Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
41
félk í
fréttum
+ FRÁ VATIKANINU. — Fyrir nokkru voru 88 nýir kaþólskir prestar frá 14 þjóðlöndum staddir í
Páfagarði, komnir þangað til fundar við Jóhannes Pál II. — Við athöfn í Péturskirkjunni fór siðan
fram vígsla hinna nýju presta, — allra samtfmis. Þeir liggja hér á bæn fyrir framan háaltarið í
helgidómnum.
+ HÉR er borgarstjóri Rómaborgar, Carlo Argan, við opnun
ljósmyndasýningar í borginni. — Borgarstjórinn er sagður vera
mjög áhrifamikill listgagnrýnandi og sem slíkur einn þeirra sem
menn taka hvað mest tillit til suður þar í sólinni.
+ KVENÞJÓÐIN austur í
íran hefur nú fengið nýja
fyrirskipun frá hinum is-
lömsku stjórnvöldum. —
Það stríðir gegn trúnni að
konur fari á snyrtistofur
sem karlar reka. Því hefur
írönskum konum verið
bannað að fara á þessa
hárgreiðslu- og snyrtistof-
ur. — Talsmaður stjórnar-
innar hefur sagt við frétta-
mann Reutersfréttastof-
unnar að brátt muni að því
reka að konum verði líka
bannað að fara á kjóla-
saumastofur, ef þar eru
einhver karldýr að verki,
— Einnig það er sam-
kvæmt trúarbrögðunum
með öllu ósæmilegt. Það
brýtur í bága við Kóran-
inn að konur sýni öðrum
karlmönnum hár sitt en
eiginmanni eða að viðkom-
andi karlmaður sé þá mjög
náið skyldmenni.
+ HÉR mætast þau í
fyrsta skipti eftir
stjórnarskiptin í Bret-
landi, Margaret Thatcher
forsætisráðherra og Giulio
Andreotti forsætisráð-
herra Ítalíu. — Með að-
stoð tulka ræddust þau við
f fullar tvær klukkustund-
ir. — Hafði hinn lang-
reyndi ítalski stjórnmála-
maður látið þau orð falla
um „Möggu“ Thatcher að
hún væri viljasterk kona,
gædd persónuleika, sem
myndi ekki síður njóta sín
á útivelli en heimavelli,
eins og fótboltamenn kalla
það.
Kópavogskaupstaiur G!
1 -...... ZWj
Tilkynning
um
bann við hunda-
haldi í Kópavogi
Að gefnu tilefni vill Heilbrigðisnefnd Kópavogs vekja
athygli íbúa staöarins á aö hundahald er bannaö í
Kópavogi, nema meö sórlegu leyfi bæjarstjórnar,
samanber sampykkt um bann við hundahaldi í Kópavogi
frá árinu 1975.
Bæjarstjórn er heimilt aö veita undanþágu, aðeins í
eftirgreindum tilfellum:
1. Ef lögregluyfirvöld eöa Dómsmálaráöuneyti sækja um
leyfi til aö halda hund vegna löggæslustarfa.
2. Ef blindir menn sækja um leyfi til aö halda hund sér til
leiðsagnar.
3. Ef sótt er um leyfi til að halda hund fyrir fólk meö sálræn
vandamál og fyrir liggur umsögn læknis og félags-
ráögjafa.
Þaö er pví hér meö lagt fyrir alia pá sem eru meö hunda í
leyfisleysi aö fjarlægja pá úr Kópavogi hiö fyrsta — enda
mega peir sem brotlegir eru, búast viö að gengið veröi
fram í pví, meö öllum tiltækum ráöum, aö framfylgja
reglum er petta mál varðar.
Heilbrigöisnefnd Kópavogs.
Lærið
véiritun
Ný námskeiö hefjast priöjudaginn 3. júlí.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.
VélritunarskQlinn
Suöurlandsbraut 20
Eigendur Skoda og
Alfa Romeo bifreiða
Verkstæöi vort veröur lokaö frá 23.
júlí — 20. ágúst vegna sumarleyfa.
JÖFUR HF.
Auðbrekku 44—46. Kópavogi.
Lansing Bagnall
Rafmagnslyftarinn sem
er jafvígur úti og inni.
Lansing FOER 14/2.0-
2.5-3.0-3.5 tonn.
* í fiskvinnsluna
* í saltfiskinn
* í vöruafgreiósluna
, Véladeild
t Sambandsins
Ármula 3 Reyhiavik Simi 38900