Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 11

Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 11 Einsöngur HREINN Líndal hefur ekki látið heyra í sér sem söngvara um fjögurra ára tímabil, en er nú kominn aftur upp á sviðið. Frammistaða Hreins á tónleik- unum sýnir að hann hefur fengið góða þjalfun og einnig, að sem listamaður hefur hann mikið að gefa. Það sem á vantar er öryggi, sem með einhverjum hætti á rætur sínar annars staðar en í sönggetu hans. Sjálfstraust og tilfinningakuldi hefur fleytt mörgum yfir hindranir, sem hinn tilfinningaríki magnar með sér til hins óyfirstíganlega. Það er ekki ólíklegt að Hreinn þurfi að njóta samstarfs við góða listamenn til að öðlast það sjálfstraust sem eytt gæti var- færni hans í flutningi. í þeim lögum, sem Hreinn er alveg viss með sig, syngur hann mjög vel, eins og t.d. Ballöðuna eftir Resp- ighi. Það er áreiðanlegt að Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleik- ari finnur listamanninn í Hreini, því milli þeirra var sérlega gott samspil í túlkun, nema þar sem varfærni söngvarans olli því að hraði laganna varð bæði óreglu- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON legur og of hægur, eins og t.d. í fyrsta laginu, Caro mio ben, eftir Giordani. Að syngja lagið svo hægt, eins og Hreinn gerði, er margfalt erfiðara en ef hann hefði valið aðeins meiri hraða. Það, að hann hélt laginu, tón- gæðum og túlkun þess sýnir að hann er vel í stakk búinn til stórræða á söngsviðinu. Hreinn söng að þessu sinni aðeins ítalska tónlist og fléttaði saman verk frá ýmsum tímum. Að vísu voru tvö laganna eftir Gluck, en vel að merkja, Gluck samdi tónlist í ítölskum stíl og var reyndar eitt af fáum tónskald- um, utan Ítalíu, sem ítalir viður- kenndu að gæti samið óperu. Þá söng Hreinn Amarilli, eftir . Caccini, söngsnilling, tónskáld Hreinn Lindal og upphafsmann óperusmíðar, og einnig Dolce amor eftir Ca- valli, nemanda Monteverdi og einn af fremstu óperutónskáld- um ítala á 17. öldinni. Eftir Verdi söng Hreinn Non t’accost- are og Nínu eftir Pergolesi. Með þessum ágætistónskáldum voru svo ýmis önnur, er fengust við léttari verkefni, sem eru bæði vinsæl af söngvurum og hlust- endum. Jón Ásgeirsson. 99 Barnsins draumi leggjum lið.... Afmælisplatti Félags einstæðra foreldra kominn 99 FÉLAG einstæðra foreldra hefur nú sent frá sér platta af því tilefni, að í næsta mánuði eru tíu ár síðan FEF var stofnað og vegna barnaárs. Plattann teikn- aði Baltasar og á honum eru ljóðlínur úr kvæði eftir Jakobínu Sigurðardóttur: „Barnsins draumi leggjum lið — Ekkert stríð, aðeins frið dreymir saklaust barn með bros í augum." Plattinn er unninn hjá Gler og postulíni í Kópa- vogi. Af honum eru tvær litagerðir, er annar platt- inn í bláu en hinn í brúnum lit. Upplag plattans verður takmarkað. Með plattanum fylgir þýðing á ljóðlínunum á ensku, þýzku og dönsku. Plattinn verður til sölu á skrifstofu FEF í Traðar- kotssundi og einnig er hægt að panta hann hjá stjórn- arfólki félagsins. Hann verður og seldur í fáeinum verzlunum. Aðalfundur SAL AÐALFUNDUR Sambands almennra lífeyrissjóða verður haldinn að Hótel Esju n.k. föstudag. Eðvarð Sigurðsson, formaður stjórnar SAL, setur fund- inn og flytur skýrslu stjórnar og framkvæmda- stjórnar. Þá skýrir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri SAL, reikninga. Gunnar S. Björnsson, fram- kvæmdastjóri Meistarasambands byggingarmanna, fjallar um ný lánakjör lífeyrissjóða. Þá kynnir Guðjón Hansen tryggingafræð- ingur frumvarp um almenn eftir- laun til aldraðra og loks fjallar Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, um fjármögn- un lífeyrisgreiðslna, samkvæmt frumvarpi um almenn eftirlaun til aldraðra. I lok fundarins fer fram kosning stjórnar SAL og endurskoðenda fyrir sambandið. Leiðrétting GREINARHÖFUNDUR minn- ingargreinar um Gísla Guð- mundsson kirkjubónda á Hvals- nesi, sem birtist í Mbl. á laugar- daginn var, hlaut slæma meðferð hér í blaðinu. Það var Halldóra Thorlacius sem skrifaði kveðjuorð til Gísla fyrir hönd sóknarnefndar Hvalsnessóknar. Nafn Halldóru misritaðist og stóð þar Halldór Thorlacius. — Biður blaðið grein- arhöfund afsökunar á þessum slæmu mistökum. Svínakjöts- tilboð Skráð Okkar verö verð Svínahamborgarhryggir 3985.- Svínahamborgarabógar 2963- 2450.- Einstætt tækifæri þar sem nýja verðið á svínakjöti er rétt ókomið, kaupið núna og geymiö til jóla. AlÚ%reykt LAUQALÆK 2. aiml 35080 Húsmæður Nú eru fáanlegar lofttæmidælurnar ódýru, sem soga loftið úr frystipok- unum, áður en sett er í frystikistuna. Vakumpakkið sjálfar. Verndið mat- inn og aukið plássið í frystikistunni. Sölustaðir í Reykjavík: S.S. Glæsibæ, SS. Austurveri, S.S. Vesturbæ, Breiðholtskjör, Verzl. Valgaröur og Kaupfélögin um land allt. PAPPIRSVÖRUR H/F SÍMI24418 - 24433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.