Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 Verður Jóni Ásgeirs- syni boðið starf út- varpsfréttamanns? LAGÐAR voru fram á fundi útvarpsráðs í gær umsóknir um starf fréttamanns við hljóðvarp- ið, en umsóknarfrestur er nýlega útrunninn. Fimm sóttu um starfið: Benedikt Jónsson, Hildur Bjarnadóttir, Hjálmar Sverris- son, Hörður Þ. Ásbjörnsson og Kristinn Björnsson. Útvarpsstjóri lagði fram þessar umsóknir, en þær voru ekki rædd- ar á fundinum og ákvörðun um ráðningu frestað. Samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. hefur aflað sér er uppi sú hugmynd að bjóða Jóni Ásgeirssyni starf fréttamanns. Jón hefur sem kunnugt er gegnt starfi ritstjóra Lögbergs-Heims- kringlu í Kanada en er væntanleg- ur heim á næstunni. Þykir rétt að Hermann Gunnarsson gegni áfram starfi Jóns sem íþrótta- fréttamaður, en Jóni verði boðin staða almenns fréttamanns enda sé hann hæfur og góður starfs- maður á því sviði einnig. Metrigning í Kvískerjum: Jafngildir nœr árs- úrkomu í Bárðardal EKKI vantaði nema 90 millimetra uppá til þess að sólarhringsúrkoman í Kvískerjum í öræfum um helgina jafngilti ársúrkomunni að Mýrum í Bárðar- dal, sem er „þurrasti“ mælingastaðurinn á Islandi. Úrkoman í Kvískerjum frá klukkan níu á sunnudags- morguninn til jafnlengdar á mánudag mældist 247,7 milli- metrar, sem er það mesta sem mælst hefur hér á landi á einum sólarhring. Ársúr- koman að Mýrum er að meðaltali 338 millimetrar og við Mývatn er ársúrkoma að meðaltali 400 millimetrar. Fyrra regnmet var 233,9 millimetrar, en það mældist á Vagnstöðum skammt frá Kvískerjum í febrúar 1968. Til skýringar skal þess getið að 247,7 millimetra regn jafngildir 25 sentimetra vatnshæð ef vatnið sigi ekki niður eða gufaði upp. Athugasemdir við um- mæli í útvarpsþætti Á FUNDI útvarpsráðs í gær gerði Eiður Guðnason athugasemd við ummæli Péturs Guðjónssonar er Stirðar gæftir frá Sandgerði Sandgerði, 2. okt. UM siðustu helgi lönduðu í Sandgerði fjórir loðnubátar 2.200 lestum af loðnu og hefur þá verið landað hér alls 5.300 lestum af sumarloðnu og hef- ur bræðsla gengið vel. Gæftir hjá fiskibátunum hafa verið mjög stirðar að undanförnu og afli þeirra frek- ar tregur, en rækjubátarnir hafa aftur á móti aflað vel þegar þeir hafa komist á sjó. Eru þeir búnir að fá um 500 af þeim 700 lestum, sem heimilað var að veiða. Fréttaritari Olíuviðskiptanefnd fékk greinar- gerð um viðræðurnar í Moskvu „VIÐ munum næstu dagana skipuleggja okkar starf og hafa samband við þá aðila erlendis, sem við viljum ræða við,“ sagði Jóhannes Nordal formaður olíu- viðskiptanefndar, er Mbl. spurði hann um fund nefndarinnar í gær, sem var sá fyrsti eftir að viðskiptaráðherra fól nefndinni að hefja starf að nýju. Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu kom á fundinn og gerði nefndarmönnum grein fyrir viðræðunum í Moskvu í síðustu viku. Myndin var tekin á fundinum í gær: f.v. Geir H. Haarde ritari nefndarinnar, Björgvin Vilmundarson, Ingi R. Helgason, Jóhannes Nordal, Þór- hallur Ásgeirsson, Kristján Ragnarsson og Valur Arnþórsson. 99 Dæmi til þess að fólk hafi orðið fyrir þungum búsif jiun vegna þess að ábyrgðartryggingar hrökkva hvergi til 99 hann flutti í þættinum Um daginn og veginn sl. mánu- dagskvöld og taldi þau óviðeigandi með tilliti til væntanlegs framboðs Al- berts Guðmundssonar við forsetakosningar. Sagði Eiður það skoðun sína að þátturinn væri ekki vettvangur fyrir framboðs- ræður og hefði forseta ís- lands og raunar hlustendum öllum verið sýnd ókurteisi með þessum ummælum. Fleiri útvarpsráðsmenn tóku undir athugasemdir Eiðs. „Við þekkjum dæmi þess, að vísu ekki mörg, að fólk hafi orðið fyrir þungum búsifjum, vegna þess að ábyrgðartryggingarupp- hæðin hefur hvergi hrokk- ið til við tjónagreiðslur. Þess vegna liggur í augum uppi að upphæð ábyrgð- artrygginga er of lág í dag og breytinga er þörf hið fyrsta,“ sagði Runólfur Þorgeirsson hjá Sjóvá- tryggingafélagi íslands í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur álits á tillögu forstöðumanns Tryggingaeftirlits ríkisins að hækka ábyrgðartrygg- ingarupphæðina úr 24 milljónum, eins og hún er í dag, í 240 milljónir króna. „Við hjá tryggingafélögunum studdum að vísu ekki tillögu for- stöðumannsins á sínum tíma og töldum rétt að ganga ekki svo langt í einu skrefi. Okkar tillaga var því sú, að hækka upphæðina upp í 120 milljónir króna. Tilfinning okkar var sú að hvorki neytendur né ríkisvald- ið gætu sætt sig við svo mikið stökk, þó svo að slík hækkun hefði aðeins í för með sér nokkurra prósentustiga hækkun fyrir neytendur. Það er og ljóst að það verður að taka þessa upphæð til endurskoðunar mun oft- ar en nú er gert og einnig að það sé gert með lengri fyrirvara. Sem dæmi um það má nefna að það tekur oft 3—5 ár að koma mali í gegn og þá eru krónurnar orðnar að aurum eða einhverju minna. Þegar síðast var hækkað úr 12 milljónum upp í 24 milljónir var nýja upphæðin orðin úrelt við gildistöku," sagði Runólfur ennfremur. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu féllst ríkisvaldið ekki á neina hækkun þegar málið kom til umfjöllunar s.l. vor, en samkvæmt lagaákvæðum hefur dómsmálaráðherra heimild til þess að hækka upphæðina til jafns við verðlagsþróun á hverjum tima. Það var ekki gert. Söltunarsíld tíl Eskifjarðar Esldflrði, 2. október. FYRSTA söltunarsildin kom hingað til Eskifjarðar í dag og var það vélskipið Skúmur, sem kom með 550 tunnur af rekneta- síld. Síldin er að hluta til söltuð hjá Söltunarstöð Friðþjófs, en um 200 tunnur verða frystar hjá Hraðfrystihúsi Eskif jarðar. Áður hefur nokkurt magn af sild verið fryst, en það hefur einkum veiðst i Reyðarfirðinum. Afli hefur verið góður hjá línu- bátum þegar gefið hefur á sjó og þeir komist upp í 9 lestir í róðri. Loðnu er landað daglega eftir því sem rými losnar og í dag lönduðu Gísli Árni og Súlan, báðir bátarn- ir með fullfermi. — Ævar Nýtt Votaberg til Eskifjarðar Kskiflrði, 2. október. UM helgina bættist nýtt fiskiskip totann hér á Eskifirði og heitir það Votaberg SU 14, 134 lesta stálskip, keypt frá Hornafirði. Gamla Votaberginu hefur nú verið sökkt í hafdjúpið, en það skemmdist svo í árekstri á miðun- um í sumar að ekki var talið fært að gera við það aftur. Votabergið nýja fer nú til síldveiða með nót. Eigendur eru hlutafélagið Aust- firðingur og skipstjóri er Friðrik Rósmundsson. Skipið hét áður Jón Helgason SF 14. — Ævar Bókaflóðið hafið: Skáldsaga eftir Indriða G. og margar aðrar nýjar íslenskar skáldsögur eru væntanlegar MARGAR nýjar bækur eru vænt- anlegar á markaðinn nú fyrir jólin eins og undanfarin ár, eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær. Hefur þegar verið skýrt frá nokkrum væntanlegum og nýútkomnum bókum nokk- urra forlaga, og gær leitaði Morgunblaðið einnig til AI- menna bókafélagsins, Prent- verks Odds Björnssonar og Arn- ar og Örlygs og spurðist fyrir um nýjar bækur. Örlygur Hálfdánarson hjá Erni og Örlygi sagði að langstærsta bók forlagsins í ár yrði Ferðabók Stanleyleiðangursins 1789, í þýð- ingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Bókin segir frá leiðangri um ísland í kjölfar Móðuharðind- anna, og er hún prýdd mörgum myndum frá ferðinni. Kemur bók- in í nokkurs konar framhaldi af fyrri ferðabókum sem forlagið hefur gefið út. Þá er væntanleg bókin Misjöfn er mannsævin, þriðja bókin í flokki um hernáms- árin, rituð undir dulnefni; enn má nefna bókina Forn frægðarsetur eftir Ágúst Sigurðsson á Möðru- völlum, önnur bókin undir því heiti; skáldsaga eftir nýjan höf- und, Grétar Birgis, Skellur á skell ofan, reykvísk skáldsaga; þá eru væntanlegar tvær bækur um fé- lagsleg og pólitísk efni, annars vegar Islandspólitík Dana 1913 tii 1918, og hins vegar Uppreisn frá miðju eftir þrjá danska höfunda sem kynnt hefur verið hér á landi, og að síðustU má nefna bók um yoga sem koma mun út.nú fyrir jól. Frá Almenna bókafélaginu eru einnig væntanlegar fjölmargar bækur samkvæmt upplýsingum Brynjólfs Bjarnasonar, svo sem ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson er nefnist Unglings- vetur; ný skáldsaga eftir Magneu Matthíasdóttur, Göturæsis- kandídatar; ævisaga Agnars Kofoed-Hansen er væntanleg, Á brattann nefnist hún og er skráð af Jóhannesi Helga; Ævisaga Rögnvalds Sigurjónssonar, Píanó- leikur, er ennfremur væntanleg og nefnist hún „Með lífið í lúkun- um“ en höfundur er Guðrún Egilson; og enn má nefna Guð- mund G. Hagalín sem ritar indriði G. Þorsteinsson. Guðmundur G. Hagalin. síðustu bók ævisögu sinnar, Þeir vita það fyrir vestan, en hún segir frá ísafjarðarárum skáldsins. Prentverk Odds Björnssonar gefur einnig út fjölda bóka, og að sögn Geirs S. Björnssonar eru þessar helstar: Hofdala-Jónas, sjálfsævisaga Jónasar Jónassonar frá Hofdölum í Skagafirði, skráð af Hannesi Péturssyni og Krist- mundi Bjarnasyni frá Sjávarborg; sjálfsævisaga Friðriks Hall- grimssonar frá Úlfsstaðakoti, Margslungið mannlíf; ævisaga Árna Björnssonar tónskálds, Lífsfletir, skráð af Birni Haraldssyni; tvær íslenskar skáldsögur eru væntanlegar frá POB, eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur, Síðasta baðstofan og Sumar við sæinn eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, og enn má nefna nokkrar þýddar skáldsögur sem væntanlegar eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.