Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 55 Góðir fjármála- menn eyða fé án þess að njóta þess Asko Sarkola Borgar Garðarsson RAGNAR Önundarson er í fréttunum um þessar mund- ir, i tilefni þess að hann tekur við stöðu aðstoðar- bankastjóra Iðnaðarbank- ans. Það þykir tíðindum sæta að hann sest í banka- stjórastól svo ungur, aðeins 27 ára gamall. Ragnar er Reykvíkingur, sonur Önundar Ásgeirssonar Kristinn uppi i sveit hjá frænda sinum að hjálpa til við heyskap í sumar TF-AFI i baksýn. og Evu Ragnarsdóttur. Snemma beygist krókurinn og Ragnar sýndi snemma fjármálahæfileika, að sögn skólabræðra hans í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þar rak hann sjoppuna Sómalíu fyrir skólafélagið og skilaði góðum ágóða,sem skólasystkinin eyddu í ferða- lag til útlanda. Sjálfur sat hann heima og gerði upp. Þegar blaðamaður rifjaði þetta upp við Ragnar, svar- aði hann í léttum tón, sagði: Góðir fjarmálamenn eyða peningum án þess að hafa ánægju af þeim! Ragnar hefur starfað í Iðnaðarbankanum síðan hann lauk námi og veitt hagdeild bankans forstöðu. Þegar hann var spurður hvort hann hefði nokkur önnur áhugamál en peninga, sagði hann að peningar hefðu raunar verið stór þátt- ur af lífi hans þessi sl. þrjú ár. Satt að segja hefði hann að verulegu leyti eytt tíman- um í bankanum og annað orðið að víkja. Ekki væri það þó svo að hann ætti engar stundir þar fyrir utan. Og þá gripi hann helst í bók — og læsi um hagfræði og banka- mál. — Hvað er að frétta? spurðum við Alfreð Jónsson, oddvita í Grímsey. — Það sem er í frétt- unum núna er stjórnar- farið og veðurfarið, og má ekki á milli sjá hvort er verra, svaraði Alfreð um hæl. 8 ára flugmaður flýgur með pabba á Afa Túlka Hamle t afkaldhœðni ÍSLENZKI leikarinn Borgar gerðin þykir allfrumleg útgáfa af Filíus Fogg í Kring um jörðina á Garðarsson, sem í mörg ár hefur Hamlet. Textinn túlkaður af 80 dögum eftir Jules Verne. leikið með Lillateatern í Hel- nokkurri kaldhæðni, að því er sinki, var í fréttunum nýlega í íslenzkur leikhúsgestur tjáði okk- Sýningin fær ekkert sérstakt lof í Finnlandi. Hann er að leika ur. Leikararnir bera grímur og Huvudstadsbladed og ekki heldur Horatio í Hamlet eftir Shake- fatnaður stundur all rytjulegur, Sarkola. Fyrirsögnin á leikdómn- speare, sem frumsýnt var 28. að því er virðist. Hamlet Dana um er „En förvirrad Hamlet." En september. prins leikur Asko Sarkola, sem Borgari Garðarssyni er hrosað Islendingum er að góðu kunnur, fyrir sitt framlag í túlkun Horat- Þetta er engin hefðbundin sýn- síðan Lillateatern kom á lista- ios. M.a. sagt að túlkunin sé ing á texta Shakespeares. Leik- hátíð í Reykjavík og hann lék frábært starf í kaldhæðnum tón. Ragnar Önundarson með konu sinni Aslaugu Þorgeirsdótt- ur frá Grund í Skorradal og syninum Þorgeiri, sem er 16 mánaða. Myndina tók ljósmyndari Mbl., Kristján á heimili þeirra við Dalland. KRISTINN Guðmundsson er sennilega yngsti flugmaður á íslandi. Hann er 8 ára gamall, sonur Guðmundar Hilmarssonar fiugmanns hjá Arnarflugi. Þegar Guðmundur er ekki fljúgandi heimshorna á milli þolum Arnarflugs, leika þeir feðgar sér á lítilli eins hreyfils Super Cub-flugvél og fljúga um landið. Kristinn er fullfær um að stjórna flugvél, en honum er þó ekki leyft að lenda vél eða hefja hana á loft, enda hefur Kristinn ekki aldur til þess að fá flugréttindi. Að sögn Guðmundar ferst Kristni stjórnun flugvélar ágætlega úr hendi, en honum hættir þó stundum til að taka of krappar beygjur sem eru eftirlæti hans. Hver veit nema Kristinn eigi eftir að sitja við hlið föður síns í stórum þotum sem aðstoðarflugmaður, þegar fram líða stundir. ffólk f fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.