Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 13 Þorbjör Árnason forseti bæjarstjórnar: „Skólamálin og nýju byggða- hverfin berhcest” „Aðalvandamál skólans og eiginlega eina vandamálið er það að okkur vantar tilfinnanlega fiðlukennara,“ sagði Eva Snæbjarnardóttir skólastjóri. Eva Óskarsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans: Tónlistarlíf í Skagafírði í blóma í bæjarstjórn Sauðárkróks sitja 9 manns. Meirihlutann skipa þrír sjálfstæðismenn, einn frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og einn alþýðu- flokksmaður. Forseti bæjar- stjórnar er Þorbjörn Árnason lögfræðingur. Við heimsóttum Þorbjörn og báðum hann segja okkur hvað heist væri á döfinni f bæjarmálunum. „Þar bera skólamálin hæst. í vetur ákváðum við að eyða mest- öllu ráðstöfunarfé bæjarsjóðs í að koma upp varanlegu skólahúsnæði Skólahúsnæði er hér lélegt og engan veginn nægjanlegt. Ákveðið hefur verið af skólayfirvöldum, að framhaldsnám verði framvegis á fjórum stöðum í kjördæminu, þar af verði allir fjórir bekkir fjöl- brautarnáms hér á Sauðárkróki. Við höfum hér iðnskóla og er ákveðið að hann verði sameinaður venjulegu framhaldsnámi og verð- ur sérstakt verknámshús byggt við hlið gagnfræðaskólans núver- andi. Gagnfræðaskólahúsnæðið er nú í byggingu og stefnum við að því að hraða frágangi hans. Einnig eru nýju byggðahverfin stórmál. Það má segja að fólks- fjölgunarþróunin sé „óhugnanleg". Uthlutað var í vetur 45 einbýlis- húsum og raðhúsum og nægði ekki til. Einnig eru tvær blokkir í verksmiðja, prjóna- og sauma- stofa og trésmíðaverkstæði svo eitthvað sé nefnt. Og sem dæmi um stórhug okkar í þessum efnum ætla Skagfirðingar sameiginlega að stofna undirbúningsfélag að steinullarverksmiðju í júlí n.k., sem fyrirhugað er að stofnsetja á Sauðárkróki. Slík verksmiðja mun geta veitt um 80 manns atvinnu. Einnig má nefna, að við höfum fullan hug á að koma á fót vatnspökkunarverksmiðju og hafa sýnishorn af vatni úr Veðramóta- lindum verið send til Bandaríkj- anna og fengið góða dóma. Þar eru skv. niðurstöðum kannana óþrjót- andi markaðir fyrir slíkan út- flutning. — Er fleira á döfinni hjá ykk- ur? „Já, við höfum fullan hug á að byggja upp betri íþróttaaðstöðu. Akveðið hefur verið að hefja byggingu íþróttahúss í tengslum við skólabyggingarnar og munu framkvæmdir væntanlega hefjast næsta sumar. Einnig höfum við ákveðið að ráðast nú í ævagamlan draum um byggingu félagsheimil- is. Ákvörðun var tekin fyrir 14 árum um að byggja slíkt heimili, en varð ekkert úr. Nú hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu og verið er að vinna að breyting- um á teikningum. TÓNLISTARSKÓLI heíur verið rekinn á Sauðárkróki f um tvo áratugi. Skólastjóri skólans er Eva Snæbjarnardóttir. Hittum við hana að máli og spurðumst fyrir um skólahaldið og tónlist- arlíf staðarins. Voru margir nemendur við skól- ann í vetur? „Það voru um og yfir 100 nemendur. í skólanum veitum við alhliða tónlistarkennslu og eins sérkennslu. Píanóið er alltaf vin- sælast, eins njóta blásturshljóð- færin og gítarinn vinsælda. Við höfum við skólann barnalúðra- sveit sem starfar í tengslum við Lúðrasveit Sauðárkróks. Kennar- ar við skólann eru 5, þar af 3 fastráðnir. Aðalvandamál okkar í dag, og eiginlega eina vandamálið, er að okkur vantar tilfinnanlega fiðlukennara. Við höfum gripið til þess ráðs að auglýsa eftir fiðlu- kennara í Englandi." — Hvernig gengur að reka skólann? „Eins og aðrir tónlistarskólar, er hann rekinn á þann hátt að ríki og bær greiða laun kennara, skóla- gjöldin nægja fyrir öðrum reks'.ri. Við höfum reynt að hafa skólagjöldin í lágmarki, því að tónlistarnám á að standa öllum opið, án tillits til efnahags. Þetta hefur gengið ágætlega. Skólinn á. nú þegar gott safn hljóðfæra, s.s. vandaðan flygil, þrjú píanó, blást- urshljóðfæri og fiðlur, sem því miður liggja ónotaðar vegna kenn- araskorts." — Er áhugi á tónlist hér mikill? „Já, hann er mikill og fer vaxandi. Við höfum haldið jóla- og vortónleika og í samvinnu við tónlistarfélagið höfum við fengið Viðtöl: Fríða Proppé Myndir: Kristinn Ólafsson þjóðkunna tónlistarmenn til stað- arins. Þessir tónleikar hafa ætíð verið vel sóttir og aðsókn aukist. Sinfónían kom hingað í vetur og hélt tvenna tónleika, var hún sannkallaður aufúsugestur. Slíkt tónleikahald er mjög jákvætt því að það örvar nemendurna og gefur þeim tækifæri til að móttaka góða tónlist og læra að hlusta. Helsta vandamálið með nemendurna er það, að við missum krakkana, er þau þurfa að sækja framhaldsnám utan staðarins. Þau hafa þá flest lokið 5. stigi og er þá stundum hætt við að þau missi aðstöðu til áframhaldandi náms.“ Eva sagði að lokum, að skólinn hefði góða samvinnu við Tónlist- arskólann á Akureyri og skóla- stjóra hans, Jón Hlöðver Áskels- son, kæmi með því aðstaða til sameiginlegs tónleikahalds og meiri fjölbreytni fyrir nemend- urna. Hún sagði einnig að starfið við skólann væri krefjandi en mjög skemmtilegt. nHér er næg atvinna og eitthvað við ailra hæfi,“ sagði Þorbjörr Árnason forseti bæjarstjórnar. byggingu, önnur sem verka- mannabústaðir og hin sem leigu- íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfé- laga. Eftirspurn var það mikil eftir íbúðum í þessum tveimur blokkum, að nægt hefði í fjórar." — Hvað er það sem gerir Sauð- árkrók svo eftirsóknarverðan að þínu áliti? „Þar má kannske fyrst nefna, að við höfum nýja mjög góða og ódýra hitaveitu. Samgöngur eru góðar, flugvöllur er eins og bezt gerist og undantekning, ef flug fellur niður vegna ófærðar. L.and- búnaðarhéruð eru hér í kring stór og góð. Atvinnutækifæri eru næg og eitthvað fyrir alla. Hér hafa atvinnufyrirtæki verið byggð upp af víðsýni. Þó svo við byggjum afkomuna mikið á afla úr sjó, þá hafa traust iðnfyrirtæki einnig verið stofnuð og veitir það mikið öryggi. Hér er starfrækt sútunar- — Hvernig gengur að fjár- magna allar þessar framkvæmd- ir? „Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unarinnar þetta árið eru á milli 500—600 millj. kr. Auðvitað kosta allar þessar framkvæmdir nokkuð úr okkar sjóðum, þó svo ríkið greiði stærsta hlutann. Það verður ekki hjá því komist að uppbygg- ingin skerði um tíma aðra fram- kvæmdagetu. Helst kemur það niður á væntanlegri gatnagerð. Við erum þó vel sett að því marki, að mestur hluti gamla bæjarins hefur nú þegar frágengnar götur, en þetta er mikilvægur þáttur, því ef menn þurfa að vaða forina milli húsa alla daga þá flytjast þeir brott." Þorbjörn sagði að lokum, að Sauðárkókur væri vel í sveit sett- ur og væri ánægjulegt að vinna að uppbyggingu staðarins. Lúðrasveit Tónlistarskólans veturinn 1978—79. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Lárus Sighvatsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.