Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 23 Skeggi Samúels- son — Minning Kveðja til afa. Trúðu á tvcnnt í heimi tign sem æðsta ber, Guð í alheims geymi, guð i sjálfum þér. Fæddur 17. október 1897. Dáinn 24. september 1979. Þetta var uppáhaldsvísan hans afa, sem ég ætla að kveðja núna. Ég var búin að búa mig undir þetta mikla áfall í margar vikur og jafnvel mánuði, en samt er söknuðurinn svo mikill að ég get varla afborið hann. Afi, sem alltaf var svo góður og gjafmildur, afi sem alltaf hugsaði fyrst og fremst um að skyldfólki hans og vinum liði sem bezt. Ég get aldrei lýst því með orðum hve mikið ég sakna hans. En ég veit líka að þetta er aðeins hálfgerð eigingirni í mér, því að honum líður vel núna þar sem hann er. Og með þessum fátæklegu orð- um kveð ég hann nú og þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig, meðan hann lifði. Þórhildur. Kveðia: Jón Gunnlaugsson Öðlingurinn Jón Gunnlaugsson, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi, hefir lokið göngu sinni. Fátækari erum við á eftir, en ríkari að minninguin og góðu fordæmi. Dagsins ljós leit hann 8. október 1890. Á því ljósi var fyrirfram slökkt 23. ágúst s.L Til moldar var hann borinn hinn 4. september. Æviferill göfugra og starfs- samra hugsjónamanna er marg- þættur. Þannig var og ferill Jóns Gunnlaugssonar. Spor hans lágu víða, og eins og títt er um slíka menn, tróð hann mörgum slóð. Mega því ótaldir þakka honum forystu í menningar- og mannúð- armálum, enda á hann öruggan sess í hugum þeirra, sem með honum áttu samleið, og nutu hugkvæmni hans, velvildar og forsjár. Góð skil hafa honum verið gerð í ágætum eftirmælum, bæði að því er varðar starf hans í stjórnarráð- inu, svo og hugðarefnum hans, Góðtemplarareglunni og málefn- um vangefinna, og skal ekki farið út í það hér. En eitt hugðarefna hans hefir ekki verið á minnst, sem honum bera þakkir fyrir svo um munar. Það er endurreisn Skálholtsstað- ar. Sjálfur hefir núverandi biskup, sem er frumkvöðull og burðarás þeirrar hreyfingar, látið svo um mælt, að án liðveislu Jóns Gunn- laugssonar hefði hann tæplega haft áræði til stofnunar Skál- holtsfélagsins, fyrir nú um þrjátíu árum síðan. Fyrir framlag sitt til þess máls hlaut hann Skálholtsorðuna, sem veitt var í tilefni vígslu Skálholts- kirkju 21. júlí 1963, svo og gull- merki Skálholts, sem aðeins 8 menn hafa borið og bera, en það var honum veitt á s.l. ári. Allir Skálholtsvinir kveðja hann með virðingu og þökk, og biðja honum blessunar á nýjum vegum. Sveinbjörn Finnsson. Kveðjuorð: Bjarni ísaksson Fæddur 9. júni 1960. Dáinn 15. júli 1979. Vinur okkar, Bjarni ísaksson, lést af slysförum hinn 15. júlí sl. Viljum við hér í fáum orðum þakka honum fyrir allar þær ógleymanlegu gleðistundir sem við áttum saman. í öllum þeim ferða- lögum sem við fórum með honum ríkti alltaf gleði og ánægja, og átti hann ekki síst þátt í því. Það var honum að þakka að við fórum í svo mörg ferðalög og lentum í ýmsum ævintýrum á seinustu árum, ævin- týrum sem við munum aldrei gleyma. Álltaf vorum við og erum enn velkomnar inn á heimili Bjarna, hjá foreldrum hans, og áttum við þar margar góðar samverustund- ir. Við fráfall Bjarna höfum við misst mikið, og biðjum við öll máttarvöld um að honum megi líða sem best. Þessi fáu orð viljum við hafa sem kveðjuorð til okkar góða vinar. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Sigga, Bobba, Anna. t Útför eiginmanns míns ÞÓRIS JÓNSSONAR Eskihlíð 16, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. okt. kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Helga L. Júníusdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls INGÓLFS FLYGENRING, Hafnarfirói Kirstín Flygenring Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring Magnús Eyjólfsson Ágúst Flygenring Guóbjörg Flygenring Páll Flygenring Þóra Jónsdóttir t Þökkum Innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og Jaröarför GUÐMUNDAR J. SIGURCSSONAR frá Hælavík. Systkinin. t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu samúö og heiöruöu minnlngu HELGU MARTEINSDÓTTUR, veitingakonu. Elfn Guómundsdóttir, Ragnar Magnússon, Siguróur Guómundsson, Astrid Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t HJartans þakkir færum viö öllum sem auösýndu samúö og vináttu við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur, sonar og bróöur okkar GÍSLA GUÐMUNDSSONAR Engjaseli 67 Ásdís Þorsteinsdóttir Guðmundur Júlíus Gíslason Helga Sigrún Gísladóttir Guömundur Júlíus Gíslason Sigrún Sveinsdóttir og systkini. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. Segulstál — r i „ Vígtar 1 kilo. Lynir eo kiloum. Stæró 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö „fiska" upp járnhluti úr sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til aö halda verkfærum og smíðahlutum. Sendum í póstkröfu. Vesturgötu 16, sími 13280 NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á smiðjuvegi 32— 34 — hluta —, Kópavogi, þinglýstri eign Sólningar h.f., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. október 1979 kl. 13:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, á Auðbrekku 50, — hluta — , Kópavogi, þinglýstri eign Jöfurs h.f., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. október 1979 kl. 11:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. BÆNDUR ATHUGIÐ Skrifstofa Lífeyrissjóös bænda er flutt í útibú Búnaðarbanka íslands viö Hlemm. Viðtalstími kl. 10.00—12.00 alla virka daga nema föstudaga. Sími: 91-25444. 51/2 tonna trilla Upplýsingar í símum 96-71472 og 96-71513. Frá Hesta- manna- félaginu Geysi Tamningastöðin á Hellu, er til leigu næsta vetur, frá áramótum til 1. maí 1980. Umsóknir berist fyrir 15. október n.k. til formanns Sigurðar Haraldssonar, Kirkjubæ, sem gefur nánari upplýsingar, í síma 99-5974. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.