Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 25 Haukarnirsökkva dýpra og dýpra ÞAÐ verður æ erfiðara fyrir Hauka að rífa sig upp af botni 1. deiidar, eftir því sem töpin hlaðast upp. Á sunnudaginn máttu þeir þola eitt slíkt enn og það á mölinni á Hvaleyrarholtinu, þar sem menn reiknuðu með að liðið fengi 99% þeirra stiga sem í hlut þess munu falla. Það var Víkingur sem gekk þaðan á braut með bæði stigin, skoraði þrívegis, en Haukar græddu ekkert á því að skora eitt mark, þð að það hafi verið besta mark leiksins, þrumuskot Björns Svavarssonar frá vítateig í stöngina og inn. Ekert mark var skorað í fyrri hálfleik. Haukar: Víkingur 1:3 Haukarnir hófu leikinn með miklum krafti, sóttu þá undan stífri (og ekki hlýrri) golu, og áttu meira í leiknum framan af. Því miður fyrir þá, var leikur þeirra allur of tilviljunarkenndur, knett- inum var spyrnt fram á völlinn oft að því er virðist einungis vegna þess að mark andstæðinganna var einhvers staðar í þá átt. Mjög oft virtist það skipta Haukana litlu, hvort samherji væri einhvers staðar í nánd þar sem knötturinn kom niður. Þrátt fyrir þetta átti heimaliðið nokkur ágæt skot í fyrri hálfleiknum. Diðrik varði vel skot Ólafs Jóhannessonar og skot Sigurðar Aðalsteinssonar fór naumlega fram hjá markinu. í nokkrum tilvikum vantaði aðeins herslumuninn til þess að Hauk- arnir kæmust í ákjósanleg mark- tækifæri, en þegar til kom, hittu þeir knöttinn illa, einkum þó Ólafur Jóhannesson um miðjan hálfleikinn. Víkingarnir beittu skyndiupp- hlaupum í fyrri hálfleik og náðu að hnýta saman nokkra mjög góða samleikskafla og fjórum sinnum sluppu Haukarnir naumlega fyrir horn. Sigurlás brenndi illa af góðum færum á 27. og 35. mínútu, í fyrra skiptið eftir mistök Gunn- laugs markvarðar og í siðara skiptið eftir góða sendingu Lárus- ar Guðmundssonar. Á 40. mínútu fékk Heimir Karlsson algert dauðafæri eftir hornspyrnu og enn velta menn því fyrir sér og ræða um sín á milli, hvernig Heimi tókst að skjóta himinhátt yfir af markteig. Þá sluppu Hauk- arnir með skrekkinn þegar Sigur- lás komst einn í gegn, en Vignir Þorlákssin sneiddi þá fæturna undan Sigurlási og hlaut að laun- um gult spjald frá dómara leiks- ins, Þorvarði Björnssyni, enda subbulegt brot. Síðasta orðið í fyrri hálfleik áttu Haukar, en Diðrik markvörður varði vel skot Sigurðar Aðalsteinssonar. Leikurinn tók að æsast í síðari hálfleik... a.m.k. fóru þá að koma mörk. Það fyrsta kom þó ekki fyrr en á 68. mínútu, en fram að því höfðu Víkingarnir verið að ná æ betri tökum á leiknum. Gunnar Örn Kristjánsson, sem , nýlega hafði komið inn á sem varamaður, skoraði af stuttu færi eftir fyrir- gjöf Lárusar Guðmundssonar, 1—0 fyrir Víking. Örskömmu síð- ar misnotaði Gunnar annað dauðafæri. Það var þó ekki langt í næsta mark Víkings, það kom á 73. mínútu og var keimlíkt því fyrsta, nema hvað nú var það Heimir Karlsson sem skoraði af stuttu færi, eftir að Sigurlás hafði hitt knöttinn illa sekúndubroti áður. Nú hefði mátt ætla að búið væri að vængstífa Haukana, en svo reyndist þó ekki vera, þeir voru enn sæmilega fleygir. Þeim tókst að minnka muninn á 83. mínútu, er Björn Svavarsson skoraði fal- legasta mark leiksins, hörkuskot frá vítateig, stöngin inn. Sigurður Aðalsteinsson átti allan heiðurinn af undirbúningi marksins. Nokkru áður var einnig hætta við Víkings- markið, en þá varði Diðrik vel gott skot Lárusar Jónssonar. Sigurlás skallaði í þverslána nokkru síðar og í heildina séð virtust Víkingarnir líklegri til að bæta marki við heldur en Hauk- arnir, enda varð það raunin. isiandsmðllð 1. delld Þriðja mark Víkings var furðufyr- irbæri. Sigurlás tók þá sprettinn inn fyrir vörn Hauka er stungu- bolta var rennt á þær slóðir. Gunnlaugur markvörður var aldrei þessu vant vakandi í mark- inu og kom hlaupandi út úr víta- teig sínum, þar sem hann spyrnti knettinum langt fram á völlinn. Þar féll hann fyrir fæturna á Ómari Torfasyni, a.m.k. 40 metra frá markinu, sem var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur skaut háu skoti að markinu á ný og þar sem Gunnlaugur var enn einhvers staðar frammi á vellinum, tókst honum ekki að afstýra þessu óvenjulega marki, „þetta var ör- uggt“ sagðí Ómar Torfason og það er einmitt það sem það var, ekki bara markið, heldur sigurinn. Haukarnir virðast dæmdir til að falla. Þeir eru eina liðið sem sker sig úr á einhvern hátt og vildu víst fá lið skipta á sínum þætti og hlut Hauka. Þó að ljósa punkta megi finna víða í Haukaliðinu, vantar allt of margt til þess að hala inn stig reglulega. Markvarslan er slök, vörnin fjarri því að vera örugg o.fl. Þrír menn báru af liði Hauka að þessu sinni, þeir Sigurð- ur Aðalsteinsson, Guðmundur Sigmarsson og Ólafur Jóhannes- son, sem þó var daufur í síðari hálfleiknum. Guðmundur er „tekniskur" og hefur mikla yfir- ferð, myndi hann sóma sér vel í hvað liði sem væri hérlendis. Sigurður er öðruvísi leikmaður og vandfundnir slíkir baráttujaxlar sem hann er, en hann berst á við fimm meðalmenn í leik hverjum, auk þess sem hann er útsjónar- samur og leikinn leikmaður. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Hvaleyrar- holt Haukar—Víkingur 1—3 (0-0). Mark Hauka: Björn Svavarsson (81. mínútu). Mörk Víkings: Gunnar Örn (68. mínútu), Heimir Karlsson (73. mínútu), Ómar Torfason (90 mín- útu). Spjöld: Vignir Þorláksson og Björn Svavarsson Haukum fengu gul spjöld. Dómari: Þorvarður Björnsson. — gg ' ■■■ v/ í mmXi • Markvörður KR, Magnús Guðmundsson, kemur engum vörnum við glæsiskalla Ragnars Margeirssonar (sést ekki) og staðan er 2—0 fyrir ÍBK. Ljósm. Emilía. Klaufamörk allra klaufa- marka færðu KR sigur! • Heimir Karlsson (nr. 11) brennir af í dauðafæri sem skapaðist upp úr hornspyrnu. Það kom ekki að sök, Víkingur vann öruggan sigur og Heimir komst á blað. Ljósm. Kristján. Það voru sannarlega klaufamörk allra klaufamarka, sem færðu KR-ingum óverðskuidaðan sigur gegn ÍBK á Laugardalsvellinum á iaugardaginn. Bæði fyrsta og sfðasta mark KR, það síðara sigurmarkið á lokamínútu leiksins, voru næstum hlægileg frá hendi Keflvíkinga. Jón KR-ingur Oddsson skoraði bæði mörkin og á hrós skilið fyrir sinn þátt. Heppinn var hann í fyrra tilvikinu, en sýndi mikið harðfylgi þegar hann skoraði sigurmarkið. Lokatölur urðu 3—2 fyrir KR, en ÍBK hafði réttilega 2-1 yfir í leikhléi. Fyrstu minútur þessa leiks voru í stuttu máli leiðinlegar á að horfa og lítið gerðist sem talandi er um þar til á 6. mínútu, að Jón Oddsson skoraði eitthvert furðulegasta mark sem skorað hefur verið, eða verður væntanlega skorað á næstu misserum. Það atvikaðist þannig, að Guðjón Hilmarsson sendi snögga stungusendingu inn á Jón sem fékk knöttinn rétt utan vítateigs. Hann var fljótlega aðþrengdur mjög, því að Þorsteinn markvörður var kominn út úr vítateig sínum áður en Jóni lánaðist að depla auga. Jón gerði þá tilraun til þess að vippa knettinum yfir Þorstein og tókst það eftir atvikum vel. En knötturinn var varla á hættusvæði, því að hann skoppaði rólega að markinu þar sem Guðjón Þórhallsson beið átekta og hafði hann marga valkosti hvað gera skyldi við knöttinn. Þorsteinn kom hlaupandi eins og fætur toguðu og kallaði til Guðjóns að hann hefði knöttinn, Guðjón hikaði og hoppaði boltinn þá í netið, því að í ljós kom að Þorsteinn hafði boltann alls ekki! Þetta leit illa út hjá Guðjóni, en Þorsteinn mun hafa rofið einbeitni hans. Hvað um það, 14) fyrir KR þótt ótrúlegt sé. Guðjóni tókst ekki eins vel upp, á síðustu mínútu leiksins þegar hann ætlaði að senda knöttinn til Þorsteins markvarðar og engin hætta virtist vera á ferðum. Jón Odds var jú á sveimi í nágrenninu, en Guðjón virtist hafa fullt vald á knettinum. En þá kom upp einhver misskilningur á milli Guðjóns og Þorsteins markvarðar, sem varð til þess, að knötturinn rann fram hjá Þorsteini og komst þá Jón í tæri við knöttinn og sendi hann beinustu leið í netið, KR-ing- um öllum til ólýsanlegrar ánægju. Síðari hálfleikurinn hafði þar fyrir utan verið nokkuð furðu- legur. ÍBK hafði öll tök á leiknum sem fyrr framan af, eða þar til á 62 mínútu, þegar Birgir Guðjóns- son skoraði fallegt og snyrtilegt mark eftir að hafa fengið góða stungusendingu inn í vítateiginn. Varð Keflavíkurliðið þá eins og stefnulaust rekald og þó að KR-ingarnir hafi verið allt annað sannfærandi, rifu þeir sig KR: ÍBK 3:2 Það sem eftir var af fyrri hálfleik, má segja, að ÍBK hafi yfirspilað KR úti á vellinum. Héldu suðurnesjamenn knettinum oft langtímum saman og KR-ingarnir fengu vart annað en innkast annað slagið. KR-ingar fengu engin fleiri færi í fyrri hálfleik og er reyndar nokkuð villandi að tala um færi í sam- bandi við eina mark KR. ÍBK skoraði fyrir leikhlé og átti það reglulega skilið. Þórir Sigfússon skoraði jöfnunarmarkið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Guðjóni bakverði Guðjónssyni. Og það var Guðjón sem átti einnig allan heiðurinn af öðru marki IBK, en þá sendi hann hnitmiðaða sendingu úr aukaspyrnu til Ragn- ars Margeirssonar, sem skallaði knöttinn glæsilega í netið. Kom síðara markið á 44. mínútu. mikið upp og voru nær því að skora en Keflvíkingar. Sæbjörn og Vilhelm fengu t.d. báðir góð færi sem ekki nýttust. Það er því erfitt að segja hvort sigur KR hafi verið verðskuldaður. í heildina séð var hann það alls ekki, en KR náði sér betur á strik þegar á leið. ÍBK hefði þá hins vegar átt að vera búið að gera út um leikinn fyrir löngu. Margir hafa látið þá skoðun í ljós, að lið ÍBK sé aðeins loftbóla sem eigi eftir að springa. Hvort þetta er upphafið að því falli skal ekki sagt. Hitt er annað, að ÍBK lék á köflum nokkuð vel gegn KR, sem lék lengst af verulega illa. Ef framlína ÍBK væri frískari, hefðu KR-ingar steinlegið. Ólafur Júlíusson lék ekki með ÍBK og kann að hafa munað því. Þá lék Sigurbjörn miðvörður Gústafsson ekki með, enda verkaði vörn ÍBK óörugg þegar á hana fór að reyna undir lok síðari hálfleiks. Óskar Færset og Sigurður Björgvinsson voru bestu menn ÍBK að þessu sinni, en aðrir höfðu mun hægar um sig, án þess þó að hafa verið beinlínis slakir. Lið KR frékk þarna heppnisstig. Að vísu náði liðið sér bærilega á strik undir lok leiksins, þegar Suðurnesjaliðið sofnaði einkenni- lega, en það breytir því ekki, að tvö markanna voru alger heppnismörk og lítið var um önnur færi hjá þeim. En það eru mörkin sem tala og ber að hrósa Jóni Oddssyni fyrir að þefa uppi ólíklegustu færi að þessu sinni og nýta þau til fullnustu. Annars var fátt um fína drætti hjá KR, þó léku vel þeir Ottó, Sæbjörn og Birgir, Vilhelm átti einnig góða spretti. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Laugar- dalsvöllur KR-ÍBK 3-2 (1-2) Mörk Kr: Jón Oddsson (6. og 90. mínútu), Birgir Guðjónsson (62. mín) Mörk ÍBK: Þórir Sigfússon (26. mín) og Ragnar Margeirsson (44.mín) Spjöld: engin Dómari: Rafn Hjaltalín Áhorfendur: 1131. -gg■ STAÐAN 1. DEILD Staðan í 1. deild eftir leiki helgarinnar er nú þessi: KA — Fram 1-1 Haukar — Víkingur 1—3 Valur — Þróttur 3-1 KR - ÍBK ÍBK 7 3 3 1 13-5 9 ÍBV 74 12 10-3 9 Fram 7 2 5 0 10-6 9 KR 7412 10-11 9 ÍA 7 3 2 2 11-10 8 Valur 7 2 3 2 10-8 7 Vík. 73 13 10-10 7 Þróttur7 2 14 10-13 5 KA 7214 8-13 5 Haukar71 0 6 4-18 2 Markhæstu leikmenn eru nú þessir: Pétur Ormslev Fram 5 Sveinbjörn Hákonars. ÍA 5 Ómar Jóhannsson ÍBV 4 Halldór Arason Þróttur 3 Óskar Ingimundars. KA 3 Gunnar Blöndal KA 3 Gunnar Ö. Kristj.s. Vík. 3 Jón Oddsson KR 3 Jón Einarsson Val 3 Ingi Björn Albertss. Val 3 Atli Eðvaldsson Val 3 Þórir Sigfússon ÍBK 3 Eyjamenn tóku IA í ókeypis kennslu IBV: ÍA 2:0 ÍBV sigraði ÍA 2—0 í Eyjum á laugardaginn í leik þar sem aldrei var spurning um hvor aðilinn væri sterkari. Eyjamenn léku góða knattspyrnu, sinn besta leik í langan tíma, en Skagamenn fengu aldrei frið til þess að athafna sig og byggja upp sóknir eins og þeim hentar. Raunar var eina von þeirra Skagamanna um að sleppa frá þessum leik sú, að góður domari leiksins, Magnús Pétursson, hefði neyðst til þess að flauta leikinn af 5 mínútum fyrir leikslok, vegna niðaþoku sem helltist yfir völlinn skyndilega. Svo fór þó ekki, leiknum tókst að ljúka, en Skagamenn og dómaratríóið urðu að dvelja um nóttina í'Eyjum. Eyjamenn byrjuðu síðari hálf- leik þar sem frá var horfið í þeim fyrri. Tómas komst einn í gegn eftir frábæra sendingu Þórðar, en Jón Þorbjörnsson varði snilldar- lega. Skagamenn náðu enn engu flugi, engum árangri á miðjunni og lítill broddur var í sókninni, enda þar úr litlu að moða, vegna tangarhalds ÍBV á miðjuspilinu. Á 62. mínútu gerðu svo Eyja- menn endanlega út um leikinn. Óskar Valtýsson sendi þá boltann inn í vítateig IA utan af kantinum og þar kom Sveinn Sveinsson á fullri ferð inn í eyðu og skoraði með viðstöðulausu skoti, óverjandi fyrir Jón, glæsilegt mark. Leikurinn rann síðan áfram í sama farinu, Eyjamenn léku bolt- anum af skynsemi úti á vellinum og Skagamenn skutu inn einni og einni sóknartilraun. Úr einni slíkri hafði Árni Sveinsson nærri skorað mark í lok leiksins, en Ársæll Sveinsson varði glæsilega. Mikil fagnaðarlæti brutust út í þokunni á Helgafellsvellinum, þegar Magnús dómari flautaði leikslok og góður sigur ÍBV var þar með innsiglaður, fyrsti sigur IBV á ÍA frá 1975. Eyjamenn komu mjög ákveðnir til leiks, náðu strax góðum tökum á vallarmiðjunrri og héldu þeim svæðum vel leikinn út í gegn. I sókninni voru Eyjamenn einnig strax aðgangsharðir. Tómas Pálsson gaf tóninn snemma með hörkuskoti sem hrökk af varnar- manni í horn og Jón Þorbjörnsson varði glæsilega góðan skallabolta Gústafs Baldvinssonar eftir hornspyrnu Ómars. Besta færi Skagamanna í leiknum fékk Sig- urður Lárusson þegar hann náði að skalla á mark IBV, en boltinn small í stöngina. Það var svo á 37. mínútu, sem Eyjamenn tóku forystuna alfarið í sínar hendur. Brotið var á Gústaf Baldvinssyni um 25 metra frá marki ÍA úti við hliðarlínu. Hinn ungi framherji ÍBV, Ómar Jó- hannsson, skaut beint, geysiföst- um jarðarbolta, sem smaug í gegn um varnarvegg ÍA og undir Jón Þorbjörnsson í markinu. Óvænt mark, og hafði slæm áhrif á suma Skagamenn, sem tóku að láta leikinn hlaupa í skapið á sér. Á síðustu mínútu hálfleiksins, höfðu svo Eyjamenn nærri skorað annað mark, þegar Tómas brunaði lag- lega í gegn og gaf vel fyrir markið á Gústaf, en fast skot hans sigldi fram hjá stönginni. Eyjamenn voru svo sannarlega í essinu sínu í þessum leik og þegar þessi gállinn er á þeim, taka þeir hvaða lið sem er í deildinni. Liðið lék virkilega góða knattspyrnu og baráttan var ósvikin frá fyrstu mínútu. Miðjuleikur liðsins var stórgóður að þessu sinni og engin lék betur en Þórður Hallgrímsson, fyrirliði liðsins, toppleikur hjá Þórði. Tómas Pálsson og Ómar Jóhannsson voru mjög atkvæða- miklir í sókninni og átti í A-vörnin í miklu basli með að hemja þá. Þá var vörn ÍBV örugg, en hún hefur aðeins fengið á sig 3 mörk í 7 leikjum, þar af eitt víti. Örn Óskarsson og Valþór Sigþórsson komu og mjög vel frá leiknum. Ársæll Sveinsson þurfti lítið að taka á í þessum leik, ótrúlega rólegt hjá honum í markinu, þegar IA er annars vegar. Þetta var svo sannarlega ekki dagur þeirra Akurnesinga, fátt eitt það heppnaðist hjá þeim sem þeir ætluðu sér. Öðru hvoru brá þó fyrir hinu skemmtilega Skaga- spili, en allt rann þó út í sandinn, áður en að lokakaflanum kom. Skagamenn fyrirhittu mun betri Eyjamenn en þeir bjuggust við og mótiætið setti þá úr takti. Besti maður ÍA var tvímælalaust Sig- urður Halldórsson, hann hafði mikið að gera og bjargaði oft og tíðum snilldarlega, þegar fram- herjar ÍBV voru búnir að snúa á meðspilara Sigurðar. Jón Þor- björnsson varði markið ágætlega, nema hvað hann spyr sjálfan sig eflaust spurninga varðandi fyrra markið. Kristján Olgeirsson og Sveinbjörn Hákonarson áttu báðir góða kafla í leiknum, en hurfu þess á milli. Dómari var Magnús V. Péturs- son og átti hann einn af sínum betri dögum. I stuttu máli: Vestmannaeyjavöllur 30. júní 1979,1. deild ÍBV - ÍA 2-0 (1-0) Mörk ÍBV: Ómar Jóhannsson (37. mín.) og Sveinn Sveinsson (62. mín.) Spjöld: Jón Alfreðsson ÍA og Sigurður Lárusson ÍA fengu gul. Áhorfendur: 700 * * < Stigahæstir í einkunna- gjöf Mbl. EFTIR 7 umferðir í ein- kunnagjöf Mbl„ eru efstu menn þessir, lcikjaf jöldi þeirra er gefinn upp í svig- anum. Tómas Pálsson ÍBV 22(7) óskar Færset ÍBK 21(7) Sveinbj. Hákonars. ÍA 21(7) Marteinn Geirss. Fram 20(7) Atli Eðvaldss. Val 19(7) Pétur Ormslev Fram 19(7) Kristján Olgeirss. ÍA 19(7) Þorsteinn Ólafss. ÍBK 18(6) Sig. Björgvinss. ÍBK 18(7) Guðm. Sigmarss. Hauk. 18(7) Guðm. Baldurss. Fram 18(7) Sigurlás Þorleifss. Vík. 18(6) Guðjón Guðjónss. ÍBK 17(7) Elmar Geirss. KA 17(7) Sig. Aðalsteinss. Hauk. 17(7) Grímur Sæmundsen Val 17(7) Dýri Guðmundss. Val 17(7) Árni Sveinsson ÍA 17(7) Lárus Guðmundss. Vík. 16(7) ómar Jóhannsson ÍBV 16(7) Sigurður Indriðas. KR 16(7) Haukar: Gunnlaugur Gunnlaugsson 1, Ólafur Sveinsson 2, Vignir Þorláksson 1, Ólafur Jóhannesson 2, Daníel Gunnarsson 2, Guðmundur Sigmarsson 3, Lárus Jónsson 2, Björn Svavarsson 2, Gunnar Andrésson 1, Sigurður Aöalsteinsson 3, Ólafur Torfason 1, Kristján Kristjánsson (vm) 1. Víkingur: Diðrik Ólafsson 3, Ragnar Gíslason 2, Magnús Þorvaldsson 2, Róbert Agnarsson 3, Jóhannes Bárðarson 2, Ómar Torfason 2, Hinrik Þórhallsson 2, Heimir Karlsson 3, Helgi Helgason 2, Lárus Guömundsson 2, Sigurlás Þorleifsson 3, Gunnar Örn Kristjánsson (vm) 2. Dómari: Þorvaröur Björnsson 3. KR: Magnús Guömundsson 2, Guöjón Hilmarsson 2, Birgir Guöjónsson 3, Ottó Guðmundsson 3, Börkur Ingvarsson 2, Örn Guömundsson 1, Elías Guðmundsson 1, Jón Oddsson 3, Sverrir Herbertsson 1, Sæbjörn Guðmundsson 3, Sigurður Indriðason 2, Vilhelm Fredriksen (vm) 2. ÍBK: Þorsteinn Ólafsson 2, Guðjón Guðjónsson 2, Óskar Færset 3, Guðjón Þórhallsson 2, Þórir Sigfússon 2, Sigurður Björgvinsson 3, Einar Á. Ólafsson 1, Gísli Eyjólfsson 2, Ragnar Margeirsson 2, Skúli Rósantsson 1, Þóröur Karlsson 2, Rúnar Georgsson (vm) 1. Dómari: Rafn Hjaltalín 3. ÍBV: Ársæll Sveinsson 2, Snorri Rútsson 2, Viöar Elíasson 2, Þóröur Hallgrímsson 4, Valþór Sigþórsson 3, Sveinn Sveinsson 2, Örn Óskarsson 3, Óskar Valtýsson 2, Ómar Jóhannsson 3, Tómas Pálsson 3, Gústaf Baldvinsson 2, Guömundur Erlingsson (vm) 1, Jóhann Georgsson (vm) 1. ÍA: Jón Þorbjörnsson 2, Guðjón Þóröarson 2, Jóhannes Guöjónsson 2, Siguröur Halldórsson 3, Kristján Olgeirsson 2, Sveinbjörn Hákonarson 2, Jón Alfreðsson 2, Árni Sveinsson 2, Jón Áskelsson 1, Sigþór Ómarsson 2, Sigurður Lárusson 2, Guðbjörn Tryggvason (vm) 2, Kristinn Björnsson (vm)1. Dómari: Magnús V. Pétursson 3. Þróttur: Egill Steinþórsson 1, Rúnar Sverrisson 2, Úlfar Hróarsson 2, Jóhann Hreiðarsson 2, Jóhann Hreiðarsson 2, Sverrir Einarsson 2, Ársæll Kristjánsson 2, Daði Harðason 2, Halldór Arason 2, Sverrir Brynjólfsson 2, Ágúst Hauksson 1, Baldur Hannesson 3, Þorgeir Þorgeirsson 2 (vm), Ásgeir Árnason 1 (vm). Valur: Siguröur Haraldsson 2, Magni Pétursson 2, Magnús Bergs 3, Hörður Hilmarsson 3, Dýri Guömundsson 2, Sævar Jónsson 2, Ingi Björn Albertsson 2, Atli Eövaldsson 3, Jón Einarsson 2, Albert Guðmundsson 2, Hálfdán Örlygsson 3, Ólafur Danivalsson 2, (vm) Vilhjálmur Kjartansson 2 (vm). Lið KA: Aöalsteinn Jóhannsson 1, Steinþór Þórarinsson 1, Gunnar Gíslasor 2, Einar Þórhallsson 2, Haraldur Haraldsson 2, Ólafur Haraldsson 1, Óskar Ingimarsson 2, Njáll Eiðsson 1, Gunnar Blöndal 1, Jóhann Jakobsson 1, Elmar Geirsson 3, Eyjólfur Ágústsson (vm) 1, Ásbjörn Björnsson (vm) 1. Lið Fram: Guðmundur Baldursson 2, Hafþór Sveinjónsson 1, Trausti Haraldsson 2, Gunnar Guðmundsson 1, Marteinn Geirsson 2, Kristinn Atlason 2, Símon Kristjánsson 1, Ásgeir Elíasson 3, Guðmundur Torfason (vm) 1. Friðrik Egilsson (vm) 1. Dómari: Arnþór Óskarsson 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.