sjálfstæði sitt mjög mikils. Ríkisstjórnir beggja landanna hefðu af þeim sökum gert með sér samning vegna hernaðarlegs mikilvægis landsins sem fæli í sér að hér væri staðsett varnarlið til þess að tryggja sínar eigin varnir og Atlantshafsbandalags- ins. Ein forsenda stofnunar Atlantshafsbandalagsins, sem bæði löndin voru stofnaðilar að, hafi einmitt verið að árás á eitt þeirra jafngilti árás á þau öll. „ísland og Bandaríkin eiga margt sameiginlegt", sagði Clayt- or ennfremur. „Lýðræðishugsjón- in á sér þannig langa sögu á íslandi þar sem er elsta þjóðþing í heimi. Þá eiga nær öll Atlantshafs- bandalagsríkin það sameiginlegt hversu N-Atlantshafið er stór þáttur í lífi þeirra. Á friðartím- um sem grundvöllur vöruflutn- inga og viðskipta, á stríðstímum sem lífæð milli Evrópu og N-Ameríku, eins og sannaðist best í síðari heimsstyrjöldinni. Helsta hlutverk bandalagsins er því að tryggja þessa lífæð. I lok stríðsins voru Sovétríkin fyrst og fremst landríki með tiltölulega veikan flota, en í dag er Sovéski flotinn orðinn sá stærsti í heimi og þessi mikla flotauppbygging ógnar mjög ör- yggi Islands. Vegna landafræði- legrar stöðu íslands er það nokk- urs konar hlið sem rússneski björninn þarf að fara í gegnum til að komast út á Atlantshafið. Á sama hátt og ísland gegndi mik- ilvægu hlutverki fyrir Banda- menn í síðari heimsstyrjöldinni til að ráðast gegn kafbátum nasista, yrði það einnig mikil- vægt vörnum Atlantshafsbanda- lagsins ef styrjöld brytist út„. Hann sagði að N-Atlantshafið væri Sovétmönnum mikilvægt svæði og það svæði myndi raunar alltaf verða mikilvægt svo lengi sem þjóðir þyrftu á samgöngum á sjó að halda. En gífurleg flota- uppbygging Sovetmanna ógnaði hins vegar öryggi hins frjálsa heims. Atlantshafsbandalagið hefði tryggt þetta öryggi þau 30 ár sem það hefur starfað. „Atlantshafsbandalagið hefur á þessum 30 árum breyst úr von í veruleika sem tryggir frið og öryggi þeirra 500 milljóna manna sem búa í þessum heimshluta og er þannig árangursríkasta frið- arbandalag sem þekkist í sög- unni“, saðgi Claytor. W. Graham Claytor var skipað- ur varnarmálaráðherra af Carter Bandaríkjaforseta í febrúar 1977, en áður hafði hann um nokkurra ára skeið verið forstjóri „South- ern Raylway System" járn- brautafélagsins sem hefur höf- uðstöðvar í Georgíu. Áður hafði hann verið starfandi lögfræðing- ur um alllangt skeið, en á stríðs- árunum var hann í hernum og gat þess m.a. í ræðu sinni á Keflavík- urflugvelli í gær að hann hefði fyrst komið til Islands þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum landsins af Bretum árið 1941.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.