Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
37
Þingið sóttu rúmlega 100 manns. Þessi mynd er tekin yfir Geir Ilallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins flutti ávarp í
ráðstefnusalinn og sýnir hún hluta þingfulltrúa. hádegisverðarhléinu.
trúnni á hinn frjálsa og ábyrga,
sjálfstæða einstakling á djúpar
rætur hjá þjóðinni og það hlýtur
að vera von okkar að svo verði
áfram, svo ekki þurfi að spyrja
eins og Jónas forðum:
„Hvar er þin fornaldarfrægð
frelsið og manndáðin bezt“
í stjórnmálaumræðum líðandi
stundar ber ávallt mest á umræð-
um um efnahagsmál. Hagvöxtur,
frjáis markaður og valddreifing
eru allt málaflokkar, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur að sjálf-
sögðu áherzlu á. En við megum
aldrei gleyma því, að það er
maðurinn sjálfur, sem alltaf hlýt-
ur að skipa öndvegið, þegar öllu er
á botninn hvolft. Það hlýtur því að
vera megintilgangurinn með
skipulögðu starfi okkar, að vinna
manngildishugsjón Sjálfstæðis-
flokksins fylgi.“
Björg Einarsdóttir fulltrúi
varpaði fyrst fram spurningunni,
hvernig er unnt að vera ekki
sjálfstæðismaður. Sagði hún að til
þess að geta svarað þeirri spurn-
ingu yrði að gera sér grein fyrir
eftirfarandi atriðum. Úr hvaða
jarðvegi er Sjálfstæðisflokkurinn
sprottinn. í hverju er styrkur hans
fólginn? Hvaða gildi hefur hann
fyrir íslenzkt samfélag? Hvernig
verður mikilvægi hans viðhaldið?
Fjallaði hún síðan um þrjú
fyrstu atriðin í samfelldu máli.
Rakti hún aðdragandann að stofn-
un flokksins og benti á samhengið
Þegar litið er til baka yfir þá
hálfu öld, sem liðin er frá
stofnun Sjálfstæðisflokksins,
þá lítum við um leið yfir það
tímabil, sem fært hefir ís-
lenzku þjóðinni stórstígari
framfarir en dæmi eru til í
sögu hennar frá upphafi. Með
stofnun lýðveldis endur-
heimtum við fullt pólitískt
| sjálfstæði. Við höfum sótt
fram til bættra lífskjara með
alhliða uppbyggingu at-
| vinnuveganna og tileinkað
okkur framþróun tækni og
vísinda. Við höfum náð full-
■ um yfirráðum yfir fiskimið-
um okkar kringum landið.
Við höfum brotizt úr fátækt til
bjargálna.
Sjálfstæðisflokkurinn,
sem stærsti stjórnmálaflokk-
ur landsins, undir stórhuga
forystu mikilhæfra manna,
hefir svo ekki verður um
deilt, átt stóran hlut í þessari
framfarasókn.
| ------------
í dag, er við loks finnum
■ vorhatann í nánd eftir óvenju
í sögu þjóðarinnar og sjálfstæð-
isbaráttunni og stofnun Sjálf-
stæðisflokksins á lokastigi þeirrar
baráttu og rökrétt framhald
stefnu flokksins af þeim þjóðfél-
agsþáttum.
Benti Björg á að kjörorð Sjálf-
stæðisflokksins „Stétt með stétt"
þýddi í raun, að allir geti átt
samleið og sé andsvar við aðgrein-
ingarstefnu annarra flokka, sem
leggja kapp á að eigna sér sér-
staka afmarkaða hópa. ^.s. verka-
lýðshreyfingu, samvinnuhreyf-
ingu, bændastétt. Lagði hún
áherzlu á, að í þessu fælist styrkur
flokksins og jafnframt þol samfé-
lagsins.
I lokin fór hún nokkrum orðum
um hvernig mikilvægi flokksins
verði bezt viðhaldið. Varpaði hún
fram þeirri hugmynd, hvort mis-
gengi sé að myndast annars vegar
á þeirri kröfu til einstaklingsins
um að gera stöðugt upp hug sinn
og meta aðstöðu, eins og felst í
einfaldri og skorinorðri stefnuyf-
irlýsingu Sjálfstæðisflokksins frá
1929 — og hvernig fólk, sem
kemur út úr skólunum til starfa er
í stakk búið til að uppfylla þá
kröfu.
Inga Jóna Þórðardóttir við-
skiptafræðingur ræddi í upphafi
þau tímamót sem Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur á núna, þegar
fimmtíu ár eru liðin frá stofnun
hans. Um hlutverk flokksins í
íslenzkum stjórnmálum og gildi
mikil náttúruharðindi, eru
margar óheillablikur á lofti i
íslenzku þjóðlífi. Duglaus
og sjálfri sér sundurþykk
landsstjórn hefir gersamlega
brugðizt þeim fjölda íslend-
inga, sem tældir voru til
fylgis við hina svokölluðu
verkalýðsflokka með ábyrgð-
arlausum gylliboðum við sið-
ustu kosningar. Verðbólgu-
þróunin er uggvænlegri en
nokkru sinni fyrr. óeirðir á
vinnumarkaði, skæð og lang-
vinn verkföll eru um það bil
að lama helztu atvinnugrein-
ar og stofna tryggum undir-
stöðumörkuðum útflutn-
ingsvöru í voða. Botnlaus
óheilindi kommúnista í
valdaaðstöðu gagnvart lág-
launafólki í landinu hafa
opinberar svo ekki verður
um villzt. Verkalýðshreyfing-
in er höfð að leiksoppi póli-
tískra ævintýramanna.
íslenzku þjóðinni er nú
framar öllu þörf á styrkri og
þess að hann hefur alltaf stuðn-
ingsmenn sem gera sér grein fyrir
mikiivægi samstöðunnar, því fátt
er niðurrifsöflunum, þeim öflum,
sem andsnúin eru frjálshyggju
hættulegra en sameinaður og
sterkur Sjálfstæðisflokkur.
Síðan ræddi hún um síðustu
kosningar og afleiðingar þeirra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gerði
grein fyrir því starfi, sem unnið
hefði verið innan flokksins til að
endurmeta stöðuna og undirbúa
nýja sókn. Mikilvægt væri í því
sambandi að gera sér grein fyrir,
hvort eitthvað það væri í starfi
flokksins, sem gerði hann vanhæf-
ari til baráttu en áður og þá
sérstaklega með tilliti til ungs
fólks. í því sambandi fjallaði hún
um helstu ástæður þess að flokk-
urinn náði ekki nógu vel til ungs
fólks í síðustu kosningum.
í framhaldi af því ræddi hún um
menntamálastefnu undanfarinna
ára og hvernig ungt fólk í dag er
búið undir lífið. Hún sagði
menntakerfið hafa verið of mikið
rekið með jöfnunarstefnu en að
einstaklingurinn sé hafður í önd-
vegi. Allt eigi að steypa í sama
mótið og allur hvati til að skara
fram úr væri burtu tekinn. „Af-
leiðingin er“, sagði Inga Jóna
„óvirkir einstaklingar, sem verða
auðveld bráð niðurrifsafla þjóðfé-
lagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
leggja fram skýra stefnu í sínum
samhentri stjórn sem tekið
gæti á málum af ábyrgð og
festu, er vekti traust al-
mennings. Launa- og kjaram-
álin verða ekki leyst úr þeirri
sjálfheldu, sem þau eru kom-
in í nú, nema stjórnvöld
hafi tiltrú landsmanna til að
leysa hnútinn með þeim hætti
að einn hagnist ekki óhæfi-
lega á kostnað annars. Mál-
efni launamarkaðarins þarf
að taka til gagngerrar end-
urskoðunar með það mark-
mið fyrir augum. Ákvarð-
anir í launa- og kjaramálum
þarf að taka fyrir opnum
tjöldum af réttsýni og heið-
arleik.
Það er erfitt að stjórna á
íslandi í dag. Þjóðin hefir
tapað áttum í gegndarlausri
kröfugerð og kapphlaupi um
verðlausar krónur. Aukin
ábyrgð og tillit til þjóðar-
hagsmuna verður að koma til,
eigi að afstýra frekara
öngþveiti og upplausn í
þjóðfélaginu.
baráttumálum til að ná til ungs
fólks. Þar þarf að draga fram
andstæðurnar í íslenzkum
stjórnmálum, móta stefnu, byggða
á grundvallaratriðum frjálshyggj-
unnar, svo skýra og vel útfærða,
að enginn gangi þess dulinn hver
er munur á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og annarra flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf sí-
fellt að vera viðbúinn breyttum
aðstæðum og geta tileinkað sér
þau vinnubrögð, sem beita þarf
hverju sinni. Við eigum að vera
jákvæð og bjartsýn, því það gefur
okkur baráttuþrekið og kraftinn,
sem þarf.
Við eigum að vekja til virðingar
og reisnar allt það sem er jákvæð-
ast og best í sjálfstæðisstefnunni"
sagði Inga Jóna að lokum.
Glæsilegt boð
Akraneskvenna
Að loknum framsöguerindum
var gert kaffihlé. Sjálfstæðis-
kvennafélagið Báran, Akranesi
bauð til glæsilegs veizluborðs sem
þingfulltrúar kunnu vel að meta.
Eru þeim hér færðar beztu þakkir
fyrir.
Að loknu kaffihléi fóru fram
almennar umræður. Þar tóku til
máls: Áslaug Friðriksdóttir, Ólöf
Benediktsdóttir og Björg Einars-
dóttir. Undir þessum lið var einn-
ig rætt um, hvort stofna skyldi
kjördæmasamtök í Vesturlands-
Landsþing sjálfstæðis-
kvenna, haldið á Akranesi,
27. maí 1979, leggur áherzlu á
þau grundvallarsjónarmið
Sjálfstæðisflokksins, að
draga verði úr ríkisafskiptum
og miðstýringu og færa svo
sem unnt er verkefni frá ríki
til sveitarfélaga og ein-
staklinga. Stórau,kið aðhald
og sparnaður í ríkisrekstri er
markmið, sem stefna þarf að
af fullri alvöru og festu.
Landsþing sjálfstæðis-
kvenna væntir þess, að sá
sóknarhugur, sem nú ríkir inn-
an Sjálfstæðisflokksins muni
í náinni framtíð tryggja
honum aukin áhrif á gang
þjóðmála og mótun nýrrar
stjórnarstefnu, sem leiði þjóð
okkar út úr þeim ógöngum,
sem hún nú er stödd í.
Hugsjónir sjálfstæðis-
stefnunnar, sem byggir á trú
á gildi einstaklingsins, mann-
dóm og mannhelgi, munu enn
sem fyrr reynast heilla-
drýgst íslenzku þjóðinni til
farsældar í nútíð og framtíð.
kjördæmi. Sigurlaug Bjarnadóttir
gerði nokkra grein fyrir þróun
þeirra mála og stofnun slíkra
samtaka í Vestfjarðarkjördæmi.
Nokkrar umræður urðu um stofn-
unina og tóku margir þingfull-
trúar til máls og sýndist sitt
hverjum í upphafi umræðna, en er
málin höfðu verið útskýrð, voru
flestir á einu máli um jákvæði
slíkra samtaka. Fulltrúar Vestur-
landskjördæmis samþykktu síðar
samhljóða stofnun samtaka í
kjördæminu.
Margrét Einarsdótt-
ir kjörin formaður
Að loknum umræðum var geng-
ið til formanns- og stjórnarkjörs.
Skv. lögum sambandsins skyldu
þrjár konur víkja úr stjórn — þær
er lengst höfðu setið. Voru það
þær Geirþrúður Hildur Bernhöft
Reykjavík, Ragnheiður Þórðar-
dóttir Akranesi og Sigurlaug
Bjarnadóttir. Kjörnefnd gerði til-
lögu um Margréti S. Einarsdóttur
sem formann. Ekki komu fram
aðrar tillögur og var Margrét því
sjálfkjörin. Aðrar í stjórn voru
kjörnar: Áslaug Friðriksdóttir,
Reykjavík, Ásthildur Pétursdótt-
ir, Kópavogi, Elín Pálmadóttir,
Reykjavík, Freyja Jónsdóttir, Ak-
ureyri, Halldóra Rafnar, Reykja-
vík, Helga Guðmundsdóttir, Hafn-
arfirði, Ingibjörg Johnsen, Vest-
mannaeyjum, Kristjana Ágústs-
dóttir, Búðardal, Margrét Frið-
riksdóttir, Keflavík, Sigríður Pét-
ursdóttir, Ólafsvöllum, María
Haraldsdóttir, Bolungarvík, Sig-
ríður Guðvarðardóttir, Sauðár-
króki og Þóra Björk Kristinsdótt-
ir, Akranesi. Endurskoðendur
voru kjörnir Jórunn ísleifsdóttir
og Kristín Magnúsdóttir.
Einnig fór fram kosning aðal-
og varamanna í flokksráð.
Nýkjörinn formaður tók til máls
og þakkaði traustið og einnig
Sigurlaugu Bjarnadóttur fráfar-
andi formanni frábært samstarf
og kvaðst ekki eiga eftir að
komast með tærnar þar sem hún
hefði hælana. Margrét vék síðan
nokkrum orðum að störfum Sjálf-
stæðisflokksins og hvatti konur til
aukinnar þátttöku í stjórnmálum.
Að því loknu var gert fundarhlé
og þingfulltrúar gæddu sér aftur á
veizlumat Akraneskvenna. Var
síðan gengið til lokaverkefna
þingsins, afgreiðslu stjórnmála-
ályktunar, sem birt er. hér sér-
staklega.
Sigurlaug Bjarnadóttir fráfar-
andi formaður þakkaði að lokum
fulltiúum og fundarstjóri, Auður
Auðuns, sleit þinginu með nokkr-
um lokaorðum. Flutti hún einnig
kveðjur frá Ragnheiði Þórðardótt-
ur, Akranesi, sem var fjarverandi
vegna veikinda.
Fundarstjórar á þinginu voru
Auður Auðuns, fyrrv. ráðherra og
Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal.
Að þinglokum var farið í skoð-
unarferð um Akranesbæ og ná-
grenni, undir góðri leiðsögn Akra-
neskvenna.
Unnið úr fundargerðum
þingsins F.P.
| „Stóraukið aðhald og sparnaður í
! ríkisrekstri er markmið, sem stefna
| þarf að af fullri alvöru og festu ”