Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 22

Morgunblaðið - 27.06.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979 Feðga minnst: Guðmundur Williamsson - Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Williamsson — Minning. Þann 9. júní sl. gerðist sá hörmulegi atburður að bifreið með þremur mönnum í fór út af veginum í Ólafsfjarðarmúla og létust tveir þeirra, Guðmundur Williamsson, 49 ára, og Guðmund- ur, sonur hans, 19 ára, en annar sonur hans, Arnar, 7 ára gamall, lifði af slysið. Guðmundur Williamsson var fæddur í Ólafsfirði 18. október 1929, sonur hjónanna Jónínu Líse- bet Daníelsdóttur og Williams Þorsteinssonar. Hann var fimmti í röðinni af sex börnum þeirra hjóna og átti auk þess einn fósturbróður. Hann byrjaði ungur að sýsla við sjóinn, svo sem títt var um drengi í sjávarþorpum á þeim árum, og mun hann hafa farið sínar fyrstu sjóferðir með föður sínum á opnum báti. Hann stundaði síðan sjó að mestu upp frá því á ýmsum skipum, sótti sjó við Suðurland að vetrinum til á yngri árum, svo sem þá var almennt gert, en var á síldveiðum á sumrin. Þann 26. desember 1953 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Freydísi Bernharðsdóttur, sem einnig er ólafsfirðingur. Þau hófu þá búskap að Brekkugötu 23, í húsi sem Guðmundur hafði nýlokið við að byggja með föður sínum, og bjuggu þar æ síðan. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, Þórð Bernharð, Guðmund, Sigríði og Arnar. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra, einkum á sumrin, þegar ættingjar og vinir voru hér í heimsókn, enda voru þau bæði gestrisin og glaðvær og gerðu sér allt far um að hafa heimili sitt sem myndarlegast. Nú er sár harmur kveðinn að þessari fjöl- skyldu, þegar eiginmaður og sonur eru svo skyndilega í burtu kallað- ir. En gegnum sorgarskýin brýst þó bjartur geisli, því Arnar litli bjargaðist á einhvern undursam- legan hátt tiltölulega lítið meidd- ur. Ég kynntist Guðmundi fyrst að einhverju marki haustið 1973, þegar við og mágur hans, Kristján Asgeirsson, sem hann var lengi með til sjós, keyptum bát og stofnuðum hlutafélag ásamt kon- um okkar. Mér var strax ljós áhugi hans á framgangi félagsins og einstakur samvinnuvilji, enda gekk þar allt snurðulaust fyrir sig. En svo barði sorgin að dyrum. Þann 7. nóvember 1975 fórst báturinn okkar. Kristján drukkn- aði, en Guðmundur bjargaðist t ÞÓROUR JÓNSSON, bóndi, Múla, andaöist aö heimili sínu 19. júní. Jaröarförin fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 27. júní kl. 14.00. Jóaefína Friöriksdóttir og börn. t Móöurbróöir okkar, JÓN EINAR EYVINDSSON, Karlagötu 16, lézt þann 14. júní að Hátúni 10b. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Alfreö Clausen, Sigríöur Þorláksdóttir, Jón Þorlóksson, Björgvin Þorláksson, María Þorláksdóttir, Hallveig Þorláksdóttir. t Elskulegur sonur okkar, bróöir og mágur, GYLFI KRISTINN GUÐLAUGSSON, lézt á gjörgæsludeild Borgarspítalans mánudaginn 25. júní. Krístín H. Kristinsdóttir, Guölaugur Þorvaldsson, Margrét Óskarsdóttir, Steinar Þór Guölaugsson, Styrmir Guölaugsson, Þorvaldur Guölaugsson. t Utför eiginmanns míns, LÝÐS SÆMUNDSSONAR, Gýgjarhólí, Biskupstungum, fer fram laugardaginn 30. júní kl. 2. Jarösett verður í Haukadal. Ferö veröur frá Umferöarmiöstöðinni í Reykjavík kl. 12. Helga Karlsdóttir. t Þökkum sýnda samúö viö andlát og jaröarför, SIGURÐAR ÍVARSSONAR, Sólvangi, Djúpavogi. Guölaug Siguröardóttir, Erna Siguröardóttir, Baldur Sigurösson, Stella Björgvinsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför bróður okkar, HANNESAR ÓLAFSSONAR frá Sööulsholti. Fyrir hönd systkinanna, Axel Ólafsson. naumlega ásamt öðrum skipverj- um. Það góð hafði samvinna verið, að okkur fannst með öllu ófært að slíta félagsskapnum. Að vel athuguðu máli, og fyrir áeggjan góðra manna hér, ákváðum við að breyta tilgangi félagsins og hófum undirbúning að netagerð og víra- vinnu, enda var næg þörf fyrir slíka iðju hér á staðnum. Þarna var Guðmundur sami trausti fél- aginn og áður, og mér er óhætt að fuyllyrða að hann var mjög ánægður í þessu starfi, enda hafa verkefnin verið næg og vinnufél- agarnir með afbrigðum góðir og einstaklega góður andi ríkjandi á vinnustaðnum, og lýsir það sér best í orðum eins vinnufélagans, sem heimsótti mig kvöldið sem slysið varð er hann sagði: „Því þurfti Hann að taka einn af okkur, við sem vorum svo skemmtilegir?" Guðmundar verður sárt saknað af öllum sem hann þekktu, og verður skarð það sem nú stendur opið vandfyllt. Öldruðum föður sínum var Guðmundur stoð og stytta mörg undangengin ár og létti honum elliárin svo sem kostur var. Guðmundur hafði nýlokið við all- miklar endurbætur á íbúð sinni, en heimilið og fjölskyldan var alla tíð hans hjartans mál, og hugur- inn snerist um að þar væri allt í góðu lagi. Eftir erfiðan og anna- saman vetur og einstaklega harð- neskjulegt vor, var Guðmundur farinn að hlakka til að eyða, ásamt fjölskyldu sinni og vinum, nokkrum sólskinsdögum í sumar- húsi okkar, sem stendur undir rótum fagurra fjalla hér frammi í firðinum. Nú hefur lífsfley hans látið dreggið falla við hinar himn- esku sólarstrendur, og verður nú Guðmundur umvafinn birtu og yl almættisins að eilífu. Syrgjandi eiginkonu, börnum, öldruðum föður, systkinum og öllum öðrúm ættingjum og vinum votta ég og kona mín okkar dýpstu samúð. Gfsli M. Gíslason. Guðmundur Guðmundsson — Minning. Laugardaginn 9/6 1979 varð hörmulegt slys í Ólafsfjarðar- múla, bifreið fór út af og með henni fórust feðgarnir Guðmund- ur Williamsson, 49 ára, og Guðmundur, 19 ára. Guðmundur lauk gagnfræða- prófi 1976, honum gekk vel að læra, svo hann ákvað að halda áfram lærdómi og fór í Mennta- skólann á Akureyri, þar hafði hann nýlega lokið 5. bekk og átti aðeins eftir eitt ár í stúdentspróf. Honum var meira lagt til en að læra, því hann var einstaklega lipur fimleikamaður, enda kjörinn af því tilefni íþróttamaður Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar 1975, því miður varð hann að draga sig til EinarJ. Reynis — Minningarorð F. 25. nóv. 1892 D. 16. júní 1979. Fyrir tæpum 50 árum fluttist til Húsavíkur fjölskylda, sem af flestum var kölluð Reynisfjöl- skyldan. Þar voru á ferð Einar Jósefsson Reynis, kona hans frú Arnþrúður Gunnlaugsdóttir og börn þeirra fjögur, þau Anna Soffía, Jósef Sigurður, Gunnlaug og Arnhildur. Með þeim kom einnig móðir Arnþrúðar frú Anna Árnadóttir frá Skógum í Axar- firði. Einar keypti hús rétt fyrir sunnan hús bróður míns, Björns Jósefssonar læknis, og þar var ætíð heimili þeirra á meðan þau bjuggu á Húsavík. Þau Einar og Arnþrúður voru fljót að samlagast bæjarbúum, enda bæði glaðar og góðar manneskjur. Þau störfuðu mikið í góðgerðarfélögum og voru á því sviði fórnfús og liðtæk. Ég, sem þessar línur rita, var á unglingsárum heimagangur í Reynishúsi og þar fann ég ætíð hlýju og vináttu frá öllum. Það væri hægt að skrifa langt mál um góðverkin þeirra Arnþrúðar og Einars, þó hér verði aðeins fátt til tekið. Þau hjálpuðu og studdu ótalmarga, sem í erfiðleikum áttu, og um tíma var einna líkast sem heimili þeirra væri sjúkrahótel, þar sem sveitafólk bjó meðan það beið eftir sjúkrahúsvist og einnig eftir að það kom af sjúkrahúsi og var að hressast, þar til það gat tekið við sínum störfum. Þar var nú ekki kaprað um daggjaldið. Sú góðvild og hjálpsemi, sem þessi elskulegu hjón, svo og móðir Arnþrúðar, veittu öllum þessum stóra hópi fólks, sem átti við bágt að búa, er það sem stekast kemur í hug minn er ég lít til baka. Heimili Reynishjónanna var fallegt og listrænt, en umfram allt heimilislegt. Arnþrúður átti orgel og spilaði vel og alltaf valdi hún falleg lög og skemmtileg þegar hún spilaði fyrir okkur börnin. baka í íþróttum, þar sem hann átti við meiðsli í hnjám að stríða. Guðmundur var mjög listrænn, hann sat heilu stundunum saman og teiknaði, hann var í vetur á námskeiði hjá Handíða- og mynd- listaskólanum á Akureyri, þar teiknaði hann nokkrar mjög góðar myndir, sem móðir hans á nú, og munu verða hennar stolt og góðar minningar um hann. Guðmundur kom oft heim til okkar, hann var hlédrægur, prúð- ur og rólegur drengur, manni leið alltaf vel í návist hans, enda vildi hann öllum gott. Guðmundur var mjög hjálpfús drengur, margar vinnustundir hefur hann hjálpað okkur við nýbyggingu okkar, hann var alltaf boðinn og búinn að koma og hjálpa okkur. Eigum við honum mikla skuld að gjalda og hefðum við viljað endurgjalda honum hjálpina og vinsemdina, en því miður gefst okkur ekki kostur á því. Guðmundur var heima hjá okk- ur kvöldið áður en hann dó, það lék allt í lyndi, hann var svo ræðinn og ánægður, núbúinn með erfið próf í skólanum, hann var búinn að fá vinnu í sumar sem honum líkaði vel, hann var farinn að hlakka til utanlandsferðar sem Svo var andrúmsloftið létt og skemmtilegt á þessu heimili að þó þar hittust margir ókunnungir, þá var andrúmsloftið aldrei stirt eða þvingað, allir urðu þar vinir og kunningjar. Þar voru hjónin bæði jafn snjöll að umgangast fólk. Með gleði sinni og hlýju sameinuðu þau alla sem í kringum þau voru. Þau reyndu að létta öðrum byrðar lífsins, en sína eigin erfiðleika báru þau ekki á borð fyrir aðra. Það var þeirra reynsluskóli og þroski. Ég tel það blessun fyrir Húsavík að þessi hjón komu þangað og lifðu þar sín bestu starfsár. Frá Húsavík fluttust þau til Reykja- víkur árið 1957 og bjuggu fallega um sig og sína í íbúð sinni við Kleppsveg og þar var síðast skjól þeirra þriggja, Arnþrúðar, Einars og frú önnu, ömmunnar góðu í Reynishúsi. Éinar J. Reynis var fæddur 25. nóv. 1892 a- Ásgeirsbrekku í Skagafirði og alinn upp á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson skólastjóri og alþingismaður en móðir hans Hólmfríður Björnsdóttir. Einar lést í Reykjavík 16. júní 1979. Frú Arnþrúður Gunnlaugsdótt- ir var fædd 1897 í Skógum í Axarfirði. Hún lést í Reykjavík 25. júní 1977. Blessuð sé þeirra minning. Bryndís Bjarnadóttir. Þjóðleiðin milli Skagafjarðar og Austurlands liggur um bæjarhlað- ið að Garði í Mývatnssveit. Þar verður oft stundardvöl til að heilsast og kveðjast og spyrja til vegar. Um sumarsólstöður 1918 er þar í hlaði flokkur manna og hesta. Vaskir ferðamenn á gæð- ingum sínum. Spurt er og svarað. Þetta eru ferðalangar úr vestur- sýslum á heimleið af aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands, er að þessu sinni hefur verið haldinn að Skinnastað í öxarfirði. Þar hafa þeir rætt um ræktun lýðs og lands. Nýlaufgaður skógurinn hef- ur fyllt héraðið angan sinni. Jök-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.