Morgunblaðið - 02.03.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Adglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Iskýrslu svonefndrar verðbólgunefndar, sem út var gefin í febrúar 1978, er meðal annars birt skrá yfir veigamiklar efnahags- ráðstafanir 1956—1977. á sama árstíma. Ríkis- stjórninni hefur verið kynntur vandi útflutnings- atvinnuveganna, og hann er með hefðbundnu sniði. Verðbólgunefndin gerði leysa úr vanda af því tagi, sem nú blasir við. Ríkis- stjórnin getur aukið íhlut- un sína með, skattheimtu og millifærslu og þannig fleytt málum áfram um stundar- sakir. Hún getur í krafti laga gripið inn í kjör manna til dæmis með því að afnema verðbætur og þannig dregið úr kostnaði atvinnuveganna. Loks get- ur ríkisstjórnin samþykkt gengislækkun og gert nauð- synlegar hliðarráðstafanir, og er sú leið algengust eins og áður er getið. Nú eru fleiri þættir efna- hagsmálanna í óvissu en venjulegt er á þessum árstíma, þar sem fjárlög ársins hafa ekki verið sam- þykkt eða mótuð. Allir kjarasamningar eru lausir og endar ná ekki saman hjá hafi á takteinum skýrt mótaða stefnu á grundvelli nýgerðs stjórnarsáttmála um það hvernig við skuli brugðist. Það er þó því miður ekki að finna hald- bær svör og er þess vegna nauðsynlegt að líta á yfir- lýsingar ráðherra um mál- ið. Forsætisráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, var í vik- unni spurður um álit hans á þeirri staðhæfingu forráðamanna frystihús- anna, að 10 milljarða króna skorti á rekstrargrundvöll þeirra á þessu ári. Svar hans var: „Ég tel að sérstök úrræði vegna vanda frysti- iðnaðarins séu ekki eins bráðaðkallandi nú eins og stundum áður vegna af- komu hans undanfarin ár.“ Og á öðrum stað sagði Menn þurfa ekki að lesa hana.lengi til að komast að raun um, að í kringum áramótin og mjög oft í febrúarmánuði hefur verið gripið til víðtækra efna- hagsaðgerða eða ráðstaf- ana vegna sjávarútvegs eins og þær eru einnig stundum nefndar. Þá þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá, að oftast grípa stjórnvöld til aðgerða, sem snerta skráningu gengis krónunnar. Augljóst er, að um þessar mundir stendur ríkisstjórnin í sömu spor- um og margir fyrirrennar- ar hennar, sem orðið hafa að taka erfiðar ákvarðanir ítarlegustu úttekt á efna- hagsmálum þjóðarinnar, sem unnin hefur verið á síðustu árum. Hún tíundaði þau úrræði, sem á valdi stjórnmálamanna eru til að þungamiðju fiskvinnslunn- ar, frystihúsunum. Ekkert af þessu kemur yfir eins og í þruma úr heiðskíru lofti og ! menn hljóta að vænta þess, að nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherra, að frysti- iðnaðurinn hefði undanfar- in tvö ár búið við þokkalega afkomu og væri því betur búinn en oft áður undir tímabundna erfiðleika. Ráðherrann telur sem sé ekki aðgerða þörf, þar sem frystihúsin geti fleytt sér áfram á fyrningum síðustu tveggja ára. Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra er ekki alveg sömu skoðun- ar. Hann sagði s.l. fimmtu- dag: „Ákvörðunar um geng- issig er ekki langt að bíða ...“ Og sjávarút- vegsráðherra sagði einnig í vikunni, að úttekt Þjóð- hagsstofnunar staðfesti hallarekstur hjá frystihús- unum á heildina litið, en ráðherrann taldi „að 15% gengissig sé nú of mikið“. Viðhorf alþýðubanda- lagsmanna liggja ekki eins skýrt fyrir. En þar sem ríkisstjórnin hefur enga ákvörðun tekið enn í þessu máli, má álykta sem svo, að þeir fallist á sjónarmið forsætisráðherra um að ekki sé þörf neinna sér- stakra aðgerða. í efnahagsmálum er að- gerðarleysið hættulegast, þegar vandi steðjar að. Vandinn heldur áfram að magnast og verður torveld- ari viðureignar. Hér dugar síst að þora ekki að taka ákvörðun. Frumkvæðis- skyldan hvílir nú á ríkis- stjórninni, vandinn hefur verið lagður á hennar borð. Sé þeirri skyldu ekki sinnt kemur fyrr en síðar til rekstrarstöðvunar með hörmulegum afleiðingum hennar. I þessu efni skiptir framkvæmdin mestu máli. | Reykjavíkurbréf <»»»♦♦♦♦♦♦♦♦4 Laugardagur 1. marz Málin skýrast I kosningabaráttunni og stjórn- armyndunarviðraeðunum fjar- lægðust stjórnmálamennirnir nokkuð hinn kalda pólitíska veru- leika, sem við blasir, þegar menn eru sestir í ráðherrastólana og þurfa að takast á við þau vanda- mál, er þeim fylgja. Á því er töluverður munur að setja á blað háleit kosningaloforð og síðan karpa um orðalag á tvíræðum stjórnarsáttmála eða þurfa að gefa ákveðin svör um skýr úr- lausnarefni. Að lokum eru stjórn- málamennirnir dæmdir eftir síðastnefnda viðfangsefninu. Hver ríkisstjórn ávinnur sér ímynd meðal þjóðarinnar í sam- ræmi við þau vinnubrögð, sem hún temur sér. í þessu sambandi má til dæmis rifja upp þann mikla mun, sem var á yfirbragði ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og vinstri stjórnanna, sem sátu á undan henni og eftir.í fjölmiðlum þótti ríkisstjórn Geirs frekar bragð- dauf. Stafaði það ekki síst af því, að þar voru þau vinnubrögð ástunduð, að ráðherrarnir rædd- ust við af þeim trúnaði, sem skilar mönnum frekar fram á við en sífellt yfirlýsingastríð samstarfs- aðilanna. Auðvitað er enn of snemmt að dæma um það, hver verður ímynd hinnar nýju stjórnar að þessu leyti og þá er einnig ósanngjarnt að slá nokkru föstu um það, hvernig ráðherrarnir muni bregð- ast við skýrum úrlausnarefnum. En málin eru tekin að skýrast, því að á borð ríkisstjórnarinnar eru nú komin mörg brýn verkefni og ráðherrarnir hafa ekki gengið í þagnarbindindi eftir þeir settust að í stjórnarráðinu. Þrjú dæmi Hér verða nefnd þrjú dæmi um vinnuaðferðir nýju stjórnarinnar. Samkomulag tókst um það í fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deild- ar Alþingis milli þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi, hvern- ig staðið skyldi að afgreiðslu frumvarps frá fjármálaráðherra, Ragnari Arnalds, um lántöku- heimild til að standa straum af ógreiddum útflutningsbótum til bænda. Var í samkomulaginu gert ráð fyrir skyldu Byggðasjóðs til að lána fé í þessu skyni. Tómas Árnason viðskiptaráðherra vildi ekki una þessu samkomulagi og rifti því með breytingartillögu, sem hann dró síðan til baka. En þá bregður svo við að málgagn þeirra framsóknarmanna, Timinn, fer af stað og telur það hina mestu fásinnu að ætla að binda fé Byggðasjóðs með þessum hætti. Löks lýsir einn þingmanna fram- sóknarmanna, Guðmundur Bjarnason því yfir í viðtali við Mbl., að þingflokkur hans hafi viljað styðja samkomulagið, sem náðist í fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar. En jafnframt segir hann: „Það var svo mat ráðherranna, sem réð, og ég vil ekki tjá mig um það.“ Stjórnar- liðið og þó sérstaklega Framsókn- arflokkurinn er þannig sjálfu sér ósamkvæmt og meðan bíða bænd- ur í óvissu. Annað dæmi snertir meðferð utanríkismála. Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra hefur lýst því yfir á opinberum fundi, að hann hafi hvergi komið nærri því að semja kaflann um utanríkismál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Eftir þessa yfirlýsingu fór ráðherrann næsta háðuglegum orð- um um þau ákvæði í kaflanum, sem Alþýðubandalaginu eru kær- ust. Og er þetta orðaskak fremur að magnast en hitt. Þriðja dæmið, sem hér verður nefnt, tengist vanda frystihús- anna og útflutningsatvinnuveg- anna. Ríkisstjórninni hefur verið gerð grein fyrir því, að frystihúsin vanti 10 milljarða króna, sé miðað við reksturskostnað frá 1. mars n.k. og að endar nái saman í frystingu á árinu. í raun er þetta talið þýða 7 — 15% gengislækkun. Þá hafa frystihúsamenn og aðrir útflytjendur kvartað undan því, ef afurðalán lækka í kjölfar þeirrar ákvörðunar bankastjórnar Seðla- banka íslands að lækka í áföngum endurkaup bankans á afurðalán- um. Afurðalánin og gengið Þriðja dæmið er alvarlegast, því að það snertir sjálfan undirstöðu- atvinnuveginn. Ljóst er af við- brögðum ríkisstjórnarinnar, að alls ekki hefur verið frá því gengið við stjórnarmyndunina, með hverjum hætti verði við þessum vanda brugðist. Var hann þó öllum sýnilegur, sem ekki voru með hugann við pólitísk töfra- brögð. Svavar Gestsson grípur til þess gamalkunna úrræðis kommúnista að reyna að koma sökina yfir á aðra. Hann segir um afurðalánin í samtali við Þjóðviljann: „Þetta er slóði frá tímum kratastjórnarinn- ar og heimilaði hún þessa áfanga- lækkun afurðalána 1. febrúar, eða nokkrum dögum áður en hún fór endanlega frá.“ Kjartan Jó- hannsson viðskiptaráðherra kratastjórnarinnar segir hins veg- ar í Mbl., að hann hafi þvertekið fyrir þessa breytingu. Og á meðan þessar glitrandi pólitísku stjörnur deila, skýrir Davíð Ólafsson Seðla- bankastjóri frá því, að í janúar hafi viðskiptaráðuneytinu verið greint frá þessari ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samþykki ríkisstjórnarinnar, enda sé þetta ákvörðunaratriði banka- stjórnarinnar. Eftir stjórnar- skiptin hafi nýju stjórninni verið send ítarleg greinargerð um pen- ingamál og m.a. varðandi þetta endurkaupamál. Síðan segir Davíð: „Hér hafa því hvorki fyrrverandi né núverandi ríkis- stjórn verið beðnar um samþykki á þessari ráðstöfun, enda hefur það ekki tíðkast við svipuð tækifæri." I viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra: „Þessi samdráttur í afurða- lánunum er að mínu mati mjög alvarlegur hlutur og niðurstaðan varð sú (í ríkisstjórninni), að viðskiptaráðherra myndi ræða við Seðlabankann." í Þjóðviljanum segir hins vegar sama dag, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stöðva frekari lækkun afurðalána hjá Seðlabankanum. Af þessu öllu virðist það eitt mega ráða, að innan ríkisstjórnar- innar séu menn ekki samstíga um leiðina í þessu máli. Mun það væntanlega koma í Ijós á næstu dögum, hver verða viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans, sem fer með ákvörðunarvaldið. Greini- legt er, að sama óvissan ríkir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til heildarvanda frystihúsanna, enda segir sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, í við- tali við Morgunblaðið: „Menn eru mismunandi tregir til að leysa allan vanda frystihúsanna með gengissigi og málið verður því kannað nánar og þá með það í huga, hvort hægt er að leysa það með blönduðum aðgerðum, geng- issigi og einhverju öðru, til dæmis' lagfæringum á útlánum fiskveiða- sjóðs og að afurðalánin verði ekki lækkuð." Hér verða þessi mál ekki lengra rakin að sinni, en aðeins á það minnt, að fyrir kosningar vakti Geir Hallgrímsson formaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.