Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 32

Morgunblaðið - 03.10.1979, Page 32
^Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jfl«r0itnblnt>it> á ritstjórn og skrifstofu: 10100 3H«r0unbUibtb UNGUR Reykvíkingur var úrskurðaður í 15 daga gæzluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar á meintu fíkniefnasmygli til landsins. Umræddur maður hefur áður komið við sögu hjá fíkniefnalög- reglunni, og m.a. var hann fyrr á þessu ári staðinn að því að smygla fíkniefnum hingað er- lendis frá. . I fyrradag fundust fíkniefni við húsleit heima hjá honum. Rjómabakkelsi í söltunarsalnum Höfn, Hornafirði, 2. október. MIKILLI veizlu, með rjómakökum og bakkelsi af beztu gerð, var slegið upp i söltunarsal Fiskimjölsverksmiðjunnar i gær. Tilefnið var að búið var að salta í 10 þúsund tunnur frá því að sildveiðarnar hófust i haust. Meiri síidarafli hefur borizt á land á Ilöfn á þessari vertíð miðað við sama tima undanfarin ár og breytir vikustopp meðan beðið var sildarverðs þar engu um. Fiskimjölsverksmiðjan hf. voru nokkrir erfiðleikar með hafði saltað í 10352 tunnur og Stemma í 8500 tunnur. Frysti- hús Kaupfélagsins var búið að heilfrysta til útflutnings 445 tonn, flakað 51 tonn og fryst til beitu 153 tonn. Jökulfellið lestaði hér á 5. hundrað tonn í dag af frystri síld, sem fer til Frakk- lands og Englands. Hjá Stemmu voru í haust ♦*>knar í notkun nýjar vélar og notkun þeirra fyrst í stað. í aflahrotunni í síðustu viku gekk vinnslan mjög vel og voru af- köstin 140 tunnur á klukkustund af stórsíld, en það er mjög gott. Bátarnir streymdu út á miðin síðdegis í dag og allt er nú tilbúið til að taka á móti síld eftir törnina um helgina og í lok síðustu viku. — Fréttaritarar Ljósm. Rax Samdráttur í bensínsölu í ágúst 7.7% Frá síldarsöltun á Höfn í Hornafirði. Samsvarar 3600 millj. á heilu ári Hundahald í Reykjavík UMTALSVERÐUR sam- dráttur varð í bensínsölu í ágústmánuði s.l. miðað við sama tíma í fyrra. Sam- drátturinn varð 7,7% að magni til en það samsvarar 300 milljónum króna ef mið- Beðið eftir umbrotahrinu með borun í Bjarnarflagi UM ÞESSAR mundir eru uppi hugmyndir um að boruð verði ný hola í Bjarnarflagi til frekari gufuöflunar fyrir Kísiliðjuna. í sumar var boruð þar ein hola og er borinn Jötunn nú í Bjarnarflagi eftir það verk, en ráðgert er að hefja ekki boranir fyrr en eftir væntanlega umbrotahrinu, sem jarðvisindamenn eiga von á kringum 10. október. Karl Ragnars verkfræðingur hjá Orkustofnun sagði í samtali við Mbl. að lengi hefði verið í ráði að bora frekar í Bjarnarflagi þar sem talið væri ráðlegt vegna Kísiliðjunnar. Sagði hann að enda þótt gufuöflun fyrir Kísiliðjuna hefði verið betur tryggð undanfar- in 2 ár en áður, sýndist mönnum rétt að bora enn nýja holu í Bjarnarflagi. Karl Ragnars sagði þó að ekki væri enn fullráðið um boranir. Hinkra ætti við um sinn þar sem búizt væri við umbrota- hrinu kringum 10. október n.k. og væri ekki vitað hvað hún hefði í för með sér. Hugsanlegt væri einnig að um- brotin myndu láta á sér standa, en Karl kvað þó góða reynslu vera komna á tímasetningar jarðvís- indamanna og þær hefðu oftast verið nokkuð nærri lagi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við að bora eina holu sé kringum 280-290 milljónir króna og sagðist Karl ekki vita til þess að neinn ágrein- ingur væri milli iðnaðarráðuneyt- is og fjármálaráðuneytis um þess- ar framkvæmdir, en þó væri ekki enn fullgengið frá peningahlið- inni. að er við 312 króna bensín- verð og 3600 milljónum króna á heilu ári. Árni Ól. Lárusson aðstoðarfor- stjóri Skeljungs veitti Mbl. í gær upplýsingar um bensínsöluna. Það kom fram hjá Árna að samdrátt- urinn í bensínsölu fyrstu átta mánuði ársins, þ.e. mánuðina janúar til ágúst að báðum með- töldum er 1,5% en undir venjuleg- um kringumstæðum ætti að vera 3—4% söluaukning á þessu tíma- bili miðað við fjölgun bifreiða í umferð. Fyrstu mánuði þessa árs varð aukning á bensínsölu miðað við sömu mánuði í fyrra en eftir hinar 24,5% hækkun á taxta vörubíla HÆKKAÐUR hefur verið taxti vörubila og er hækkunin 24.5% að því er Einar Ögmundsson iormaður Landssambands vörubilstjóra tjáði Mbl. Eru samningar þessir reglulega endurskoðaðir og tók þessi hækkun gildi 1. september sl. en hún hefur að nokkru leyti áhrif á verðlag þar sem hún nær til allra flutninga með vörubílum, m.a. hjá kaupfélögum. stórstígu verðhækkanir sem orðið hafa á undanförnum mánuðum hefur bensínsalan hraðminnkað. Ríkissjóður fær 56% af bensín- verðinu í sinn hlut í formi skatta og verður hann því af umtalsverð- um tekjum vegna minni bensín- sölu. Fengu mink í línuróðri Eskifirði, 2. október. ÞAÐ BAR til í línuróðri hjá mb. Vetti SU 3 á dögunum, að þegar Þórir skipstjóri brá sér niður i lest á skipi sinu mætti hann þar mink einum heldur illilegum og var hann ekki eitt af gæludýr- um áhafnarinnar. Hófst mikill bardagi milli Þóris og minksins og urðu lyktir þær að Þórir skipstjóri vann á „laumufarþeganum". Er þetta í fyrsta skipti, sem minkur fæst í róðri. Kvikindi þessu hefur fjölg- að mikið hér um slóðir síðustu árin og sjá menn víða minka þó lítið hafi náðst af þeim til þessa — enda lítið til þess reynt. — Ævar. I gæslu grun- aður um smygl á fíkniefnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.