Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
41
voru krakkar allt frá 10 ára aldri
og inn á milli mátti meira að segja
sjá roskið fólk, en vel drukkið.
Þeir voru í rauninni ósköp fáir
sem ekki voru drukknir í kring um
mig þetta kvöld, jafnvel yngstu
krakkarnir voru ekki síður undir
áhrifum áfengis en þeir elstu.
Flestir voru þar í gallabuxum og
mittisjökkum. Strákarnir voru
með hár niður á herðar og stelp-
urnar með síðar tjásur. Öll voru
þau með sígarettur.
„Flestir krakkarnir hér byrja að
drekka 12—14 ára gamlir en þeir
detta bara í það um helgar," sögðu
nokkrar stelpur sem undirritaður
talaði við.“ Þeir eru allavega
byrjaðir að drekka 16 ára.
Hvað geta unglingarnir hér gert
á kvöldin?
„Það er ósköp lítið. Það er þá
helst að fara í Diskótekklúbbinn."
í Færeyjum er engin áfengisút-
sala, en hvar fá unglingarnir þá
áfengið?
„Það er barnaleikur einn að
verða sér úti um áfengi hér, bara
ef maður veit hverjir selja það. En
flaskan er dýr, um 3—400 krónur
(20—30 þúsund íslenskar krón-
ur),“ var svarið.
Unglingar í Þórshöfn virðast
ekki fara mikið í kvikmyndahús og
báru þeir því við að það væri
klippt svo mikið úr myndunum
sem sýndar væru. Einnig sögðu
þeir að aldurstakmarkið væri yfir-
leitt mjög hátt og strangt fylgt
eftir. Sem dæmi um þetta áhuga-
leysi má nefna að diskókvikmynd-
in fræga, Saturday Night Fever,
fór ósköp hljóðlaust yfir eyjarnar
og var aðeins sýnd í nokkra daga í
Þórshöfn.
Eftir að hafa rætt við stelpurn-
ar hélt ég áfram göngunni og inn á
svæði sem útbúið hafði verið fyrir
Ólafsvökuna. Þar hafði verið kom-
ið upp eins konar tívolíi og dans-
stað undir berum himni. Þarlend
hljómsveit lék og söng öll nýjustu
diskólögin og hópur krakka stóð
fyrir framan sviðið og horfði á.
Þrjú pör inni í miðjum hópnum
dönsuðu með miklum tilþrifum.
Er þetta alltaf svona, spurði ég
söngvarann? „Já, því er nú miður.
Það dansa yfirleitt mjög fáir á
dansleikjum, fólk stendur og horf-
ir á okkur."
Síðan tók ég stefnuna til baka.
Nokkrum tívolíum hafði verið
komið upp meðfram Aarveginum
og voru þau opin þrátt fyrir það að
Ólafsvakan hófst ekki fyrr en
daginn eftir. Hópur unglinga var
fyrir utan hvert tjald og ýmsir
þeirra voru með hatta, bangsa og
annað dót sem þeir höfðu unnið í
hinum ýmsu leikjum og þrautum.
Er ég nálgaðist Vaglinn var
klukkan að ganga þrjú en þar var
samt enn sami fjöldinn. „Mótór-
Átökin urðu oft hörð og ýmsir urðu sárir. Maðurinn lengst til hægri
er aðstoðarlögreglustjórinn í Þórshöfn.
11 ir: . 9
11| - 1 IIL 1
Morguninn eftir. Komið með sópa og hjólbörur og hreinsað upp af
götunni.
hjólagæjunum" hafði fjölgað og
stóðu þeir saman í hópum á
Vaglinum og virtust vera að bíða
eftir einhverju sem þeir gætu
skipt sér af.
Gangan upp og niður götuna
hélt áfram fram eftir nóttu án
þess að til stórtíðinda drægi. Og
daginn eftir sem var laugardagur
hófst þjóðhátíðin. „Það er ekkert
gaman á Ólafsvöku lengur," sagði
einn Færeyingurinn. „Hún er bara
fyrir unglinga og þá sem hafa
gaman af að drekka." Ef dæma má
af forsmekknum sem fékkst kvöld-
ið fyrir hátíðina er það satt sem
hann sagði.
r.m.n.
>•
Oruggur
í blandinu!
SstÁndard IDEALMix
Idealmix blöndunartækið tryggir einstakl oryggi og
þægindi An tillits til vatnsþrýstings eða hitastigs á
heitu og koldu sér Idealmix um að blanda a eigin
spýtur nákvæmlega hið umbeðna hitastig.
Idealmix þolir mikinn mismunaþrýsting og sjálKirkur
öryggisloki grípur í taumana ef þrystingur dettur oeðli-
lega niður. Auðveld ísetning t grunna veggi.
ÍSNÍÐl
OTNAR
Sniðnir eftir yðar þörfum
7 hæðir (frá 20—99 cm).
Allar tengdir. I .
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæöastál.
Stenst allar kröfur íslensks staöals.
Hagstætt verð.
Efnissala og fullunnir ofnar
Skipholt 35 — Sími 37033