Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
27
Tvö sögusöfn
frá Færeyjum
Kylfingarnir Þröstur Jóhannsson. skólastjóri Tónlistarskólans. Árni
Stefánsson o>; Albert Eymundsson.
einnig í fyrra, en hann er aukaat-
riði.
Árni er formaður byggingar-
nefndar á Höfn og hann verður
fyrir svörum þegar við spyrjum
um íþróttahúsið, sem er í bygg-
ingu, — Ef ráðuneytið hefði staðið
við sína áætlun þá hefðum við
tekið íþróttahúsið tí notkun
haustið 1980, segir Árni. — En nú
hefur ríkið skorið sitt framlag til
byggingarinnar niður, þannig að
húsið verður ekki tilbúið fyrr en í
fyrsta lagi árið 1981. Aðstaða til
íþróttaiðkana breytist öll mjög til
batnaðar er við fáum húsið, en nú
fer leikfimikennsla fram í félags-
heimilinu Sindrabæ og það aðeins
í um mánaðaríma á hverjum vetri.
Albert bætir því við, að aðstað-
an batni enn þegar íþróttavöllur-
inn við hlið íþróttahússins verði
tekinn í notkun, en það verk hafi
tafist meðan leitað er heppilegs
yfirlags á völlinn.
Mikið framboð í
félagslífinu
Báðir eru þeir miklir félags-
málamenn og taka þátt í störfum
flestra þeirra félaga, sem finnast
á Höfn — og þau eru ekki fá. Árni
segist alls ekki geta tekið undir
þau orð að verra sé að búa úti á
landi vegna skorts á félagslegri
fullnægingu. Þeir benda á að allir
hafi möguleik á að taka þátt, ekki
aðeins að vera þiggjendur, heldur
einnig veitendur.
Þeir nefna karlakór, kirkjukór,
leikfélag, ungmennafélag, Lions,
JC, kvenfélag, slysavarnafélag,
hestamannafélag, golfklúbb,
stjórnmálafélög, verkalýðsfélag og
fleira. Hestamennska Hafnarbúa
kallar á sérstaka umfjöllun, en
mikill áhugi er fyrir því sporti á
staðnum. Hestamennirnir hafa
komið upp mjög lofsverðri atstöðu
inni í Nesjum og mikill áhugi er á
hestamennskunni.
Glæsilegt hótel á Höfn
Svo er það hótelið. Á Höfn í
Hornafirði er eitt glæsilegasta
hótel landsbyggðarinnar, ekki lítið
staðarhótel eins og víðast hvar á
stöðum af þessari stærðargráðu.
Heldur glæsilegt hótel og vinaælt
af ferðafólki, innlendu sem er-
lendu, og þar eru gjarnan haldnar
ráðstefnur, en góð aðstaða er til
slíks. Við biðjum Árna hótelhald-
ara að segja okkur frá hótelinu og
rekstrinum og í þeim umræðum
kemur ýmislegt í ljós af hugmynd-
um Árna um ferðamál almennt.
— Hér á hótelinu eru 68 gistirúm
og eðlilega er nýtingin mest yfir
sumarmánuðina, 75-93% í júní,
júlí og ágúst. Her á hótelinu er
aldrei alveg dautt.
Uppbyggingin og hin öra fjölg-
un hér hefur mikið að segja fyrir
þetta fyrirtæki eins og önnur.
Gisting á hótelinu hefur stórauk-
ist yfir vetrartímann og þá kemur
gjarnan hingað fólk, á vegum
fyrirtækja hér til ýmissa verk-
efna.
— Á sumrin er mest um að
útlendingar gisti hér á leið sinni í
skipulögðum ferðum um landið.
Útlitið með sumarið er heldur gott
og afpantanir hafa verið litlar, en
það styður mann í þeirri trú að
sumarið verði gott. íslendingar
ferðast allt öðru vísi en útlenging-
ar. Landinn fer bara af stað án
þess að skipuleggja sína ferð. Mér
finnst reyndar raunalegt að fylgj-
ast með því hvernig Islendingar
ferðast. Sá sem fer frá Reykjavík
fer í alltof mörgum tilfellum
vestur og norður um og endar svo
hér á Suðaustur horninu þó svo að
sumarið komi hér a.m.k. hálfum
mánuði fyrr en á Norðurlandinu.
— Það er með ferðamálin eins
og landbúnað og iðnað, okkur
vantar fjármagn til að hægt sé að
bjóða upp á annað en mat og
gistingu. Mig hefur t.d. dreymt um
að koma upp aðstöðu hér svo við
gætum nýtt fjörðinn fyrir sport-
báta. Hinsvegar byrjaði Björn
Ólafsson fyrir nokkrum árum á
skipulögðum ferðum á snjóbíl upp
á jökulinn og það hefur reynst
mjög vinsælt.
— Hótelið tók til starfa 1966 og
er rekið af hlutafélagi á staðnum.
Starfsemin hefur aukizt jafnt og
þétt síðan. Árið 1974 var þó
toppurinn er hringvegurinn var
opnaður, en þá skall mikið flóð á
okkur. Það má segja að umferðin
sé að ná sér aftur eftir það mikla
ferðasumar.
— Ég get ekki látið hjá líða að
minnast á þjónustu Flugfélagsins.
Nú fáum við hingað á Höfn 5
ferðir í viku, en 1974 voru ferðirn-
ar 9 í hverri viku. Á þessum tima
hefur þó sú breyting orðið á að
Bandaríkjamennirnir á Stokks-
nesi eru komnir inn hjá Flugfélag-
inu og því hefur þjónustan við
okkur í raun minnkað enn meira
en um þessar 4 ferðir í viku.
Flugfélagið mætir aukinni sam-
keppni með því að stórfækka
ferðum og að mínu áliti er það
hneisa hvernig staðið hefur verið
að þessum málum af halfu Flugfé-
lagsins, segir Árni Stefánsson og
við látum þessi orð hans verða þau
síðustu í þessum Hornafjarðar-
pistli og viðtali við Albert Ey-
mundsson og Árna Stefánsson.
Jens Pauli Heinesen
Degningsælið — sögusavn
Dropar í lívsins havi — sögusavn
Forlag — Gestur
Tórshavn 1978.
Mér bárust nýlega í hendur
þessi tvö sögusöfn frá Færeyjum
eftir Jens Paula Heinesen. Hann
mun eiga góðan lesendahóp hér á
landi, svo vert er að vekja athygli
á þeim.
Fyrri bókin, Degningsælið, er
endurútgáfa á fyrstu bók Jens
Paula, frumútgáfan kom út 1953
og er ekki lengur fáanleg. Þessi
seinni útgáfa er í nokkuð breyttri
mynd, einn þátturinn hefir verið
felldur burtu, í stað hans koma
tvær sögur úr þriðju bók höfund-
ar, Hin vakra kvirran, það eru
sögurnar Lív og levnað í Aldans-
vík og Goethe í Dalsvík. Þessar
tvær sögur auka gildi bókarinnar
mikið. Nokkur byrjendabragur er
á eldri þáttunum, persónurnar eru
fremur óljósar, en þó stíga Fær-
eyjar hér víða fram úr þokunni,
iðjagrænar og svartar á víxl. En í
sögunum tveimur, sem teknar eru
upp í safnið, koma fram þau
höfuðeinkenni Jens Paula, sem við
þekkjum svo vel, leikandi frásagn-
argleði full af kímni, skýrar og
lifandi mannlýsingar og þróttmik-
ið og auðugt málfar. Sagt er frá
lífi og örlögum fólks í færeyskum
byggðum, í báðum sögunum segir
einnig frá erlendum mönnum, sem
koma í byggðirnar. Nærvera
þeirra í Færeyjum lætur fólkið
ekki ósnortið, reynslan skiptir
einnig sköpum fyrir þá.
Dropar í lívsins havi er miklu
samstæðari og betri bók að öllu
leyti. í henni eru tólf sögur. Eftir
efni og aðferð má skipa þeim í tvo
flokka. í þeim fyrri eru sjö þættir,
sem eiga svið sitt að mestu í
Vogunum. Sögumaður er drengur,
tímarnir eru stríðsárin og fyrstu
árin eftir stríðið. Þeir sem lesið
hafa eldri bækur Jens Paula eru
hér ekki ókunnugir. Malinstindur
gnæfir hér yfir, Mataráin rennur
á klöppum, Kálfadalur er þar á
milli fjallanna, bakkarnir eru háir
niður til sjávar og Tröllkonufing-
ur bendir til himins. Og allt iðar
af lífi, fólk er við mótekju, það fer
til fjalls að smala, drengir leita að
kúm og hestum eða flota báti
meðfram ströndinni til að ná í
fágætan reka. Friðsæl mynd — og
þó. I fjarska má greina gnýinn frá
ófriðnum, hvort heldur það er
tundurdufl að springa, óvinaflug-
vél í lágflugi og síðar atóm-
sprengjan sjálf.
Ég bendi á tvær þessara sagna,
Heimsins minsti sangur og Faðir
og sonur. Í þeirri fyrri segir frá
skelfingu og hræðslu sögumanns-
ins við heimsendi. Drengurinn
hefir heyrt um atómsprengjurnar,
og nú ætla Ameríkanarnir að gera
tilraunir með slíkar sprengjur við
Bikinieyjar í Kyrrahafi.
„Tilraunin var óðsmanns æði.
Þetta var að eika sér að ragna-
rökum.
Vissulega var það á færi
mannsins að kljúfa atómið og
leysa þannig úr læðingi áður
óþekkta krafta. En hafði hann
stjórn á þessum klofningi?
Hvað mundi gerast ef kiofning-
urinn héldi áfram? Svarið var
jafn skelfilegt og það var ein-
falt. Jörðin mundi springa í loft
upp á örfáum sekúndum og ævi
okkar væri þar með öll. Þetta
var svo sem ekkert nýtt og
myndi engum tíðindum sæta í
sögu alheimsins. Ekki fremur en
lóusöngur í óþekktum dal.“ (bls.
50-51)
Fyrir þann, sem sjálfur var
drengur á þessum tímum, er þetta
eins og að rifja upp sinn eigin
ótta. Sögumaður er sendur eftir
kúnum. Hann er gagntekinn af
ótta, hann les úr náttúrunni tákn
endalokanna, honum finnst birtan
vera svikabirta, það er skuggi af
skýjunum, súgur og brimhljóð
berast til hans úr fjörunnii Hvern-
ig verða endalokin, eins og flóð-
alda, sem færir allt í kaf, eða
gufar jörðin upp, eða verður allt
að eldi og eimyrju við sprenging-
uná? Hann heyrir lóu kvaka i
mónum:
„Ég reyndi að koma auga á
hana, en hún var samlit úthag-
anum og skýjunum og ég sá
hana ekki, en í gegnum brim-
hljóð og þytinn í vindinum
heyrði ég lítinn, hógværan söng
hennar. Hvað var hann? Stakt
hljóð, fábrotinn, mollkenndur
e-tónn í hærra lagi, varla lengri
en sekúnda? Sjá, þarna var hún,
þarna stóð hún hnakkakert á
þúfu með svartan klút um
hálsinn og hafði flutt sinn
hógværa söng um þúsundir ára
-------. En það var undirtónn í
söng hennar, boðskapur og við-
vörun í senn, sem ég hafði ekki
tekið eftir fyrr, en skildi nú
vegna míns eigin háska." (bls.
53).
I síðari sögunni, Faðir og sonur,
er komið að því að sögumaður fari
að heiman. Hann er að verða að
manni. Hvað ætlar hann að verða?
Faðir hans spyr hann. Þú ætlar þó
ekki að rölta hér um og gefa
hænsnunum alla ævi? Hann þorir
ekki að svara.
Jens Pauli Heinesen
„— Ætlarðu á sjóinn?
— Ég veit það ekki.
— Kannski verðurðu bóndi?
— Veit ekki.
— Eða kennari?
— Nehei, það er nú það síðasta
sem mér dytti í hug.“ (bls. 56—57)
En það var ekki um svo margt
að velja. Innst í sálinni var hann
ekki í neinum vafa um hvað hann
vildi, hann ætlaði að skrifa þykkar
bækur af sögum og ljóðum. En
hvernig gat 14 ára piltur viður-
kennt slíkt fyrir föður sínum?
Hann sækir um að komast í
prentiðn en það tekst ekki. Síðar
sér hann auglýst eftir lærlingi á
skrifstofu og hann sækir um það
og hlýtur hnossið, og nú skal
haldið til Þórshafnar. Faðirinn
fylgir syninum út í heiminn.
Lýsingin er frábær í nærfærni
sinni. Hún er svo lifandi, að maður
finnur seltuna í loftinu, sér múkk-
ann fljúga fram með flóabátnum,
sem heggur ölduna í straumröst-
inni. Allt er framandi og nýtt
fyrir drenginn, hann teygar það
með skynfærunum, hefir ekki við
að taka á móti, en við hlið hans
gengur faðirinn, og drengurinn fer
hjá sér vegna nærveru hans.
Þegar komið er að því að þeir
kveðjist, á faðirinn erfitt með að
slíta sig frá syninum. Hann reynir
að gefa holl ráð í veganesti:
„— Þú verður að lofa mér því að
haga þér vel, segir hann.
— Já, já sagði ég óþolinmóður.
Hann var margbúinn að tyggja
þetta.
— Og þú þvælist ekkert úti á
kvöldin og ferð snemma að hátta.
— Já, já.
— Og mundu að hringja í okkur
ef eitthvað verður að.
— Já, já.
— Og hringdu líka ef þú verður
lasinn. Þá getum við útvegað þér
meðöl úr apótekinu.
— Það er allt í lagi.
— Og búðu þig nú vel svo þér
verði ekki kalt.
— Já, já.
Hann stóð lengi og starði. Um
hvað var hann að hugsa?
— Á ég ekki að fylgja þér?
— Ég rata.
— Jæja, eins og þú vilt, en gáðu
að þér, bílarnir fara svo hratt.“
(bls. 65)
Faðirinn á erfitt með að skilja
við soninn, en að lokum tekur
hann á sig rögg og þeir skilja.
Drengurinn gengur einn inn í
ókunnan heim og heldur áfram að
teyga skynjanir sínar. En þegar
hann háttar um kvöldið verður
hann var við að hann hefir ekki
farið farangurslaus að heiman.
Saman við nýju hljóðin, sem hann
heyrir — fólk að tala saman,
fótatak á ókunnu gólfi, vatn renn-
ur úr krana — blandast tónlist,
sem sprettur upp í brjóstinu, það
eru hljóðin að heiman — kýr
baula, áin niðar á hellunni, öld-
urnar hjala við ströndina.
I seinni flokknum eru fimm
sögur, þær eru ósamstæðar að
efni, en allar vel sagðar. Þær eru
ekki sagðar af fyrstu persónu eins
og í fyrri flokknum. Lengst þess-
ara sagna er Hetja í hjartasorg.
Þar er sagt frá ofstækinu í
fásinninu, hvernig það eitrar og
blindar. I þessari sögu bregður
fyrir persónu, sem við þekkjum úr
bókum Jens Paula, það er spámað-
urinn Geirmundur sem vitnað er
til, en hann kemur mikið við sögu
í höfuðverki Jens Paula, skáldsög-
unni Frænir eitur ormurin. Sama
má segja um söguna Rúbens í
Stóraneysti, þar sprettur upp und-
an steini rekamaðurinn mikli,
Sámal Mathias, hann hafði lagt
sig þar til að njóta lífsins um
stund. Sámal Mathias er persóna í
tveimur eldri bókum Jens Paula,
Gamansleikur og Rekamaðurin.
Þetta er skemmtilegt í sagnagerð
og ekki óþekkt, þegar persónur
ganga út og inn úr sögunum,
stundum í höfuðhlutverkum eða
þá að þeim rétt bregður fyrir.
Ég hef skrifað nokkuð langt mál
um þessar tvær bækur til að vekja
á þeim athygli, því þær eru þess
verðar. Annars má það undarlegt
heita, hve mikið fálæti við sýnum
færeyskum bókmenntum, svo og
öðrum þáttum færeyskrar menn-
ingar. Ekki þarf það að vera vegna
þess að færeyskar bækur séu
örðugar aflestrar, málinu verður
maður tandgenginn eftir lestur
einnar I ókar.
Ég iagði leið mína í tvær
stærstu bókabúðir borgarinnar í
leit að færeyskum bókum eftir ég
fékk þessar sendar. Önnur bóka-
búðin hafði á boðstólum tvær
kennslubækur, tvær ljóðabækur,
eitt. sögusafn, tvö skáldverk þýdd
á færeysku, annað þeirra Salka
Valka. í hinni bókabúðinni fann
ég aðeins eina bók á færeysku,
þýðingu á barnabók eftir Ármann
Kr. Einarsson.
í Færeyjum er gefinn út fjöldi
bóka á hverju ári, þar af mörg
athyglisverð ný skáldverk. Margar
þessara bóka eru prentaðar og að
öllu leyti unar hér á landi. Kunn-
ingi minn skaut að mér þeirri
hugmynd, hvort ekki væri hægt að
skilja eftir svo sem tíu eintök af
hverri bók og hafa þær á boðstól-
um. Ég er fullviss um að þær
myndu seljast.
NB. Tilvitnunum er lauslega snar-
að. jb.
Jón Bjarman.