Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 3

Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 3 Lítum enn á Flugfélag íslands sem viðsemjanda segir varaformaður FÍA —VIÐ fáum ekki séð að sú fullyrðing Sigurðar Helgasonar forstjóra í Mbl. fái staðist að Flugleiðir hafi yfirtekið öll málefni Flugfélags íslands og Loftleiða þar sem ekki hefur verið gengið frá því við okkur að Flugleiðir fari með samningamál okkar. og lítum við enn á Flugfélag íslands sem viðsemjanda okkar, sagði Hallgrímur Jónasson varaformaður Félags ísl. atvinnuflug- manna í samtali við Mbl. í gær. —Þá finnst okkur rétt að minna á að á þessum tímamótum, eins og forstjórinn talar um, eru 9 flug- menn frá okkur að hætta og er það bein afleiðing þeirrar þjónustu- skerðingar, sem fyrirhuguð er af hálfu fyrirtækisins. Þess má Þó geta að verðlagsnefnd getur haft áhrif á þessa þjónustuskerðingu Eldur laus í loðnubáti SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var í gærmorgun kvatt að loðnubátnum Keflvíkingi þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey. Var eldur laus frammi í ibúðum skipverja. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og urðu ekki ýkja miklar skemmdir á bátnum að sögn slökkviliðsins. Fóru slökkviliðsmenn niður í íbúð- irnar með reykgrímur. og þar með atvinnu þessara manna þegar hún nú tekur fyrir beiðni félagsins um fargjalda- hækkun á innanlandsleiðum, sem lögð hefur verið fyrir og ef hún leyfir þá hækkun, sem nauðsynleg er talin til að fyrirtækið geti starfað óbreytt áfram. Þá sagði Hallgrímur að FÍA hefði í samvinnu við þá 9 flug- menn sem hættu störfum hinn 1. október sl. leitað nokkuð eftir atvinnumöguleikum erlendis og væri í athugun atvinna fyrir þá í Líbýu og hjá bresku flugfélagi, en ekkert væri enn ákveðið í þeim efnum. INNLENT Bundið slitlag á Garðskagaveg GarAl, 2. október. NÚ er verið að ljúka við að leggja bundið slitlag á Garðskagaveg, þ.e. veginn milli Garðs og Sand- gerðis. Er þá lokið við að olíu- bera hringveginn milli Garðs, Sandgerðis og Keflavikur. Það er Loftorka sf. sem staðið Loðnan í feluleik SVO virðist sem loðnan hafi stungið sér eða farið í feluleik á miðun- um úti af Kolbeinsey og frá því síðdegis á mánu- dag þar til síðdegis í gær tilkynntu aðeins 5 skip um afla til loðnu- nefndar. Allmörg skip eru þó á miðunum. Á mánudag tilkynntu 6 skip um afla til loðnunefndar, alls 4060 lestir. Tvö síðustu skipin þann daginn voru Harpa með 640 og Arnarnes með 600 lestir. Þar til síðdegis í gær bættust þrjú skip við; Örn 560, Sæberg 530, Þórshamar 550. Þess mafgeta að upp úr Eld- borginni, sem landaði í Hafnar- firði á mánudagskvöld, mældust 1625 tonn, en það er stærsti farmur, sem íslenzkt loðnuskip hefur fengið. hefir að lagningu olíumalarinn- ar. í fyrra voru veittar 40 milljónir til framkvæmda við veginn og var hann þá undirbyggður og þannig ekið á honum í vetur og vor en þá hófust framkvæmdir að nýju og var vegurinn þá réttur af og fínpússaður. Nokkuð hefir dregist að olíumölin væri lögð á veginn og er það trúlega vegna anna hjá verktakanum. Á næsta ári hefir verið ákveðið að setja 16 milljónir í frágang vegarins eða réttara sagt nágrenni hans. Að þessum framkvæmdum loknum á að olíubera spotta út á Stafnes sem er um 1200 metrar en hann var einnig undirbyggður í fyrra. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá rekstrarstjóra Vegagerðarinn- ar á Suðurnesjum, Eyvindi Jónas- syni. Fréttaritari Vél af gerðinni Skyvan er Arnarflugsmenn skoðuðu í gær þarf stutta flugbraut, en vélar þcssar eru framieiddar hjá Shorts í Belfast. Ljós. Ól.K.M. Amarflug: Leitar eftir kaupum á flug- vélum til innanlandsflugs ARNARFLUG íhugar um þessar mundir kaup á flugvél tii að annast innanlandsflug félagsins. Var forráðamönnum félagsins sýnd í gær vél sem framleidd er hjá Shorts í Belfast og nefnist Skyvan. Að sögn Stefáns Halldórssonar hjá Arnarflugi getur vél þessi hafið sig til flugs á um 300 m langri braut og tekur 19 farþega með farangri. Stærsti kostur vél- arinnar sagði hann að væri stórar vörudyr að aftan og mætti jafnvel ; aka bílum inn í vélina. Ný kostar þessi vél kringum 500 milljónir króna, en Stefán sagði að hug- mynd Arnarflugs væri að fá keypta notaða vél. Þá sagði Stefán að skoða ætti einnig vél af gerðinni Twin Otter, sem tekur 19 farþega, sams konar vél og Vængir notuðu. Færu næstu daga menn til Kanada til að skoða notaðar vélar af þessari gerð, en nýjar kosta þær svipað og Skyvan vélin og eru svipaðar henni. Þriðja vélin, sem til greina hefur komið, er áströlsk 17 far- þega af gerðinni Nomad og kostar hún tæpar 300 milljónir ný. Sagði Stefán að stefnt væri að því að félagið hefði til umráða nýja vél af einhverri framangreindra gerða, leigða eða keypta eftir um það bil mánuð, en síðan myndi önnur bætast við bráðlega. Fjórir flugmenn, sem störfuðu hjá Vængjum vinna nú hjá Arnar- flugi og sinna innanlandsfluginu. Þotur félagsins hafa verkefni til 1. desember, önnur hjá brezku flugfélagi, en hin við Ameríkuflug Flugleiða og kvað Stefán óráðið með verkefni eftir þann tíma, en verið væri að kanna þau mál. Svo sem Mbl. skýrði frá í sumar var 4 flugmönnum og 4 flugvélstjórum sagt upp störfum frá 1. október. Tveir flugmannanna voru ráðnir áfram til áramóta og einn flugvél- stjóranna, en þrír þeirra fengu starf sem flugvirkjar. Þá hefur verið sagt upp 7 af 11 fastráðnum flugfreyjum félagsins, en Stefán kvað uppsagnirnar verða aftur- kallaðar ef útséð væri um frekari verkefni fyrir þoturnar. Erlendu flugmennirnir sýna forráðamönnum Arnarflugs vélina, en á henni eru stórar vörudyr að aftan. Húsnæðislán miði við fjöl- skyldustærð og staðalíbúð Km-gjald hækkar Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur reiknað út nýtt km-gjald, sem gildir frá 1. október. Fyrir fyrstu 10 þúsund km. greiðist nú almennt gjald 102 krónur á hvern ekinn km. sérstakt gjald 115 krónur fyrir hvern ekinn km. og jcppagjald 143 krónur fyrir hvern ekinn km. Hækkun gjaldsins, sem síðast breyttist hinn 1. ágúst, er að meðaltali um 5,6%. Almenna gjaldið er fyrir akstur í þéttbýli, sérstaka gjaldið fyrir akstur í strjálbýli og jeppagjaldið er eins og nafnið bendir til fyrir akstur um torfærur. SAMKVÆMT stefnumótun í hús- næðismálum sem Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra og Georg Tryggvason aðstoðarmaður hans kynntu blaðamönnum á blaðamannafundi í gær er um að ræða allmiklar breytingar á skip- an húsnæðismála, en frumvarp þar að lútandi er nú tilbúið ásamt reglugerðum og verður það væntanlega lagt fyrir alþingi skjótt eftir setningu. Stefnumótun- in er afrakstur nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði s.l. haust og nefndar sem fyrrverandi félagsmálaráðherra hafði skipað og eru hugmyndirnar í hinni nýju stefnumótun byggðar á nefnda- starfi undanfarinna ára. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblað- inu miða þessar hugmyndir við það að húsnæðismálalán sé árið 1980 orðið 80% af byggingarkostn- aði samkvæmt ákveðinni viðmiðun og útreikningi. Er þá miðað við að 10% lánsins verði afgreitt 3 mán- uðum cftir að botnplata er full- gerð, síðan 30% þegar húsið er fokhelt eða þar um bil og 40% þegar það er tilbúið undir tréverk. Þessar hugmyndir miðast við það að byggja upp sjóðinn, en ofbjóða þó ekki greiðslugetu almennings, sagði Georg Tryggvason. Samkvæmt útreikningum við undirbúning málsins er miðað við verðtryggingu og 3,5% vexti og Magnús H. Magnússon lánstími sé 21 ár. Skammtímalán vegna sérþarfa m.a. verði hins vegar vaxtalaus. Samkvæmt út- reikningunum verða afborganir hlutfallslega minni fyrstu árin miðað við afborganir samkvæmt núgildandi reglum, en mjög svipað- ar þar eftir. Stefnumótunin miðar við breyt- ingu á skipulagi húsnæðismála- stofnunar, breytingu á heildar- skipulagi verðlánakerfi hins opin- bera, að ákvörðun lánsfjárhæðar breytist þannig að ekki sé miðað við sömu lánsupphæð til allra heldur sé miðað við raunverulega lánsfjár- þörf miðað við fjölskyldustærð og þeir sem vilja byggja stærra geta það en njóta lánsmöguleika miðað við fjölskyldustærð. Þá er miðað við að árið 1980 verði lánshlutfallið 30% af byggingarkostnaði en hækki síðan um 5% á ári þar til það nær 80%, en til þess að þessu markmiði verði náð þarf aukningu framlaga og lána til byggingarsjóðsins, en ríkisstjórnin mun ábyrgjast þá aukningu. Útlánaflokkar Byggingarsjóðsins verða 9 talsins, almenn nýbygging- arlán til einstaklinga, lán til bygg- ingar stofnana eða heimila, sérstök viðbótarlán til einstaklinga með sér þarfir, lán til kaupa á eldra hús- næði, en síðan Gunnar Thoroddsen stórhækkaði þau lán fyrir liðlega ári hefur þróunin orðið sú að tæpum fjórðungi allra útlána Bygg- ingarsjóðs ríkisins er varið til kaupa á eldra húsnæði. Þá er flokkur sem tekur til lána vegna viðhalds, endurnýjunar eða stækk- unar á eldra húsnæði, lán til orkusparandi breytinga á húsnæði, lán til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis, lán til tækninýjunga í byggingariðnaði og lán til fram- kvæmdaaðila í byggingariðnaði. Lánveiting skal miðuð við það að húsnæði það sem umsækjandi byggir eða kaupir sé ekki meira en 20% umfram stærðarmörk þeirrar staðalíbúðar sem hæfir hans fjöl- skyldustærð og að umsækjandi eigi ekki íbúðarhúsnæði fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.