Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Flugmanni þotunnar var bjargað á skömmum tíma Bilun varð i þotu frá Varnarliðinu skammt suður af landinu þegar þot- an var að koma úr eftirlitsflugi i gær. Missti þotan skyndilega mikla hæð og fékk flugmaðurinn ekki við neitt ráðið. Skömmu áður en þotan steyptist i hafið, um sjö miiur suður af Grindavik, tókst flugmanninum að skjóta sér út úr þotunni. Tókst honum að komast i gúmbát, sem er áfast- ur við sæti flugmannsins i þotum sem þessari. Þyrla frá Varnariiðinu var þegar send á vettvang og fann áhöfn hennar flugmanninn innan tiðar, en hann hafði þegar kveikt neyð- arblys, sem visuðu á hann i sjónum. Innan háifrar kiukku- stundar eftir að flugmaðurinn lenti í sjónum var hann kominn um borð i þyrluna og varð ekki meint af volkinu ... Eitthvað á þcssa ieið gæti heyrzt í fréttum útvarpsins þegar menn eiga sízt von og eitthvað þessu likt var sett á svið fyrir biaðamenn Morgun- biaðsins á dögunum þegar þeir íengu að fljóta með í æfingaferð björgunarsveitar Varnarliðs- ins. Tvær þyrlur tóku þátt í þessari æfingu og eftir að hafa fiogið yfir Suðuríandið og m.a. yfir bingveili í nokkra stund var snúið við og fiogið i átt að Garði. Skammt austan Garð- skaga var einum úr björgunar- sveitinni hent í sjóinn. Verkefn- ið var siðan að bjarga honum á sem skemmstum tima. Maður- inn hefði getað veríð flugmaður á bandariskri þotu, hann hefði allt eins getað verið islenzkur sjómaður, sem hefði lent í erfið- ieikum. Eða ævintýramaður á loftbelg eða finnsk fcrjuflug- kona eða ...? Sá nauðstaddi henti út neyð- arblysi fljótiega eftir að hann kom í sjóinn og andartaki síðar var Joily Green-þyrlan yfir manninum. Tveir björgunar- menn stukku í sjóinn og náðu Björgunarliðarnir eru komnir í sjóinn til hjálpar þotuflugmanninum. karfan sígur niður frá þyrlunni i strax til mannsins. t sjónum átt til mannanna þriggja i sjónum. „Mér fannst ekki taka því ad fara til læknis” Rætt vid Greg Lepley, sjúkralida, sem hér er nú öðru sinni EINN í hinni vel þjálfuðu átta manna sveit fallhlifastökkvara er Greg Lepley, sem hér er nú öðru sinni. Hann dvaldi hér frá því i apríl 1973 til jafnlengdar árið eftir og kom siðan aftur, að eigin ósk, i siðasta mánuði og verður hér fram i ágúst á næsta ári. Greg Lepley hefur lent i ýmsu við björgunarstörf, hér sem ann- ars staðar, en segist ekki neita því að eitt erfiðasta verkefnið hafi hann fengið i júlimánuði 1973 er farið var til hjálpar sjúkum sjómanni um borð i Goðafossi, sem þá var um 140 milur úti af Garðskaga. í Morg- unblaðinu 28. júli segir svo frá þcssum atburði: „Hafði verið haft samband við lækna í Reykjavík og töldu þeir nauðsynlegt að koma sjúklingnum strax til uppskurðar. SVFI leitaði til varnarliðsins um aðstoð og var strax send af stað Herculesbjörg- unarflugvél til að finna Goðafoss, en ein af björgunarþyrlum varn- arliðsins tók aukabirgðir af elds- neyti vegna hins langa flugs. Um leið og Hercules-vélin var komin að skipinu fór þyrlan af stað og með henni sjúkraliði og læknir. Veður var allgott á þessum slóð- um, 4—5 vindstig. en dálítil undir- alda. Skyggni var ágætt. Þyrlan var komin að skipinu klukkan 09.07 og var sjúkraliði fyrst látinn síga niður á skipið og síðan voru sjúklingurinn og sjúkraliðinn hífðir upp í þyrluna. Gekk það allt vel. Þyrlan og björgunarvélin héldu síðan af stað til Reykjavíkur, um 18 mínútum eftir að þyrlan kom að skipinu. Flugið til Reykjavíkur tók um 55 mínútur og á Reykjavíkurflug- velli...“ Sjúkraliðinn, sem hér um ræðir, er Greg Lepley og þessi ferð er honum m.a. minnisstæð vegna þess að í henni hefur hann trúlega brotið eða brákað þrjú rifbein. — Eg lenti utan í brúarvængnum þegar ég var látinn síga niður, segir Greg Lepley í spjalli við Morgunblaðið. — Ég taldi þetta ekki alvarlegt fyrst í stað og svo þegar frá leið fannst mér ekki taka því að fara til læknis. Ég var líka orðinn góður á nokkrum mánuðum, segir hann og hefur greinilega gaman af að rifja þetta upp. Hann hefur líka ástæðu til, þar sem hann fékk sérstakt heið- ursmerki fyrir þessa björgun. Hann sýnir okkur hin marg- víslegu tæki, sem stökkvararnir eða sjúkraliðarnir hafa tiltæk í bækistöð sinni og kennir þar margra grasa. Þeir hafa að minnsta kosti tvær tegundir af búningum til að fara í þegar um björgun á hafi úti er að ræða. Aðrir búningar eru valdir þegar þörf er á aðstoð á landi. Meðlimir þessa hóps innan sveitarinnar voru í sumar í þjálfun á Mýrdals- jökli og í bækistöðvunum er að finna flest það, sem að gagni má koma ef halda þarf til leitar eða björgunar á jöklum uppi; reipi, skór, axir, ísstafir, hælar og hlífðarföt auk ýmiss annars varn- ings, sem blaðamaður kann ekki skil á. Stökkvararnir eru sérstaklega þjálfaðir í að veita hjálp á slysstað og undantekningalaust geta þeir byrjað fyrstu nauðsynlega aðstoð á slysstaðnum og á leið til sér- menntaðra lækna. Það er því ekki lítill búnaður, sem þessir menn verða að kunna skil á og geta notað — oftast við erfiðar aðstæð- ur. Oft kemur fyrir að stökkvar- arnir þurfi að stökkva eða láta sig síga niður að slysstað með 100 kílóa útbúnað með sér og er hann þá ýmist í sérstökum töskum eða pokum, en ekki síður í óteljandi vösum, sem eru á göllunum þeirra. Þegar stokkið er úr fallhlíf, sem ekki er það algengasta hér við land, eru stökkvararnir að sjálf- sögðu í sérstökum búningum og eru þeir bólstraðir á helztu stöðum, en þeir búningar, sem notaðir eru, eru sérstaklega gerðir til að stökkva í skógi vöxnu landi, en slíkt er þó ekki vandamál hér, heldur klettarnir og allt grjótið. Greg Lepley hefur stokkið úr fallhlíf 260 sinnum, en hér á landi fær hann þó ekki eins mörg stökk og hann myndi kjósa. Veður og vindar setja þar strik í reikning- inn, en að meðaltali nær fall- hlífastökkvari 15—20 stökkum á ári meðan dvalið er hér á landi. Svo aðrir megi lifa björgunarsvcit Varnarliðsins Síöari Kroin Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Kristján Einarsson Framangreindar upplýsingar um stökkvarana eða björgunarlið- ana eru fengnar í spjalli við Lepley meðan hann sýndi okkur bækistöðvarnar, en við spyrjum hann að lokum hvort læknir sé ávallt með í ferðum þyrlanna og hversu mikil menntun þeirra björgunarliðanna sé. — Við lærum meira í slysahjálp en flestir aðrir og á margan hátt höfum við fengið menntun eins og kemur að mestum notum í starfi sjúkraliða á gjörgæzludeildum. Við erum þó ekki neinir læknar og því eru þeir mjög oft með okkur í björgunarvélunum, en það fer þó eftir eðli hverrar aðgerðar, segir Greg Lepley, sem kom til starfa á Islandi öðru sinni í síðasta mán- uði. Það er ekki lítill útbúnaður, sem stökkvararnir þurfa að hafa með sér þegar stokkið er i fallhlif til aðstoðar sjúkum eða slösuðum. Hvort heldur þeir stökkva úr Hercules-vél i 1500 feta hæð eða eru látnir síga úr þyrlu bera þeir oft á sér um 100 kiló i nauðsynlegum útbúnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.