Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 41 sinninn Andreas Papandreou, sem ávallt haföi verið brennheitur NATO-andstæöingur, krafðist úr- sagnar lands síns úr bandalaginu. Honum varð fljótlega að ósk sinni. Tyrkir vildu ekki vera síðri og tilkynntu úrsögn sína. Þetta voru endalokin á langri þróun. Þegar í þetta óefni var komið, sendi frú Thatcher orðsendingar til Francois Mitterand Frakk- landsforseta og Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýskalands. „Ríkisstjórn hennar hátignar leyf- ir sér að leggja til, að tafarlaust verði efnt til viðræðna um það hvernig unnt sé að sameina tækni- og efnahagskrafta Stóra-Bret- lands, Frakklands og Sambands- lýðveldisins Þýskalands í því skyni að stofna til heilsteypts varnarsamstarfs, sem mundi ná til evrópskra kjarnorkuvopna á grundvelli samhæfingar og end- urnýjunar á kjarnorkustyrk Breta og Frakka.“ Mitterand svaraði: „Frakkland telur sjálfstæði sínu best borgið með því að standa áfram utan við allar fjölþjóðlegar herstjórnir." Nokkrir Frakkar þeirra á meðal Raymond Aron og Jean Francois Revel lögðu til, að tillaga Breta yrði samþykkt. Þeir máttu sín lítils. í Þýskalandi lögðust ráðandi öfl í báðum stóru flokkunum gegn því, að breska hugmyndin væri samþykkt. í svari sínu til frú Thatcher sagði Helmut Schmidt eins og við var að búast meðal annars þetta: „Með hliðsjón af þeim breyting- um, sem orðið hafa í Evrópu vegna síðustu atburða, er það skoðun Sambandslýðveldisins, að skyn- samlegasta stefna þess sé að halda áfram að rækta þann skilning, sem skapast hefur milli þess og Sovétríkjanna á grundvelli Aust- urstefnunnar (Ostpolitik), er mót- uð var á áttunda áratugnum." í Bretlandi voru ekki allir alltof hrifnir af framtaki frú Thatcher. Tony Benn í Verkamannaflokkn- um lýsti hugmyndunum á þann veg, að í þeim væri „af léttúð leikið sér að eldi, sem stofnað gæti í hættu lífi ástvina okkar — breskum körlum, konum og börn- um“, Barbara Castle einnig í Verkamannaflokknum gagnrýndi tillögurnar harðlega í Evrópu- þinginu og lýsti þeim „sem svikum við Evrópuhugsjónina", sem hún fordæmdi einnig í sömu andrá og sagði að hefði verið slæm hugsjón frá upphafi. Enoch Powell sagðist líta á viðhorf forsætisráðherrans sem samsæri gegn Stóra-Bret- landi og írlandi og þau væru í fullu samræmi við skoðanir þess flokks, sem hefði fórnað sjálfstæði þjóðarinnar á altari Efnahags- bandalags Evrópu — íhalds- flokksins. Frú Thatcher varð að viðurkenna, að frumkvæði sitt hefði reynst árangurslaust, enda dró nú að þeim kosningum, sem hún hafði frestað fram á síðustu stundu vegna stöðugra átaka við verkalýðshreyfinguna. Smásprunga i ísnum á Sval- barða hafði í för með sér stór- skriðu. Hún rann um alla Evrópu án þess að hleypt væri af einni byssu. Þjóðir Vestur-Evrópu njóta nú enn um nokkurra ára skeið mun betri lífskjara og meira frjálsræðis en þjóðir Varsjár- bandalagálandanna — sömu sögu var að segja um Finnland á fyrstu áratugunum eftir síðari heims- styrjöldina. Nú er svo komið, að opinberlega er hvatt til þess í Vestur-Evrópu, að menn hafi ekki í frammi gagnrýni á Sovétríkin og er þessum sjónarmiðum haldið á loft í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í' „hægri sinnuðum" blöðum og tímaritum. Eftir að Atlantshafsbandalagið leystist upp hafa bandarískar hersveitir verið kvaddar á brótt frá Þýskalandi. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar og aðrar fyrrver- andi NATO-þjóðir viðhalda hver um sig litlum eigin herafla innan landamæra sinna — eins og Finn- land áður — en þessar liðssveitir mega sín einskis gagnvart Rauða hernum. Kjarnorkuherafli Breta og Frakka verður ekki endur- nýjaður, þar sem ráðagerðir um það falla ekki einungis Sovét- mönnum illa í geð heldur einnig Bandaríkjamönnum, sem telja þær „leiða til röskunar". Velmegun Vestur-Evrópu og frelsi íbúa hennar til orðs og æðis dvínar smátt og smátt. Sovétmenn krefjast ósanngjarnra viðskipta- samninga og hagstæðra lána. Venjulega eru flóttamenn frá Sov- étríkjunum sendir aftur til síns heima. Stjórnmálamennirnir fara fögrum orðum um nýju „Evrópu- samstjórnina" og eru á endalaus- um vináttu-ferðalögum í Austur- vegi. Enginn heldur því lengur fram af sannfæringu, að Vestur- Evrópa geti lengi enn haldið í síðasta vott sjálfstæðis síns, að vera laus við herafla frá Varsjár- bandalaginu. Eins og sakir standa njóta yfirstéttirnar í kommún- istaflokkum Austur-Evrópu þess að nota vesturhlutann sem eins- konar nægtabrunn þaðan sem þær geta ausið hvers kyns fríðindum og dýrum leikföngum eins og „virðuleika" bifreiðum. Mikil ásókn er í ferðir til Parísar, Hamborgar og London. Fyrr en seinna munu hersveitir Varsjár- bandalagsins birtast undir ein- hverju yfirskyni. Aðeins á eftir að ákveða hvenær. (Einkaréttur Morgunblaðið samkv. samningi við tímaritið NOW! C — TECH Sonar fyrir loðnuveiðiskip Nýjung í fiskileitartækni — Þrautreynd á íslandi lestir liafa Bjarni ’ÁK 70 og Pétur Jónsson ' dregið verulega á Sigurð fLoðnu hafði á laugardags- verið landað á 11 stöðum. rskýrsla Fiskifélagsins um afla ^instakra skipa og iondunarstaði I er miðuð við laugardagskvöld. Sigurður RE4 — 4493 ] Pétur Jónsson RE 69 — 3309 | Júpiter RE 161 — 3253 ' Bjarni Ólafsson — 3247 Grindvíkingur GK 606 — 3204 Hrafn GK 12 - 3067 Guðmundur RE 29 — 2930 Hákon ÞH 250 - 2899 Gullberg VE 292 - 2571 Börkur NK 122 - 2506 Þórshamar GK 75 - 2077 Súlan EA 300 - 2070 Víkingur AK 100 - 2042 Húnaröst ÁR 150 — 2013 Fífill GK 54 - 1994 Helga II RE 373 - 1947 Örn KE 13 - 1916 SSÉÖ*! i BíM*'*’’ (Ljósm. Mbl. Sigurgeir). Bjarni Ólafsson AK 70 er meðal aflahæstu loðnuskipanna og var þessi mynd tekin á dögunum er skipið var á leið tii Akraness með aflaj' Eftirtalin íslenzk skip eru búin C — TECH Sonar: Bjarni Ólafsson AK 70 — Eldborg HF 13 — Grindvíkingur GK 606 Húnaröst ÁR 150 — Júpiter RE 161 — Óskar Magnússon AK 177. Leitið upplýsinga um nýjungar frá C — TECH. R. SIGMUNDSSON HF Tryggvagötu 8, — Sími 12238 Vegna mikillar aðsóknar síðastliðna helgi verður nýi salurinn opinn ídag kl. 13—18. Sýndar verða flestar 1980 árgerðir Chevrolet. Enn hefurtekist að fá verðlækkun á Malibu 1979. Þeir voru að koma til landsins. RB Nokkrum enn óráðstafað. Armuéa 3 Reyk/avtk Sim 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.