Morgunblaðið - 02.03.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1980 3 Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Kópa- vogi greinilega óstarfhæfur segir Richard Björgvinsson um deilur vegna ráðningar deildarverkfræðings „ÞAÐ ER mín skoðun, í ljósi þess á hvern hátt hefur verið staðið að þessu máli, að meirihlutinn í bæjar- stjórn Kópavogs sé í rauninni óstarfhæfur," sagði Richard Björg- vinsson bæjarfulltrúi í Kópavogi í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. En Richard var spurður álits á þeim miklu deilum sem að undanförnu hafa verið milli samstarfsaðilanna í bæjarstjórn Kópavogs um ráðningu í stöðu deildarverkfræðings. „Þegar andrúmsloftið er orðið með þessum hætti milli þeirra manna sem eiga að stjórna bæjar- félaginu, þá tel ég meirihlutann óstarfhæfan," sagði Richard enn- fremur, „hvort sem þetta mál verð- ur nú til þess að upp úr slitnar eða ekki.“ Upphafið má rekja til árs- ins 1978 Ágreiningur- inn kemur upp Átakalaust gekk að ráða í fyrr- nefndu stöðuna, þar sem enginn sótti um, en annað var upp á teningnum hvað snertir þá síðari, er ágreiningur Framsóknarflokksins kom aftur upp á yfirborðið. Því til viðbótar gerðist það nú, að fulltrúar Alþýðuflokksins neituðu nú að sam- þykkja ráðningu eina umsækjand- ans um deildarverkfræðingsstöð- una! Þannig var staðan í málinu er það kom til kasta bæjarstjórnar á föstu- daginn fyrir rúmri viku, hinn 22. febrúar. Þá lagði einn fulltrúa Alþýðubandalagsins, Ásmundur Ásmundsson, meðal annars fram svohljóðandi bókun: „Stuðningur bæjarfulltrúa meiri- hlutans við frestun á ráðningu deildarverkfræðings á tæknideild um ótiltekinn tíma felur í sér brot á meirihlutasáttmála. Eina skýringin á afstöðu Jóhanns H. Jónssonar, meirihlutafulltrúa Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn Kópavogs, er sú að hann vilji skjóta sér undan því að taka afstöðu til umsóknar Guð- mundar Magnússonar svo að hann verði ekki uppvís að atvinnuofsókn- um á hendur honum, en Guðmundur er yfirlýstur sósíalisti. Eg vona að þeir sjái sig um hönd og séu menn til að taka afstöðu til umsóknarinn- ar og láti þá fyllstu sanngirni ráða. Skiptir nú engu hvort Jóhann H. Jónsson hafði uppi efasemdir á sínum tíma, þegar ákveðið var að auglýsa." Þá var borin undir atkvæði tillaga Richards Björgvinssonar um frest- un málsins um ótiltekinn tíma. Já sögðu: Bragi Michaelsson, Guðni Stefánsson, Jóhann H. Jóns- son, Richard Björgvinsson, Jón Sig- urðsson. Nei sögðu: Ásmundur Ásmunds- son, Björn Ólafsson, Guðmundur Oddsson, Rannveig Guðmundsdótt- ir, Sigurjón Ingi Hilaríusson, Snorri Konráðsson. Tillaga Richards Björgvinssonar var því felld með 6 atkv. gegn 5. Ásmundur Ásmundsson greiddi atkv. með tilvísun til bókunar. Sigurjón Ingi Hilaríusson gerði eft- irfarandi bókun með atkvæði sínu: „Staða deildarverkfræðings á tæknideild var á sínum tíma auglýst laus til umsóknar eftir viðurkennd- um löglegum leiðum. Fyrir liggur umsókn um nefnda stöðu frá mjög hæfum verkfræðingi, sem um ára- raðir hefur unnið veigamikil verk- fræðistörf fyrir bæjarfélagið, við góðan orðstír. Það er siðferðisleg skylda bæjarstjórnar að taka af- stöðu til umsóknarinnar og láta umsækjandann vita hvort honum verður veitt staðan eða ekki. Ég greiddi því atkvæði gegn frestunar- tillögu Richards Björgvinssonar. Eftir þessa niðurstöðu virtist málið því vera í höfn, en svo var þó ekki, eins og kom í ljós á bæjarráðs- fundi á þriðjudaginn var, hinn 26. febrúar. Verður staðan auglýst á ný? Á þeim fundi var umsókn Guð- mundar Magnússonar hafnað með þremur atkvæðum gegn tveimur, en hins vegar var samþykkt að hann væri hæfur til starfsins með þremur atkvæðum gegn engu. Fulltrúi Borg- arlistans, Sigurjón Ingi, réð þarna úrslitum í bæði skiptin. Við þessa atkvæðagreiðslu lagði Richard síðan fram eftirfarandi bókun: „I samræmi við fyrri afstöðu mína í þessu máli, þar sem ég var á móti því að stofna til þessarar stöðu, með breytingum á skipulagi tæknideildar og hef síðan reynt sem málamiðlun að fá frestað ráðningu í stöðuna og með vísan til fjárhags- stöðu bæjarins og möguleika til framkvæmda á þessu ári, greiði ég atkvæði á móti ráðningu í stöðuna." Nú er því enn óljóst hvort auglýst verður á ný í stöðuna, og þar mun atkvæði Borgarlistans ráða úrslit- um verði fulltrúi Framsóknar- flokksins enn andvígur því að stofna embættið. Upphaf þessa deilumáls má rekja allt til ársins 1978, en þá var gerður samstarfssamningur meirihluta- flokkanna þriggja í bæjarstjórn Kópavogs, Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. En í samstarfssamningi þríflokk- anna sagði meðal annars: „Skipulag tæknideildar og rekstrardeildar verði tekið til sérstakrar endurskoð- unar og stefnt að því að bærinn annist í auknum mæli eigin fram- kvæmdir. — Sett verði sérstök stjórn yfir Vélamiðstöð þar sem starfsfólki verði veitt aðild. Þessi mál voru síðan tekin til umræðu í bæjarstjórn nú í haust, og kom missætti meirihlutaflokkanna þá þegar í ljós í þessu máli. Einn bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, Jóhann H. Jónsson, snerist gegn hluta hins nýja fyrirkomulags, en beygði sig þó vegna mikils þrýstings frá bæjarfulltrúum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þá var hið nýja skipulag samþykkt, og auglýstar voru stöður tveggja deildarverk- fræðinga í framkvæmdadeild og áætlanadeild. ustu þeirrar kirkju eftir vígsluna. í biskupsvígslunni nú fór allt fram á tveimur málum, grænlenzku og dönsku, nema ein guðsþjónusta í gömlu kirkjunni í bænum. „Við nutum þess að vera þar þótt við skildum ekki orð. Söngur Grænlendinganna er svo fagur, þeir syngja sjálfkrafa margraddað á sinn rólega hátt, en kóra hafa þeir ekki.“ „Hvernig kemur Grænland þér fyrir sjónir?" „Það er tröllslegt land og ginn- fagurt land, en hvernig það reyn- ist sínum íbúum ef þeir fara að lifa þar á evrópska eða ameríska vísu, það veit ég ekki. Þessi makalausi þjóðflokkur, eski- móarnir, hafa sigrast á náttúru- fari landsins og gert það með yfirburðum, beitt til þess verk- menningu og tæknimenningu sem er aðdáunarverð. En náttúran hefur sett mannlífi mjög þröngar skorður. Hvort nútímatækni endist til þess að rýmka þær skorður þannig að unnt verði að byggja upp þjóðlíf samkvæmt nútíma hugmyndum, það eigum við eftir að sjá, en miðað við það sem þessi þjóð hefur íkomist hingað til þá er ekki ístæða til annars en að vera ajartsýnn á hennar framtíð ef henni tekst að njóta sín og neyta nnna góðu hæfileika. - á.j. IW Útsýn býöur besta dvalarstaöinn á ítalíu Munið Karnival-hátíð Útsýnar að Hótel Sögu í kvöld Hvitasunnuferð t-v 24. mai — 3 vikur VEROFftÁ '... t . - 1.-+‘; - Þú getur"'>^ ■k y/neytt gómsætra réttaS. * W/og vína á gjafverði — fariöN / í skemmtilegar og heillandi \ ' kynnisferðir undir leiðsögn ísl. \ fararstjóra Útsýnar til Feneyja. Florens. Gardavatns. Dolo- míta-alpanna. Júgóslaviu og Austurríkis og gert ótrúleg reifara- kaup (t.d. skór, hvers kyns leðurvörur, tískuvörur, kristall , V listmunir) milli þess sem þú 1 \ sólar þig á bestu baðströnd / >Cvrópu Gullnu ströndinni X. Lignano W ti réltu ferötna tímanfega Vikulegar brottfarir Fra 14. júní morgunflug Verö frá kr. 251.400. Feröaskrifstofan UTSYN Austurstræti 1/, simar 26611 og 21100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.