Morgunblaðið - 03.02.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 03.02.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 53 Þetta gerðist 3. febrúar 1977 — Þjóðarleiðtogi Eþíópíu, Tafari Banti, felldur i skotbar- daga í Addis Abeba. 1973 — Bardögum í Víetnam lýkur að mestu eftir gildistöku formlegs vopnahlés. 1969 — Eduardo Mondlane, mósambískur skæruliðaleiðtogi, ráðinn af dögum. 1966 — Fyrsta mjúka lendingin á tunglinu ( Luna 9). 1964 — Kínverjar draga í efa forystuhlutverk Rússa í heimi kommúnista. 1962 — Kennedy forseti setur viðskiptabann á Kúbu. 1958 — Efnahagssamningur Benelux-landanna undirritaður. 1945 — Bandaríkjamenn taka Manila af Japönum. 1933 — Bretar og Persar útkljá olíudeilu. 1927 — Uppreisn hefst í Portúgal gegn Carmona hershöfðingja. 1919 — Wilson forseti stýrir fyrsta fundi Þjóðabandalagsins í París. — Bolsévíkar taka Kiev. 1917 — Bandaríkin og Þýzkaland slíta stjórnmálasambandi. 1894 — Fyrsta stálskipinu, „Dir- igo“, hleypt af stokkunum. 1863 — Gríska þingið kýs Alfred Bretaprins konung, en brezka stjórnin hafnar kjörinu. 1848 — Bretar innlima svæðið milli Óraníufljóts og Vaalfljóts í Suður-Afríku. 1830 — Grikkland lýst sjálfstætt konungsríki á ráðstefnu í London. 1660 — Monck hershöfðingi sækir inn í London. 1591 — Þýzkir mótmælendur stofna Torgau-bandalagið. Afmæli — Felix Mendelssohn- Bartholdy, þýzkt tónskáld (1809— 1847) — Horacé Greely, banda- rískur ritstjóri (1811—1872) — Walter Bagehot, brezkur hagfræð- ingur (1826—1877) — Gertrude Stein, bandarískur rithöfundur (1874-1946). Andlát — 1399 John af Gaunt, hertogi af Lancaster — 1924 Woodrow Wilson forseti. Innlent — 1867 Elzta starfandi félag í Reykjavík, Handiðnaðar- félagið (Iðnaðarmannafélagið), tekur til starfa — 1940 TF-Erni hvolfir á Skerjafirði — 1947 Stef- án Jóh. Stefánsson myndar stjórn þriggja flokka. Orð dagsins. Ekkert er heimsku- legra fyrir mann í þessum heimi en að örvænta — Cervantes spænskur rithöfundur (1547— 1616). nú já - það er(átsalat)i ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚT- Boi n ÚTSALA Bon Boi ^ Bankastræti 11. 40%—80% af buxum, jökkum, peysum, skyrtum og kjólum. Bon ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA — ÚTSALA— ÚT- ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.