Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
Skuggarnir voru orðnir langir er biaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins héldu heim frá Stálpastöð-
um, en hæstu trén bar við himin.
ég verö aö segja þaö elns og er aö
ég er dálítiö stoltur af því aö
uppbyggingin hér hefur veriö kost-
uö meö því fé er skógurinn hefur
gefiö af sér.“
Gönguf erð í skógi
Skógurinn skartaöi sínu fegursta
er viö vorum þar á ferö í vikunni.
Sumarskrúöiö enn ekki fallið, en
búiö aö taka á sig haustliti. „Það er
eitthvað alveg sérstakt viö þaö aö
ganga um skóglendi, gönguferö úti
í skógi er allt annað og meira en
venjuleg gönguferö," segir Ágúst.
„Erlendis telja menn þaö vera
bæöi líkamlega og andlega styrkj-
andi aö ganga í skógi, en hér á
landi þekkir fólk þetta eölilega
ekkl.
Viö vonum þó aö fólk muni í
framtíöinni njóta þessa starfs sem
hér er veriö aö vinna, og skógurinn
er vissulega öllum opinn. Þá hafa
einnig veriö skipulögö hér sérstök
tjaldstæöi og göngustígar eru um
skóginn. Fæstir vita hins vegar hve
stór skógurinn er eöa hve trén eru
há, þar sem þeir láta sér nægja aö
aka í gegnum hann á bílum en
þannig njóta trén sín eölilega ekki.
þó oft margt um manninn á
sumrin, feröamenn koma hér viö
og einnig er margt fólk hér í
sumarbústöðum og til þess koma
gestir í heimsókn. Þá koma hingaö
oft hópar útlendinga, feröamenn
sem komnir eru langt aö, og oft
finnst þeim miklu meira um þaö
starf sem hér er unnið en nokkru
slnni Íslendíngum sjálfum."
Aö þessum orðum töiuöum
kveöjum viö Ágúst skógarvörö,
enda skuggana tekiö aö lengja og
litirnar á lyngi og trjám að hverfa í
hausthúmiö. Þegar viö ökum í
bæinn aftur flýgur þaö í gegnum
hugann, aö þaö sé raunverulega
skrýtin atvinna aö vera skógar-
vöröur í landinu skóglausa. — En
vonandi á þeim eftir aö fjölga á
ókomnum árum.
—AH.
Votlent er í
skóginum á
Stáipastöðum,
og víða seytla
lækjarsprænur
niður
hliðina, en trjá-
gróðurinn bind-
ur jarðveginn
vel.
VOLVO ÞJÖNUSTA
Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO
umhverfis landið sérstaka
VETRARSKOÐUN
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og feiti á
geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á bensíndælu
Verð með söluskatti:
4 cyl. kr. 37.057,-
6 cyl. kr. 39.990,-
Innifalið í verði: Platínur,
olíusía, ísvari, ventlalokspakkning,
kerti, vinna, vélarolía.
7. Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
10. Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi
12. Vélastilling
13. Ljósastilling
Fasteign á hjólum
Akranes: Bílvangur, Bílaverkstæði Gests Friðjónssonar.
Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness.
Stykkishólmur: Nýja bílaver.
Tálknafjörður: Vélsmiðja Tálknafjarðar.
ísafjörður: Bifreiðaverkstæði ísafjarðar.
Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf.
Sauðárkrókur: K.S., Sauðárkróki.
Akureyri: Þórshamar hf.
Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar.
Þórshöfn: Bifreiðaverkstæði K.L.
Egilsstaðir: Fell sf., Hlöðum við Lagarfljótsbrú.
Hornafjörður: Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn.
Kirkjubæjarklaustur: Bifreiðaverkstæði
Gunnars Valdimarssonar.
Hvolsvölur: K.R. Hvolsvelli og Rauðalæk.
Selfoss: K.Á. Við Austurveg.
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200