Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
19
Gjörbreytir allri að-
stöðu á flugvellinum
HINN NÝI flugturn á Keflavíkurflugvelli var formlega tekinn í notkun í gær, við
hátíðlega athöfn. í upphafi bauð Thomas J. Keene sjóliðsforingi, gesti velkomna og
hélt hann stutta ræðu. Síðan héldu ræður þeir Richard A. Ericson j.r., sendiherra
Bandarikjanna á íslandi, og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra. Einnig sagði
Agnar Kofoed Ilansen flugmálastjóri nokkur orð.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust árið 1977, en hún saman-
stendur af tveggja hæða aðal-
byggingu, sem hýsir radar-
stjórnstöð, ásamt sex hæða
stjórnturni og sérstökum bygg-
ingum fyrir útbúnað hins ná-
kvæma lendingarradars. Flug-
turninn er búinn besta og ná-
kvæmasta útbúnaði sem völ er á
og gerir Keflavíkurflugvöll að
einum best útbúna flugvelli í
heimi, hvað varðar radarflug-
stjórnartæki.
Að sögn starfsmanna flug-
turnsins er tilkoma hins nýja
flugturns geysimikið framfara-
spor og gjörbreytir allri vinnu-
aðstöðu þeirra. Gamli flugturn-
inn var óheppilegur á ýmsa lund.
Svo dæmi sé tekið var gamli
turninn mjög lágur, mennirnir
sem þar unnu stóðu aðeins 15 fet
ofan brautarmótanna og var því
erfitt að sjá umferð á flugbraut-
inni, bæði gangandi og akandi,
einnig var erfitt að segja til
þeim flugvélum sem stóðu fyrir
utan flugstöðvarbygginguna, því
að turninn var það lágur að
vélarnar sáust illa. Hins vegar
er nýi turninn sex hæða hár og
sést úr honum vítt og breitt um
svæðið. Öll tæki flugturnsins eru
með því fullkomnasta sem til er í
heiminum og eru öll ný. Banda-
ríkjamenn sáu um bygginguna,
uppsetninguna og öll tækjakaup
og komu sérstakir flokkar
manna frá Bandaríkjunum til að
annast uppsetningu þessara
flóknu tækja. Hins vegar sér
radíótæknideildin á Keflavíkur-
flugvelli um allt viðhald, en hún
er undir íslenskri stjórn.
Hinn nýi lendingarradar er
eitt þeirra tækja sem flugturn-
Starfsmenn flugturnsins við skerm hins nýja og fullkomna
lendingarradars, sem flugvöllurinn er búinn.
Pétur Guð-
mundsson
flugvallar-
stjóri og
Thomas J.
Keene sjó-
liðsforingi
skera tertu
sem er í
líki flug-
brautar og
flugturns.
að opnunar-
athöfninni
lokinni.
inn er búinn. Hann er geysifull-
komið og nákvæmt tæki og má
geta þess að hann nemur hlut
sem er á hreyfingu í allt að 60
mílna fjarlægð frá turninum, sé
hluturinn ekki búinn svokölluð-
um radarsvara. Sé hins vegar
umræddur hlutur búinn slíkum
svara getur radarinn numið
hann í liðlega 200 milna fjar-
lægð. Radarinn nemur stóra
hluti sem smáa og geta þeir
verið allt niður í einn fermetri
að stærð.
Eins og áður gat sáu Banda-
ríkjamenn um byggingu flug-
turnsins að öllu leyti og talið er
að heildarkostnaður við bygg-
inguna hafi numið um 7,5 millj-
ón dollurum.
Dolores Fredon snyrtir hér
ungfrú Reykjavík,
Kristínu Erlu Karlsdóttur,
með vörum frá Roc.
Ljósm. EmiKa.
umboðsmanns Roc á Islandi,
Valdimars Jóhannessonar. Vörur
Roc eru samsettar af mjög fáum
hráefnum og aðeins brot af leyfi-
legum litarefnum er notað í vör-
urnar til að fyrirbyggja ertingu af
völdum þeirra. Engin ilmefni eru
notuð í snyrtivörur Roc og þær
eru sótthreinsaðar fyrir pökkun.
Þá er hver túba sem inniheldur
húðkrem innsigluð og á umbúðun-
um er dagsetning og upplýsingar
um öll hráefni vörunnar, sem
auðveldar læknum ofnæmisgrein-
ingu.
Roc verksmiðjurnar hafa starf-
að síðan árið 1950 en síðustu
Snyrtivörur
fyrir húdsjúka
ROC nefnist franskt snyrtivöru-
fyrirtæki sem framleiðir vörur
fyrir fóik með ofnæmi eða aðra
húðsjúkdóma, en einnig fyrir þá
sem vilja forðast slíkt af völdum
snyrtivara. Vörur þessar hafa
vcrið á boðstólum á Islandi í eitt
ár. en auk Finnlands er ísland
eina Norðurlandið sem býður
upp á slíkar vörur.
Dolores Fredon, snyrtisérfræð-
ingur Roc, kynnti blaðamönnum
vörur fyrirtækisins i s.l. viku, auk
tuttugu árin hafa þar farið fram
rannsóknir á snyrtivörum fyrir
fólk með húðsjúkdóma. Vörur Roc
eru seldar í 80 löndum en 400
manns starfa á vegum fyrirtækis-
ins. Roc starfrækir, auk verk-
smiðja í Frakklandi, eina verk-
smiðju á Spáni.
Hér á íslandi verða vörur Roc
einungis seldar í lyfjaverslunum
en meðan Fredon dvaldist hér
kynnti hún m.a. læknum og lyfja-
fræðingum vörur fyrirtækisins.
Heilbrigðiseftirlit
ríkisins kærir 4
lagmetisfyrirtæki
HEILBRIGÐISEFTIRLIT ríkisins hefur kært fjóra framleiðendur lagmetis til
ríkissaksóknara fyrir meint brot á reglugerð númer 250 frá 1976 um tilbúning og
dreifingu matvæla og annarrar neyzlu- og nauðsynjavara. Þau fyrirtæki, sem hér um
ræðir eru K. Jónsson og co á Akureyri, Arctic á Akranesi, Siglósfld á Siglufirði og
Eldeyjarrækja í Keflavík.
Kæra þessi er byggð á þremur
könnunum og var sú fyrsta gerð
af Heilbrigðiseftirliti Reykjavík-
ur í aprílmánuði ^íðastliðnum að
beiðni Heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins. Þá var K. Jónsson og co.
fyrirlagt að kalla inn birgðir af
gaffalbitum. Neytendasamtökin
gerðu síðan könnun á lagmeti í
verzlunum fyrir nokkru og bætt-
ust þá fyrirtækin Arctic og Eld-
eyjarrækja við. I skyndikönnun
Heilbrigðiseftirlitsins í síðustu
viku bættist Sigló-síld síðan í
þennan hóp.
— Við teljum um að svo alvar-
legt brot sé að ræða, að við getum
ekki annað en kært framleiðendur
þessa varnings, sagði Hrafn Frið-
riksson forstöðumaður Heilbrigð-
iseftirlits ríkisins í gær. — Ríkis-
saksóknara eða viðkomandi lög-
eluyfirvalda er síðan að meta
okkar kæru og ákveða frekari
málsmeðferð, en við kærum vegna
brota á ákveðinni reglugerð.
— Við höfum skrifað þeim aðil-
um, sem eiga hlut að máli og um
leið og við tilkynnum þeim um
kæru okkar þá gerum við þá kröfu
að þeir innkalli þegar í stað allar
þessar framleiðsluvörur, sem
taldar eru ósöluhæfar og óneyzlu-
hæfar. Viðkomandi heilbrigðis-
nefndir fá afrit af þessum bréfum
og þær eiga að sjá um að fram-
leiðendurnir geri það, sem þeim
hefur verið lagt fyrir að gera.
— Auk þess að kæra aðila
teljum við óhjákvæmilegt að
kanna nánar hvernig lagmetis-
markaðurinn er í dag, þ.e. bæði á
innlendu og erlendu niðurlögðu
lagmeti. Við fórum fram á það við
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur-
borgar að kanna hvernig ástand
lagmetis og framboð sé í verzlun-
um í Reykjavík með tilliti til
reglugerðar nr. 250. Þessa könnun
þarf að gera eins fljótt og unnt er,
en í framhaldi af henni munum
við gera viðeigandi ráðstafanir,
sagði Hrafn.
Aðspurður um matvælaeftirlit
almennt sagði hann, að Heilbrigð-
iseftirlit ríkisins færi með yfir-
umsjón matvælaeftirlits í land-
inu. I þau 10 ár, sem eftirlitið
hefði nú starfað, hefði þó aðeins
verið fjárveiting fyrir einu stöðu-
gildi í matvælaeftirlit og þyrfti að
efla mjög hið opinbera eftirlit í
landinu. Sótt hefði verið um leyfi
til að ráða matvælaefnafræðing
að stofnuninni og sömuleiðis til
að ráða starfsmann svo hægt
verði að sinna upplýsingastarf-
semi og fræðslu, sem Heilbrigðis-
eftirlitinu er ætlað að starfrækja,
en ekki hefur verið unnt í þeirri
manneklu, sem er á stofnuninni.