Morgunblaðið - 03.02.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980'
35
SOVÉTRÍKIN AÐ KOMA
NNI SVALBARÐA
Leopold
Labedz til
vinstri og
Frank
Johnson
Framtíóarspár vekja athygli
Frásögnin um fall Evrópu birtist upphaflega í
breska vikuritinu NOWI Hún er samin af Leopold
Labedz sérfræðingi í málefnum Sovétríkjanna og
blaðamanninum Frank Johnson.
Leopold Labedz er ritstjóri rímaritsins Survey,
sem gefið er út í London og fjallar um málefni
austurs og vesturs og kommúnismann. Áöur en
Rauði herinn réðist inn í Afganistan fðr vikuritiö
NOWI þess á leit við Labedz, að hann drægi saman
höfuðdrættina í því, sem gerast kynni, ef ný
stjórnarforysta í Sovétríkjunum ákvæði eftir nokkur
ár aö láta reyna á vilja Bandaríkjanna til aö hefja
styrjöld vegna Evrópu í tilefni af íhlutun í málefni
einhvers Atlantshafsbandalagsríkis. Hvaða aðferð-
um myndu Kremlverjar beita og hver yrði niður-
staðan?
Spurningunni svaraöi Leopold Labedz með þvi að
setja á svið atburði, sem óneitanlega vekja mikinn
óhug hjá þeim, er andvígir eru útþenslustefnu
Sovétríkjanna. Hann byggir á þeirri forsendu, að
Sovétmenn ákveði að innlima norsku eyjuna
Svalbarða. Síðan rekur hver atburðurinn annan í
frásögninni, sem hér birtist, en Frank Johnson
færði hana í stílinn.
Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar lagt það fyrir sig
að setja á svið framtíðaratburði er varða samskipti
austurs og vesturs. Á metsölubókalista The New
York Times hefur til skamms tíma verið bókin The
Third World War — August 1985 (Þriðja heimsstyrj-
öldin — ágúst 1985), sem samin er af Sir John
Hackett hershöfðingja og fleirum herfróðum
mönnum og kom út í Bretlandi 1978. Bók þessi, sem
var í tæpar 40 vikur á metsölubókalista í Bandaríkj-
unum, lýsir hernaðarátökum milli Varsjárbanda-
lagsins og Atlantshafsbandalagsins, sem hefjast í
Mið-Evrópu. Hún hefur til skamms tíma að minnsta
kosti verið til í pappírskilju hér á landi t.d. í
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Sá munur er á bókinni Þriöja heimsstyrjöldin og
þeirri frásögn, sem hér bírtist, að Leopold Labedz
velur þann kost aö láta ekki koma til hernaðarátaka.
Evrópu fellur vegna skorts á samheldni meöal
vestrænna ríkja án þess að skoti sé hleypt af
nokkurri byssu. í því sambandi líkist frásögnin að
ýmsu leyti því, sem Brian Crozier lýsir í bók sinni
Strategy of Survival (Leið til lífsbjargar), sem kom
út hjá Temple Smith í London 1978. Telur Crozier,
að þriðja heimsstyrjöldin hafi í raun hafist strax
1945 meö undirróðri og útþenslustefnu Sovétríkj-
anna.
Við lestur frásagnarinnar um fall Evrópu hlýtur
margt að sækja á hugann. Hvaða augum myndu
Kremlverjar til dæmis líta ísland, ef varnarliðið yrði
látið fara en þátttöku í
Atlantshafsbandalagínu
haldið áfram? Kemur ekki
ólík afstaða þeirra í
frásögninni til Svalbarða
annars vegar og Vestur-
Berlínar hins vegar heim og
saman til viðhorf þeirra
til íslands nú og óvarins
íslands?
- Bj.Bj.
ismans, að taka við völdum. Talið
var, að tími öldungaveldisins væfi
að líða undir lok (meðalaldurinn í
stjórnmálanefndinni var þá yfir
sjötugt og Leonidov var aðeins 57
ára). Blöðin töldu einnig, að nú
mætti sjá móta fyrir nýjum frið-
sömum og umbótasinnuðum Sov-
étríkjum, þar sem skynsemi og
dálítill burgeisaháttur fengju að
njóta sín.
Nýja ríkisstjórnin í Bandaríkj-
unum fagnaði því, sem hún kallaði
valdskiptinguna í Sovétríkjunum,
vegna þess að hún vonaði, að af
henni leiddi, að Sovétmenn yrðu
tregari til ævintýramennsku í
alþjóðamálum. Bandaríkjamenn
sögðust vera reiðubúnir til að
aðstoða Sovétmenn við að yfir-
stíga þann hjalla, sem ávallt hafði
spillt mest fyrir þróun sovésks
efnahags, þ.e. „tímabundnu erfið-
leikana" í landbúnaðinum. Með
slíkum stuðningi vonuðu Banda-
ríkjamenn, að þeir gætu styrkt
stöðu hinna goðumlíku sovésku
dúfna í valdabaráttunni í Kreml.
í þessum anda afnámu Banda-
ríkjamenn þær viðskiptahömlur,
sem Carter hafði mælt fyrir um
„Fjarlægur eyjaklasi,
sem varla nokkur
maður vissí, að væri til
... “ En aðgeröirnar á
Svalbarða sýndu hern-
aðarlega yfirburði
Sovétríkjanna.
eftir hernám Afganistans. Síðan
lögðu þeir til, að í því skyni að efla
skilning milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna og í þágu mann-
réttinda myndu þeir leggja fram
50 milljón tonn af korni í skiptum
fyrir meira umburðarlyndi Sovét-
stjórnarinnar gagnvart útflytj-
endum. I kjölfar þessa var nokkur
hundruð Gyðingum heimilað að
yfirgefa Sovétríkin auk fremstu
ungu dansaranna í Bolshoi- og
Kirov-ballettinum.
Fjölmiðlar fögnuðu þessum at-
burðum og töldu, að mikilvægt
skref hefði verið stigið til nýs
slökunartímabils. Efnt var til
glitrandi ballettsýningar í Kenn-
edy Centre í Washington. Kór
SJÁ NÆSTU SÍÐU
_ ^^V^VtVT/ENSKA BUAOS.NS
dagens nvhetebí dag
flotastoð A NORSKU
SVALBARÐI
GRÆNLAND
A
MITSUBISHI
__MOTORS
COLT er framhjóladrifinn.
COLT er sparneytinn (eyðsla 7I./100 km.).
COLT er rúmgóður.
COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra.
Sá besti frá JAPAN
Komið, skoðið og reynsluakið COLT 1980 frá MITSUBISHI.
Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.