Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
15
Bæjarbíó:
Fórnarlambið gengur
ræningjunum á hönd
Að svo miklu leyti sem þessi
niðurstaða er rétt snertir hún alls
ekki kjarna málsins. Höfuðatriðið
er, að gengið er ráðandi um tekjur
fyrirtækja, jafnt í útflutningi sem
samkeppni á heimamarkaði við
innfluttar vörur. Af þeim sökum
hafa ráðstafanir, sem miða að því
að draga úr tilkostnaði einnar
greinar umfram aðrar, mismun-
inn í för með sér, sem leiðir til
þess að starfsskilyrði greinanna
verða ekki þau sömu. A þennan
hátt er grundvöllur heilbrigðs
hagkerfis skekktur og komið í veg
fyrir að vinnuafl og fjármunir og
aðrir framleiðsluþættir þjóðar-
búsins leiti inn á þær brautir, sem
færa þjóðinni bestu lífskjörin.
M.ö.o. þá skiptir höfuðmáli það að
aðstaða og starfsskilyrði séu þau
sömu, en ekki hvort einstakar
greinar gætu hugsað sér aðra
gengisskráningu en er við lýði
hverju sinni.
Arni fullyrðir að iðnaður hafi
búið við hagstæðari gengisskrán-
ingu en sjávarútvegur. Rökin eru
þau, að gengishagnaður sé að
jafnaði gerður upptækur í sjávar-
útvegi en ekki í iðnaði. Þessu er
hér með algerlega vísað á bug. í
fyrsta lagi hefur gengissig nær
alfarið leyst gengisfellingar af
hólmi og í því tilfelli er ekki um
upptöku gengishagnaðar að ræða.
I öðru lagi hefur gengishagnaði
ávallt verið veitt aftur til sjávar-
útvegsins og er því um millifærslu
innan sjávarútvegsins sjálfs að
ræða en ekki upptöku.
Sala veiðileyfa
eða auðlinda-
skattur
Hugmyndir iðnrekenda um sölu
veiðileyfa er annað atriði í mál-
flutningi iðnaðarins, sem Árna er
sérstaklega í nöp við. Árni tileink-
ar iðnaðinum það aukna fylgi sem
sala veiðileyfa hefur hlotið á
síðustu árum. Ef það er rétt, þá
hafa fulltrúar iðnaðarins unnið
þarft verk á undanförnum árum,
en rétt er að benda einnig á þá
staðreynd, að ýmsir af þekktustu
hagfræðingum landsins eru sam-
fylgdarmenn iðnaðarins í þessu
efni. Um söiu veiðileyfa eða auð-
lindaskatt hefur Árni m.a. eftir-
farandi að segja:
„Iðnaðurinn hefur að undan-
förnu haldið uppi miklum áróðri
um auðlindaskatt á fiskveiðarnar.
Einhverra hluta vegna virðist
þessi áróður vera farinn að hafa
áhrif. Það þýðir að nauðsynlegt
verður að fara að hafa uppi varnir,
því að ekkert hefur ennþá komið í
dagsljósið sem bent gæti til þess,
að auðlindaskatti fylgdu bætt
lífskjör. Þvert á móti hefur jafnan
verið rætt (leturbr. höf.) um
auðlindaskatt, þannig að meiri
líkur eru til að honum fylgdu
lélegri lífskjör, en á því er engin
þörf."
Þessi sjónarmið ítrekar Árni í
nýlegri grein í Tímanum 27. júní
og væri fróðlegt að fá nánari
upplýsingar um hvernig hann
kemst að þessari niðurstöðu.
Fjöldi fræðimanna og leikmanna,
sem sýnt hafa skipulagsmálum
sjávarútvegsins áhuga, eru á allt
annarri skoðun. Hér verður látið
nægja að vitna í viðtal við Ragnar
Árnason, hagfræðing, í Morgun-
blaðinu 23. júní, en þar færir hann
rök fyrir sölu veiðileyfa og segir
m.a.: „Sívaxandi verðbólguhraði,
stöðugur og sívaxandi rekstrar-
vandi útgerðarinnar þrátt fyrir
alger metár, en samt eru raun-
tekjur almennings ekki miklu
hærri en þær voru fyrir allmörg-
um árum, við erum að dragast
aftur úr öðrum þjóðum í því efni.
Öll þessi hringrás verður aðeins
leyst með því að taka upp skyn-
samlega fiskveiðistefnu. Verði það
ekki gert höldum við áfram á
þessari hnignunarbraut, sívaxandi
verðbólgu, stöðugu neyðarástandi
í sjávarútvegi og of lágum raun-
tekjum landsmanna."
Frjáls nýting sameiginlegra
fiskistofna leiðir óhjákvæmilega
til sóunar vegna of mikillar sókn-
ar. Þegar hver sem er má veiða
endurgjaldslaust að vild hlýtur
fyrst og fremst að vera keppt um
magn. Þetta veldur því, að fjárfest
er um of í fiskveiðiskipum og
veiðitækjum, þ.e. bæði fjármagni
og vinnuafli er ráðstafað til útvegs
í ríkara mæli en hagkvæmt er frá
sjónarhóli þjóðarheildarinnar.
Árni viðurkennir þennan vanda og
þreifar á nokkrum möguleikum til
úrbóta. Tillögur hans byggjast
öðru fremur á ýmsum minni hátt-
ar lagfæringum á þeim skömmt-
unaraðgerðum, sem hafa viðgeng-
ist í formi lokunar veiðisvæða,
aflakvóta, tímabundinna stöðvana
o.s.frv. Tillögurnar eru vissulega
margar hverjar til bóta, en eru þó
ekkert annað en lítils háttar
„uppálöppun", sem í engu geta
valdið straumhvörfum í afkomu
sjávarútvegs né íslensku þjóðar-
búi.
Vinnumarkaðurinn
í grein sinni í Tímanum 1. júní
gerir Árni ræðu Davíðs Sch. Thor-
steinssonar á síðasta ársþingi
Félags íslenskra iðnrekenda að
umtalsefni. Á ársþinginu kom
Davíð fram með þá skoðun, að hér
væri dulbúið atvinnuleysi. Þetta
finnst Árna fráleitt og rök hans
eru þau, að hér á landi er mikil
eftirvinna viðloðandi. Það er rétt
að eftirvinna er meiri á Islandi en
í nágrannalöndum okkar, en einn-
ig verður að hafa í huga að
launakjör eru einnig verulega
lakari. Bolli Bollason, hagfræðing-
ur hjá Þjóðhagsstofnun, gerði
allítarlegan samanburð á vinnu-
tíma og launakjörum á Islandi og
öðrum Norðurlöndum. Niðurstað-
an var sú, að vinnutími hér á landi
væri um 20 af hundraði lengri og
laun 40—60% lakari en á hinum
Norðurlöndunum. Með þessar
staðreyndir í huga er erfitt að
hugsa sér, að í kjölfar stóraukinn-
ar framleiðni fylgdi eingöngu
styttri vinnutími en laun stæðu í
stað. Að auki er mikil eftirvinna
tiltölulega fágæt í framleiðsluiðn-
aði, en við þann iðnað starfa á
annan tug þúsunda manna, of-
framleiðsla er á landbúnaðarvör-
um, of mikil sókn er í fiskstofnana
og að lokum safnar ríkissjóður
skuldum þar sem nægjanlegra
tekna er ekki aflað til að mæta
útgjöldum. Þessar staðreyndir
verður að hafa í huga þegar
raunverulegt atvinnustig er metið
í þjóðfélaginu.
Áð öðru leyti er ég um margt
sammála þeim skoðunum Árna
um vinnumarkaðinn og launadeil-
ur, sem koma fram í málflutningi
hans. Serstaklega er vert að taka
undir nauðsyn þess að efla fram-
leiðni og auka hagræðingu, en á
þessa þætti leggur Árni þunga
áherslu. Án þess er hvorki hægt
að bæta lífskjörin né stytta vinnu-
tímann.
Þórður Friðjónsson
BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir
um þessar mundir spönsku
kvikmyndina „Mannrán í Mad-
ríd“ (Sicuestro). Leikstjóri er
León Klimovsky en framleiðandi
er Mariano de Lope. HÖfundur
handrits er Erika Haraszti. Með
aðalhlutverkin fara Maria Jose
Canyudo, Paul Naschy, Maximo
Valverde og Luis Prendes.
Miguel, Alfonso, Óskar og Júlía
ákveða að fremja mannrán og
ræna Marísu, ungri og fallegri
konu af auðugum ættum og unn-
usta hennar, Javier. Foreldrar
Marísu fallast á lausnargjaldið en
foreldrar Javier kæra ránið.
Marísa gengur mannræningjun-
um á hönd vegna þess að hún er
orðin ástfangin af Miguel og
elskar hið áhættusama líf mann-
ræningjanna, en Javier deyr hjá
ræningjunum vegna of stórs
skammts af eiturlyfjum.
Alfonso er yfirbugaður af lög-
reglunni áður en lausnargjöldin
eru fengin, en Óskar fyrirfer sér.
Er Miguel hefur komist yfir lausn-
argjöldin vill hann flýja til annars
Marísa, sem upphaflega var fórn-
arlamb mannræningja, hefur hér
gengið þeim á hönd og gerst
bankaræningi.
lands ásamt Marísu en hún neitar
og vill halda áfram hinu áhættu-
sama ævintýralífi. Marísa og
Miguel hefjast nú handa og ræna
m.a. skartgripaverslun og að lok-
um banka sem er í eigu föður
Marísu.
Norræna húsið:
Opið hús á fimmtu-
dagskvöldum í sumar
NORRÆNA húsið hefur eins og
undanfarin sumur opið hús öll
fimmtudagskvöld f sumar og
hefjast þau kl. 20:30. Á þessum
opnu húsum er margs konar
dagskrá. aðallega fyrirlestrar,
tónleikar og kvikmyndir um ís-
land, og eru þær ætlaðar ferða-
mönnum frá Norðurlöndumim.
Dagskráin í sumar verður sem
hér segir:
5.júlí Sigurður Þórarinsson: Is-
lands geologi — sænska
12.júlí Nanna Hermanss'on:
Reykjavík í fortid og nutid —
danska
19.júlí Jakob Benediktsson: Om
Islands landnam — danska
26.júlí Sigurður Björnsson: íslensk
og erlend lög
2.ágúst: Guðrún Tómasdóttir: ís-
lenzk þjóðlög
9.ágúst: Haraldur Ólafsson: Island
i dag — sænska
16. ágúst: Tvær kvikmyndir um
ísland
Aðgangur er ókeypis og er
kaffistofan opin svo og bókasafn-
ið. Þá verður á vegum Félags ísl.
einsöngvara söngdagskrá með ís-
lenzkum sönglögum gömlum og
nýjum á þriðjudagskvöldum kl. 21
í júlí og ágúst frá 17. júlí til 21.
ágúst. Er aðgöngumiðaverð kr.
1.500.
þar komin nýstárleg aðferð við að
segja fólki upp. En jafnvel þótt
horft sé framhjá þessum mikil-
væga þætti, þá er aðferðin við
ráðninguna jafn óeðlileg og verða
má. Neitað er um frest í dagvist-
unarnefnd, þrátt fyrir að hún sé
ekki fullmönnuð. Kannski vegna
þess, að formaðurinn taldi sig
hafa ástæðu til að ætla að full-
skipuð myndi meirihluti nefndar-
innar greiða atkvæði með þeim
starfsmanni, sem gegnt hefur
starfinu með prýði að undanförnu
og á stuðning allra starfsmanna
á vinnustaðnum? Þá er brugðið út
af markaðri venju, að gefa mönn-
um kost á að kynna sér mál í
félagsmálaráði, kannski af því að
formaðurinn taldi að, ef ráðið yrði
fullmannað aðalmönnum og þeim
gæfist kostur á að kynna sér allan
aðdraganda málsins, þá myndu
atkvæði ekki falla á þann veg, sem
búið var að ákveða að þau skyldu
falla?
En þetta mál er ekki aðeins
umhugsunarefni fyrir þá starfs-
menn borgarinnar, sem nú eiga
hlut að máli. Það má ótrúlegt
vera, ef ekki líta margir í eigin
barm og sjá að réttarstaða þeirra
verður æði óörugg, ef stjórnmála-
mennirnir, hverjir sem þeir eru og
hvar í flokki sem þeir eru og
kunna að standa, geta gengið gegn
öllum venjulegum og viðurkennd-
um reglum til að koma fram vilja
sínum. Ég vil leyfa mér að skora á
háttvirta borgarfulltrúa, að kynna
sér rækilega alla þætti þessa
„litla" máls og geri þeir það óttast
ég ekki niðurstöðu afgreiðslu
þeirra á fimmtudaginn kemur.
Anna Frfða Bernódusdóttir
forstöðukona Laufásborgar.
Áeíginbil
umEvrópu
Aö ferðast um á eigin bíl stóreykur möguleikana:
— þú ert fullkomlega frjáls hvert þú vilt fara;
— þú skipuleggur ferðina sjálfur;
— þú gistir þar sem þú vilt;
— þú kynnist þjóðunum betur;
— þú getur fylgt góða veörinu eftir;
— og þú gerir þaö sem þér dettur í hug.
Eins og síðustu sumur hefur Úrval umboð fyrir
feröir með ferjunni Smyrli til Noregs og Skot-
lands. Ferðirnar verða sífellt vinsælli, svo það er
eins gott að panta í tíma.
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
Stlill3fcl32tltíll SBfliY JkTTS iSLAND/FÆREYJAR /SKOTLAND/ NOREGUR v. v.
Koma Brottf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
Seyöisf). Laugard. 20:00 2/6 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 15/9
Þórshöfn Sunnud. 14:00 23:00 3/6 10/6 17/6 24/6 1/7 8/7 15/7 22/7 29/7 5/8 12/8 19/8 26/8 2/9 9/9 16/9
Scrabster Mánud. 13:00 16:00 4/6 11/6 18/6 25/6 2/7 9/7 16/7 23/7 30/7 6/8 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 17/9
Þórshöfn Þriðjud. 06:00 5/6 12/6 19/6 26/6 3/7 10/7 17/7 24/7 31/7 7/8 14/8 21/8 28/8 4/9 11/9 18/9
Þórshöfn Miðvikud. 13:00 6/6 13/6 20/6 27/6 4/7 11/7 18/7 25/7 1/8 8/8 15/8 22/8 29/8 5/9 12/9 19/9
Bergen Fimmtud. 12:00 15:00 7/6 14/6 21/6 28/6 5/7 12/7 19/7 26/7 2/8 9/8 16/8 23/8 30/8 6/9 13/9 20/9
Þórshöfn Föstud. 16:00 23:59 1/6 8/6 15/6 22/6 29/6 6/7 13/7 20/7 27/7 3/8 10/8 17/8 24/8 31/8 7/9 14/9 21./9
Seyðisfj. Laugard. 18:00 2/6 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 15/9