Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 7

Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 7
r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 7 Viðskipta- jöfnuöur við Sovétríkin Viðskíptajöfnuður okk- ar við Sovótríkin hofur um árabil verið óhag- staaður okkur svo mörg- um milljörðum hefur numið árlega. Og hann hefur orðið þeim mun óhagstaaðari sem Rotter- damverðviðmiðun á olíu- vörum hefur fjarlaegst heimsmarkaðsverð eins og það er t langtíma- samningum milli þjóða. Þannig höfum við á líð- andi ári búið við 70% haerra olíuverð en aðrar þjóðir V-Evrópu. Þetta þýðir ekki aðeins það, að við stofnum til viðskipta- skulda við Svovétríkin í mun hasrri heildarvöru- kaupum frá þeim en nemur útflutningi þang- að, heldur rýra þessi við- skiptakjör stórlega kaup- mátt útflutningstekna þjóðarinnar í heild, sem getur ekki komið fram nema í verri lífskjörum okkar sem þjóðar og ein- staklínga. Ymislegt hefur verið gott um verzlunar- viðskipti islands og Sovétríkjanna og vonandi geta þau þróast í þann farveg, sem báðar þjóð- irnar geta saett sig við, en þá verða Sovétríkin að sýna meiri tillitssemi til þeirra staðreynda, er við- skipti þjóöanna hljóta að grundvallast á. Leiðinlegur tónn — en íhugunar- veröur Dagblaðið Vísir birtir sl. mánudag viðtal við Þórhall Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu, þar sem blaðið hefur þetta eftir viðmælanda sínum: „Ef íslendingar hætta að kaupa olíu af Sovétríkj- unum, er ekki útilokað, að það hafi áhrif á önnur viðskipti þjóðanna, svo sem fiskkaup frá Sovét- ríkjunum." Þessi ummæli í kjölfar nýafstaðinna við- skiptaumræðna í Moskvu eru íhugunarverð. Getur veriö að Sovétmenn hafi látið að því liggja, eftir að hafa neitað um hvor- tveggja, nýja verðviðmið- un (sem byggð yrði á Opec-hráolíuverði og eðlilegum hreinsikostn- aði) og sölu hráolíu til okkar (sem við létum hreinsa annars staðar), að EF við leituðum hag- stæðari olíuviðskipta annars staöar, myndu þeir grípa til hefndarað- gerða í minni fiskkaupum frá okkur? Sem sé: ef íslendingar vilja ekki búa áfram við verri olíukjör en aörar V-Evrópuþjóðir, verði metin jöfnuö í minni fiskkaupum? Erfitt er að trúa slíku, þó lesa megi milli lína í fréttafrásögn Vísis. Ef þetta er hins vegar réttur skilningur verður sú hætta auðsærri og viðsjárverri, sem margir hafa talið í sjón- máli, ef íslendingar gerð- ust háöari Sovétríkjunum viðskiptalega og efna- hagslega. En menn skyldu ekki láta þessa hótun fara framhjá sér. „Þeir eiga þetta stjórn- arsamstarf ekki skilið“ Leiðari Alþýöublaðsins í gær endar á þessum orðum: „Þeir (þ.o.a.a. kjósendur Alþýðuflokka- ins) hafa oröiö fyrir aár- um vonbrigöum. Þeir eiga þetta atjórnaraam- atarf ekki akilió.“ Bragð er að þá barnið finnur. Og þessi úttekt og niður- staða á stjórnarsamstarf- inu í stjórnarmálgagni talar máli, sem ailir hljóta að skilja. Spurningin er einfaldlega, ef þeir kjós- endur Alþýðuflokksins eiga „þetta stjórnarsam- starf ekki skilið“, hvers vegna neyðir Alþýðu- flokkurinn þá samstarf- inu upp á þá? Stjórnin lifir ekki deginum lengur en Alþýðuflokkur blæs lífsanda í nasir hennar og stjórnarstefnunnar. Þeim var ég verst er ég unni mest var eitt sinn sagt og þau orð virðast eiga viö um Alþýðuflokkinn og kjósendur hans í dag. Eða réttara sagt kjósend- ur hans fyrir ári. Um kjósendur hans í dag er erfiðara að segja, því þau „sáru vonbrigöi", sem Alþýðublaöið tíundar í greindum leiðara, hafa gert fjölmarga reynslunni ríkari. Máske er það kosningaóttinn sem bindur Alþýðuflokkinn, eins og hina stjórnar- flokkana, áfram í ríkis- stjórn, sem allir eru jafn óánægðir með; þeir sem að henni standa ekki undanskildir. Nú eru nýju teppin ■ ■ ^ * komin irpantar J i hvers | 1A • 20 manna sérhæft starfslið er yður ávailt til þjónustu. • Reyndir fagmenn annast lagn- ir teppanna. • Sölumenn með góöa vöru- þekkingu, aöstoða yður við teppavaliö. Sértu með parkett á gólfi, nú eða einlit teppi, sem lífga þarf upp á, þá býður Teppaland geysilegt úrval sérofinna teppa úr hreinni ull á betra verði en margur hyggur. Mjog góð sýningaraðstaða gefur við- skiptavinum möguleika á að skoða stöku teppin hvert fyrir sig við góða hirtu. Tepprlrnd Grensásvegi 13 — Simar 83577 og 83430 (Stærsta sérverzlun landsins meö gólfteppi) Bridge er tómstundagaman skammdegisins Námskeiö bridgeskólans hefjast mánudaginn 8. október. 2 flokkar — 10 kvöld hvert námskeiö. A. fyrir byrjendur og B fyrir þá, sem læra vilja meira. Innritun á fimmtudag og föstudag kl. 18 til 20 í Félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks. Kvötdsíminn er 19847. Bridgeskólinn Ásinn. Sænskar verkstæðis- borvélar fyrirliggjandi Borstærö 32 mm Sýningarvél í verzlun. G.J.FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63, Reykjavík. Sími 18560. Samkeppni um gerð leikfanga Bægiö burt stríðsleikföngum — gerið betri leikföngl Húsmæörasamband Noröurlanda efnir til samkeppni um gerö góöra leikfanga, sem börn una sér lengi viö, hafa uppeldislegt gildi og hvetja ekki til ofbeldis og stríösleikja. Leikföngin skal miöa viö börn á aldrinum 3—12 ára. Þau skulu vera ódýr í fjöldaframleiöslu, en aö ööru leyti er efnisval og útfærsla óbundin. Menningarsjóöur Noröurlanda hefur veitt styrk til samkeppninnar og veröa veitt tvenn verölaun. 1. verölaun 400.000 ísl. kr. 2. verðlaun 200.000 ísl. kr. Sýnishorn og vinnuteikningar skulu berast Kvenfélagasambandi íslands, Hallveigar- stööum, Pósthólf 133, Reykjavík, fyrir 31. janúar 1980. Tillögurnar skulu vera greinilega merktar dulnefni og nafn höfundar og heimilis- fang skal fylgja í lokuöu umslagi, merkt sama dulnefni. Fimm manna dómnefnd, skipuö uppeldisfræöingum, kennurum og fulltrúum féiaga í Húsmæörasambandi Norðurlanda, mun fjalla um tillögurnar í apríl 1980. Áöur en dómnefndin lýkur störfum, en í henni er einn fulltrúi frá hverju Noröurlandaríkjanna, mun hún ráöfæra sig viö hóp barna. Húsmæðrasamband Norðurlanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.