Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 59 „Land synirw Sjaldan er góð vísa of oft kveðin ÞAÐ hefur nú sannast, að við íslendingar getum skapað listaverk til flutn- ings á hvíta tjaldinu. engu síðri en nágrannar okkar. Því LAND OG SYNIR er bæði frá listrænu og fag- mannlegu sjónarmiði góð mynd og falleg, furðu hnökralítil. Blessunarlega bregður vart fyrir þeim landlæga kauðshætti sem einatt hefur, á einhvern hátt á einhverju sviði, fylgt íslenskri kvikmyndagerð — fyrir tjald sem skjá. Það er vel við hæfi að fyrsta, alíslenska, langa, leikna kvikmyndin, er byggð á rammíslenskri þjóðlífssögu. Undirr. hefur ekki lesið samnefnda sögu Indriða, en upplifði sín bernskuár við ekki óskyld skilyrði og lýst er í mynd- inni. Mikið kannast ég vel við þjarkið um búferla- flutningana; skugga kaup- félagsvaldsins, sem teygði sig inní hvert skúmaskot, dekkri en flestir aðrir; draumsýnina, hana Möl; vonbrigði eldri kynslóðar- innar. Veðruð og lúin and- litin í guðshúsinu; stemmn- inguna í danshúsinu, og kannski ekki hvað síst, drengstaulann, sem þar sit- ur úti í horni, spurull á svip. Hinn talaði texti er hreinn og beinn, eðlilegur og óuppskrúfaður eins og fólkið. Af fyrrgreindum ástæðum get ég ekki dæmt um hversu trúr hann er sögunni, en hvort sem er, Agústi Guðmundssyni til sóma. Hið sama má segja um leikstjórn hans, yfir höfuð, vandvirknisleg og út- sjónarsöm og framgangs- mátinn jafn og sígandi. Utan drykkjukvöldið á af- réttinum, það er nokkuð laust í reipunum, leik- stjórnarléga séð. Fram- vindan óglögg og söngur bóndans, á vatnsbakkanum, næstu hjákátlegur, eins og hann kemur fyrir í mynd- inni. En þar með eru líka leikstjórnarnlegir gallar myndarinnar að mestu upp- taldir. Búningar, sviðssetningar, munir, eru nokkrir af höf- uðkostum myndarinnar. Hér hefur ekki verið kastað til höndum, tíðarandinn endurskapaður, frá rútu- bílnum niður í tvíþumla pútla gangnamanhanna. Hér hefur Jón Þórisson unnið gott verk, með ómet- anlegri hjálp fólksins í Svarfaðardal. Gefið Landi og sonum aukið gildi sem heimild um þjóðhætti og tíðaranda þessa tíma. Dalbúar koma einnig talsvert við sögu í mörgum, snjöllum hópatriðum sem gefa myndinni enn raun- ð fyrir gamalkunnu fyrir- brigði úr íslenskri kvik- myndagerð gegnum árin: ofnotkun flautunnar. Karlakórssöngur notaður með misgóðum árangri. Gamlir draugar, léleg gæði tóns og hlóðupptöku, eru hér að mestu niður- kveðnir. Þær þrjár myndir, sem frumsýndar verða á fyrstu mánuðum þessa nýbyrjaða áratugar, eiga það sam- merkt að vera nánast kraftaverk þeirra sem að þeim stóðu. Svo þröngur var fjárhagurinn, aðstæð- urnar misjafnar, tækin ófullkomin og önnur úrelt. Samt er okkur að takast að leggja grundvöllinn að íslenskri kvikmyndahefð og menningu. Nú er það bankastjóra og annarra ráðamanna að opna augun. Talan 60 milljónir íslenskra króna fyrir kvik- mynd í fullri lengd og að auki í þeim háa gæðaflokki sem Land og synir skipar sér í , er næsta óraunveru- leg. Samt þarf næstum fimmtungur þjóðarinnar að sjá myndina til þess aðeins að endar nái saman. Hér er komið til okkar kasta, hér fáum við tækifæri til að eignast hlutdeild í ævintýr- inu. Þá heldur það áfram. vernlegri og markverðari blæ. Leikurinn er yfir höfuð góður. Mest mæðir á Sig- urði Sigurjónssyni. Það þarf ekki að fjölyrða um þjóðkunna hæfileika hans, og framkoman, látæðið, fasið, er óaðfinnanlegt. Aft- urámóti kemur óskýr fram- sögn hans á köflum á óvart. Jón Sigurbjörnsson bregst ekki fremur en venjulega, hér er kominn ljóslifandi, bústólpinn af gamla skólan- um, oddvitalegur í fasi. Jón- as Tryggvason hefur leilist- ina í blóðinu, og er yfirleitt ofan á í túlkun sinni á Ólafi bónda á Gilsbakka. Það sama má segja um þaÞorv- ald, Indriða og Magnús, allir leikarar af guðsnáð, og hressa uppá myndina. Guð- ný er sem sprottin út úr íslenskri náttúru, þegar hún stendur með mestum blóma. Og landið okkar er sterkasti þáttur Lands og sona, stórfenglegt í fagurri og ljóðrænni myndatöku Sigurðar Sverris, sem er ein meginstoð myndarinnar. Tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar er köflótt, oft bætir hún myndina, sbr. atriðið er mjólkurbíllinn sækir Sigurð og föggur hans, kvöldið fyrir suður- ferðina, yfirleitt fellur hún hlutlaust að myndefninu, en einstöku sinnum fer miður, einkum bregður Og Kjarnorkuþriller Jack Lemmon vinnur sinn stærsta leiksigur sem vaktstjórinn í „The China Syndrome“. STJÖRNUBÍÓ: KJARNA- LEIÐSLA TIL KÍNA („The China Syndrome"). Leikstóri: James Bridges. Handrit: Michael Grey og T.S. Cook. K J A RN ALEIÐSL A TIL KINA (fáránlegasta þýðing um árabil), er einn besti þriller síðari ára, að auki byggður á efnivið, sem í fljótu bragði virðist ekki bjóða uppá slíkan árangur. Fréttamaður við sjón- varpsstöð í Los Angeles, Jane Fonda, og kvikmynda- tökumaður hennar, Michel Douglas, taka upp frétta- þátt í kjarnorkuveri rétt utan við borgina. Þar verða þau af tilviljun vitni að slysi, sem mögulega hefði getað dregið hörmulegan dilk á eftir sér, ef orkuverið hefði eyðilagst þá mátti reikna með að hið geisla- virka úrfelli hefði gjöreytt mestum hluta Suður-Kali- forníu! Eigendur versins vilja þagga málið niður en fréttamennirnir vilja ekki gefast upp við svo búið. Er þau fara að rannsaka málið á eigin spýtur — í blóra við sína yfirmenn, vænkast hagur þeirra held- ur betur, er einn af yfir- mönnum kjarnorkuversins, Jack Lemmon, gengur í lið með þeim félögum, eftir að hann héfur gert sér grein fyrir hinni yfirvofandi hættu. Stjórn kjarnorku- versins svífst nú einskis við að stöðva rannsóknina, en nú verður ekki aftur snúið. Efnið virðist ekki bjóða upp á mikla spennu. Mikið um tæknilegar útskýringar, málalengingar og löng sam- töl. En þau Douglas og Fonda, sem jafnframt framleiða myndina, réðu þann leikstjóra er þau treystu best til að lífga uppá atburðarásina. Það var James Bridges, sem áður hafði einungis gert THE PAPER CHASE (jóla- mynd í Nýja Bíói fyrir nokkrum árum), þar byggði hann oft upp ótrúlega mikla spennu, þrátt fyrir að efnið byði ekki uppá hana. Hið sama verður upp á teningnum að þessu sinni. Bridges og handritshöfund- unum hefur tekist að gera ógn spennandi mynd um þetta athyglisverða efni, og undir lokin eru áhorfendur komnir fram á sætisbrún- ina. (Það verður gaman að fylgjast með hvernig tökum Bridges tekur hið marg- slungna verk John Irwing; THE WORLD ACCORD- ING TO GARP, sem er hans næsta leikstjórnar- verkefni). Persónur eru málaðar eingöngu sterkum litum, góðar eða slæmar. Þunga- miðjan er Lemmon, starfs- maðurinn sem efast, og kemst að raun um að hans hjartans mál, kjarnorku- verið, er ekki það trausta vígi sem hann hafði verið fullviss um, heldur meingallað og gat breyst í vítisvél tortímingar á hverri stundu. Hættir að vera fyrirtækismaður og verður hann sjálfur. Lemm- on hefur tæpast leikið betur í annan tíma. Hann kemur ljóslifandi til skila hinum ráðvillta, einmana vísinda- manni, sem að lokum legg- ur allt í sölurnar sannleik- ans vegna. Það sópar að Jane Fonda líkt og fyrri daginn, og hér fær hún tækifæri , sem oftar, að opna augu al- mennings fyrir alvörumáli sem á skilið mikla umræðu. Hún berst einnig fyrir bita- stæðari fréttamennsku en henni er treyst fyrir, þar vestra eru fréttakdnur ekki síður valdar vegna útlitsins (sbr. rauða hárið), og þar við situr. Kaflinn undir lokin, þar sem þau Lemmon eru orðin fangar tækninn- ar, og hún á í raun allt sitt undir framburði hans, er besti hluti myndarinnar, sennilegur, spennandi og samleikur þeirra með ein- dæmum. Douglas fer myndarlega með þægilegt hlutverk hins gagnrýna myndatöku- manns, sem lætur ekki sitja við orðin tóm, og einnig sem framleiðandi, því KLTK er í flesta staði óvenjulega vel unnin. Það ber þó ekki siður að þakka Bridges. Hann setur hér upp hverja átaka- senuna á fætur annarri og keyrir myndina áfram af krafti. Áhorfendur fyllast jafnvel spenningi yfir skoð- un á röntgenmyndum af logsuðu. Geri aðrir betur! En KLTK er ekki aðeins frábær skemmtimynd, heldur vekur hún og áhorf- endur til meðvitundar um hið vandtamda ofurafl — kjarnorkuna og það böl sem af hagnýtingu hennar getur stafað ef ekki er allt sem skyldi. Við, sem blessunar- lega búum svo víðsfjarri jafn ógnvænlegum ná- granna og kjarnorkuveri, lítum kannski öðrum aug- um á þetta deilumál en þeir sem næst standa. En hvað sem því viðvíkur, þá kemur það okkur við engu að síður og þeirri spurningu er ósvarað í myndinni hversu miklar líkur séu á slíku óhappi sem þar er lýst. Við skulum vona að þær séu hverfandi. Og þá kemur Three Mile Island upp í hugann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.