Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 23

Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 31 Átta eístu hestar í B-flokki gædinga, en þeir eru frá hægri talið Kristall sem stóð efstur og síðan Glotti, Háfeti, Flugumýrar-Skjóni, Kvika, Flótti og Sokki. Ljösm. Vaidimar KriHtlmwon. Fjóróungsmótið á Vindheimamelum: Snöggtum betra hjá hryssunum en folunum Hinn nýi íslandsmethafi f 800 metra stökki kemur að marki. Knapi og eigandi er Tómas Ragnarsson. Fast á hæla hans kemur Reykur. sem Sigurður Sæmundsson situr. UM HELGINA var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna. Veður var ágætt flesta dagana. þótt ekki væri hlýtt. Mikill fjöldi hrossa var skráður til keppni og þar á meðal voru mörg af bestu kappreiðahrossum landsins. Forráðamenn mótsins töldu að um þrjú þúsund manns hefðu komið á mótsstað. Um sjötíu kynbótahross voru skráð og þar af voru tveir stóðhestar, þeir Hrafn 802 frá Holtsmúla og Baldur frá Sy.ðri-Brekkum, sýndir með afkvæmum. Að þessu sinni var engin hryssa afkvæmasýnd. Tveir stóðhestar afkvæmasýndir — engin hryssa I flokki stóðhesta með afkvæmum hlaut 1. verðlaun Hrafn frá Holtsmúla. í dómsorði segir meðal annars: Hrafn er reiðhestafaðir og hlýtur 1. verð- laun fyrir afkvæmi, einkunn 7,95 sem er meðaleinkunn þeirra sex afkvæma hans sem hér eru sýnd. Eigandi Hrafns er Sigurður Ellertsson Holtsmúla. í flokki stóðhesta sex vetra og eldri voru sýndir 7 hestar. Efstur stóð Freyr 931 frá Akureyri. Eigandi Freys er Þorsteinn Jónsson Akureyri og er hann undan Svip 385 frá Akureyri og Báru 4418 frá Akureyri. Freyr fékk í aðal- einkunn 8.00. Aðeins voru sýndir þrír hestar í fimm vetra flokkn- um. Þar bar hæstan hlut Fáfnir frá Fagranesi nr. 897. Eigandi hans er Jóhann Friðgeirsson Dalvík. Fáfnir sem hlaut í eink- unn 8,34 er undan Hrafni 802 og Jörp 3781 frá Holtsmúla. í flokki fjögurra vetra hesta voru einnig aðeins þrír hestar í sýningu. Þar var efstur Kolskeggur 924 frá Sauðárkróki, eigandi er Ragn- hildur Óskarsdóttir Sauðár- króki. Foreldrar hans eru Sörli 653 og Hæra frá Krossi Óslands- hlíð. Kolskeggur hlaut í einkunn 7,82. Af hryssum urðu efstar sem hér segir. I flokki sex vetra og eldri Lyfting 4578 frá Flugu- mýri, eigandi er Ingimar Ingi- marsson Sauðárkróki. Faðir er Sörli 653 og móðir er Hrefna 4576. Hún hlaut í einkunn 8,33. Af fimm vetra hryssum varð efst Svala 4633 frá Glæsibæ, hlaut einkunnina 8,07, faðir Hrafn 802 og móðir Svala frá Fjósum A-Hún. Eigandi Svölu er Ingi- björg Friðriksdóttir Glæsibæ. Efst af fjögurra vetra hryss- um varð Blíða 4811 frá Flugu- mýri. Eigandi Blíðu er Sigrún Inga Sigurðardóttir Flugumýri. Faðir er Skuggi 888 frá Flugu- mýri og móðir Ingu-Skjóna Flugumýri. Ráðunauturinn óánægð- ur með stóðhestana Að aflokinni kynbótasýningu sneri blm. til Þorkels Bjarnason- ar hrossaræktarráðunauts og spurði hann álits á kynbóta- hrossum þeim er þarna voru sýnd. Taldi hann að ekki væri um að ræða miklar framfarir frá síðasta fjórðungsmóti, en þess bæri að gæta að alltaf væri erfitt að halda fjórðungsmót árið eftir landsmótsár, sökum þess að bestu hrossin skiluðu sér ekki eins og ella. Einnig hefði tíðarfar sett stórt strik í reikn- inginn hvað viðkemur tamningu og þjálfun sýningarhrossa á siðasta vetri og vori. Hvað við- kemur heildarsvip sýningarinn- ar, þá kvaðst Þorkell vera óánægður með stóðhestana og taldi hann að hryssurnar hefðu komið snöggtum betur út úr sýningunni en folarnir. Þó fannst honum vanta fleiri getu- hross í hryssuhópinn. í A-flokki gæðinga stóð efst Hrafnkatla Sveins Guðmunds- sonar. Knapi var Sigurjón Gestsson. Og í B-flokki gæðinga stóð efstur Kristall Gunnars H. Jakobssonar Akureyri, knapi á honum var Eyjólfur ísólfsson. í unglingakeppninni varð efst Helga Árnadóttir 13 ára frá Akureyri, var hún á hestinum Ýra. íslandsmet í 800 metra stökki tvíbætt í kappreiðum mótsins náð’íst ágætur árangur og ber þar hæst íslandsmet Þróttar í 800 m stökki. Hljóp hann tvisvar undir gamla metinu sem var 59,7 sek. í undanrásum hljóp hann á 58,9 sek. og í milliriðli á 59,6 sek. Á sunnudag hljóp hann svo á 62,0 sek. í úrslitahlaupinu, en þá voru aðstæður frekar óhagstæðar. Eigandi og knapi á Þrótti er Tómas Ragnarsson. Annar í úrslitahlaupinu varð Móri, eig- andi og knapi Harpa Karlsdótt- ir. Hann hljóp á 62,6 sek. Þriðji varð svo Reykur Harðar G. Albertssonar á 63,0 sek. Knapi á Reyk var Sigurður Sæmundsson. í 800 m brokki sigraði Frúar-Jarpur Unnar Einarsdótt- ur á í.44,0 mín., knapi var Kristinn Guðnason. Annar varð svo Jarpur, eigandi og knapi Jón Höskuldsson. Hljóp hann á 1.51,3 mín. Og þriðji varð Reykur á 1.53,5 mín. Eigandi hans er Njáll Þorgeirsson og knapi var Ragnar Hinriksson. í 350 m stökki sigraði Stormur Hafþórs Hafdal á 25,3 sek., hafði hann áður hlaupið 24,9 sek í undanrásum sem er mjög góður tími. Annar varð Óli, eigandi Guðni Kristinsson Skarði, knapi var Þórður Þorgeirsson. Óli hljóp á 25,8 sek. í þriðja sæti varð svo Glanni á 27,7 sek, eigandi hans er Þorgerður Sæ- mundsen en knapi var Einar Svavarsson. í 250 m stökki sigraði Don Harðar G. Albertssonar á 18,9 sek., knapi Hörður Harðarson. Hafði Don hlaupið á 18,1 sek í undanrásum. Varð gerð tilraun til að slá metið með aukaspretti á föstudagskvöldið. Náði Don bestum tíma í þeim spretti 18,1 sek. Önnur í folahlaupi varð Irpa á 19,0 sek, eigandi hennar er Leifur Þórarinsson. Sjónarmun á eftir Irpu varð svo Leó Baldurs Baldurssonar og knapi á honum var Björn Baldursson. í 150 m nýliðaskeiði náði bestum tíma Váli Sigurbjörns Bárðarsonar, en knapi á honum var Trausti Þ. Guðmundsson. Hljóp hann á 17,3 sek. Önnur varð Lyfting, sú sama og stóð efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri. Eigandi og knapi Ingimar Ingimarsson Sauðárkróki. Hún hljóp á 17,5 sek. í þriðja til fjórða sæti urðu Blakkur Áskels Ólafssonar, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson og Tígull eign Flugumýrar- bræðra, knapi Ingimar Jónsson. Hlupu þeir á 18,3 sek og skiptu með sér verðlaununum. I 250 m skeiði sigraði Fannar Harðar G. Albertssonar, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, á 24,2 sek. Annar varð Funi Bjarna Ágústssonar, knapi Gunnar Arnarsson, á 24,6 sek. í þriðja til fjórða sæti urðu Þór Þorgeirs í öufunesi, knapi Sigurður Sæmundsson, og Jón Haukur eigandi Matthias Eiðs- son, knapi Jóhann Þorsteinsson. Hlupu þeir á 25,3 sek. Segja má að framkvæmd mótsins hafi tekist með ágætum enda er aðstaðan á Vindheima- melum einhver sú besta á land- inu til stórmótshalds. V.K. Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa dagana 16. júlí til 13. ágúst. Davíd Sigurðsson h.f. Fiat einkaumboð Síðumúla 35. iltofgitiiÞfafrib óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: Rapido Fellihýsin Margfaldur verblaunahafi Hafið sarnband við Gunnar Ólafsson í Panelofnum Sími: 44210

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.