Morgunblaðið - 27.06.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 27.06.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979 VtfO MOR&JKf- MttlNU GRANI GÖSLARI Þú verður að geta lýst honum. Jæja frú mín, við hvaða vanda eigið þér helztan að stríða? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Strax í upphafi spiisins að neðan þurfti sagnhafi að taka mikilvæga ákvörðun. í rauninni skipti hún sköpum þó að við fyrsta tillit virðist litlu máii skipta hvaða spil væri látið frá borði. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. KG104 H. ÁK73 T. ÁD6 L. K6 Vestur S. 7 H. 1082 T. 10932 L. D9753 Austur S. 652 H. D964 T. KG7 L. ÁG4 COSPER Jæja, nú verðum við að taka til óspilltra málanna og koma húsinu upp fyrir haustið! Kurteisi og mannasiðir Kæri Velvakandi . Tilefni þess að ég tek mér penna í hönd er að mig langar til að vekja máls á kurteisi og siðvenjum Islendinga. íslendingar eru að mörgu frjáls- lynd þjóð meðal annars hvað varðar siðvenjur. Hér eru sjaldan eða aldrei notaðir titlar en fólk oft á tíðum kallað gælunafni. Er ekkert út á það að setja þegar kunningjar og vinir kalli hvorir aðra gælunafni, en þegar ókunn- ugir eru farnir að kalla einhverja þekkta menn gælunafni, fer leik- urinn að ganga of langt. Það er ekki ósjaldan að maður heyri ýmsar „snobbaðar kerlingar" þykjast vera fínar og þekkja hina og þessa nafnkunna menn með því að kalla þá gælunafni. Er þetta afskaplega leiðinlegur siður sem mér finnst að íslendingar ættu að leggja niður. Hver maður á rétt á því að vera nefndur sínu eigin nafni af ókunnugum. • „Skortir til- finningu fyrir kurteisi“ En þótt siðvenjum íslendinga að þessu leyti, þá eru þeir alls ekki betur að sér í þeim hluta siðvenja sem snúa að kurteisinni. Sumir Islendingar eru svo langt leiddir að það má segja að þá skorti alveg tilfinningu fyrir því sem kalla mætti kurteisi. Ég hef ferðast um meðal nágrannaþjóða okkar og dvalist um tíma meðal smáþjóðar ekki langt undan okkur. Er ég hafði komist að því að íslenzkir ferðamenn þar um slóðir væru svo til algjörlega sneyddir því að sýna kurteisi í garð innfæddra, gekk ég það langt að forðast í lengstu lög að láta á því bera að ég væri íslendingur. Svo slæmt orð höfðu þeir á sér þarna á þessum litla stað. Ein íslensk kona sem bjó þar ytra sagði mér þá sögu að hún hefði eitt sinn verið stödd í bóka- búð í höfuðstaðnum, en hún býr úti á landi. Komu þar inn nokkrir íslendingar, ekki fullir i það skipt- ið, og tóku að skoða ýmsar bækur í hillunum. En þeir voru ekki að hafa fyrir því að láta þær á sinn stað aftur í hillurnar. Nei, þeir hentu þeim aftur fyrir sig á gólfið eins og geðveikir einvaldar sem gætu leyft sér allt innan um þegna sína. Kona þessi hóf þá upp sína íslensku raust og sagði nokkur vel valin orð við hina ókurteisu ferða- Suður S. ÁD983 H. G5 T. 865 L. 1082 Lokasögnin var fjórir spaðar, spilaðir í suður og vestur spilaði út lauffimmi. Hvort átti suður að láta kóng- inn eða sexið frá borðinu? Óþarfi var að útiloka þann möguleika, að vestur hefði spilað undan ásnum. í reynd lét sagnhafi sexið, austur tók slagi á gosa og ás og spilaði þriðja laufi, sem var trompað í blindum. Vinningur virðist nú háður tíg- ulsvíningunni en sagnhafi jók sigurlíkur sínar með því að taka aðeins einn trompslag í bili og spila síðan lágu hjarta frá blind- um. Og úr því austur átti drottn- inguna gat sagnhafi síðar látið tvo tígla af hendinni í hjartaás og kóng. Og þannig varð tígulsvíning- in óþörf. 1 En hvað var svona mikilvægt við fyrsta slaginn? Hefði sagnhafi látið laufkónginn gat vestur feng- ið næsta slag á drottninguna og spilað tígli. En þá yrðu fjórir tapslagir óumflýjanlegir. f- • "j 1 ^ ^ Eftir Evelvn Anthony _ Pausnargjald 1 Persiu "atsi 5 Helztu sögupersónur: Logan Field — athafnasamur og umsvifamikiil forstjóri Imperial-olíufélagsins. Eileen Field — kona hans — sem verður ein helzta persóna sögunnar. James Kelly — framkvæmda- stjóri í fyrirtæki Fields. Aðdá- andi eiginkonunnar. Janet Armstrong — ástkona Logans Fields. Ardaian hershöfðingi — yfir- maður SAVAK. Khorvan — efnahagsmálaráð- herra írans, sem á að semja við Logan um mikilsháttar fram- kvæmd í olfumálum. Peters — Bandaríkjamaður, forsvarsmaður skæruliðahóps sem undirbýi mannrán. maður það eru þeir ekki þakk- látir og ef maður reynir ekkert munu þeir aldrei fyrirgefa það. Ég held þó að Khorvan sé í dágóðu skapi. Sýnilega má þakka það konu þinni ef hann skemmtir sér. Hún hefur alveg sérstakt lag á að umgangast fóik. — Já, sagði Logan. Eileen var að hlæja að ein- hverja sem ráðherrann hafði sagt. Khorvan kastaði höfðinu aftur á bak. íranir hlógu ekki hátt eins og Vesturlandabúar. Hann snart hönd hennar lítil- lega. — Jú, hann skemmtir sér, sagði James. — Þegar hann byrjar að koma við fólk þá veit ég að það er merki um að hann eránægður. ■’ — Þú hefur unnið hreint afrek, sagði Logan hljóðlega. — Þú hefur sannað mér það, að dómgreind mín var rétt og vel það og ég er ákaflega feginn þegar það reynist á þann veg! Hvernig er þér innanbrjósts — að vita að þú hefur bjargað efnahag Evrópu eins og hún leggur sig? James yppti öxlum. Þegar Logan var í þessum ham með hól og lofsyrði fór hann hjá sér. En víst þurfti hann ekki að láta neinn segja sér að hann hafði orðið ofan á og leyst mál sem var af pólitfskum toga spunnið og lyktir þess hefðu ómæld áhrif á efnahagsþróun í Evrópu á næstu árum. Hann hafði verið allmörg ár starfsmaður f utan- rfkisþjónustunni og var því reyndur diplómati f umgengni við fólk. Sú reynsla hafði komið honum ótvírætt til góða. Hann varð alltaf öðru hverju að minna sig á að vera ekki snobb. Því að í raun og veru fyrirleit hann þennan iðnað g átti fátt sameiginlegt með ýmsum þeim forsvarsmönnum Imperial- félagsins sem hann vann með. Hann hafði hitt Logan Field í hádegisverðarboði og hann hafði ekki haft hugmynd um að Logan Field hafði samstundis látið sér detta í hug að fá Kelly til starfa hjá sér. Hann hafði boðið honum starf sem aðal- framkvæmdastjóri Imperial- félagsins með aðsetri í Teheran. Þetta boð hafði komið á réttum tfma því að hann hafði verið sáróánægður og í uppreisnar- hug. Hann hafði talið sér mis- boðið í utanríkisþjónustunni og sá frami sem hann hafði talið sér þar vísan hafði látið standa á sér. Honum hafði að vísu verið boðin sendiherrastaða í Finn- landi en honum fannst það frekar skref aftur á bak. Og hann gat ekki hugsað sér að fara til Finnlands. Hann hafði verið dálítið uppveðraður af boði Logans og þeim himinháu launum sem boðin voru, svo og freistuðu hlutafjárréttindin hans. Logan bauð honum f dýrlegan hádegisverð á Savoy og þar var gert út um málin. Nokkur gremja hafði komið upp meðal eldri starfsmanna í fyrirtækinu þegar formaðurinn hafði látið þetta þýðingarmikla starf f hendur utanaðkomandi manns. Því hafði Logan Field enn meiri ástæðu til þess að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.