Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 15 Byltingin heldur áfram. . . IRA hafnar páfaáskorun Dyflinni, 2. október. AP. PROVISIONAL-armur írska lýðveldisins (IRA) hafnaði í dag áskorun Jóhannesar Páls páfa II um frið á Norður-írlandi og sagði að blóðugri baráttu hans fyrir því að binda endi á stjórn Breta yrði haldið áfram. í yfirlýsingu frá Provisional-arminum kveðst hann telja að vald væri eina leiðin til að fjarlægja meinsemdir nærveru Breta á írlandi. Bretar eru sakaðir um að kljúfa þjóðina og valda ósegjanlegum þjáningum í yfirlýs- ingunni. Yfirlýsingin var birt í Belfast og Dyflinni eftir leynifund 12 manna herráðs skæruliða um áskorun páfa. í yfirlýsingunni segja skærulið- ar að þeir telji að horfur séu á Þetta gerðist 1977 — Indira Gandhi fv. forsætis- ráðherra handtekin í Delhi. 1969 — Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)) kemur á sérstökum yfir- dráttarheimildum (fyrsti alþjóða gjaldmiðill annar en gull). 1958 — Herbylting í Perú. 1966 — Lesotho fær sjálfstæði. 1962 — Bandarískum höfnum lokað fyrir skipum með farm til Kúbu. 1954 — Aðild Vestur-Þjóðverja að NATO samþykkt á níu-ríkja-ráð- stefnu í London. 1952 — Fyrsta kjarnorkuvopnatil- raun Breta á Monte Bello eyjum. 1944 — Bandaríkjamenn rjúfa Siegfried-línuna norðan við Aachen — Kanadamenn sækja að Maas-fljóti í Hollandi. 1941 — Hitler tiikynnir að Rússar hafi verið sigraðir og „rísi aldrei aftur“. 1935 — Italir gera innrás í Eþíópíu. 1932 - írak gengur í Þjóðabanda- lagið og umboðsstjórn Breta lýkur. 1929 — Júgóslavía fyrst nefnd því nafni (áður Konungsríki Serba, Króata og Slóvena). 1924 — Hussein konungur leggur niður völd í Hejaz. 1918 — Max prins af Baden skipað- ur kanzlari Þjóðverja — Þýzk-aust- urrísk orðsending send til Banda- ríkjanna um Sviss — Ferdinand Búlgaríukonungur leggur niður völd. 1904 — Samningur Frakka og sigri og að brezka stjórnin stefni að því að útrýma þjóðernissinnuðu fólki. Skömmu áður hafði Sinn Fein, stjórnmálahreyfing IRA, lýst því yfir á blaðamannafundi í Dyflinni að lýst yrði yfir engu vopnahléi í ljósi áskorunar páfa. Hreyfingin sagði að páfi hefði með yfirlýsing- um sínum gert deiluna alþjóðlega. Því var'bætt við að Sinn Fain mundi fagna tækifæri til beinna viðræðna við páfa og látinn í ljós skilningur á áhuga hans á sönnum friði byggðum á réttlæti. 3. október Spánverja um sjálfstæði Marokkó — Uppreisn Hereróa og Hottintotta í Þýzku Suðvestur-Afríku. 1899 — Deilan um landamæri Brezku Guyana og Venezúela leyst. 1966 — Stríði Austurríkismanna og Itala lýkur með Vínarsáttmálanum. 1574 — Vilhjálmur af Óraníu bjargar Leyden úr umsátri. Afmæli. George Gordon, jarl af Aberdeen, skozkur stjórnmálaleið- togi (1637—1720) — Charles Camille St.-Saéns, franskt tónskáld (1835-1921). Andlát. Heilagur Franz frá Assisi 1226 — Ágúst III af Póllandi 1763 — William Morris, rithöfundur (og íslandsvinur), 1896 — Gustav Stresemann, stjórnmálaleiðtogi, 1929 — Sir Malcolm Sargeant, hljómsveitarstjóri, 1967. Innlent. Konungur staðfestir lög um heimastjórn 1903 — Skjaldar- merki íslands hvítur fálki 1903 — Oddgeirshólareið 1473 — Fiskveiði- samningum við Breta sagt upp 1949 — fellur úr gildi 1951 — Reglur um aðstoð við sjúka menn af brezkum togurum 1958 — Brezkur togari siglir á „Ægi“ 1958 — Þyrla Land- helgisgæzlunnar hrapar í Skálafelli 1975 — f. Pétur Pétursson biskup 1808 — Björgvin Schram 1912. Orð dagsins. List er lygi sem gerir okkur kleift að sjá sannleikann — Pablo Picasso, spænskur listmálari (1881-1973). Veður v íða um heim Akureyri 14 skýjaó Amsterdam 18 heióskfrt Aþena 28 heióskfrt Barcelona 24 þokumóóa Berlln 11 heiöskírt BrUaeel 16 hefóskírt Chicago 24 skýjaó Feneyjar 19 léttskýjað Frankfurt 19 heiðskfrt Genf 14 skýjað Heleinki 8 heióskírt Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarb. 29 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heióskírt Las Palmas 23 skýjaó Lissabon 26 heiðskírt London 20 heióskírt Los Angeles 25 heiöskírt Madríd 27 heiöskírt Malaga 24 léttskýjaö Mallorca 23 léttskýjaó Miami 29 skýjáð Moskva 5 skýjað New York 18 skýjaó Ósló 9 heiðskfrt París 18 skýjaö Reykjavfk 11 skýjaó Rio de Janeíro 23 skýjaó Rómaborg 25 skýjaó Stokkhólmur 12 heiðskírt Tel Aviv 29 heióskírt Tókýó 27 skýjaö Japanir mótmæla umsvifum Rússa Tokyo, 2. október. AP. JAPANIR báru í dag fram form- leg mótmæli við Rússa vegna staðsetningar rússneskra her- manna á þremur litlum eyjum út af norðurströndum þeirra er þjóðirnar báðar gera kröfur til. Japanir kröfðust þess að Rússar gripu til „skjótra ráðstafana" til að fjarlægja alla hermenn frá eyjunum, Otorufu, Kunashiri og Shikotan út af stærstu eyju Jap- ans, Hokkaido. Þeir kváðust harma að Rússar hefðu nýlega komið fyrir nýju herliði á Shikot- an þrátt fyrir mótmæli síðan í febrúar um hernaðarumsvif á Otorufu og Kunashiri. I mótmælunum segir að eyjarn- ar þrjár séu réttilega japanskt yfirráðasvæði og sovézk hernaðar- umsvif á þeim brjóti í bága við friðsamleg samskipti þjóðanna tveggja. Mótmælin voru afhent sovézka sendiherranum, Dmitri Polyanski sem vísaði orðsendingunni á bug og kallaði hana lið í „baráttu til afskipta af innanlandsmálum Sovétríkjanna." Samkvæmt bandariskum leyni- þjónustufréttum sem voru birtar í síðustu viku eru um 2.000 sovézkir hermenn á Shikotan, um 64 km austur af Hokkaido. Samkvæmt fréttinni eru með tilkomu þessa liðsauka um 10.000 sovézkir her- menn á eyjunum þremur eða sem svarar einu herfylki. Hiibner efstur Rio de Janciro. 2. október. HÚBNER vann Torre frá Filippseyj- um í sjöundu umferð millisvæðamóts- ins í Rio de Janeiro og hélt því efsta sæti sínu á mótinu. Petrossjan fyrr- verandi heimsmeistari vann Harandi frá Iran og er nú í öðru sæti ásamt Portisch sem gerði jafntefli við Timman í gær. Vaganian frá Sovétríkjunum vann Velimirovic frá Júgóslavíu, en aðrar skákir fóru í bið. Nú eru Balashov, Sunye og Vaganian jafnir með 3'/2 vinning hver, Smejkal er í 7. sæti með 3 vinninga og eina biðskák, Torre í 8. sæti með 3, Bronstein, Velimirovic og Ivkov eru jafnir með 2'k vinning, Sax er með 2 vinninga og Shamkovich og Hebert 'k. v. Bardagar á ey við Kínaströnd Peking. 2. október. AP. BARDAGAR brutust út milli stuðningsmanna og andstæð- inga „fjórmenningaklíkunnar" á eynni Hainan með þátttöku 7.000 tii 10.000 manna snemma i júní með þeim afleiðingum að 300 féllu og særðust og herinn neyddist til að bæla bardagana niður að sögn æskulýðsblaðsins „Kannanir." Samkvæmt frásögn tímarits- ins sem er selt við „Lýðræðis- vegginn" var tveimur herfylkj- um, eða 20.000 hermönnum, skipað að koma á reglu á Hain- an-eyju sem er á Suður-Kína-hafi undan strönd Víetnam. Margir þeirra sem tóku þátt í bardögunum hörfuðu til Fimm fingra fjalla, gamals vígis skæruliða og kínverska hersins. Margir þeirra voru sjálfir gaml- ir skæruliðar í borgarastríðinu og kunnugir staðháttum. Ekki var skýrt frá deilunum sem ollu bardögunum og bardög- unum sjálfum í einstökum atrið- um, en orðrómur hefur verið á kreiki um pólitísk ofbeldisverk á eynni síðan í sumar. Sadat sendir Arafat tillögu Kairó, 2. október. Reuter. BANDARÍSKI blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson sagði í dag að Anwar Sadat Egyptalandsforseti hefði beðið sig að færa Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestinu (PLO), skilaboð með tillögu um vopnahlé við ísrael. Þetta yrði fyrsti boðskapur Sa- dats til leiðtoga PLO síðan Camp David samkomulag Eygpta, Israelsmanna og Bandaríkjanna var gert í september 1978. PLO og flest Arabaríki hafa ráðizt á samkomulagið og friðarsamning- inn sem Egyptar og ísraelsmenn undirrituðu í marz. Jackson hafði eftir Sadat að loknum öðrum fundi þeirra á tveimur dögum, að sú afstaða PLO að beita ofbeldisaðgerðum og neita að viðurkenna að Israel væri mikill þröskuldur í vegi fyrir friði. En Sadat bað Jackson fyrir skila- boðin til Arafats og sagði að nú væri rétti tíminn til að koma á vopnahléi. Sadat sagði Jackson að áhrif yfirlýsingar um vopnahlé yrðu eins mikil og ferðar hans til Jerúsalem í nóvember 1977. Byltíng í meðferð krahba í brjóstí? Lundónum, 1. október. AP. TVEIR brezkir vísindamenn við virtar stofnanir í Bretlandi sögðu i dag að sennilega hefðu þeir fundið aðferðir er ættu eftir að hafa i för með sér byltingu í meðhöndlun krabba- meins, einkum brjóstkrabba. Vísindamennirnir sögðu með- ferð sína byggjast á því, að sjúklingum væru gefnir stórir lyfjaskammtar í einu en í stutt- an tíma. Það væri endurtekið á nokkurra vikna fresti. Lyfja- magnið hverju sinni væri miklu meira en venjulega gerðist, en notuð væru þó lyf sem þekkt væru. Ekki væri þó hægt að komast hjá því að sjúklingar gengjust undir skurðaðgerðir eða hlytu geislameðferð. En rannsóknir síðustu fjögur árin gæfu þó tilefni til fyllstu bjart- sýni á að meðferðin ætti eftir að valda byltingu, þar sem líkur væru meiri á að fólk kæmist yfir krabbann og héldi lífi. Árlega deyja 12.000 konur úr brjóst- krabba á Bretlandseyjum. Sautj- ánda hver kona fær brjóst- krabba að jafnaði og ein af hverjum 30 er fá meinið deyja vegna þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.