Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
47
Líkneskið f rá því
f yrir víkingaöld?
Óslo. 2. júli. Frí frétta-
ritara Mbl.. Jan Erik Laure.
GUÐALÍKNESKI sem fannst í
húsgrunni í Noregi fyrir nokkru
er talið vera frá því fyrir vík-
ingaöld og jafnvel 2.000 ára
gamalt, að því er rannsóknir
hafa leitt í ljós.
Líkneskið er skorið út í tré og
sýnir skeggjaðan mann með bros á
vör. Fannst það er verið var að
grafa húsgrunn í Östfolk. Reynt
verður á næstunni að ákvarða
aldur líkneskisins nákvæmar með
nýjum rannsóknum.
Hringurinn þreng-
ist í Haig-tilræðinu
BrllHsel, 2. júlí. AP.
BELGÍSKA fréttastofan Belga
skýrði frá því í dag að lögreglu-
menn, sem vinna að rannsókn á
morðtilrauninni á Alexander
Haig, yfirmanni hers Atlants-
hafsbandalagsins, hafi látið
gera teikningar a þremur
grunuðum tilræðismönnum, en
meðal þeirra er ein kona. Juli-
en Popijn dómari, sem hefur
yfirumsjón með rannsókninni á
tilræðinu, sem gert var fyrir
viku, vildi hvorki játa né bera
til baka frásögn
fréttastofunnar.
Haig hershöfðingi slapp
ómeiddur þegar fjarstýrð
sprengja sprakk undir ræsi í
bænum Obourg rétt er hann ók
yfir ræsið í bifreið sinni.
Skammt frá ræsinu fannst lítil
talstöð, og segir lögreglan tækið
hafa verið keypt í Antwerpen
14. maí. Kaupandinn gaf upp
nafnið Jorgen Lesley, sem lög-
reglan segir ekki hans rétta
nafn. Nú hafa þrenn samtök lýst
sig ábyrg fyrir tilræðinu, síðast
bættust í hópinn samtök er
kenna sig við Andreas Baader,
rauða skæruliðann frá Vest-
ur-Þýzkalandi. Sendu samtökin
bréf til dagblaðsins Frankfurter
Rundschau þar sem þau segjast
hafa valið Haig hershöfðingja
vegna þess að hann væri fulltrúi
bandarískrar hernaðarstefnu.
Þótt bréf þetta sé bersýnilega
frá Baader-samtökunum, efast
lögreglan um að Vestur-Þjóð-
verjar hafi staðið að tilræðinu.
Mynd þessi var tekin í spænsku vínborginni Valdepenas þar sem að minnsta kosti 24 manns fórust í flóðum
á sunnudag. Verið er að leita í rústunum að fleiri líkum.
Flóð á Spáni
ValdepenaN, Spáni,
2. júlí. AP.
FLÓÐBYLGJA féll á vínbæinn
Veldepenas í miðhéruðum Suð-
ur-Spánar á sunnudag, og fórust
að minnsta kosti 24 manns. ótt-
ast yfirvöld að fleiri hafi farizt
og líkin grafizt undir rústum og
leðju.
hús hrundu, og nærri tveggja
metra djúpt vatn var sumsstaðar í
bænum. Hundruð nautgripa hafa
einnig drukknað, og miklar
skemmdir orðið á vínerkum. Er
Vopn til Líbýu fyr-
ir4.100 milljarða
New York, 2. Júlí. AP.
BANDARÍSKA vikuritið
Newsweek hefur það eftir
Moammar Khadafy forseta
Líbýu að stjórn hans sé að
kaupa gífurlegt magn vopna
frá Sovétríkjunum. Segir viku-
ritið að Khadafy sé að gera
Líbýu að meiriháttar vopna-
búri Sovétríkjanna við Miðjarð-
arhaf.
Newsweek segir að fyrir árs-
lok 1980 verði Sovétríkin búin að
afgreiða til Líbýu 400 herþotur
og um tíu þúsund brynvagna,
þar af 3.000 skriðdreka. Fyrir
vopnin er áætlað að Líbýa verði
að greiða um 12 milljarða doll-
ara (rúmlega 4.100 milljarða
króna).
Newsweek bendir á að um
miðjan næsta áratug verði svo
komið að Sovétríkin verði orðin
háð innflutningi á olíu, og yfir-
völd í Moskvu vilji bersýnilega
tryggja aðstöðu sína í Araba-
ríkjunum til að eiga aðgang að
olíuinnflutningi þaðan.
„Það er nokkuð ljóst hvað
Moskva ætlar sér að vinna með
samvinnu við Líbýu,“ segir
Newsweek. „Afskiptasemi
Khadafys þjónar tilgangi ráða-
manna í Kreml gagnvart mörg-
um þeim ríkjum, þar sem til
átaka hefur komið, en Sovétrík-
in vilja ekki óhreinka hendur
?ínar með beinum afskiptum."
Hitabylgja
Islamabad. Pakiatan. 2. júll. AP.
ALLS hafa 66 manns látizt und-
anfarna viku í Pakistan vegna
mikilla hita. Hitabylgja hefur
gengið yfir mið-héruð Pakistans,
og hefur hitinn komizt upp í 47,5
gráður á Celsius.
Heimsókn hermanna
Hitlers vekur óhug
Óaló. 2. júlf.
Frá fréttaritara Mbl.,
Jan Erik Laure.
HEIMSÓKN nokkurra Austur-
rfkismanna til Finnmerkur,
nyrsta fylkis Noregs, hefur
vakið mikla reiði í Noregi.
Austurríkismennirnir voru her-
menn í herjum Hitlers á stríðs-
árunum og eru þeir nú í hóp-
ferð um gamla vígvelli til að
rifja upp minningar úr seinni
heimsstyrjöldinni.
Austurríkismennirnir sem nú
eru 60—70 ára, voru í hersveit-
um er töpuðu orrustu við
Murmansk í Sovétríkjunum.
Þegar ósigur blasti við hopuðu
sveitirnar og héldu til Finn-
merkur og á undanhaldinu
eyddu menn Hitlers öllu sem
fyrir var, brenndu m.a. heilu
bæina til grunna.
Það varð aðeins til að auka á
óánægju manna er sveitar-
stjórnin í Suður-Varanger hafði
boð inni fyrir Austurríkismenn-
ina. Forvígismaður héraðsins
sagði að hermönnunum hefði
verið haldið boð þar sem mikill
útflutningur á málmum væri frá
héraðinu til Þýzkalands, og þrátt
fyrir allt væri langt um liðið frá
stríðinu. Hann bætti því við að
margir hermannanna hefðu
skýrt frá því að þeir hefðu ráðist
í ferðalagið með blendnum hug.
Vændiskonur til hjálpar
Strasbourg, Frakklandi. 2. júlí. AP.
VÆNDISKONUR í Stras-
bourg haía safnað rúm-
lega 20.000 frönkum
(rúmlega 1.600.000 krón-
um) frá því þær ákváðu í
fyrri viku að hefja söfnun
til aðstoðar víetnömsku
flóttafólki, og stallsystur
þeirra í tveimur öðrum
frönskum borgum hafa
ákveðið að taka þátt í
söfnuninni.
Þetta er haft eftir einni
þeirra um 100 vændis-
kvenna, sem vitað er að
starfa í Strasbourg. Hún
gengur undir nafninu Ida,
og hún hafði forgöngu um
að hefja söfnunina á
þriðjudag í fyrri viku, til að
„koma í veg fyrir nýja
útrýmingarherferð" og
„vegna þess að við viljum
taka þátt í gagnkvæmri
hjálparstarfsemi í heimin-
um,“ eins og hún orðar það.
„Við erum mannlegar,"
segir Ida, „jafnvel þótt
margir fordæmi starf okk-
ar, við höfum tilfinningar
eins og allir aðrir, og við
fordæmum mannlegar
þjáningar.“
Þegar Ida hóf söfnunina
lagði hún til að hver stall-
systra hennar gæfi 50—100
franka til „víetnamskra
kvenna og barna í nauð“, og
afhenti Rauða krossinum
upphæðina. Benti Ida á að
ef hver einasta vændiskona
í Frakklandi legði fram 50
franka, gæti margt gott af
því leitt, en talið er að um
70 þúsund vændiskonur séu
í Frakklandi.
Urhellisrigning skall á um há-
degið, þegar flestir bæjarbúar
sátu að hádegisverði. Rúmlega 50
heildartjónið af flóðinu lauslega
áætlað einn milljarður peseta (um
5,2 milljarðar ísl. króna).
Veður
víða um heim
Akureyri 7 skýjaö
Amsterdam 22 ekýjað
AÞena 35 heiöakirt
Barcelona 21 alakýjaö
Berlín 15 akýjað
Brussel 23 skýjað
Chicago 26 heiðskirt
Franklurt 18 skýjað
Genf 19 ekýjaó
Helsinki 17 heióakirt
Jerúsalem 26 heióskirt
Jóhannesarborg 17 lóttskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað
London 18 skýjaó
Loa Angeles 24 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Malaga 29 lóttakýjað
Mallorca 18 rigning
Miami 30 akýjað
Moskva 21 akýjað
New York 26 skýjað
Osló 19 haiðskfrt
Part's 19 skýjað
Reykjavík 10 akýjað
Rio Da Janeiro 25 skýjað
Rómaborg 32 akýjað
Stokkhóimur 19 skýjað
Tel Aviv 29 heiðskfrt
Tókýó 32 heiðskírt
Vancouver vantar
Vínarborg 23 skýjað
Tryggðir fyrir Skylab
San Francisco, 2. júlí. AP.
BLAÐIÐ San Francisco Chron-
icle (SFC) hefur heitið áskrifend-
um sínum allt að tveggja milljón
dollara tryggingu vegna skaða af
völdum braks úr Skylab-geimvís-
indastöðinni. sem vísindamenn
telja að falli til jarðar 12. júlí
næstkomandi.
Þeir sem greitt hafa áskrift sína
að fullu fram til þess tíma er
Skylab fellur til jarðar geta gert
tilkall til bótanna. Einnig hefur
blaðið hvatt aðra til að kaupa sér
áskrift að blaðinu til að tryggja
sér rétt til bótanna.
Samkvæmt frétt í SFC fer það
eftir hversu alvarleg örkuml hljót-
ast af slysinu og hversu miklar
skemmdir verða á eignum hverjar
bæturnar verða, en lágmarks-
upphæð fyrir hvorn flokk er
100.000 dollarar.
Fyrir réttri viku bauð helzti
Met í sniglaáti
Pont-a-Mou88on. Frakklandi.
2. júlí. AP.
MARC nokkur Quinquadon frá
franska bænum Buillonville setti
á sunnudaginn nýtt heimsmet í
sniglaáti þegar honum tókst að
gleypa 144 Gastropoda-snigla á 11
mínútum og 30 sekúndum. Fyrra
metið átti frú Nicky Bove, sem í
apríl 1974 gleypti 124 stykki á 15
mínútum.
keppinautur SFC, San Francisco
Examiner, 10.000 dollara þeim er
fyrstur yrði á ritstjórn blaðsins
pieð brak úr Skylab.
Upp komast
svik um síðir
Ósló. 2. júl(.
Frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Laure.
KOMIÐ hefur verið upp um
35 ára mann sem sveik
286.400 þúsundir norskra
króna út úr banka í Ósló með
einu símtali.
Maðurinn hringdi í bankann
og sagðist vera forstjóri fyrir-
tækis sem átti reikning í bank-
anum. Bað maðurinn um að
lagðir yrðu peningar inn á
reikning í öðrum banka, en
þann reikning stofnaði hann á
nafni kunningja síns og hafði í
þeim tilgangi áður stolið skil-
ríkjum hans.
Svindlarinn tók peningana
út í tvennu lagi eins og ekkert
væri. Það var svo þegar hann
m.a. keypti nýjan bíl fyrir
stolna féð, að grunsemdir
vöknuðu hjá kunningja hans,
sem skrifaður var fyrir reikn-
ingnum. Kunninginn skýrði
lögreglu frá grunsemdum sín-
um og komst þá upp um svikin.