Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 32
Þak- gluggar Nýborg? Armúla 23 — Sfml 86755 tMONROEF SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 Fœrri og smœrri skemm tiferðaskip koma hér í sumar TÖLUVERÐUR samdráttur verður í sumar í fjölda þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum og er þá miðað við síðasta sumar. Að sögn Péturs M. Helgasonar hjá Ferðaskrifstofunni Úrval, koma bæði færri skip hingað og minni í sumar en komur skemmtiferðaskipanna eru nokkuð mismunandi milli ára. Þannig hefði til dæmis komið hingað breskt skemmtiferðaskip í fyrrasumar og það kæmi ekki í sumar en hins vegar væri ráðgert að það kæmi hingað sumarið 1981. Pétur sagði að fleiri rússnesk skip kæmu í sumar heldur en í fyrra en færra yrði um Grikki. Þá hefðu Italir komið oft í fyrra en þeir kæmu ekki í sumar. Alls koma hingað til lands í sumar 12 skemmtiferðaskip og þar af koma 6 hingað í fyrsta sinn. Nokkur koma þó oftar en einu sinni og verða viðkomur skemmtiferðaskipanna í Reykja- vík alls 17. Og til Akureyrar koma skemmtiferðaskip 9 sinn- um í sumar og eitt leggur leið sína til ísafjarðar en það er Europa. Samdráttur í komu ferða- manna með skemmtiferðaskip- unum kemur meðal annars við þá aðila, sem annast hafa fyrir- greiðslu við þessa ferðamenn í þeim dagsferðum, sem þeir hafa farið hér innanlands. Þeir ferða- menn, sem koma til Reykjavíkur fara gjarna til Gullfoss og Geysis og snæða þá hádegisverð ýmist á Flúðum, í Aratungu, á Laugar- vatni eða við Geysi. Ármann Guðmundsson, hótelstjóri á Flúðum sagði, að fyrstu 15 dag- ana í sumar hefði orðið verulegur samdráttur í komu ferðamanna frá skemmtiferðaskipunum og einnig hefði dregið úr fjölda þeirra, sem færu þar um í svokölluðum dagsferðum. „Hjá okkur var innkoman í peningum þessa 15 daga sú sama í krónu- tölu og á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er því um 40%. Síðustu dagana hefur þó orðið nokkur aukning á ný og ekkert hefur dregið úr gistingu hér á hótelinu frá síðasta sumri," sagði Armann. I.jAsm. Mbl. RAX. Skemmtiferðaskip Maxim Gorki var i Reykjavik á fimmtudag og föstudag og i gær var það á Akureyri. Alls kemur Maxim Gorki þrisvar hingað til lands i sumar. Laxeldis- og hafbeitarstöð við Straumsvík: Mun rúma 3 milljónir seiða í SUMAR hefjast framkvæmdir við laxeldis- og hafbeitarstöð á svæðinu milli Álversins í Straumsvík og Sædýrasafnsins sunnan við Hafnarfjörð. Það eru arkitektarnir Magnús G. Björns- son og Róbert Pétursson, sem hafa forgöngu um byggingu stöðvarinnar en fyrirhugað er að stofna hlutafélag um rekstur hennar. í sumar verður byggður fyrsti áfangi stöðvarinnar og er hann ætlaður fyrir 125 þúsund seiði, sem alin verða upp að sjógöngustærð. Gert er ráð fyrir að hygging stöðvarinnar taki 6 ár og verði þá rúm í stöðinni fyrir 3 milljónir seiða en laxeldisstöðvar þær, sem nú eru starfræktar hérlendis rúma mest 200 til 250 þúsund seiði. ár um viðbótarlóð á sama stað fyrir allt að 10.000 m2. Róbert Pétursson sagði í samtali við blaðið í gær, að þegar lægi fyrir heimild frá Álverinu um að nota kælivatn frá því til starfrækslu stöðvarinnar. Starfsemi stöðvarinnar hefst síðar í sumar en gert er ráð fyrir að kostnaður við fyrsta áfanga hennar verði um 180 milljónir króna en fullbúin kostar stöðin um 1,5 milljarð króna. Róbert sagði, að í fyrstu yrði um að ræða fram- leiðslu á sjógönguseiðum og væri í þeim efnum ætlunin að selja seiðin til Noregs þar sem þau yrðu notuð til hafbeitar. Síðar ætluðu þeir sjálfir að hefja hafbeit frá stöðinni og yrði framleiðslan þá seld til útflutnings sem lax til manneldis. Róbert sagði, að þeir hefðu verið með tilraunir á svæðinu frá ára- mótum og þær hefðu gefið góða raun. Engin mengunarhætta staf- aði frá Álverinu og það vatn, sem yrði notað væri kælivatn frá spennistöð og afriðlum. 1 fyrstu munu tveir menn starfa við stöð- ina. Landrisið við Kröflu er meira en nokkru sinni fyrr LANDIÐ er nú orðið hærra en það hefur áður verið, en það ýmist rís, stendur í stað eða sigur örlítið, sagði Páll Einars- son jarðeðlisfræðingur er Mbl. ræddi við hann á skjálftavakt- inni við Kröflu í gær. Páll Einarsson kvað landið vera nokkuð tvístígandi, en kominn væri sá tími er búast mætti við að eitthvað gæti gerst, en hann vildi engu spá um hvenær eða með hvaða hætti það yrði. 25 þúsund manns sóttu atriði Lista- hátíðar ’80 UM TUTTUGU og fimm þúsund manns. sóttu þau 35 atriði sem Listahátíð bauð upp á i ýmsum húsum í Reykjavik, en þá eru ekki taldir með þeir gestir sem hafa séð málverkasýningar í tengslum við Listahátíð eða komið á atriði sem hafa verið úti undir beru lofti. Þetta eru held- ur fleiri gestir en á siðustu Listahátíð, þegar fjöldi gesta fór upp i 31 þúsund. Síðasta atriði Listahátíðar var í gærkvöldi í Laugardalshöll, en þá lék brezka hljómsveitin Clash listir sínar, og um hádegisbil í gær var þegar búið að selja 2500 miða á þá tónleika. Síðasta vika kosningabaráttunnar: F orsetaf rambjóðend- ur enn á ferð og Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að úthluta um 5000 m’ lóð undir stöðina og er hún veitt til 25 ára, og jafnframt hefur lóðarhöfum verið veitt fyrirheit í 6 94 hval- ir veiddir NÍUTlU og fjórir hvalir eru nú komnir á land til vinnslu hjá Hval hf. i Hvalfirði. 1 gærmorgun voru 90 hvalir komn- ir til verksmiðjunnar og um há- degið kom skip með tvo hvalir og annað skip með tvo undir kvöldið. Veiðin er nú orðin heldur meiri en hún var á sama tíma í fyrra, en þá hófust veiðarnar nokkru seinna en í ár. NÚ ER aðeins ein vika til kjördags I forsetakosningunum. Mhl. sneri sér þvi til kosninga- stjóra allra forsetaframbjóðand- anna til að fá upplýsingar um starfsemina þessa siðustu viku: Albert Guðmundsson heim- sækir í dag Skagaströnd og Blöndós. Á mánudaginn mun Al- bert heimsækja Hrauneyjafoss- virkjun, Sigöldu og Búrfellsvirkj- un og lýkur deginum með fundi á Hvolsvelli. Á þriðjudag verða vinnustaðafundir í Reykjavík og fundur í Garðabæ. Á miðvikudag verða einnig vinnustaðafundir í Reykjavík og fundur í Þorláks- höfn. Enn verða vinnustaðir í Reykjavík heimsóttir á fimmtu- dag og síðdegis verður útifundur á Lækjartorgi. Á föstudag verða svo vinnustaðafundir í Reykjavík. Laugardagurinn er ekki skipu- lagður enn. Guðlaugur Þorvaldsson verður úti á landi í dag, sunnudag, á mánudagskvöld verður fundur í Laugardalshöllinni. Á þriðjudag verður kvöldfundur á Hvolsvelli, á miðvikudag í Borgarnesi og á fimmtudagskvöld á Akranesi. Auk þessa er ætlunin að reyna að heimsækja vinnustaði og fara meira út á land. Pétur Thorsteinsson heimsæk- ir í dag Hólmavík, Varmahlíð, Sauðárkrók og Siglufjörð. Á mánudagskvöld verður fundur í íþróttaskemmunni á Akureyri, þriðjudagskvöld í Félagsbíói í Keflavík. Pétur verður með ungu fólki í Sigtúni á miðvikudagskvöld og hugsanlega verður einnig fund- ur á sama tíma í Kópavogi. Á föstudagskvöldið verður svo fund- ur í Háskólabíói. Vigdís Finnbogadóttir verður með fund í íþróttaskemmunni á Akureyri í dag, en á morgun er áætlað að fara á vinnustaði í Reykjavík. Á þriðjudagskvöld verður Jónsmessugleði í Laugar- dalshöll. Miðvikudagur og fimmtudagur eru enn ekki fast- ákveðnir, en hugsanlega verður farið um Norður-Þingeyjarsýslu og til Vopnafjarðar. Vigdís hefur enn ekki komizt í Dalasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu svo að flugi reynt verður að fara þangað einnig ef tími og aðstæður leyfa. I dag, sunnudag, verður útvarp- ið með þátt, þar sem allir fram- bjóðendurnir sitja fyrir svörum, hver í hálfa klukkustund. Spyrj- endur verða einn frá hverjum hinna frambjóðendanna, en Helgi H. Jónsson og Kári Jónasson fréttamenn verða stjórnendur þáttarins. í sjónvarpi flytja svo frambjóðendur ávörp í beinni útsendingu á föstudagskvöld í þessari röð, Vigdís Finnbogadótt- ir, Albert Guðmundsson, Guð- laugur Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson. Kynnir og stjórn- andi þáttarins verður Guðjón Einarsson fréttamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.