Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 17
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
MORGUNBLAÐlÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
49
Gengið um
skóginn á Stálpa-
stöðum í Skorra-
dal með Ágústi
r
Arnasyni
skógarverði í Hvammi
Skógur og skógarlíf eru nokkuð
sem okkur íslendingum er ekki
kunnugt nema af afspurn. Landið
skóglaust frá fjöru tli hæstu fjalla,
og íslenskur skógur ekki til nema í
aldagömlum fornritum sem ef til
vill er ekki tekið nema mátulega
mikið mark á. Sagt er að ísland
hafi veriö skógi vaxið milli fjalls og
fjöru viö komu landsnámsmanna
að ströndum landsins, en það
mannsbarn er ekki til hérlendis
sem ekki hefur lært þaö í skóla aö
skógurinn hafi eyöst sakir taum-
lausrar sóknar landsmanna í eldi-
við og vegna óblíðrar veðráttu og
annarrar óárunar svo sem eldgosa
og uppblásturs. Og þá má ekki sízt
nefna ofbeit.
Jafnframt hefur því veriö laumað
inn í hugskot flestra landsmanna
að skógur þrífist ekki á íslandi,
enda eigi hann hér tæpast nokk-
urn tilverurétt. Margir halda því
jafnvel fram aö skógrækt sé alls
ekki til þess fallin aö fríkka iandiö,
heldur þvert á móti. Hefur til
dæmis veriö á þaö bent, aö helgur
staður eins og Þingvellir hafi lítið
við skóg eða skógrækt að gera;
slíkt hæfi Þingvöllum alls ekki.
Þjóðin sé orðin vön skóglausu
landi, hafi hún nokkru sinni verið
vön öðru. Fegurð íslands sé fyrst
og fremst fólgin í öðrum þáttum
fagurs landslags og mikill skógur
yrði aðeins til að hylja þá fegurð og
draga úr útsýni.
Skógur í Skorradal
Þegar haft er í huga að flestir
virðast telja aö hér á landi sé
engan skóg aö finna og aö hér
þrífist llla skógur, kemur það á
óvart þegar manni er sagt frá því
aö steinsnar frá höfuöborginni sé
að finna vöxtulegan og gróskumik-
inn skóg meö fjölda trjátegunda.
En einn slíkur skógur er einmitt í
Skorradal í Borgarfiröi, aðeins
rösklega klukkustundar akstur frá
Reykjavík.
í landi Stálpastaöa í Borgarfiröi
hefur á síðustu árum verið ræktaö-
ur upp mikill skógur, og nær hann
raunur yfir land fleiri jarða í daln-
um, norðan Skorradalsvatns fyrir
miöju vatni.
Stálpastaöir eru sem fyrr segir
noröanmegin Skorradalsvatns.
Sömu megin vatnsins en vestan
Stálpastaöa er Dagveröarnes, en
aö austan er Háafell. Noröan
vatnslns rís Skorradalsháls. sem
Forsíðumyndin
Séö úr skóginum á Stálpastööum í
Skorradal yfir vatnið og til Draga-
fells í suðri. Upphaf skógræktar-
innar á Stálpastööum má rekja til
þess aö Soffía og Haukur Thors
gáfu Skógrækt ríkisins jöröina áriö
1951.
Á steini niöur viö Skorradalsvatn
hefur verið reistur steinn er segir
frá gjöf Thorshjónanna, og á hann
eru ritaöar þessar Ijóölínur eftir
Hannes Hafstein:
Sú kwnur tlö tð sérln foldar gróa,
avaitimar tyllaat, akrar hylja móa,
brauó valtlr aonum móóurmoldln frjóa,
manningln vax f lundum nýrra akóga.
er allhár basallthryggur, er skilur
Skorradal og Lundarreykjadal.
Hæsta bunga hálsins er 342 metr-
ar á hæö, en yfirborð vatnsins er
57 metra yfir sjávarmáli. Vatnið er
um 17 kílómetrar á lengd og
röskur kílómetri á breidd viö
Stálpastaöi.
Land Stálpastaöa hallar öllu aö
vatninu og er víöa allbratt. Nokkur
lækjardrög og gilskorningar skera
sig inn í hlíðina og eru Merkigil og
Stóragil stærst.
Jarövegur er fremur grunnur
móajarövegur, allrakur og frjó-
samur á köflum. Næst túni á
Stálpastööum og upp af því skipt-
ast á gróðurlausir melar og gras-
geirar, eins og á sér staö umhverf-
is tún allra bæja í dalnum. Upp og
vestur af túninu er raklent á
köflum, og skiptast þar á mýrar-
sund, grónir rimar og gróöurlausir
melar.
Heita má aö allt land Stálpa-
staöa sé skógi vaxið nema næst
bænum og hæst í hlíöum. Yfirleitt
er kjarriö kræklótt, um tveir til þrír
metrar á hæö, een þar sem jarö-
vegur er góöur, veröur þaö nokkru
hærra og beinvaxnara. Undirgróö-
ur kjarrsins er allfjölskrúöugur
blóm- og grasgróður. Ber mest á
grösum ásamt hrútaberjalyngi,
blágresi, brennisóleey, maríu-
stakki, fjalldalafífli og mjaöjurt. Þar
sem jarövegurinn er ófrjórri vaxa
einkum lyngtegundir svo sem blá-
berjalyng, aðalbláberjalyng, beiti-
lyng, krækilyng og sortulyng. Fjall-
drapi vex á einstaka staö, svo og
einir. Nokkuö er af gulvíöi og
loövíöi, svo og grávíöi efst í brekk-
um. Geitla vex hér og þar í giljum
og lækjardrögum.
Þar sem kjarrlendi sleppir ber
mest á lynggróöri nema þar sem
raklendast er.
Upphaf skógræktar
á Stálpastöðum
Stálpastaöir voru í byggö fram
til ársins 1943, en þá keypti
Haukur Thors forstjóri í Reykjavík
jöröina. Þann fjóröa júlí áriö 1951
gáfu þau frú Soffía og Haukur
Thors Skógrækt ríkisins jörölna.
Strax á næsta ári hófust fram-
kvæmdir síöan meö því aö landiö
var girt, grisjaö og gróöursett í
austustu reitina. Gróöurlendi innan
giröingarinnar eru röskir 100 hekt-
arar.
Auk þess fjár sem Skógrækt
ríkisins hefur variö til skógræktar á
Stálpastööum, hafa fjölmargir aðil-
ar aðrir latiö fé af hendi rakna til
gróöursetningarinnar.
Áriö 1952 gáfu hjónin Ingibjörg
og Þorsteinn Kjarval Skógrækt
ríkisins 25 þúsund krónur til skóg-
ræktar. Þvt fé var variö til gróöur-
setningar í svonefndum Kjarvals-
skógi, sem er fyrir innan Stóragil.
Lokiö var viö aö gróöursetja í
lundínn áriö 1956 og standa þar nú
um 36 þúsund plöntur á 7 hektur-
um lands.
Milli Stóragils og Merkigils er
Braathensskógur, en í þaö land
hefur aö mestu verið gróöursett
fyrir gjafafé frá Ludvig G. Braath-
en, stórútgeröarmanni í Ósló. í
skóginn voru gróðursettar á árun-
um 1956 til 1960 samtals 127
Gróskumikill barrskógurinn
teygir sig upp eftir hlíðunum i
landi Stálpastaða.
Minningarsteinn um gefendur
jarðarinnar, Soffiu og Hauk
Thors.
þúsund plöntur í 26 hektara lands.
Fyrir utan Stóragil og heim undir
bæinn á Stálpastöðum er aö vaxa
upp minningarskógur Halldórs Vil-
hjálmssonar skólastjóra á Hvann-
eyri, sem var gróðursettur fyrir fé
er gamlir nemendur Halldórs gáu
til minningar um hann og skyldi
variö til skógræktar. Þar voru
gróðursettar á árunum 1958 til
1961 samtals 85 þúsund plöntur í
18 hektara lands.
Auk þessa hefur Skógrækt ríkis-
ins plantaö í landi Stálpastaöa.
Samtals hafa nú veriö gróðursettar
um 550 þúsund barrplöntur í
rúmlega 100 hektara, eöa því sem
næst allt gróöursetningarhæft
land.
Tuttugu og
fimm trjátegundir
Aö Sögn Ágústs Árnasonar
skógarvarðar á Stálpastööum hafa
nú alls veriö gróðursettar þar 25
tegundir trjáa í 267 reiti. Alls koma
þessar trjaátegundir frá 62 stöö-
um, víöa un heim. Þessar tegundir
eru eftirtaldar:
Sitkagreni, bastaröur, hvítgreni,
rauðgreni, blágreni, Kínagr6ni,
Dougfesgreni, fjallaþöll, marþöll,
skógarfura, stafafura, bergfura,
broddfura, gráfura, lindifura, lerki,
Evrópulerki, Ameríkulerki, Norö-
mannsþinur, fjallaþingur, balsam-
þinur, hvítþinur, sypres, Alaskaösp
og elri. Langmest hefur veriö
gróöursett af sitkagreni og rauö-
greni, eða meira en helmingur alls
þess sem gróöursett hefur veriö.
Auk þess sem mikiö hefur veriö
unniö aö gróöursetningu, hefur
veriö unniö aö hiröingu skógarins.
Þrem til fjórum árum eftir gróöur-
setningu þarf aö yfirfara alla reiti
og grisja birkikjarriö frá barrplönt-
um, en stubbaskot birkisins vilja
vaxa þeim yfir höfuö ef ekki er aö
gert. Þetta þarf aö endurtaka, þar
til plönturnar eru vaxnar upp úr
kjarrinu. Þá hefur og veriö nokkuö
gert af því aö dreifa áburöi aö
plöntum til aö flýta fyrir þroska
þeirra, einkum þar sem jarövegur
er rýr.
í gróöurlaus svæöi hefur Alaska-
lúpínu veriö bæði sáð og plantað
með góöum árangri, og víða eru
nú orðnir grænir teigar af lúpínu,
þar sem áöur var gróðurlaust.
Sem fyrr segir er skógrækt
ríkisins meö fleiri jaröir í Skorradal
en Stálpastaöi, svo sem Hvamm,
Bakkakot, Selsskóg, Stóru-Drag-
eyri, Sarp og Efstabæ.
Skógurinn er
nytjaskógur
Blaöamaöur og Ijósmyndari
Morgunblaösins voru á ferö í
Skorradal fyrir nokkrum dögum,
einmitt þegar haustlitirnir í skógin-
um á Stálpastöðum eru hvaö
fegurstir, og hittu þá aö máli
skógarvöröinn, Ágúst Árnason
sem býr í Hvammi ásamt fjölskyidu
sinni.
Skógurinn hér á Stálpastööum
er nytjaskógur,“ segir Ágúst, er
hann gengur með okkur um vöxtu-
legan skóginn í hlíöinni. „Um leið
og hér er veriö aö rækta upp
landiö til feguröarauka og til aö
hamla gegn uppblæstri og eyöingu
lands, höfum við af skóginum
umtalsveröar tekjur.
Ég hlýt því aö svara því játandi,
þegar spurt er, hvort hérlendis sé
hægt aö rækta nytjaskóg. Spurn-
ing er hins vegar hvernig á aö nýta
viðinn; á aö láta trén vaxa upp
þannig aö úr þeim fáist vinnsluviö-
ur, eöa á aö fella þau tiltölulega
ung og selja sem jólatré? —
Þannig geta veriö ýmsar leiöir í
þessu efni, misjafnlega góöar sjálf-
sagt aö flestra mati.
Hér á Stálpastööum höfum viö
einkum haft tekjur af skóginum
meö því aö selja jólatré og greinar
fyrir jólin. í fyrra seldum viö til
dæmis fyrir 24 milljónir króna.
Þetta skiptist þannig aö viö seld-
um fimm þúsund jólatré, fjögur
hundruö hnausplöntur og eitt og
hálft tonn af furugreinum. Ljóst er
því aö unnt er aö hafa umtalsverö-
ar tekjur upp úr þvt' aö selja tré
meö þessum hætti. Þaö er hins
vegar Ijóst aö í ár veröur þessi sala
minni en í fyrra, þar sem sumariö
hefur veriö skóginum erfitt. Allir
mánuðirnir hafa veriö kaldari en í
meöalári, og því er á mörgum
trjánna gulur litur sem ekki mun
þykja fallegur á jólatrjám. — Þau
tré munu hins vegar jafna sig
þegar frá líöur og koma til góða
síðar.“
Haf a ekki sölsað
undir sig lönd
bænda
Er við höfum gengiö upp hlíðina
og upp fyrir miðjan skóg, opnast
útsýni yfir vatnið og til bæjanna í
dalnum handan þess og einnig áð
norðanveröu. Athygli vekur hve
þarna er mikiö land undir skóg-
rækt, og hve fá býli eru þarna í
ábúö. Sú spurning vaknar því ef til
vill, hvort Skógræktin hafi flæmt
bændur brott frá býlum sínum,
eöa hvort þeir uni sér svona illa í
nábýli viö skógræktarmenn.
„Nei, því er síður en svo fariö,“
segir Ágúst. „Staöreynd er hins
vegar aö landhættir hér í Skorra-
dal eru þannig aö þeir henta
fremur illa til nútíma búskapar.
Land er hér bratt og hallandi niður
að vatninu, þaö er ákaflega votlent
og víöa grýtt auk þess sem gróöur-
eyðing hefur veriö talsverö. Rækt-
unarmöguleikar eru því ekki miklir,
og því hafa bændur ekki getað
stækkaö tún sín eins og þeir heföu
ella vafalaust gert.
Skógræktin hefur ekki tekið
neinar jaröir úr byggö, heldur
ræktaö upp þar sem bændur hafa
þegar brugöiö búi. Skógræktin hér
í dalnum ætti hins vegar aö geta
oröiö stórt atvinnuspursmál fyrir
byggöina, og einnig ætti ekkert aö
vera því til fyrirstöðu að bændur
heföu skógrækt í einhverjum mæli
sem auka- eöa jafnvel aöalbú-
grein.'Sala á jólatrjám ætti að
mínu mati aö vera tiltölulega auð-
veld fyrir bændur til dæmis. Þaö
tekur að vísu tíu ár aö bíöa fyrstu
trjánna, en eftir það er komið í
gang verður þetta árviss tekjulind
fyrir bændur.
Þegar ég nefni áratug á eg við
þá stærð trjánna sem algengust
er, en auövitaö vill fólk misjafnlega
stór tré, auk þess sem talsvert er
selt af úti- eða torgtrjám. Stærö
trjánna virðist hins vegar fara mest
eftir því hvort um er að ræöa ungt
fólk eöa gamalt, fólk meö börn eöa
barnlaus hjón. Unga fólkið vill
yfirleitt fremur lítil tré, síöan er fólk
eldist og börnin eru flogin úr
hreiörinu minnka trén aftur og
einnig fer þetta talsvert eftir því í
hvaöa borgarhverfum í Reykjavík
fólk býr. Fólk í litlum húsum í
gamla bænum kaupir til dæmis
yfirleitt fremur lítil tré.“
Tíu manna vinnu-
fiokkur á sumrin
Og Ágúst heldur áfram sem viö
göngum um skóginn: „Þaö er oft
erfitt verk aö fella trén hér á
veturna, einkum þegar snjóþungt
er. Ganga verður um skóginn og
velja þau tré sem fella á, og síðan
að saga þau niður og bera þangaö
sem hægt er aö setja á vagn. Mikill
snjór fellur að jafnaði í skóginn, og
vegna þess hve skjólgott er þar
liggur hann mest jafnfallinn, en
fýkur ekki í burtu eöa í skafla.
Jafnvel þegar rignir hverfur snjór-
inn ekki úr skóginum eins og á
bersvæöi.
Viö erum hér þrír til fimm menn
viö þessa vinnu fram aö áramót-
um, en á sumrin er hérna tíu
manna vinnuflokkur viö ýmsa
vinnu viö skógræktina. Viö erum
hér hins vegar aöeins tveir árs-
menn, einn maður auk mín.
Fólkið hefur aöstööu í húsinu í
Hvammi, þar er svefnskáli, mötu-
neyti, skrifstofa og setustofa, og
Sjá næstu
síöu