Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 13 K&re Willoch, leiðtogi Hægri flokksins. Eyjólfur Guðmundsson: Oddvar Nordii forsætisráð- herra hugleiðir kosningaósig- urinn. Fylgisaukning Hægriflokksins Eins og komið hefur fram í fréttum fóru kosningar til bæj- ar- og sveitarstjórna, og til fylkisþinga, fram hér í Noregi dagana 17. og 18. sept. sl. Sigurvegari í þessum kosning- um varð Hægri flokkurinn (Högre), sem jók fylgi sitt um 7% frá kosningunum 1975. Fyrirfram var ljóst að flokkur- inn myndi vinna á, en fæstir, höfðu gert ráð fyrir jafn glæsi- legum sigri. Verkamannaflokkurinn, sem stjórnað hefur landinu undan- farið, tapaði fylgi sem nemur 2%. Hið sama er að segja um Miðflokkinn (Senterpartiet) sem missti um 2,4% af fylgi sínu og Kristilega þjóðarflokkinn (Kristelig Folkeparti) sem tap- aði 2% og einnig kommúnista (SV), sem misstu um 1%. Greinilegt er að Verkamanna- flokkurinn er mjög óánægður með úrslitin, og er nú ráðgert að ráðamenn flokksins komi saman í næsta mánuði til að hugleiða þessi mál og hvað megi verða til úrbóta. Meginástæðurnar fyrir fylgis- hruni Verkamannaflokksins eru eftirfarandi: Stjórn Verkamannaflokksins hefur ekki tekist að draga úr atvinnuleysi í landinu og áætlað er að um 50 þúsund verði atvinnulausir á vetri komanda. Þetta skeður m.a. sem afleiðing af að fjölmörg iðnfyrirtæki hafa orðið að hætta rekstri og mörg þúsund manns um leið misst vinnu. Iðnrekendur kenna stjórnvöldum um erfiðleika sína og benda á að skatta- og trygg- ingalöggjöfin geri m.a. sitt til að eyðileggja rekstrarmöguleikana. Baráttan við verðbólguna hef- ur ekki gengið nægilega vel. Svo á að heita að í gildi sé algjör verðstöðvun, bæði á vörum, þjónustu og kaupgjaldi, og gert ráð fyrir að svo verði fram til áramóta. Þrátt fyir þetta hefir verð á olíu og bensíni o.fl. hækkað. Stjórninni hefir því ekki tekist að stöðva verðbólg- una og búast má við miklum verðhækkunum á næsta ári. Lög um bann við innflutningi útlendinga, sér í lagi af hörunds- dökku þjóðerni, hafa verið í gildi. Þetta er þó varla annað en nafnið eitt, sérstaklega eftir að stjórn Verkamannaflokksins hefur ákveðið að taka á móti 3000 flóttamönnum frá Víetnam. Fjárhagsaðstoð og önnur hjálp Norðmanna við þróunar- löndin, mætir vaxandi andstöðu. Sérstaka óánægju vekur hjálp- arstarfsemin við stjórnvöld í Víetnam, og hafa hægrimenn gagnrýnt þetta harðlega. Benda þeir á að Víetnam rekur hernað í nágrannalöndunum, Laos og Kambódíu. Verkamannaflokkurinn hefur að margra dómi sýnt undan- látssemi gagnvart Sovét- mönnum, bæði varðandi Sval- barða og markalínuna á Bar- entshafinu. Það síðastnefnda hefir skapað mikla óánægju meðal sjómanna, sem stunda veiðar þar norður frá. Vaxandi fylgi Hægriflokksins, sem berst fyrir efldum landvörn- um og nánari samvinnu innan NATO, segir sína sögu. Þetta er í samræmi við skoðanir ungu kynslóðarinnar, sem nú hefir kosningarétt við 18 ára aldur. Mikill hluti fylgisaukningar flokksins kemur greinilega frá yngstu kjósendunum, bæði vegna stefnu hans í varnarmál- um og eins vegna stefnu hans í þjóðmálum almennt. Finnskur myndlist- armaður í Gall- erí Kirkjumunir FINNSKUR málari opnaði ný- lega sýningu i Galleri Kirkju- munum við Kirkjustræti í Reykjavík. Verður sýning hans opin daglega kl. 9—18 og kl. 9—16 um helgar. Osmo Isaksson hefur stundað myndlistarnám í Finnlandi og Frakklandi, tekið þátt í samsýn- ingum, m.a. í Svíþjóð, Tékkósló- vakíu og Þýzkalandi, svo og sam- sýningum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands. Sýnir hann 30 vatnslitamyndir, en hann hefur einnig fengist við að mála olíuverk og grafík. Osmo Isaksson kvaðst hafa ferðast til fjölmargra landa og gert sér þá far um að safna efni, sem hann síðan ynni úr heima við, en hann býr til skiptis í Svíþjóð og Finnlandi, hálft ár í senn. Sagðist hann hugsa sér að koma til íslands næsta sumar og ferðast um landið, en hann kvaðst hafa verið mjög hrifinn af að koma til Þingvalla og upplifað þar sérstæð áhrif frá landslaginu, sem hann kvaðst hafa áhuga á að reyna að túlka með myndum sínum, kæmi hann hingað á ný. Sýning hans verður opin til 21. október n.k. Kross- og myndagátur til móður- málskennslu „LANGSUM og þversum" nefnist bók sem bókaútgáfan Bjallan gefur út. Bókin er eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur og hefur að geyma 25 krossgátur og myndagátur sem ætl- aðar eru til móðurmálskennslu í grunnskólum. Sigurbjörn Helgason hefur myndskreytt bókina. Gáturnar í „Langsun og þversum" eru á lausum blöðum og verður verkið einungis selt í skólum. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAJÁRN Fjölbreyttar stæröir og þykktir SÍVALT JÁRN FLATJARN VINKILJARN L FERKANTAÐ JÁRN □ Borgartúni31 sími27222 INNHVERF IHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION Almennur kynningarfyrirlestur verður aö Hverfisgötu 18, (gegnt Þjóðleikhúsinu) í kvöld miðvikudaginn 3. október, kl. 20.30. Innhverf íhugun er einföld andleg aöferö til að þróa huga og skerpa hugsunina. Hún veitir djúpa hvíld og skapar almenna vellíðan. Allir velkomnir íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahaah Yogi SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð svartar og galvaniseraðar pípur °oo° o°°^ °OOo sverleikar: svart, % — 5“ galv., % — 4“ Borgartúni31 sími27222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.