Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1920, Blaðsíða 1
1920 Miðvikudagifra i. september. 199. tölubi. Rödd úr öðrum landshluta. Skýrsla Bjarna frá Vogi um Islandsbanka send sem varnarskjal út um land. Landsbankinn bjargar landinu frá gjaldþroti. Skýrslan póljtískur dauðadómur Bjarna. Að norðan sbrifar merkur mað- w blaðinu: „------Mér er óhætt að segja, að greinar Alþýðublaðsins um ís- iandsbanka vekja mjög almenna athygli og óskift samþykki manna og samúð út um land, og eftir- tektarverð og sláandi er þögn hinna blaðanna og varnir fyrir bankans hönd. Bjarni frá Vogi hefir orðið sér oijög til athlægis og svívirðingar — bankaráðsmaðurinn, trúnaðar- maður þjóðarinnar, er hér orðinn þý íslandsbanka og bankastjórn- inni samsekur eða sekari. Kemur það úr hörðustu átt, frá þeim marg sjáifyfirlýsta frelsis og föður>- landsvini. Gæti Bjarni tekið sér að máltæki: „Opnið ekki gáttina, svo íslandsbankaúlfurinn hafi næði fyrir hinum úlfunum til að éta alla íslendinga!! “ Um síðustu mánaðaraót þurfti dkissjóður að senda til útlanda yoo þúsund krónur, vexti af ^áttum og póstávísanafé. íslands- hanki kvaðst ekki geta „yfirfært" ^ þetta í bili. Gjaldþrot landsins stóð fyrir dyrum og þannig var heiður okkar unga fullvalda ríkis ^ veði, yrði þetta ekki greitt, ís- ^ttdsbanka bar að lögunt skylda ^ að ávísa fé þessu, en hann ^kelti viö því skolleyrunum, en sama leyti greiðir hann hlut- höfunutu til útlanda Soo þúsund krónur. þetta eru fjörráð við sjálf- stæði þjóðarinnar — landráð! Landsbankinn bjargaði sóma Pjóðarinnar í þetta sinn, með því a* að láta útbúin ávísa sér þeita inneignum er þau áttu í Landmandsbanken, t. d. 300 þús. krónum frá útbúinu á ísafirði. Hvers vegna lætur landsstjórnin bankanum haldast uppi að brjóta svona Iandslögin? Vantar refsiá- kvæði í lögin, eða er réttlætis- meðvitund landsstjórnarinnar köfn- uð í seðlahrúgum íslandsbanka? Hvernig getur það átt sér stað, að Iandið, sem íslandsbankastjórn telur í kröggum, skuli vera að hjálpa íslandsbankar Ætlar Iands- stjórnin að hjálpa hankanum til að setja ríkið á höfuðið, eða hver er ætlunin? Nú er sagt að íslandsbanki hafi neyðst til að greiða „Privatbank- en“ mestan hluta af því gulli, er banbinn átti geymt — ef það var nokkuð — í Danmörku, sé það satt, hefir Alþingi beinlínis með lögum um óinnleysanleik tslands- bankaseðla, hjálpað útlendum auð- kýfingum um 2—3 miljónir f gulli, úr vasa landsmanna. Gulli, sem átti að vera varasjóður og trygging allra viðskifta. Hvað myndu menn fá marga gullpen- inga fyrir hvern 100 kr. seðil ís- landsbanka, færi bankinn yfir um. Sérprentun er nú komin út af „rannsóknargerð* Bjarna frá Vogi, og sendir íslandsbanki hana um land alt, sér til varnar. Það á að birta vel dauðadórn Bjarna sem þjóðmálamanns! “ Sýniug Ríkarðs Jónssonar er ®pin kl. 11—8 í barnaskólanum; gengið inn um norðurdyr, næst Lækjargötu. fn Khöfn, 30. ágúst. Danmörk, England, Noregur og Svíþjóð eru úr leik í knattspyrn- unni. Búist við að Belgir eða Tékkoslóvakar vinai knattspyrn- una. Bolsiríkagull í Soregi? Khöfn, 30. ágúst. Norska lögreglan hefir hand- samað ritstjórann Alfred Madsen (bolsivíka) er hann ætlaði að reyna að flytja inn í landið 70 þús. rúss- neskar gullrúblur. [Eftir þessu er eigi einungis bannað að flytja gull út úr landinu í Noregi, heldur er líka bannað að flytja það inn, en kannske ná þau lög aðeins til bolsivíka.l J 0 ESrlend. mynt. Khöfn 30. ágúst. Sænskar krónur (100) kr. 139,85 Norskar krónur (100) — 98,90 Pund sterling (1) — 24,62 Dollar (1) — 6,93 Nannleikurinn um Ojxily Herald. Fyrir skömmu sendi fréttaritari dagblaðanna íslenzku í Khöfn fréttaskeyti til blaðanna þess efnis, að „það væri orðið uppvíst að Daily Herald, blað Lansburys, væri bolsivíka málgagn”. — Að þessi fregn hefði staðið í ensku eða öðru evrópeisku afturhalds- blaði myndi engum hafa komið á óvart, en mörgum kom það ein- kennilega fyrir sjónir, að maður sem á að vera hlutlaus fréttaritari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.