Alþýðublaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 3 iGeóvannli Otto Iðnd kl. 8,30. þriðjuðag 14. apr. 1. sýgaing. Aðgöngumiðasalan hefst í dag. Hljóðfærahúsið simi 656, Útbúið simi 15. stœrstu tœkin, sem hún sjálf á, gegn henni á mestu hœttutímun- um. Þetta kallar Mgbl. „dutlunga mannanna". Kenning Morgunblaðsins i pessari nefndu grein er kenning auðvaldsins, sem* nú pegar er gengin sér til húöar. Við erum búnir að reyna hana. Pjóðfélögin eru í rústum um allan heim. Alls staðar er neyð' og hörmungar miklu fleiii manna en hafa það sæmilegt — og er ég ekki að taka hér sérstök dæmi, pví að pau eru öllum kunn. Alpýðufélögin eru samtök pess fjölda, sem litlar eða engar eign- ir á, sem er láglaunaður og á alt undir „dutlungum mannanna". 1 alpýðufélögunum er barist fyr- ir pví að hækka verðið á pví eina, er vinnandi menn hafa til að lifa á: uinnupreki peirrg. Enn er ekki komið lengra en svo, að verðið á pessari „vöru“ verka- lýðsins er ekki nægilegt til að standa straum af nauðpurftum hans og skylduliðs hans. „Dutl- ungar mannanna", „óbrjálaða manngöfgin“ hinna konungbomu stendur par í vegi. í hvert sinn, er vinnandi fólk reynir að auka efnalegt sjálfstæði sitt með launahækkunum, standa peir með „óbrjáluðu manngöfgina" upp til mótmæla —. og alclrei er hægt að fá réttmæt launakjör með góðu. Það kostar alt af verkföll eða mánaða samninga póf. Og af pessum alt of lógu purft- arlaunum tekur yfirráðastéttin, „dutlunga'-menn Morgunblaðs- ins, skatt. Skatt verður að greiða af hverri brauðflís, af hverjum sykurmola, mjölpundi, kaffisopa, skyrtugopa. Skatt verður verk- lýðsstéttin að greiða af pví, sem hún reynir að halda í sér lifinu með. Skatt verður að greiða af skatti. Og Morgunblaðsmaðurinn ségir að pesisi réttindi megi ekki taka af verkalýðnum. — Alpýðu- flokkurinn krefst pess, að skatt- ur pessi sé lækkaður gífurlega eða helzt afnuminn með öllu, en tekjur ríkisins lieldur teknar með pví, að skattleggja ríkidæmi, erfðafé, eignir, munaðarvörur og glys. — ÞaÖ eru ekki beinar lífs- nauðsynjar að dómi vinnandi stéttanna. En Morgunblaðið telur, að með þessu sé verið að „úrkynja menn- Samkvæínt pví er pað að úr- kynja verkalýðinn, að afla hon- nm hærri launa fyrir vinnu sína. Það er að úrkynja hann, að hann greiði ekki skatta af nauðpurft- um sínum. Blaðið segir, að pað sé að prengja „umráðasvið ein- staklingsins", að hann fái ekki að greiða slíka skattu. En ef verkalýðurinn fær sannvirði fvr- ir vinnu sina og parf ekki að greiða skatta af nauðpurftum sínum — pá verður hann fyrst efnalega sjálfstæður. Þá getur hann aflað börnum smum holl- ari fæðu og varnað pví, að pau hírist skriðnakin í okurhreysum hinna dutlungasömu, konung- bomu Morgunblaðsmanna. Þetta er pað umráöasviö, sem verklýðsstéttin óskar að fá ó- skorað. Það er djúp staðfest milli „prælanna" svonefndu og hinna „konungbornu". Dómur íhaldsblaðsins er sá, að pað séu dýrmæt réttindi að líða skort, dýrmæt réttindi að ganga atvinnulaus og að búa í okur- leigðum hieysum, dýrmæt rétt- indi verklýðsbarna að ganga skriðnakin og fá ekki næga holl- fæðu. Og ef verklýðsstéttin er svit pessum réttindum — ef hún er skipulögð til samvinnustarfs um byggingar á hollum íbúðum og björtum, pá steypist hún í „dvergmótið", sem Mgbl. talar um, pá úrkynjast hún! Menn úrkynjast svo sem ekki í fátækt og grimdarvitleysum í- haldsskipulagsins. — Nei, pá úr- kynjast fólk ekki, en ef pað legg- ur saman sér til viðreisnar, pá blánar blóðið í æðum pess — pað verður auðmjúkara og úr- kynjast!' Þegar íhaldið er að reyna að telja verkafólki og láglaunastétt- um trú á pessar falskenningar, pá liggur margt á bak við. Það vill, að verkamenn haldi fast í pessi miklu mcmnréttindi sín. Það vill, að peir snúi sér frá öllum samtökum og samstarfi sér til viðfeisnar, en haldi fast í kjallara, skatta og sultar-„réttind- in“. Það veit, að mn leið og pess- um svonefndu „réttindum", sem ihaldið hefir gefið alpýðu til að lifa á, er létt af henni — pá er pað um leið svift peim „réttind- um“, sem pað hefir yfir ham- ingjuleiðum fjöldans. Þetta veit ihaldið, og pví læt- ur pað feins og pað lætur. Það ver sín réttindi með kjafti og klóm, hrifsar af lífsbjöigum fjöldans — arðrænir. Það trúir pví, að hjörð pess, siem áður var pæg og auösveip, muni trúa fals- kenningum pess. En hjörðin er breytt. Hún læt- iu’ engan „kjassa og éta sig" íengur. Hún hefir bundist sam- tökum til að hrinda af höndum sér rangindum og afla sér sannra réttinda. Hún vill eiga landið sitt sjálf og ráða pví sjálf. Hún sprengir af sér dvergmót íhalds- anda og falskenninga einka- brasksins. í sameinuðum fylking- um vinnur hún sér réttindin — réttindin ao lifa. MjÓIkuitoMiir Péturs Ottesens. Við 3. umræðu í neðri deild alpingis um verðtollsfrumvarpið fluttu peir Pétur Ottesen og Jón á Reynistað tillögu um að hækka verðtoll af innfluttri mjólk, rjóma, ostum og smjöri um 10o/o frá pví, sem er' í frum- varpinu, svo að tollurinn af pví yrði 2iy2«/o. Var pað næstum sama og aðflutningsbann á niður- soðinni mjólk og myndi hafa komið hart niður á fjölmörgum kaupstaðalieimi lum. Þá lögðu peir einnig til, að verðtollur af innfluttu kjötmeti og fiskmeti yrði hækkaður upp í 3iy2o/0 (en er 2iy2 í frumvarpinu). Tillögur pessar voru raunar feldar, en pó greiddu 12 pingmenn atkvæði með 'mjólkurtollinum, og voru pað pessir auk flutningsmanna: Hannes, Ingólfur, Lárus, Sveinn, Tryggvi, Jörundur, Bjarni, Þor- leifur, Einar á Geldingalæk og Gunnar. Hin tillagan féll með jöfnum atkvæðum, 14 gegn 14. Slys viðhafnargeíðina I gær slasaöist einn af peim mönnum, sem eru að vinna við hafnargerðina, Sveinjón Ingvars- son, Grettisgötu 44. Slysið vildi til á pann hátt, að steinn lenti á fæti hans og braut stóru tána. Sveinjón er um pritugt. Með- limur Sjómanriafélagsins. Fjölgun þingmanna Reykjavíknr. 1 gær fór fram 2. umræða í neðri deild alpingis um fjölgun pingmanna Reykjavjkur. I frum- varpinu var farið fram á, að peir yrðu 9, en við pað komu fram tvær breytingatillögur, önnur um, að pingmenn Reykjavikur verði 6, hin frá Magnúsi Guðmunds- syni um að peir verði 5. Sú til- laga var fyrr borin upp og var hún sampykt, en par eð hún var breytingartillaga við hina tillög- una, kom sú um 6 pingmenn pá ekki til atkvæða. Samt sem áður greiddu „Framsóknar"- flokks-pingmennirnir atkv. gegu pví, að pessi fjölgun um einn pingmann fyiir Reykjavík næöi fram að ganga. Ekki tókst peim pó að fella frumvarpið og var pví pannig breyttu vísað til 3. umræðh. Vélmennið. Fyrir nokkru var sýning haldin í Kaupmannahöfn. Fékk íhalds- blaðið „Berlingske Tidende", sem er „Moggi" Kaupmannahafnar, inn á sýninguna undur nokkurt, er kallaðist „Vélmennið Robot". Birti svo blaðið margar greinb" um Robot og kvað hann vera eitt mesta furðuverk nútímans. Átti hann að vera tilbúinn eftir margra ára rannsóknir, tilraunir og erfiði frægjustu verkfræðinga, er brotið höfðu heUan um pað, hvort ekki væri hægt að búa til vélmenni, er „skynjaði", talaði og hreyfði sig — „og hér gefst Kaupmannahafnarbúum tækifæri til aÖ sjá pennan árangur vísind- anna, sem vekja mun athygli mxt heim allan, en sem við höfum útvegað hingað eftir mikið erfiði,“ sagði Berlingur. Fólk stieymdi að til að skoða Robot. Ógrynni fjár !kom inn í aðgangseyri og rnestux hluti pess rann til pessa danska „Mogga". Fólkið spurði Robot spurninga og hann svaraði. Það bað hann um að hreyfa sig og hann gerði pað, hieyfði til hand- leggina, kinkaði kollinum o. s. frv. Ungur verkfræðingur fór svo dag nokkurn til að skoða petta furðuverk. Hann varð of forvitinn og gekk nokkuð lengra en hitt fólkið, sem staðið hafði næstuim agndofa yfir pessari stórmerku nýung. — Rannsóknir verkfræð- ingsins leiddu í ljós, að vélmenn- ið var blekking frá rótum. Hann var ekkert annað en járnarusl, en á vanhúsi bak við jámmanninn »sat einn af aðalstarfsmönnum „Berlingske Tidende" og talaði í gegn um pípu fyrir munn Ro- bots. ■ En „Berlingske Tiden- de“ höfðu sagt að Robot talaði með radíó-bylgjum, geislum og straumum. Nú er almenningur í Kaup- mannahöfn afarreiður íhaldsblað- inu. Og hefir fjöldi manna hótað pví lögsókn. En Social-Demókrat- inn krefst pess, að fé pvi, sem pessi danski Moggi hefir stolið, renni til atvinnuleysingjanna. Þannig eru blekkingar ihalds- blaðanna. Hallærisfundurinn var nokkurs konar „Robot". — Sjálf- stæðisnafnið er „Robot". Bjarg- ráðafundurinn er Robot. Fram- sóknarnafniö er Robot. — Á bak við situr klíkan á kamrinum og kippir í strengina og talar. Enskur línuueiðari kom hingað i morgun. Er hann á leið til Grænlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.