Morgunblaðið - 30.06.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
31
|Í
Bókabúð fyrir
frjálshyggju-
menn opnuð
ÁHUGI manna á bókmennt-
um um frjálslyndar stjórn-
málastefnur fer ört vaxandi.
bví miður hefur það ekki ætíð
gengið sem skyldi að nálgast
slfkar bækur. Það er þess
vejjna sérstök ástæða til þess
að fagna því að í einu ná-
grannalandi íslands, Bret-
landi, er búið að opna bóka-
búð. sem eingöngu sclur bæk-
ur um frjálshyggju.
Bókabúð þessi nefnist, „The
Alternative Bookshop" og er
rekin af áhugamönnum. Hún
er opin alla daga nema sunnu-
daga og mánudaga og ér til
húsa skammt frá miðborg
Lundúnaborgar. Bókabúðin er í
auðveldu göngufæri frá, til að
mynda Leicester square og
Piccadilly circus, svo nefndir
séu tveir staðir í höfuðborg
Bretlands, sem mörgum Is-
lendingum eru kunnir.
The Alternative Bookshop,
hefur nú verið starfrækt frá
því um áramót. Að sögn for-
ráðamanna hennar gengur
reksturinn vel. Ungt fólk, hef-
ur tekið þessari nýju aðstöðu
fagnandi, enda er það álit
þeirra, sem að búðinni standa,
að frjálshyggjuvakning sé að
verða meðal ungs fólks í Bret-
landi, sem annars staðar.
Þó verslunin hafi aðeins
verið opin í nokkra mánuði, er
úrval bóka, sem á boðstólnum
er, talsvert. Bækur þeirra höf-
unda sem mest hafa látið að
sér kveða meðal frjálslyndra
mennta-, vísinda- og stjórn-
Umsjón: Anders Hansen.
málamanna eru flestar fáan-
legar. Má þar nefna bækur
manna, eins og Hayeks, Von
Mises, Friedmans,
Böhm-Bahwerks, svo einungis
fárra sé getið.
Þeir titlar sem finna má í
The Alternative Bookshop;
spanna vítt svið. Þarna getur
að líta bækur almennt um
pólitíska hugmyndafræði, hag-
fræði, skólamál, velferðarmál,
verkalýðsfélögin, heimspeki,
vandamál iðnaðarþjóðfélaga,
þriðja heiminn og fleira mætti
tína til.
Nú stendur fyrir dyrum að
gefa út ítarlegan bókalista þar
sem reynt verður að taka sam-
an, allar þær helstu bækur,
sem frjálshyggjumenn hafa
gefið út um fræði sín. Eftir
þessum lista má síðan panta
bækur í gegn um „The Alterna-
tive Bookshop". Einnig geta
menn skrifað til verslunarinn-
ar og óskað þess að fá sendar
bækur þó ekki hafi þeir listann
undir höndum, svo framarlega
sem bækur þessar eru fáanlear
í versluninni. Er sérstök
ástæða til að hvetja unga
sjálfstæðismenn til þess, enda
hafa forráðamenn bókaversl-
unarinnar, lofað að bregðast
vel við slíkum óskum.
Heimilisfang verslunarinnar
er:
Alternative Bookshop
40, Floral Street,
Covent Garden
London, WC2
ENGLAND.
Ljósm. Emilla.
Frú hinum fjölmenna fundi ungra sjálfstæðismanna í Valhöll þar sem valdir voru framhjóð
endur ungra landsfundarfulltrúa til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins.
Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins:
Kjartan og Inga
Jóna endurkjörin
Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis-
flokksins var ákveðið, að
framvegis skuli landsfundur
kjósa ellefu menn til setu f
miðstjórn flokksins, f stað
átta áður.
Vegna þessa ákváðu ungir
sjálfstæðismenn í hópi lands-
fundarfulltrúa að bjóða fram
þrjá menn, en síðast buðu
ungir sjálfstæðismenn fram
tvo, og voru þeir báðir kjörnir.
Þar voru þau Inga Jóna Þórð-
ardóttir frá Akranesi, og
Kjartan Gunnarsson úr
Reykjavík, og hafa þau setið í
miðstjórn síðustu tvö ár. Að
þessu sinni gengust ungir
landsfundarfulltrúar fyrir
prófkjöri, til að velja kandí-
data sína til miðstjórnarkjörs-
ins, og voru þau Inga Jóna
Frá ráðstefnu utanrfkismálanefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna um umbrotatfma í alþjóðamálum, sem haldin var á
Hótel Sögu laugardaginn 28. aprfl sfðast liðinn.
Þorðardóttir, Kjartan Gunn-
arsson og Júlíus Hafstein kjör-
in. Svo fór þó, að aðeins þau
Inga Jóna og Kjartan náðu
kjöri til miðstjórnar, og er því
tala ungra miðstjórnarmanna
óbreytt; þrír ungir menn eiga
sæti í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins, því auk þeirra Ingu
Jónu og Kjartans er formaður
S.U.S. sjálfkjörinn.
þungamiðjum alþjóðamála
(sviðum og svæðurn)." Það var
Gunnar Eyþórsson frétta-
maður sem fjallaði um þetta
efni.
í þriðja lagi flutti svo utan-
ríkisráðherra, Benedikt
Gröndal, ræðu um íslenska
hagsmuni í alþjóðlegu umróti.
Ráðstefnunni lauk síðan með
hrigborðsumræðum um
alþjóðamál, en þar voru þátt-
takendur þeir Björn Þorsteins-
son menntaskólakennari og
framkvæmdastjóri Aðstoðar
íslands við þróunarlöndin, Jón
Sigurðsson ritstjóri Tímans og
Þráinn Eggertsson dósent.
Gylfi Þ. Gíslason prófessor,
sem einnig ætlaði að taka þátt
Vel heppnuð ráðstefna um alþjóða mál
Utanrfkismálanefnd S.U.S.
gekkst fyrir ráðstefnu um
utanrfkismál laugardaginn
28. aprfl sfðast liðinn, og fór
ráðstefnan fram á Hótel Sögu.
Ráðstefnuefni var „Umbrota-
tfmar f alþjóðamálum“. Rað-
stefnustjóri og skipuleggjandi
ráðstefnunnar var Baldur
Guðlaugsson formaður utan-
rfkismálanefndar S.U.S.
Ráðstefnunni var skipt niður
í fjóra meginhluta. í fyrsta lagi
var fjallað um þróun mála í
nokkrum heimshlutum, bæði
innri þróun og stöðu, og sam-
skipti við umheiminn. Undir
þessum lið fluttu eftirtalin
framsöguerindi: Asía: Pétur
Thorsteinsson ambassador.
Afríka: Haraldur Ólafsson dós-
ent. Miðausturlönd: Jóhanna
Kristjónsdóttir blaðamaður.
Suður-Ameríka: Janus A. W.
Paludan sendiherra Dana á
íslandi. Austur-Evrópa: Arnór
Hannibalsson lektor. Vestur-
lönd: Sigríður Snævarr fulltrúi
í utanríkisráðuneytinu.
í öðru lagi var fjallað um
efnið „helstu viðfangsefni og
ágreiningsefni á alþjóðavett-
vangi nú og í næstu framtíð.
Hvaða breytingar hafa orðið á
Baldur
Guðlaugsson
formaður
utanríkis-
málanefndar
S.U.S.
í hringborðsumræðunum for-
fallaðist.
Ráðstefnan var vel sótt, og
þótti takast hið besta. Ráð-
stefnur af þessu tagi hafa verið
fastur liður í starfi utanríkis-
málanefndar S.U.S. undanfar-
in ár, og haf þær verið eitt al
því fáa sem hér er gert i
sambandi við alvarlega og
óflokkspólitíska umfjöllun
utanríkismála. Efni ráðstefn-
unar hefur síðan verið gefið út
í sérritum, þannig að smám
saman er að verða til vísir aí
vönduðu safni rita um utan-
ríkis-, varnar- og alþjóðamál.
' styí.S,.