Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 30

Morgunblaðið - 03.10.1979, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 2.umferðin blasir við Keflvíkingum Sporten Kalmar FF vann hemmnmaldisja pj Fredriksskans i gár kviill — inen MATCHHJÁLTEN — det var Ragnar i Keflavik! ÍBK og Kalmar FF mætast i dag klukkan 17.15 á Keflavíkur velli i siðari viðureign sinni i 1. umferð UEFA-bikarkeppninnar. Sigurmoguleikar ÍBK verða að teljast nokkrir, þvi að Kalmar tókst ekki að vinna ÍBK nema með einu marki í fyrri leik liðanna i Kalmar fyrir hálfum mánuði, 2—1. Það þýðir, að ÍBK nægir að vinna 1—0 til að slá sænska liðið úr keppninni og komast áfram. Skori sænska liðið vandast málið fyrir ÍBK og þá dugir ekkert minna en 3 mörk á móti hjá ÍBK til að komast hjá framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Kalmar er erfitt lið að átta sig á, allgott í dag, en mun slakara á morgun. Nokkru áður en ÍBK lék í Kalmar, hafði sænska liðið leikið öster, lið Teits, sundur og saman og sigrað 6—0. Liðið átti síðan að sögn sænskra blaða ekki eins góðan dag gegn ÍBK. Eitt blað- anna sagði: „ÍBK er alls ekki gott lið, Kalmar átti einfaldlega svo ÍBK oft gert það gott í Evrópukeppnum Keflvikingar eru veraldarvanir i Evrópukeppnunum i knattspyrnu og nokkrum sinnum náð umtalsverðum árangri. Til dæmis má minna á leiki liðsins i Evrópukeppni bikarhafa, gegn Hamburger Sportver- ein. ÍBK tapaði aðeins 0—3 á útivelli og náði síðan jafntefli 1 — 1 á Laugardalsvellinum. Steinar Jóhannsson skoraði mark ÍBK, en af HSV er það að segja, að liðið sigraði í keppninni það ár. Merk er einnig frammistaða ÍBK á heimavelli gegn skoska liðinu Hibernian, jafntefli varð, 1 — 1, og aðeins 0—2 tap í Edinborg. Þá mátti Real Madrid þakka fyrir 1 —0 sigur sinn á Laugardalsvellinum. Annars má sjá úrslit Evrópuleikja ÍBK hér að neðan. EVRÓPUKEPPNI 1965. i Rcykjavík i Ungverjalandi 1970. í Reykjavik i Englandi 1972. á Spáni i Reykjavik 1974. i Júgóslaviu i Júgóslaviu MEISTARALIÐA Keflavik — Frencvaros Keflavik — Frencvaros Keflavík — Everton Keflavik — Everton Keflavik — Real Madrid Keflavik — Real Madrid Keflavík — Hajduk Split Keflavík — Hajduk Split EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA 1976 V-Þýskaland Keflavik — Hamburg i Reykjavik Keflavík — Hamburg U E F A — KEPPNIN 1971. i Reykjavík i Englandi 1973. Skotland í Reykjavík 1975. í Keflavík í Skotlandi 1979. íSvíþjóð í Keflavik Keflavik — Tottcnham Keflavik — Tottenham Keflavik — Hibernian Keflavik — Hibernian Keflavik — Dundee Utd. Keflavik — Dundee Utd. Keflavik — Kalmar Sviþjóð — Kalmar 1-4 1- 9 0-3 2- 6 0-3 0-1 1-7 0-2 0-3 1-1 1-6 0-9 0-2 1-1 0-2 0-4 1-2 Sitthvað um Kalmar FF KALMAR FF er stofnað þann 15. júní 1910 og hét þá IF Göta, en siðan hefur verið breytt tvisvar um nafn. Þann 1. ágúst 1927 var nafni félagsins breytt í Knattspyrnufélagið Kalmar. I félaginu eru nú skráðir 1174 meðlimir. Þar af eru 361 sem eru yngri en 25 ára. Innan félagsins eru 19 lið í fullum gangi þ.e. 1 aðallið, 1 varalið, 2 unglingalið og 15 drengjalið. Völlur félagsins er 105x65 m, flóðlýstur og heitir Fredriksskans. Mesta aðsókn að leik á heimavelli er 15.093 og var það á móti Malmö FF þann 4. september 1949. En mesta aðsókn að útileik var þegar Kalmar FF lék í II. deild og mættu þeir þá IFK Götaborg þann 11. júní 1975. Sjö keppnistímabil hefur liðið verið í I. deild, Kalmar FF hefur aldrei farið neðar en I. deild síðan 1943. Árið 1963 komst Kalmar FF í undanúrslit sænsku bikarkeppninn- ar. Árið 1978 komst svo Kalmar í úrslit i sömu keppni en tapaði þá fyrir Malmö FF 2:0 eftir framlengdan leik. slakan dag að íslendingarnir virt- ust mjög sterkir". Keflvíkingarnir höfðu það að segja eftir leikinn, að sænska liðið hefði til brunns að bera spræka framlínu, sterka miðvallarspilara, en afleita vörn. íslenskir sjón- varpsáhorfendur hafa tvívegis fengið að sjá brot úr leik Kalmar og IBK og þar sást, að Keflvíking- arnir löbbuðu inn og út um vörn Kalmar. Vörn Kalmar er hins vegar greinilega háð sömu sveifl- um og liðið sem heild, a.m.k. ef marka má úrslitin hjá liðinu um síðustu helgi, en þá steinlá lið Malmö FF á heimavelli sínum, 0—3! Það er því næsta víst að Svíarnir verða fullir sjálfstrausts er þeir mæta ÍBK. Þess má að lokum geta, að ÍBK stendur fyrir hópferðum frá Sand- gerði kl. 16.45 og munu hóparnir fara í gegn um Garðinn á leið sinni til Keflavíkur. Ivi kllg «11 han lánfc'l rti«r iimirhcn talc fill iv rig Iriijno. Un v sr RsjnxrViLn Jö niln förr rtnici Rjoidr J—1-niAlrt rl! mlU vom lr dublKll v ardctulll för Kcflavik. • Ragnar Margeirsson, hinn stórefnilcgi ungi miðherji ÍBK, var maður leiksins í Kalmar. Sjá má af úrklippu þessari, sem er úr sænsku dagblaði, að Svíum þótti mikið til Ragnars koma. Margir landsliðsmenn skipa lið Kalmar FF HÉR fer á eftir stutt kynning á leikmönnum Kalmar FF, sem mætir ÍBK í UEFA keppninni i Keflavik klukkan 17.15 í dag. Nokkrir kunnir kappar skipa liðið og má benda á Benno Magnuson, Thomas Suneson og Roland Sandberg. Allir eru félagar þessir sænskir landsliðsmenn og þeir tveir síðastnefndu skoruðu einmitt mörk Kalmar gegn ÍBK í fyrri leik liðanna ytra. Leikmenn Kalmar F.F. Markmenn: No. 1. Tony Ström, kom til Kalmar F.F. frá Kalmar Södra IF árið 1972. Hefur leikið 298 leiki, skorað 2 mörk. Er með 76 1. deildar leiki, 2 unglingalandsl. Prentari. No. 12 Hans Gustavsson. Er alinn upp hjá félaginu. 90 leiki fyrir Kalmar F.F. Nemi. Aðrir leikmenn: Stig Andreasson, varnar og miðsvæðism., kom til Kalmar frá Alsterbro IF árið 1975. Hefur leikið 67 1. deildarl. og skorað 13 mörk. Slökkviliðsmaður. Ulf Olsson, varnarm. kom til Kalmar F.F. frá IF Trion árið 1975. Hefur leikið 43 1. deildar., 4 drengjalandsl. Bankastarfsmaður. Tommy Berggren. Nýkominn til Kalmar F.F. Mjög sterkur mið- vallarspilari. Thomas Sunesson, tengil. og sóknarmaður, kom til Kalmar frá Mönsterás GOIF árið 1978. Hefur leikið 18 1. deildarl., 13 unglingall., 3 drengjall. Nemi. Benno Magnusson, tengil. og sóknarmaður, kom til Kalmar frá Atvidabergs F.F. árið 1977. 122 1. deildal., 8 landsl., 1 B-landsl., 6 unglingal. og 3 drengjal. Nemi. Börje Axelsson, varnar eða tengiliður Kom til Kalmar frá Fliseryds I.F. árið 1974. Hefur leikið 78 1. deildarl. Húsvörður. Johny Erlandsson, tengil. og miðsvæðism. Kom til Kalmar árið 1973 frá Kosta L.F. Hefur leikið 76 1. deildarl., 2 A-landsl. og 8 U-landsleiki. Eftirlitsmaður. Alf Nilsson, varnar og miðsvæð- ism. Kom til Kalmar frá SSG-I.F. árið 1976. Hefur leikið 44 1. deildarl. Bakari. Roland Sandberg, sóknarleik- maður. Er þeirra þekktasti leik- maður. Hefur leikið fjölda lands- leikja og var fastur maður í landsl. árið 1974 Björn Wigstedt, sóknar og miðs- væðism. Kom til Kalmar frá Alsterbro I.F. árið 1977. Hefur leikið 1 1. deildarl. Nemi. Mikael Larsson, miðsvæðism. Kom til Kalmar frá Högsby I.K. árið 1978. Nemi. Kjell Arvidsson, sóknarm. kom frá Páryd I.F.K. árið 1977. Hefur leikið 7 1. deildarl. Trésmiður. Jan Áke Lundberg, sóknarm. Kom til Kalmar frá Kalmar A.I.K. árið 1970. Hefur leikið 74 1. deildarl. 2 A-landsl. 7 U-land. Nemi. 16 leikiamenn IBK ÝMSIR leikmanna ÍBK hafa mikla reynslu í Evr- ópuleikjum og má þar nefna Jón ólaf Jónsson, sem lék á sínum ferli 16 Evrópuleiki. Þorsteinn markvörður Ólafsson mun í dag leika sinn sextánda Evrópuleik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.