Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 5 Listahátíð Reykjavíkur 1980: Þrír íslenzkir listamenn útvaldir til að vinna að gerð listaverka ÞRÍR islenzkir listamenn, Guð- bergur Bergsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Gunnar Reynir Sveinsson hafa verið útvaldir af framkvæmdanefnd listahátíðar Reykjavikur 1980, til að vinna að gerð iistaverka á sýninguna. Laun hvers listamanns hafa ver- ið ákveðin ein og hálf milljón kr. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, er framkvæmdanefnd sýn- ingarinnar hélt í gær til kynning- ar á þessari ákvörðun og undir- búningi sýningarinnar. Guðberg- ur Bergsson hefur tekið að sér að semja barnaleikrit, Ragnheiður Jónsdóttir gerir röð grafíkmynda og Gunnar Reynir Sveinsson sem- ur tónverk fyrir litla jazzhljóm- sveit og sinfóníuhljómsveit til flutnings á Listahátíð. Það kom einnig fram, að listamennirnir fá nú þegar greiddan helming fjár- hæðarinnar en seinni helminginn, þegar þeir skila verkum sínum. Ragnheiður og Gunnar Reynir sögðu, að þau væru að hugleiða hvernig verk þau myndu vinna að þessu verkefni, en Guðbergur Bergsson sagði barnaleikritið svo Guðbergur Bergsson til fullmótað. Fjallaði það um fólk á reikistjörnu, sem vildi komast til jarðarinnar, og væri ferðinni í gegnum himingeiminn lýst og endaði leikritið með komu þess til jarðarinnar, og væri leikhúsið jörðin. Leikritið verður væntan- lega flutt á fjölum Þjóðieikhúss- Ragnheiður Jónsdóttir Njörður P. Njarðvík formaður nefndarinnar gerði grein fyrir þessari ákvörðun. Sagði hann, að hugmyndin væri sú að gefa ís- lenzkum listamönnum tækifæri til að vinna að sérstökum verkefn- um og von nefndarinnar væri sú, að þessi nýbreytni yrði til þess að lyfta undir íslenzka listamenn. Gunnar Reynir Sveinsson Listahátíð Reykjavíkur 1980 mun standa yfir í þrjár vikur í stað tveggja áður, þ.e. frá 1.—20. júní 1980. Dagskrá hátíðarinnar er ekki endanlega ákveðin en að sögn formanns nefndarinnar er ætlunin að hún verði tilbúin um eða upp úr áramótum. Þó er nú þegar vitað um nokkra þekkta listamenn og hópa er sækja okkur heim og má nefna Els Comediants frá Barcelona, Wolf Biermann, The Wolfe Tones, Alicia de Larr- ocha, Lugiano Pavarotti, Göran Söllscher, Rafael Frúbeck de Burgos, John Cage, Paul Zu- kofsky, en beðið er nú svara fleiri aðila. Kvikmyndahátíð hefur verið ákveðin 2.—12. febrúar 1980. Ekki er enn að fullu ákveðið hvaða kvikmyndir verða teknar til sýn- ingar, eða hverjir erlendir kvik- myndamenn eru væntanlegir, en þó er ákveðið að Andrzej Wajda og Carlos Saura koma til landsins og hafa þá meðferðis einhverjar af kvikmyndum sínum. Nefndarmenn voru að því spurðir, hvort landsbyggðarfólki gæfist kostur á að fá eitthvað af listamönnunum í sína heima- byggð. Sögðu þeir, að slíkt hefði komið til umræðu, en mörg ljón væru á veginum, sérstaklega þeg- ar þekktir, erlendir listamenn ættu í hlut. Fjármál listahátíðar voru gerð að umtalsefni og kom í ljós, að hátíðin er styrkt af ríki og borg með kr. 3.3 millj. frá hvorum aðila árlega, sem er óbreytt upphæð frá upphafi, þrátt fyrir öra verðbólgu. Þá kom fram, að ríki og borg ábyrgjast greiðslur skulda, ef listahátíð kemur út með halla. Leiðrétting Prentvillupúkinn brá á leik í fyrirspurn minni til stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins í blaðinu síðastliðinn sunnu- dag. Gerði hann sér lítið fyrir og breytti + 22% raunvöxtum í 22% raunvexti. Spurning 2 á að vera: Er staða sjóðsins slík, að hún leyfi mínus 22% raunvexti og ef svo er, er þá nokkur þörf á milljarðagreiðslum árlega úr ríkissjóði (frá skattborgurum) til greiðslu á verðtryggingu lífeyrisgreiðslna frá sjóðnum. í þessu sambandi er rétt að skýra, hvað felst í hygtakinu raunvextir. Dæmi: Maður tekur 100.000 kr. lán hjá sjóðnum til eins árs og getur keypt 100 kg af kaffi fyrir þá upphæð (1 kg = 1.000.-). Eftir árið kostar kaffið 1530.- (53% verðbólga) og þá greiðir maðurinn lánið með vöxtum með 119.000- (19% vext- ir) eða sem svarar 78 kg kaffis. Sjóðurinn hefur því tapað sem svarar 22 kg af kaffi eða 22%. Ef sjóðurinn lánar svona í 10 ár á hann eftir andvirði 8 kílóa af kaffi. Pétur H. Blöndal. FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Sauðárkróki óskar þess getið af gefnu tilefni, að hann átti engan hlut að sögunni um menntamála- ráðherra, sem birtist í Hlaðvarp- anum sl. laugardag, en þar birtist gamanefni af ýmsu tæi, sem iesendur taka vonandi ekki alltof alvarlega. Aðalfundur S.Á.Á. AÐALFUNDUR Samtaka áhug- afólks um áfcngisvandamálió, S.Á.Á., vcrður haldinn miðvikudag- inn 3. okt. kl. 20.30 i Súinasal Ilótcl Sögu. Á fundinum vcrður gcrð grcin fyrir starfscminni á síðast liðnu starfsári og rcikningar S.Á.Á. lagð- ir fram. I stjórn S.Á.Á. sitja nú 36 manns og eru 12 stjórnarmenn kjörnir árlega. Á aðalfundinum fara fram pallborðs- umræður með þátttöku fulltrúa hinna ýmsu starfssviða S.Á.Á. Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið voru stofnuð 1. okt. 1977. Þau starfrækja nú fræðslu- og leið- beiningarstöð í Lágmúla 9, 3. hæð, í samvinnu við áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar, sjúkra- stöð að Siiungapolii fyrir 30 manns í einu og eftirmeðferðarheimili að Sogni í Ölfusi fyrir 26 manns. Auk fyrrnefndrar þjónustu heldur S.Á.Á. m.a. uppi skipulagðri fræðslu í skólum um allt land um áfengisvandamálið, svo og kvöldsíma- þjónustu alla daga ársins frá kl. 17:00—23:00 í síma 81515, auk útgáfu- starfs ýmiss konar. Nýr fréttaritari á Homafirði NÝR fréttaritari Morgunblaðsins hefur tekið til starfa á Höfn í Hornafirði. Er það Einar Gunn- laugsson og þeir sem vilja koma fréttum eða upplýsingum á framfæri við blaðið á Höfn eru beðnir að hafa samband við Einar, sími 8526. Athugasemd frá fréttaritara Litli leikklúbb- urinn sýnir Fjalla-Eyvind á Seltjamamesi LITLI leikklúbburinn á ísafirði hefur undanfarið sýnt Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigur- jónsson í Félagsheimilinu i Hnífs- dal. Tuttugu og sex manns taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Jón Júliusson, leikmynd eftir Birgi Engilberts en Kristinn Danielsson annast lýsingu. Félagar í L.L. ætla að leggja land . undir fót og sýna Fjalla-Eyvind í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 5. október og laugardaginn 6. októ- ber kl. 20.30. 4- Rétt spor í rétta átt, í Torgið t Stærðir Litur Verð 1. 40-46 Ijósir 22.900,- Nælonsóli 2. 40-46 Ijósbrúnt 21.800- Grófur sóli 3. 40-45 Ijósbrúnt og dökkbrúnt 26.900,- Leður sóli 4. 40-45 Ijósbrúnt og dökkbrúnt 26.900,- Leður sóli 5. 35-40 dökk brúnt 18.900,- Grófur sóli 6. 34-46 Beige 17.350,- Grófur sóli Austurstræti : 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.