Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
60
Z'
>)V
(0
KAFF INU
tr-y' "1
Er þetta tröppuhús ekki til sölu?
Þetta er einsmanns klefi og
ekkert kjaftæði!
Á ég að fjarlægja plásturinn í
mörgum sársaukaópum. eða
bara i einu allsherjar ÖSKRI?
Hvar er köllunin?
Það er ekki ósjaldan að í
lesendadálkum blaðanna eru ýms-
ar vangaveltur um og í garð
stjórnmálamanna varðandi
stjórnun þjóðarskútunnar. Flest
af því sem fram hefur komið á sér
einhverja stoð en nær alltaf er
deilt á einn mann eða einn flokk
og sagt að annar maður eða annar
flokkur hefði staðið betur að
málum. Vel má það vera að þeir
sem nú halda um taumana séu
starfi sínu ekki vel vaxnir, um það
skal ég ekki segja þar sem ég er
langt frá því að vera sérfræðingur
í stjórnmálum. Hins vegar reyni
ég eftir fremsta mætti að fylgjast
með því sem gerist bæði á hinu
háa Alþingi og í bæjar- og sveitar-
stjórnamáium. Eftir því sem tím-
inn líður verður mér æ ljósara að
það er engin von til þess að
þjóðarskútan sigli lygnan sæ á
leið í sæluiand. Henni er siglt inn í
óveðrið að nauðsynjalausu og þar
er ekki hægt að stýra henni í rétta
átt.
Til er nokkuð sem heitir köllun.
En eitt er nokkuð víst að þeir eru
ekki margir stjórnmálamennirnir
sem hafa tekið á sig þá ábyrgð á
stýra þjóðarskútunni vegna köll-
unar. Flestar aðgerðir stjórnmála-
manna miða alls ekki að því að
tryggja sem best hag íslensku
þjóðarinnar, heldur þeirra sjálfra
eða þess flokks sem þeir standa
fyrir. Er þá von til þess að betur
gangi í þjóðlífinu en raun ber
vitni?
Nú er ég ekki hér með að segja
að allir stjórnmálamenn, fyrr og
síðar séu eiginhagsmunamenn. Til
eru þeir sem hafa lagt allt í
sölurnar fyrir velgengni íslands,
en þeir eru því miður of fáir.
Það er því kominn tími til að
stjórnmálamenn skilji það að
þeirra er að hugsa um velferð og
heill allrar þjóðarinnar, ekki bara
sína eigin velferð og flokksins. Þá
fyrst má vænta bjartra daga í
íslensku þjóðlífi.
Áhugamaður
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Bæði sókn og vörn áttu sína
möguleika í spili dagsins. Sagn-
hafi hugðist nýta sina en sá ekki
nægilega langt fram i spiiið og
greip vestur þá sinn möguleika
feginshendi.
Norður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. 1092
H. 1053
T. ÁG8
L. G542
Vestur
S. 7
H. KG82
T. D1063
L. D873
Suður
S. ÁK543
H. Á74
T. K92
L. ÁK
Suður var sagnhafi í fjórum
spöðum og vestur spilaði út tígul-
þristi.
Sjálfsagt hefur þægilegt upphaf
blekkt sagnhafa. Hann fékk fyrsta
siaginn á áttuna og spilaði strax
trompi á ásinn. En það syrti í
álinn þegar vestur lét hjarta í
kónginn.
Tveir slagir af í trompinu virtist
í fyrstu einum of mikið. En suður
sá brátt, að hugsanlegt var að fá
slagi á tvö smátromp með því að
trompa lauf en til þess þurfti tvær
innkomor á blindan. Og þær gátu
verið fyrir hendi úr því vestur
virtist eiga tíguldrottninguna.
Spila mátti níunni á gosann og
seinna kóngnum á ásinn. Og í
samræmi við þetta spilaði sagn-
hafi tígulníunni.
En með því fékk vestur sinn
möguleika og lét drottninguna. Og
um leið hrundu ágætar áætlanir
sagnhafa. Innkomurnar tvær urðu
að einni — tapað spii.
Að vsu er auðvelt að vera vitur
eftirá. En ekki var fráleitt fyrir
suður, að taka fyrsta slaginn með
kóngnum. Þá hefði þessi leiðinda-
stífla ekki myndast í tíglinum og
auðvelt að búa til slagi heima á
tvö lítil tromp.
Austur
S. DG86
H. D96
T. 754
L. 1096
^ "J" a 1 1 > ^ Eftir Evelyn Anthony
Lausnargjald 1 Persiu “-taa
81
komu Madeleine í garð Eileen
Field, það sýndi svo lágkúruleg-
an hugsunarhátt sem hann gat
ekki annað en fyrirlitið. Hann
langaði ekki til að leita framar
til hennar. Hann harmaði að
þetta samband skyidi hafa þró-
ast milli þeirra. Hún hafði verið
félagi hans i baráttunni og
hann hafði dáðst að því hug-
rekki sem hún hafði sýnt í
flugráninu sem þau höfðu stað-
ið að sem jafningjar. Hún hafði
ekki valdið honum vonbrigðum
að því leyti. En það var engin
ástæða til þess að góðir hæfi-
leikar hennar í ýmsa átt skyidu
moina i ekki neitt i þessari
framkvæmd, svo að eftir stóð
þrasgjarn og afbrýðisamur
kvenmaður. Hann var í forsvari
þessarar aðgerðar og hann
þarfnaðist ails stuðnings sem
hann gat fengið bæði frá Res-
nais og Madeleine. Frakkinn
hafði látið eins og hann hefði
fellt sig við skýringu Peters á
því hvers vegna hann hafði
fjariægt rimlana frá gluggun-
um. En það blekkti ekki Peters.
Resnais var ekki dús við það og
kannski fyrst og fremst vegna
þess, að honum hafði ekki verið
sagt frá því að til stæði að gera
það.
Hann ræsti vélina og ók af
stað. Svo kveikti hann sér í
sígarettu og velti málinu áfram
fyrir sér. Hann var foringinn
og það var hans verk að sam-
eina hin tvö að baki hans.
Resnais var áreiðanlega hægt
að hafa góðan og ef Madeleine
gat aðskilið þessi tilfinninga-
mál frá öðru hélt hann að hún
gæti hætt að valda sífelldum
óþægindum. Annars yrði hann
að láta kalla hana á braut.
Peters hugsaði með sér að
kannski væri það hið eina rétta,
en hann vildi alfend gefa henni
tækifæri. Annað var ekki sann-
gjarnt. Hann sveigði út á
strandveginn og stefndi i átt til
hússins.
Madeleine rakst á Resnais i
forsalnum. Hún hafði komið
inn frá klettunum, þar sem hún
hafði legið i sólbaði og líkami
hennar glansaði af sólarolíu og
svita. bikiniið sýndi stór og
mikil brjóst, mjótt mitti og
sterklegar mjaðmir.
— Það er næstum eins heitt
og heima, sagði hún.
Frakkinn hafði lagt af stað
upp stigann.
— Hvert ert þú að fara?
Resnais horfði á hana.
— Ég hef verið að hugsa um
þennan glugga. Ég veit að fólk
getur klifrað niður úr ótrúleg-
ustu hæð með því að binda
saman lök. Ég ætla að fara upp
og skoða þetta.
— Ég kem með þér, sagði
hún.
— Ég held þú ættir að
hinkra hérna. sagði Resnais. —
Ég vil skoða þetta. Það væri
betra en ef Peters kæmi og við
værum bæði hjá henni. Þú getur
verið hér og fylgst með að hann
komi ekki upp.
Madeleine leit beint framan í
hann.
— Þú treystir honum ekki.
— Gerir þú það? Er það ekki
meðal annars ástæðan fyrir
þessu eilífa þrasi — vegna þess
þér mislikar afstaða hans til
kvenmannsins?
— Ég er ekki afbrýðisöm!
Madeleine hrópaði upp —
Aldrei legðist ég svo lágt að
vera afbrýðisöm út í þessa
heimsku aumu
kellingartussu...
— Hafðu lægra, sagði Res-
nais hljóðlega. — Auðvitað ertu
afbrýðisöm, Madeleine mín, og
ég skil það. Hún hefur breytt
hug manns þíns gagnvart þér
og ég er ekkert hissa á þvi þótt
þú sért óhress með það. Svo að
ég ætla að fara upp og skoða
gluggann. Og hana! Ef það er
eitthvað á milli þeirra kemst ég
kannski á snoðir um það.
— Hvernig? Madeleine
horfði fast á hann.
— Það gæti farið svo, að ég
spyrði hana að því, sagði hann.
— Þú skalt vera hér og gæta
þess að Peters komi ekki fyrr
en ég er kominn niður aftur.