Alþýðublaðið - 08.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 "-'S’í aér. Hún verður aö sætta sdg við að ný íhaldsöld hefjist. Burt með alla jafnaðarsinnaða stráka úr skólunum. Ekki má afnema skóla- gjöldin, því þá fara allir að læra. Og Framsóknarmenn kunna að spila á kosningahljóðfærið: Þeir taka lán og láta 11/2 millj. í Sís. Það er þeirra kaupmaður og kosningasjóður. Niður með öreigamenskuna! Niður með kaupið og engar almannatryggingar! Niður með húsaleiguna! Enga verkamannabústaði! Lok- um veðdeiLdinni! Niður með dýrtíðina í Reykja- vík! Engar verklegar framkvæmdir! Þeir eru hóflegur umbótaflokk- ur. Fullkomið lýðræði! Enga breytingu á kjördæma- skipuninni! Engin réttindi handa fátæku f ólki! Svona á að spila á tvo strengi í einu. Það er grunntónninn í samfylkingu íhaldsins. — Og þetta er „alvara lífsins". Hitt — fyrír 12 árum —. voru bernskubrek — einfeldni æskunn- ar. Það er „alvara lífsins" og „kenning reynslunnar“, sð standa með íhaldinu gegn því, að skoð- anir Alpýðusambands IsLands nái fram að ganga, eins og Jónas sagði. Og svo ganga peir 12 ára gömlu út á götuna í allri sinni nekt og segja: Sjáið þið ekki nýju fötin okkar? Þau eru alveg eins og gömlu fötin íhaldsins! ** Alþingi. I gær fór fram í efri deild 2. umræða um breytingar á stjórn■ arskránni, og var pað mál af- greitt til 3. umr. svo og frv. Jóns íÞorl. ium endurgreiðslu á aðflutn- ingsgjöldum af efnivörum til iðn- aðar, að pví leyti, sem pau kunni að vera hærri á sumum peirra samkvæmt vörutolls- eða verð- tolls-lögum, heldur en á íðnaðar- vörum, sem úr efnivörunum eru gerðar. — Frumvarpið um opin- béra greinargerd starfsmanna rík- isins í útvarpsfrásögnum var af- greitt til 2. umr. og allsherjar- nefndar og frv. um kirkjuráð endursent neðri deild. Umræðunni um tillögu Erlings Friðjónssonar um athugun ls- landsbankamálsins var frestað. I neðri deild var löggildimg ivierzlunarstaðar í Súðavík afgreitt til efri deildar. Síðan hélt áfram 1. umr. um frumvarp Hanalds Guðmunidsson- ar um dragnótaveiðar. UmræÖ- nnni lauk ekki, og er frh. henn- ar á dagskrá í dag. ÖKBK MfpK&HI ©§fj FegÍMltðc ÍÞAKA í kvöld kl. 81/2- Ung- lingastúkan Svava heimsækir. STlGSTOKU-fundur verður hald- inn í kvöld, miðvikud., kl. 8i/3 í Bröttugötu. Sigurður Jónsson: Erlend tiðindi. Tveir Framsóknarmenn greiddu atkv. í e. d. í gær gegn afnámi réttindamissis fyrir fá- tæktar sakir. Þessar síðustu sorg- legu leyfar afturhaldsins í pess- um málum eru Jónas dómsmála- ráðherra og Guðmundur í Ási. Tr. Samfylking ihaldsins. Alt af þegar mest sker í odda- á þingum þjóðanna um hagsmuni stéttanna, þá verður það að ann- ars vegar standa auðvaldsflokk- arnir, sem annars berast á bana- spjótum út af smámálum, en hins vegar standa verklýðsmennirnir, fulltrúar alþýðunnar. Þetta hefir komið fyrir hér á alþingi hvað eftir annað. Alt af þegar þýðing- armiklu málin hafa verið rædd og ákvörðun tekin um þau hafa jafnaðarmenn staðið einir uppi, en íhöldin bæði verið sameinuð í péttan hóp. Kom þetta nú síðast fram, þegar rædd voru tolla- og skatta-frumvörpin.. Fulltrúpr Al- þýðuflokksins vildu afnema það ranglæti að skattleggja og tolla lágtekjur og nauðþurftarvörur, en taka heldur tollana og skattana af hátekjum, eignum og glysi. íhöldin bæði drápu allar tillögur, er miðuðu að því að koma þessu réttlæti á, þau hugsuðu um að vernda hátekjurnar, eignimar og glysið.. Verklýðurinn verður að borga gífurlega tolla af hverju sykurpundi, smjörí, kaffi, og öðr_ um nauðsynjavörum sínmn, einn- ig hverri flík og öllum skófatn- aði, af hinum lágu launum hans gleypir ríkið stórar fúlgur, en eigna og hálauna-stéttin nýtur þar sérréttinda. Hvað er það, sem á að skifta leiðum í Landsmálum, ef það em ekki mál sem þessi? Þar eru íhöldin sameinuð, en ef á að. veita manni stöðu til að innheimta þessa skatta og tolla þá rífast þau með kjafti og klóm út af því, hver eigi að hljóta hnossið. ** Bjatgráðafundur nn gegn Fram- sóknaríhaldinu. Ríkisstjórn „Framsóknar“ 'og þingflokkur hennar snérist með íhaldinu til fylgis gegn skatta- og tolla-tillögum þeim, er H. G. bar fram á alþingi fyrir hönd Alþýðuflokksins. — Nú er bjarg- ráðafundurinn að fjalla um fram- komu þingmanna sinna og stjórn- ár í þessu máli og hefir kosið 'nefnd í það. — í nefndinni situr Eysteinn Jónsson skattstjóri, auk nokkarra bænda. Nefndin hefir Bezta Gigarettan i 20 stk. pokfeuin, sem feosta 1 ferúnn, er: Commander, § Westminster, Virninia, ^ Cinaretfsir. , Fást i ðllum ve zlunum. I hverjain pakka er gnllfalleg Islenzk mynd, og fær hver sá, er safnað hefir 50 myndmn, eina stækkaða mynd. B.D.S. fer héðan á fimtudaginn kl. 6 e. h. um Vestmanna- eyjar og Færeyjar til Ber- gen. Farseðlar óskast sóttir og vörur afhentar fyrir hádegi á fimtudag. Nic. Bjarnason & Smith. lagt álit sitt fyrir fundinn, og er það samróma tillögum Haralds, en í andstöðu við íhöldin bæði. Sjá bændur því að þeir eiga sömu hagsmuna að gæta í þess- um málum sem öðrum og alþýð- an við sjóinn. Munu þeir finna að jafnaðarmenn séu tryggarí forsvarsmenn þeirra en mennirn- ir, sem skipa þingflokk Fram- sóknar og þykjast berjast fyrir hagsmunum þeirra, en gera það ekki, heldux ganga í lið með prjállýð og hátekjuburgeisum í Reykjavík. ** Íhöldin og brennivinið. Á hverjum sunnudegi flytur Mgbl. greinir um brennivínsbless- un. Gerir það alt,' sem í þess valdi stendur, til að rægja bann og bindindi, en halda drykkju- skap að, fólki og fegra hann. I þessu máli sem öðrum skilur í- höldin á um smáatriði. Framsókn vill að menn drekki áfengi úr kaffibollum, en stóra íhalclið vill að menn drekki það úr flöskum. ** „Þrotabúið miklaV Tíminn hefir undanfarið birt mikinn og skoiinorðan greinabálk leftir Hannes Jónsson dýralækni t»m þrotabúið mikla: íslands- JURTAPOTTAR 12stærðir, hvergi ódýrari. JOHS. HANSEN ENKE H. BIERING. Laugavegi 3, sími 1550. fer héðan á föstudags- kvöld kí. 10. Pantaðir farseðlar sem ekki verða sóttir á morgun verða seldir öðrum. banka sáluga. Er þar með rök- um sýnt fram á hvernig sukkið var undir stjóm íhaldsins á bank- anum. En í þessum skrifum Timamanna um svik og glapræði. stóra íhaldsins kemur hið sama fram og einkennir alla pólitíska starfsemi Framsóknarmanna. Þeir skrifa og skammast af miklum móð, en gera svo ekkert. Með því ætla þeir sér að láta kjaft- æðið dylja athafnaleysið. Eins og kunnugt er hafa verklýðsfélögin krafist þess, að sakamálarann- sókn yrði hafin gegn bankasíjór- um Islandsbanka, og myrrdi þá margt koma frarn i dagsljósið, sem nú er hulið. En Framsóknin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.